Haukur Kristjánsson á Kambi fæddist á Siglufirði 1. mars 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 7. janúar 1997. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurðardótir, f. 28. júlí 1897, d. 1988, og Kristján Ásgrímsson, skipstjóri, útgerðarmaður og síldarverkandi á Kambi í Siglufirði, f. 4. júlí 1894, d. 7. mars 1974. Systkini Hauks eru: Bára Kristjánsdóttir, f. 7. nóvember 1916, dáin, ógift; Ásgrímur Kristjánsson, f. 18. september 1918, búsettur í Hafnarfirði, maki Sigríður Lúðvíksdóttir; Ólafur Kristjánsson, f 1920, drukknaði 1950;
Ólöf Kristjánsdóttir, f. 21. júlí 1921, búsett í Hafnarfirði,
maki Guðmundur Atlason, dáinn;
Sigurður Kristjánsson, f. 14. desember 1924, d. 1987;
Ægir Kristjánsson rakari, f. 10. júlí 1926, látinn,
maki Ágústa Engilbertsdóttir, búsett í Reykjavík;
Guðrún Kristjánsdóttir, f. 5. maí 1931, ógift, búsett á Siglufirði;
Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 27. júní 1933, búsett í Hafnarfirði,
maki Sigurður Sigurðsson.
Hinn 16. júní 1951 gekk Haukur að eiga
Guðnýj Friðfinnsdóttir, f. 8. október 1932, núverandi starfsmann á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Foreldrar hennar voru þau
Jóný Þorsteinsdóttir og
Friðfinnur Níelsson á Siglufirði.
Haukur og Guðný eignuðust sjö börn sem eru:
1) Kristján Ólafur Hauksson trésmiður í Reykjavík, f. 20. apríl 1950,
kona hans er Erla Björnsdóttir og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn;
2) Hanna Jonna Hauksdóttir, verslunarkona í Reykjavík, f. 14. maí 1951,
maki Ingvar Lúðvíkssn stýrimaaður og eiga þau tvö börn;
Guðrún Anna Hauksdóttir, tónlistarmaður í Svíþjóð, f. 15. apríl 1953, ógift en
á eina dóttur,
Alla Hjördís, húsmóðir í Reykjavík, f. 25. október 1954,
maki Hinrik Olsen prentari og á hún tvö börn og eitt barnabarn;
Sigurður Friðfinnur Hauksson, verkstjóri á Siglufirði, f. 20. október 1957,
sambýliskona hans er Sigurbjörg Elíasdóttir verkakona, þau eiga þrjú börn;
Selma Hauksdóttir verkakona í Reykjavík, f. 13. apríl 1963,
hún á 3 börn;
Sigurjóna Bára Hauksdóttir, verkakona í Reykjavík, f. 1. janúar 1966,
maki Sveinn Ó. Þorsteinsson og eiga þau eitt barn.
Útför Hauks fór fram frá Siglufjarðarkirkju. - Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson