Björn Jónasson (sps)

Björn Jónasson, fv. Sparisjóðsstjóri Siglufirði         

Björn Jónasson fæddist 4. júní 1945 á Siglufirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 10. júlí 2014.

Foreldrar hans voru 

Hrefna Hermannsdóttir húsmóðir frá Ysta-Mói í Fljótum, f. 1918, d. 2009, og 

Jónas Bergsteinn Björnsson, skrifstofu- og vigtarmaður frá Siglufirði, f. 1916, d. 1993. 

Björn var elstur fjögurra systkina sem eru: 

Guðrún Jónasdóttir, f. 25.2. 1948

Halldóra Ingunn Jónasdóttir, f. 2.5. 1955, maki Gunnar Trausti Guðbjörnsson, og 

Hermann Jónasson, f. 27.5. 1957, maki Ingibjörg Halldórsdóttir. 

Fyrri kona Björns var 

Guðrún Margrét Ingimarsdóttir frá Siglufirði, f. 4.3. 1945, d. 30.4. 1976.

Dóttir þeirra er 

Rakel Björnsdóttir, f. 2.9. 1965. Maður hennar er Thomas Josef Fleckenstein, f. 6.7. 1965 í Þýskalandi.

Börn þeirra eru María Lísa, f. 14.1. 1998, og Björn, f. 14.2. 2000. 

Seinni kona Björns var 

Ásdís Kjartansdóttir frá Bakka á Seltjarnarnesi, f. 4.1. 1948, d. 12.8. 2013. 

Björn bjó á Siglufirði alla tíð fyrir utan síðasta árið, þegar hann dvaldi á heimili dóttur sinnar í Garðabæ.

Björn lauk gagnfræðaprófi frá Reykholtsskóla í Borgarfirði 1963. Hann nam við Vimmerby Folkhögskola 1964 og verslunar- og skrifstofustörf við Verzlunarskóla Íslands 1965. 

Björn starfaði að loknu námi hjá Verzlunarfélagi Siglufjarðar hf. og bæjarfógetaembættinu á Siglufirði. 

Hann starfaði síðan hjá Sparisjóði Siglufjarðar frá 1968 til ársins 2003. Björn var sparisjóðsstjóri frá 1979-2001. Hann starfaði síðan sem innheimtustjóri hjá RARIK frá 2005-2011. 

Björn tók mikinn þátt í félagsstörfum. Hann var formaður Félags ungra sjálfstæðismanna á Siglufirði 1965-1980, í stjórn SUS 1976-1980, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1989-1999, bæjarfulltrúi á Siglufirði og í ýmsum nefndum frá 1974-1998. Forseti bæjarstjórnar á Siglufirði 1987-1990, í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða 1986-2001. 

Björn var sænskur konsúll á Siglufirði frá 1982.

Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði 1971 og gekk í Frímúrararegluna 1981. Þá var Björn í Karlakórnum Vísi frá 1966 og í stjórn kórsins frá 1970. Hann söng með kirkjukór Siglufjarðar frá 1984 og fagnaði því 30 ára söngafmæli með kórnum á þessu ári.

Björn Jónasson, fv. Sparisjóðsstjóri