Vitavörðurinn heimsóttur

Vitavörðurinn á Horni.  

Frásögn af heimsókn  þegar skipverjar á Haferninum heimsóttu vitavörðinn á Horni, Jóhann Pétursson og „fjölskyldu“ og framkvæmdu í leiðinni  „ólöglegt athæfi“ 

Þeir gengu á land með „smyglvarning,“ tvo kassa af Tuborg bjór, tvær eða þrjár vinflöskur, vindla og sælgæti.

Tilefni þessarar „smyglferðar“ var að sýna vitaverðinum á Hornbjargi þakklæti.

Tilefnið var aðstoð hans, Þegar hafísinn var sem mestur fyrir norðurlandi í byrjun aprílmánaðar árið 1968  --    Um þá frásögn má lesa hér.

Vitavörðurinn hafði tekið sér þunga talstöð á bakið og enn þyngri rafgeymir í fang og gengið á fjall, þaðan hafði hann góða yfirsýn yfir hafísflákann, talsvert betri en sást úr mastri Hafarnarins og ratsjám. Hann leiðbeindi skipstjóra til um stefnu að grisjóttum svæðum og vökum. 

Þetta gerði vitavörðurinn óbeðinn, eftir samband við skipið.

Sjálf heimsóknin Hafarnarmanna til hans síðar, kom honum í opna skjöldu. Það var rétt fyrir klukkan 6 að morgni að við komum vitaverði og fjölskyldu hans algjörlega á óvart.

Það skal svo tekið fram, að viðkomandi bjór og meðlæti hafði áður fengið eðlilega tollafgreiðslu á Siglufirði, þó svo að engum hefði á þeirri stundu dottið í hug að komið yrði við á Hornbjargi.

Í landgönguliðinu voru Guðmundur Arason 1. stýrimaður, Ægir Björnsson bátsmaður, Bergsteinn Gíslason loftskeytamaður, Sigurður Jónsson háseti og ljósmyndarinn Steingrímur Kristinsson timburmaður. Ég sýndi svo skipverjum myndirnar á tjaldi, eftir kvöldverð sama dag.

Ég framkallaði svarthvíta filmuna, og bjó síðan til eftir þeim pósitífar 5x5sm glærur á glerplötur.

Sem svo var varpað á tjald, með venjulegum skyggnu varpa.

(myndirnar sem þar voru sýndar, voru fleiri en hér sjást. fyrir neðan)