Ferðalýsing 1912
Árgangur 1912, 441. tölublað, Blaðsíða 1 (Hluti greinar sem birt var í mörgum áföngum,í mörgum eintökum af Vísir)
Ferðamolar eftir . Sigurbjörn Á. Gíslason.
Frh. Sódóma og Siglufjörður.
Jeg skil varla að það hafi verið mikið verra í Sódóma og Gómorra, en verið hefur í sumar á Siglufirði, sagði Scheen sjómannaprestur frá Noregi við mig fyrir nokkrum árum. Hann brá sjer þá hingað suður til að biðja stjórnarráðið um meiri löggæslu þar nyrðra. Það var árið áður en sjerstakur lögreglustjóri var settur sumarlangt á Siglufirði. — Og þá baðaði Bakkus í rósum þar nyrðra. Norskir sjómenn fullyrtu við mig það sumar, að hægt væri að fá vín til sölu »í hverju húsi á Siglufirði«, og þegar jeg sagði að það væri ósatt, sögðu þeir eitthvað á þá leið, að það væri ekki að marka, þótt jeg vissi ekki um það, —
það væru Norðmennirnir, sem væru látnir sitja fyrir að drekka og borga. — Jeg hugði að þessar öfgar væru af því sprottnar. að þeir blönduðu saman »sumstaðar« og »alstaðar«, eins og sumum hættir til. En var varð jeg þess, að tortrygnin var æði mikil að því er víndrykkju snertir. — Borgari nokkur á Siglufirði, sem jeg hafði aldrei heimsótt fyr, bauð mjer að borða með sjer kveldverð seint um kveld, er jeg var að bíða tækifæris hjá honum að komast fram í strandferðaskip,. sem jeg var farþegi á. Þegar við vorum að fara inn í borðstofuna, kom öldruð kona á móti okkur, móðir húsráðanda, og ámælti honum með þungum orðum, »að vera nú að koma með útlending til að drekka með sjer, þegar kominn væri háttatími.« —
Mjer þótti þessar aðvaranir alt of skemtilegar til þess að jeg vildi blanda mjer í þær, einkum þar sem húsráðanda varð orðfall fyrst í stað; — hann var nýbúinn að tjá mjer vináttu sína við templarafjelagið. — En samt fór svo, að gamla konan, sem sat inni, meðan við mötuðumst og heyrði því samtal okkar, þakkaði mjér komuna og óskaði, að jeg kæmi þar sem oftast. Jeg hef komið nokkrum sinnum síðar á Siglufjörð og sjeð þar svona sitt af hverju, eins og við er að búast, en aldrei hefur verið þar jafn rólegt og í sumar. Enda fjekk nú Siglufjörður alt annan vitnisburð en fyr, bæði hjá norsku trúboðunum Og öðrum kunnugum.
Norskir trúboðar.
Sjómanna-innri-missíónin norska hefur sjö sumur sent þangað roskinn trúboða, er Apeland heitir og býr annars búi sínu nálægt Haugasundi í Noregi. Í hitt eð fyrra sendi hún tvo unga menn í hans stað, en þeir þóttu ekki geta unnið eins vel virðingu sjómannanna. Enda var Scheen prestur ekki á Siglufirði það sumar, en hann hefur verið þar 5 sumur," studdur til þess af sjómanna-missíon Norðmanna í erlendum hafnarbæum. Þeir Scheen og Apeland hafa unnið saman eins og bræður.
Hafa þeir lestrarstofu sjómanna í barnaskóla Siglfirðinga. Hún er opin frá kl. 4 e. m., og stutt guðræknisstund er þar á hverju kveldi fyrir þá, sem óska. Þeir Apeland og sjera Scheen skiftust á um að gæta stofunnar og vitja skipanna. Á hverjum sunnudegi halda þeir síðdegismessu á norsku í kirkjunni og er þá jafnan húsfyllir. Jeg hefi einusinni tekið þátt í þeirri messugjörð með þeim, og þótti bæði nýstárlegt og ánægjulegt að heyra þá tvo eða þrjá roskna skipstjóra flytja bænir úr kórdyrum.
Norsku trúboðunum liggur mjög hlýlegt orð til sóknarprestsins, sjera Bjarna Þorsteinssonar, og annara hlutaðeigenda fyrir velvild þeirra með kirkju- og skólaIánið. Öllum kunnugum kemur saman um, að þessir norsku trúboðar sjeu þarfir menn á Siglufirði. »Hann sjera Scheen er á við 10 lögregluþjóna«, sagði einhver um hann fyrir nokkru, — hvað sem um það er, þá er áreiðanlegt að áhrif þeirra á sjómennina á Siglufirði fara vaxandi.
Norðmenn fækka.
Það voru miklu færri Norðmenn að staðaldri á Siglufirði í sumar en að undanförnu, um 800 nú í staðinn fyrir 2000 áður, sögðu kunnugir. Allmörg norsk skip höfðu leitað inn á Eyafjörð vegna síldbræðslustöðvanna á Dagverðareyri og í Krossanesbót, kippkorn fyrir utan Oddeyri, og sum höfðu hætt við íslandsferðir »vegna sívaxandi tollá og skatta hjer á landi«,sögðu Norðmenn.
Vitanlega minkar óreglan þegar útlendingunum fækkar, en samt er óhætt að bæta því við, að ein aðalástæðan til góðrar reglu á Siglufirði í sumar var sú, að lögreglustjórinn, Vigfús Einarsson, sem verið hefur 2 undanfarin sumur á Siglufirði, hefur reynst mjög ötull. Í fyrra sumar sektaði hann 5 skip fyrir landhelgisbrot og 7 fyrir ólöglega vínsölu, þar á meðal britann á Ingólf og Prosperó um 300 og 500 kr., og Þorvald Atlason kaupm. tvisvar fyrir ólöglega vínsölu og einu sinni fyrir tollsvik, og því mun ólöglega vínsalan á Siglufirði í sumar hafa verið með minsta móti, en þá er vitanlega öll önnur óregla jafnframt miklu minni.
Tvo íslenska lögbrjóta sektaði Vigfús í sumar, enda voru þeir, sem ágirndin tældi til að brjóta lögin, afar hræddir við hann, og aðstoðarmann hans, Guðmund Guðlaugsson, sem templarar nyrðra sögðu jafnfúsan, eins og föður hans ófúsan, til að skifta sjer af þessháttar brotamálum. Það var nýbyggt svarthol eða »tugthús« á Siglufirði í sumar, en það þurfti sjaldan á því að halda. »Hann mun renna grun í það lögreglustjórinn hjerna, að löndum mínum, sem hjer eru á Siglufirði, kemur flestum miklu ver að vera sektaðir um 10 kr., en þótt þeir væru settir næturlangt í svartholið«, sagði ungur Norðmaður við mig, þegar talið barst að þessu.
Íslendingum fer alt af sífjölgandi á Siglufirði, að minsta kosti á sumrin. Ýmsir Akureyrarbúar og fleiri Eyfirðingar hafa þar útgerð, fiskiskipin sunnlensku koma í hópum, og atvinnuleitendur koma úr öllum áttum, því að atvinnan er mikil og kaupið hátt. — En ódrjúgt verður það piltunum, sem halla sjer að Bakkusi, og stúlkunum, sem halla sjer að Norðmönnum. — Hefur hvorttveggja þótt brenna allmjög við á Siglufirði, enda misjafn sauður í mörgu fje.
Þjóðernis-þröngsýni og útlendinga-dekur.
Jeg hefi sjeð fleiri íslendinga drukna hjer í sumar heldur en Norðmenn«, sagði Norðmaður við mig á Siglufirði í sumar, — »og jeg býst við að það sjeu málagjöldin fyrir, hvernig ýmsir íslenskir prangarar hafa fjeflett og spilt löndum mínum með þessari ólöglegu vínsölu. — Það sannast, að sá gróði verður engum til blessunar. —Jeg gat ekki ósannað orð hans, og svaraði því fáu. Enda hefur mjer jafnan þótt það fyrirlitlegt, þegar jeg hef heyrt landa mína segja: »Hvað gerir það til, þótt útlendingar fylli sig? — Jeg held þeir sjeu ekki ofgóðir til að borga áfengið, og fara í hundana, ef þeim sýnist svo«.
Því miður er ekki mjög sjaldgæft að heyra þvílík ummæli hjer á landi, ummæli, sem bera vottum aumasta þjóðernis-þröngsýni. Það ætti ekki að þurfa að minna heið- viða menn á, að útlendingar eiga foreldra og aðra ástvini, sem er ant um gæfu þeirra, alveg eins og íslendingar. Enginn mundi kjósa að svo væri breytt við börnin sín í öðru landi, að enginn hirti um annað en að ná peningum þeirra, af því að þau væri útlendingar. — Þeir vita það best, sem sjálfir hafa verið erlendis hjá ýmsum ókunnugum hvað útlendingurinn verður tilfinnanlega einmana, ef hann mætir kulda eða kæruleysi, en hvað honum hlýnar fljótt og vel, þegar hann mætir velvild og samúð.
Fyrir 12 árum voru það talsverð meðmæli í Danmörku að vera íslendingur, og fyrir 7 árum voru það enn meiri meðmæli, —jeg er ekki viss um, að það hafi vaxið síðan, líklega breyst fremur í hina áttina sumstaðar. En í Noregi hafa íslendingar átt miklu góðu að mæta um langan aldur, og þegar jeg hefi verið þar á ferð, hefi jeg hvað eftir annað notið þess í ríkum mæli að jeg var íslenskur.
Og þess vegna er mjer erfitt að gleyma því, að jeg varð þess var sumstaðar hjer á landi, er jeg fyrir mörgum árum varð samferða efnalitlum Norðmanni, að okkur var selt dýrara en annars er venja. Jeg kvartaði undan því einu sinni, hvað flutningur væri dýr þar sem við þurtum að kaupa hann, en þá var svarað: » Borgar hann það ekki þessi útlendingur?« >Norðmaðurinn skildi íslensku og sagði við mig hissa og angurvær: »Þettað datt mjer ekki í hug, að þjer hefðuð skaða af að jeg var samferða, því að í Norvegi eru það bestu meðmæli að vera íslendingur«. En sem betur fór, komum við samt víða, þar sem Norðmaðurinn fjekk tækifæri til að kynnast góðri og gamalli íslenskri gestrisni. —
En leitt er það, þegar útlendingar kynnast hinu gagnstæða. Ósanngirni við útlendinga er þjóðernisþröngsemi, sem hefnir sín fyr eða síðar; en útlendingadekur, sem skríður að fótum hvers erlends »heldri manns og varpar sjer í faðminn á útlendum sjómönnum, eru öfgar í hina áttina, sem bólar á innan um þjóðargorgeirinn. Það er t. d. ranglátt bæði frá siðferðislegu og þjóðernislegu sjónarmiði, að norsku sjómennina skuli aldrei vanta íslenskt kvenfólk á »brekánsböllin«, sem þeir halda einu sinni og tvisvar í viku á »kaffihúsum« Siglufjarðar. — Og nóg voru »pörin úti að spássera« um og eftir miðnætti í þreifandi myrkri þá sunnudagsnótt, sem jeg var á Siglufirði í sumar.
Hjálpræðisherinn á Siglufirði.
Hjálpræðisherinn hefur haft stórt samkomutjald á Siglufirði nokkur undanfarin sumur. í sumar voru þar 3 stúlkur úr Hernum, sem hjeldu samkomur, og var mjer sagt, að áheyrendurnir væru bæði margir og háttprúðir,—enda háttprúðari en sumt fólk er á hersamkomum í Reykjavík. Westergaard hjálpræðishersforingi frá Danmörku var þar viku tíma í sumar og ljet vel yfir dvölinni í erlendum blöðum, enda þótt hretið mikla kæmi þá viku. Allur þorri norðmanna ber mikla lotningu fyrir guðræknisiðkunum og guðsorði; því að flestir vita þeir mörg dæmi heima um blessunarrík áhrif kristindómsins, enda þótt þeir kunni að standa sjálfir álengdar. — Og því er þeim fjærri skapi að gjöra óskunda við kristilegar samkomur.
Margir góðir drengir. Annars eru það argar fjarstæður, ef nokkur heldur að allir Norðmenn, sem stunda fiskiveiðar norðanlands sjeu »drykkjusvín og »draslarar«; margir þeirra eru heiðvirðir menn sem svíður sárt að sjá óreglu hinna, eins og greinilega kom í ljós, þegar þeir sendu stórþinginu í Kristjaníu beiðnir um, að norskt herskip væri sent til Siglufjarðar til að hafa, hemil á óreglumönnum. — Það var litlu áður en sjerstakur lögreglustjóri var sendur til, Siglufjarðar. —
Þeir Norðmenn eru fúsir til að gjöra Íslendingum margan greiða, flytja þá t. d. iðulega ókeypis hafna á milli á Norðurlandi, — og eru jafnframt mjög þakklátir þeim, sem hlynna góðu að sjómönnunum. Þannig heyrði jeg, að þeim lá mjög hlýtt orð til Arthur Gooks trúboða á Akureyri fyrir sjómannaheimilið, sem hann hefur stofnsett á Sjónarhæð. — Er þar lestrarstofa fyrir sjómenn og seldur matur og kaffi afar ódýrt. —
En hinu bættu kunnugir við, að þeir væru alveg hissa á að íslendingar skyldu ekki sjálfir eiga eitt einasta sjómannaheimili neinstaðar með ströndum fram, enda er það bæði skömm og skaði. Sumir eru Norðmennirnir áhugasamir trúmenn, sem furða sig á hvað lítið þeir verða varir við kristilega safnaðarstarfsemi hjer á landi. — Jeg var t. d. í sumar við ofurlítinn kvöldsöng, sem sjera Scheen hjelt með nokkrum Norðmönnum á Oddeyri og var á eftir bænagjörð, sem 5 eða 6 Norðmenn tóku heyranlegan þátt í.
Ósannur frjettaburður.
Einhverjir náungar skrifuðu norskum blöðum í sumar, að aðflutningsbannslögin væru stórum brotin á Siglufirði og kæmu því að engu Iiði. — En það eru hinar mestu ýkjur. — Ef til vill hafa einn eða tveir útgerðarmenn norskir fengið eitthvað lítilsháttar af áfengi handa sjálfum sjer með skipum sínum, en það sem selt var, var vafalaust pantað frá innlendum vínsölum.— Hitt er annað mál, að hefði lögreglustjórinn verið ljelegur, hefði áfengið sjálfsagt streymt þar inn í stórum stýl, en sem betur fer, er því ekki til að dreifa, eins og þegar hefur verið sagt.
Stúkur og bindindisfjelög.
Goodtemplarreglan hefur átt örðugt uppdráttar á Siglufirði. Raunar hefur verið þar stúka að nafninu til í mörg ár, en stundum hefur verið harla lítið gagn að henni, og nú að undanförnu hefur hún mestmegnis stuðst við einn mann, Jósef Blöndal, símstjóra og póstafgreiðslumann á Siglufirði. — Þessa daga, sem jeg var á Siglufirði í sumar, reyndi jeg meðal annars, til að fá nokkra fleiri menn til að endurreisa stúkuna, og er jeg ekki vonlaus um að það beri nokkurn árangur, einkum þar sem enginn annar svipaður fjelagsskapur er fyrir á Siglufirði. Þar er t. d. ekkert ungmennafjelag enn sem komið er.
En eins og kunnugt er hafa ungmennafjelögin orðið hættulegur keppinautur stúkum og gömlu bindindisfjelögunum í fámennum kaupstöðum og sveitum. Bindindissameiningin á Norðurlandi hefur t. d. mist hvert fjelagið á fætur öðru í Þingeyar- og Eyafjarðarsýslum, síðan ungmennafjelögin komu þangað, og ekki fengið í staðinn nema 2 fjelög í Skagafirði, að Hólum í Hjaltadal og í Óslandshlíð. — En bindindismálinu ætti ekki að vera það neinn skaði, ef full alvara fylgir bindindisstefnu ungmennafjelaganna. Og það er áreiðanlegt að síðan þau komu, hefur bindindismálið og aðflutningsbannið verið rætt miklu meira en áður í sveitum landsins, og það engu síður á þeim stöðum, þar sem meiri hluti ungmennafjelags er því enn mótfallinn, að gera vínbindindi að fjelagsskuldbindingu.
Annars má bæta því við í þessu sambandi, að þótt bindindisstarfsemi sje miklu meiri á Akureyri en Siglufirði, var þó meira kvartað í sumar um ólöglega vínsölu á Akureyri, og lauslætisorðrómur í lakasta lagi fylgdi auk þess einni leyniknæpunni. En mikinn hug höfðu sumir templarar þar á að koma í veg fyrir þá svívirðingu, en kváðust eiga við ramman reip að draga. Mikill er sjálfsagt munurinn fyrir Siglfirðinga, þegar allir Norðmenn og aðrir aðkomumenn eru farnir þaðan á haustin og allar hinar miklu skipakomur því nær hættar.
Því að eins og kunnugt er, er hinn mesti munur á, hvort menn fara landveg eða sjóveg til Siglufjarðar. Gufuskipin fara þaðan á 30 stundum til Reykjavíkur, 4 eða 5 stundum til Akureyrar og 4 eða 5 dögum til Noregs. — En á hestbaki er full 6 daga ferð til Reykjavíkur um hásumar, og tveggja daga ferð til Akureyrar, og hvergi er sæmilega fær vegur með hesta úr firðinum, nema yfir Siglufjarðarskarð og þar ekki nema um hásumarið. Þótti það áður slæmt, en nú er það orðið beinlínis íllræmt vegna slysanna, sem urðu á skarðinu í fyrra vetur hvað eftir annað.
Jeg fór tvisvar yfir Siglufjarðarskarð í hitt eð fyrra sumar, og þótti það hvergi nærri eins erfitt yfirferðar og jeg hafði gert mjer í hugarlund. Vitanlega eru þar nokkrar brekkur allbrattar, einkum efsta brekkan að vestanverðu, þar sem hliðarhallinn er svo mikill, að jeg gat upprjettur stutt mig víðast með þeirri hendinni, sem sneri að brekkunni. —
En það óð svo hæfilega í gamla snjóinn að auðvelt var að fara þar með hesta. — Það er svo mikil bót í máli, að alstaðar er sæmilegur vegur, þar sem snjólaust er á skarðinu, og því segi jeg þeim, sem kvarta yfir að fara Siglufjarðarskarð að sumarlagi: »Þið ættuð að fara ríðandi yfir sumar heiðarnar á Austfjörðum og Vestfjörðum, t. d. Gagnheiði milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar; þá mundi ykkur ekki finnast mikið til um Siglufjarðar skarð.«
-----------------------------------------------------------------------------------------