Jónas Björnsson
Jónas Bergsteinn Björnsson
Jónas Björnsson -
Örfá kveðjuorð um vin minn Jónas sem andaðist 9. september 1993 á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Hann var búinn að reyna ýmislegt um ævina mikil veikindi á unga aldri, sjúkrahúsvist á árunum 1929-1931 og svo aftur 1932-1934.
Veikindin leiddu til fötlunar á hægri mjöðm og orsökuðu helti á fæti er bagaði hann alla ævi.
Aldrei kvartaði Jónas, fór allra sinna ferða, þó að hann hreyfði sig ekki með sama hraða og ófatlaður maður.
Jónas bað ekki um neina meðaumkvun og talaði aldrei um fötlun sína og í því sambandi minnist ég atviks sem gerðist á unglingsárum okkar. Við höfðum ákveðið nokkrir félagar og var Jónas þar á meðal, að fara á skemmtun sem halda átti á Hótel Siglunesi.
Við hlökkuðum mjög til þess fagnaðar og skálmuðum því í athugunarleysi áfram án þess að hugsa um vin okkar, sem dróst aftur úr. Þegar við svo rönkuðum við okkur, snérum við til baka hálfskömmustulegir, en þá sagði Jónas: "Allt í lagi strákar, ég kem bara á eftir ykkur." Enginn beiskja, engin gremja, engin ásökun.
Þetta atvik festist mér í minni.
Jónas stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum 19361937. Hann vann svo í tug ára sem löggiltur vigtarmaður. Hann var einn af stofnendum Bifreiðastöðvar Siglufjarðar og vann þar á árunum 1943-1955, en það fyrirtæki var einnig með útgerð og fiskvinnslu.
Jónas vann við bókhald hjá bræðrum sínum í Verslunarfélagi Siglufjarðar, en gerðist svo starfsmaður hjá Skattstofu Norðurlandkjördæmis vestra á Siglufirði frá 1963-1990. Hann vann öll sín verk af trúmennsku og kostgæfni enda var hann mjög vandvirkur í eðli sínu.
Jónas steig mikið gæfuspor er hann kvæntist sinni ágætu konu
Hrefna Hermannsdóttir Jónssonar og
Elína Lárusdóttir frá Ysta-Mói í Fljótum. Hrefna var stoð hans og stytta gegnum árin.
Jónas og Hrefna eignuðust fjögur mannvænleg börn, en þau eru:
1) Björn Jónasson, sparisjóðsstjóri,
2) Guðrún Jónasdóttir, bankastarfsmaður,
3) Halldóra Ingunn Jónasdóttir, fjölskylduráðgjafi,
4) Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri.
Þau eru öll búsett á Siglufirði nema Halldóra, sem býr í Reykjavík. Samheldni og einhugur hefur einkennt fjölskylduna frá fyrstu tíð.
Jónas hafði mikið yndi af söng, hafði mjúka og góða bassarödd. Á yngri árum sungum við í mörgum kvartettum, t.d. stjórnaði vinur okkar Tommi Hallgríms einum þeirra. Jónas söng í Kirkjukór Siglufjarðar í tæp 40 ár.
Þá söng hann í Karlakórnum Vísi og Cantokvartettnum sem Sigurður Gunnlaugsson stjórnaði. Oft tókum við félagar Jónasar lagið og var þá oft glatt á hjalla en hann var þá mjög í essinu sínu með gamanyrði á vörum, léttur og skemmtilegur. Hann var félagslyndur mjög og gerðist meðlimur i ýmsum félögum í bænum, jákvæður og tillögugóður.
Hann var eindreginn sjálfstæðismaður og sinnti ýmsum stjórnunarstörfum fyrir flokkinn. Á tímabili var hann ábyrgðarmaður blaðsins "Siglfirðingur", málgagns siglfirskra sjálfstæðismanna.
Aldrei heyrði ég hann segja hnjóðsyrði um nokkurn mann og aldrei heyrði ég hann rífast. Þegar við vinir hans vorum að hvetja hann til að mótmæla einhverjum, sem að okkar mati var ósanngjarn í málflutningi sínum, svaraði Jónas: "Hví skyldi ég ergja manninn með því."
Jónas átti allgott safn bóka og undi sér vel í návist þeirra. Síðustu árin átti hann við heilsuleysi að stríða og var hvað eftir annað lagður inn á sjúkrahús, en viljastyrkurinn og óbugandi kjarkur komu honum alltaf á fætur aftur. En fyrstu vikuna í september sl. varð hann alvarlega veikur,öll vörn var brostin,
þrekið búið og nú var komið að leiðarlokum og undan þeim fær enginn vikist. Öllum sem þekktu Jónas þóttti vænt um hann, enda var hann hvers manns hugljúfi. Nú er Siglufjörður einum syninum fátækari og samborgarar hans sakna þessa elskulega manns sem vermdi alla er nærri voru með hlýju sinni og léttu geði.
Við hjónin og fjölskylda okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til Hrefnu, barna þeirra og annarra ástvina.
Guð blessi minningu hans. Óli J. Blöndal.
----------------------------------------------------------
Jónas Bergsteinn Björnsson - viðbót Örfá kveðjuorð um vin minn Jónas Björnsson sem andaðist 9. September 1993. á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Hann var búinn að reyna ýmislegt um ævina mikil veikindi á unga aldri, sjúkrahúsvist á árunum 1929 -1931 og svo aftur 19321934.
Veikindin leiddu til fötlunar á hægri mjöðm og orsökuðu helti á fæti er bagaði hann alla ævi.
Aldrei kvartaði Jónas, fór allra sinna ferða, þó að hann hreyfði sig ekki með sama hraða og ófatlaður maður.
Jónas bað ekki um neina meðaumkvun og talaði aldrei um fötlun sína og í því sambandi minnist ég atviks sem gerðist á unglingsárum okkar.
Við höfðum ákveðið nokkrir félagar og var Jónas þar á meðal, að fara á skemmtun sem halda átti á Hótel Siglunesi. Við hlökkuðum mjög til þess fagnaðar og skálmuðum því í athugunarleysi áfram án þess að hugsa um vin okkar, sem dróst aftur úr. Þegar við svo rönkuðum við okkur, snérum.....................
Jónas Björnsson