Árið 1940 - Kæliþrær

Hvernig á að fyrirbyggja árlegt tap af löndunarbið síldarskipanna á Siglufirði?

Alþýðublaðið 7. ágúst 1940

Kæliþrær geta tekið við síldinni og geymt hana til síðari vinnslu

MÖRG Undanfarin sumur hefir mikið verið um það rætt og ritað, hvað gera þyrfti til þess að koma í veg fyrir hina löngu bið síldarskipanna eftir löndun, þegar mikið berst að af síld, og veiðimöguleikar skipanna eru mestir og beztir. Sumarið 1936, er var ágætt síldarsumar, má gera ráð fyrir áð tapazt hafi um 100—150 þúsund, mál síldar fyrir það, hvað skipin þurftu lengi að bíða löndunar, vegna ónógs verksmiðjukosts eða geymsluþróa. Kom það þráfaldlega fyrir þá, og hefir reyndar komið fyrir á hverju sumri síðan og ekki sízt í sumar, að síldarskip hafa svo tugum skiptir þurft að liggja inni dögum saman og bíða eftir löndun, og þá einmitt þann tíma, sem bezt og blíðast var veðrið og sjór svartur af síld. Háværa r kröfur hafa verið bornar fram, um að eitthvað yrði gert til úrbóta, og þá helzt að byggðar yrðu þrær, sem láta mætti í til geymslu þann tímann, sem mest bærist að, og taka síðan úr til vinnslu, þegar frá liði ,- Þá komu og fram kröfur um aukin afköst þeirra verksmiðja sem til væru, Og kröfur um að byggðar væru nýjar. Síðan 1936 hafa verið stórkostlega aukin afköst verksmiðja þeirra er til voru, og einnig nýjar verksmiðjur byggðar. Einnig hafa þrær verið byggðar, en þó ekki í fullu samræmi við aukin afköst verksmiðjanna, miða við það þróarpláss, sem áður var talið hæfilegt, — enda ekki heppilegt að geyma síldina lengi óvarða, aðeins saltaða í opnum þróm. Þegar skipin, og þá sérstaklega þau stærri, koma inn með fullfermi af síld og komast loks að til löndunar, oft eftir langa bið, er síldin orðin stórskemmd, og þegar þar við bætist, að hún verður oft og einatt að liggja í hinum opnu þróm 8—10 daga áður en - hún er tekin til vinnslu, er hún orðin svo rotin og morkin og ill að vinna, að vinnsluafköst verksmiðjanna verða helmingi minni eða vel það, miðað við vinnslu á nýrri síld, og getur svo farið, áð síldin verði alveg óhæf til  vinnslu nema þá að blanda með nýrri. Þar að auki er það 2. flokks vara, sem úr slíkri síld fæst. 

Þegar þessa er gætt, þurfa menn ekki að furða sig á tilskipan stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins um fjögra daga veiðibannið, og er stjórnin sízt ámælisverð fyrir þá ráðstöfun út af fyrir sig.

En það má með sanni segja, að bæði, vegna starfs og starfsleysis núverandi framkvæmdastjóra og: meirihluta stjórnar, er svo komið, að hún neyðist til þess að gef a út slíkar fyrirskipanir. Er þess skemmst áð minnast, að í fyrrasumar eyddi meirihluti stjórnar verksmiðjanna stórfé í ferðalög, símtöl og blaða útbýtingu,;, til þess að koma í veg fyrir að afköst Rauðku, síldarverksmiðju Siglufjarðarbæjar yrðu aukin um 4000 mál á sólarhring.

Allir hljóta að geta reiknað út, hvað það „afrek" atvinnumálaráðherra og meirihluta verksmiðjustjórnar hefir nú þegar kostað sjómenn og útgerðarmenn og rauna r þjóðina alla, en að þessu sinni skal ekki frekar farið út í það mál, en gleymast mun það ekki. . Annars „afreks" meirihluta stjórnar og nokkurra manna annarra, má einnig minnast, en það er hve „meistaralega" þeim tókst og hefir tekizt að koma í veg fyrir að mjög merkilegum tilraunum er gerðar voru um betri hagnýtingu síldar yrði haldið áfram. 

Tilraun Gísla Halldórssonar árið 1937.  

Vorið 1937 var í það ráðizt fyrir atbeina hins unga og ötula þáverandi framkvæmdastjóra, Gísla Halldórssonar, að byggja stóra, tvílyfta, yfirbyggða þró, þannig útbúna, að hægt væri að geyma síldina svo vikum skifti, ef á þyrfti að halda, án þess hún skemmdist. Var hugmyndin að halda síldinni kældri, og var tilraun gerð til þess þá um sumarið, og skal síðar vikið að því, hvernig sú tilraun tókst. . 

Um þessar mundir stóð styr mikill um verksmiðjunnar vegna þeirra átaka, sem urðu innan stjórnar þeirra árinu áður. Þegar kæliþróin var byggð, var af nokkrum mönnum ráðist harkalega að framkvæmdarstjóra og stjórn verksniðjanna fyrir þá „glópsku", að. ráðast í byggingu þessarar, þróar. 

Kæling síldar taldir draumórar einir, og jafnvel þó svo ólíklega vildi til, að hún tækist, þá alt of kostnaðarsöm. Þróin talin vitleysislega dýr o. fl.o.fl. sem tínt var til.

Aðallega var það Jónas Jónsson frá Hriflu, með „sérþekkinguna" á þessu sviði sem öðrum, sem forystuna hafði í þessum árásum. Eins og menn muna urðu stjórnar- og framkvæmdastjóraskipti við verksmiðjurnar um áramótin næstu, og komust þá andstæðingar Gísla í stjórnaraðstöðu og var þá þar með þessi merkilega tilraun dauðadæmd og það svo rækilega, að í reikningum verksmiðjanna þess sama árs sem þróin er byggð var hún afskrifuð niður í 70 þús. krónur, úr 230 þús., sem hún upphaflega kostaði, á þeim forsendum, að jafn nothæfa þró hefði verið hægt að byggja fyrir þá upphæð.

Þess má geta, að vegna þess að hraða varð svo mjög byggingu þróarinnar, svo hún yrði komin undir þak áður en móttaka síldar byrjaði það sumar, var unnið bæði dag og nótt, og varð það til þess að þróin varð allmiklu dýrari en hún ella hefði orðið. Um þetta mál hefir verið furðu hljótt síðan, enda var Gísli Halldórsson erlendis um tvö ár, en hann einn gat um málið rætt af einhverri þekkingu. 

Gísli kom heim í vetur, og hefir hann nú ritað í tímarit Verkfræðingafélagsins mjög merkilega og athyglisverða grein um þetta mál, og væri æskilegt að sú grein væri gefin út sérprentuð í bæklingsformi og útbýtt meðal almennings og þá sérstaklega sjómanna, svo þeim gæfizt kostur á að fylgjast með þessu máli, sem svo mjög varðar afkomu þeirra.

Kæliþróin

Rúm Alþýðublaðsins leyfir ekki að grein Gísla sé hér tekin upp í heilu lagi, en ég get þó ekki stillt mig um að birta hér lítinn kafla, sem er um lýsingu á þrónni. Gísli segir svo: 

,,Hér skal nú . . ..lýst kæliþró þeirri, er byggð var á Siglufirði sumarið 1937. Gröftur hófst fyrir þrónni í töluverðum snjó í maíbyrjun. En frá þeim tíma var vinnu haldið áfram dag og nótt samfleytt, unz tekið var á móti hinni fyrstu síld réttum tveim mánuðum, síðar. Bjargaði þá þróin 22.000 málum, sem öll unnust upp, af fyrstu síldarhrotunni -— og kom í veg fyrir löndunarstöðvun  með tilheyrandi veiðitapi.

 Sjálf er þróarbyggingin öll úr járnbentri steinsteypu og ákaflega sterkbyggð. Stendur hún á lóð þeirri, sem er framanvert við SRN verksmiðjuna, en nær þó ekki nema um hálfa leið frá bryggjusporði upp áð verksmiðju — þannig að hægt er að byggja við hana að ofanverðu og auka geymslurúmið um tæpan helming eða ca. 20 000 mál með tiltölulega litlum kostnaði.

Alls er lengd þróarinnar 42 metrar. Þar af er fremsti hluti hennar, er nefnist forþró, 12 metrar. Breidd þróarinnar er 15½  meter, en hæð undir mæni 15 metrar. Undir þakskegg er hæðin 9½ meter.  

Eins og áður var sagt er þróin byggð í tveim hæðum og þak yfir. Forþróin, þar sem öll síldarmóttaka á að fara fram, er töluvert frábrugðin aðalþrónni. Er þannig á efri hæð forþróarinnar engin síldargeymsla, en hins vegar stór vélasalur og hliðarherbergi. Bæði aðalþró og neðri hæð forþróar er skilin í tvo helminga eftir endilöngu, þannig að gangur myndast upp eftir endilangri þrónni. í botni þessa, gangs er í forþró komið fyrir bandi, er rennur á hjólum og ber síldina, án þess að nudda hana eða merja, að skóflulyftu.

En skóflulyfta þessi er þannig gerð, að hún grípur síldina á lofti og flytur hana skáhalt upp undir mæni í aðalþró, þar sem hún leggur hana af sér á skriðband. —- Band þetta, sem er á hjólum, rennur eftir endilangri miðri aðalþrónni. En meðfram því eru gangpallar, svo að alls staðar verði hæglega komizt að því. 

Af bandi þessu má, hvar sem er  með því að leggja slá ská hallt yfir það - stýra síldinni, svo að hún falli í einhverja hinna efri eða neðri þróa. 

En í gegnum hinar efri þrær liggja skáhallir breiðir gangar niður í hinar neðri þrær, og má láta síldina falla í gegnum þá niður í neðri þrærnar, þótt efri þrærnar séu fullar. Til þess að minnka fallhraðann niður í neðri þrærnar, má nota rennur með skáhöllum víxl-borðum: eins konar laxatröppur, sem neyða síldina til að streyma eftir ótal hlykkjum, í jöfnum straumi, í stað þess að detta niður í þrærnar. 

Var eitt slíkt áhald smíðað til bráðabirgða sumarið 1937 og notast við það um sumarið, þó að það væri eigi eins fullkomið og skyldi.

Annað ráð til þess að minnka fallhraðann væri að nota eins konar skóflulyftu, er gæti flutt síldina niður á við og gengið fyrir þunga síldarinnar, en væri með hemli til þess að stilla hraðann. Lyfta þessi gæti verið flytjanleg. 

Að ég geri þennan flutning síldarinnar af skriðbandinu niður í þrærnar svo ítarlega að umtalsefni, stafar ekki af því, að sá flutningur sé svo mikilvægur eða vandasamur, að þess sé sérstaklega þörf, heldur af hinu, að þær skoðanir hafa verið látnar í ljós, að síldin skemmdist við það að falla í þrærnar.  

En ég álít, að þar hafi verið gerður úlfaldi úr mýflugu. Allra sízt yrði þó um skemmdir að ræða, ef síldin væri stirðnuð af kulda — eins og verður, þegar kælt er í forþrónni. 

 Alþýðublaðið 8. ágúst 1940  framhald.

Hvernig á að árlegt tap af síldarskipanna á Siglufirði? Kæliþrær geta tekið við síldinni og geymt hana til síðari vinnslu.

Eftir Jón Sigurðsson erindreka

Eins og fyrr er nefnt, var gert ráð fyrir, að lengja skyldi síðar aðalþróna um helming, svo að þróarrýmið tvöfaldaðist, án þess að breyta í neinu eða stækka forþróna, með vélasal, vélaútbúnaði, vélum, raftöflum, lýsisþró, dælum, leiðslum, skóflulyftu, bryggju, pöllum, stigum o. fl. Verður því viðbótarbygging sú, sem hægt er að skeyta við þróna, langt um ódýrari en sá helmingur, sem þegar hefir verið byggður. Það, sem réði því, að ákveðið var að byggja þróna í tveim hæðum, var:

Skýrsla Trausta Ólafssonar um kælitilraunirnar.

Forstjóri Atvinnudeildar Háskólans, hr. Trausti Ólafsson, var þá efnafræðingur verksmiðjanna, og fylgdist hann með þeirri tilraun, sem gerð var með kælingu þá, sem áður er að vikið, og fer skýrsla hans hér á eftir:

„Þann 18. ágúst 1937 voru látin í fremsta hólf hinnar nýju þróar 1148 mál af síld. Síldin vár blönduð salti og snjó og voru alls notuð 8,5 tonn af fínu salti og 24 tonn af snjó eða 5,5 kg. salt og 15,5 kg. af snjó í hver 100 kg. af síld. 

Síldin var geymd í mánaðartíma og hitinn mældur annan hvorn dag ca. 60 cm. undir yfirborði og sömuleiðis lofthitinn. í byrjun var hitinn í síldinni ca. - 3° C, en síðan lækkaði hann og hélst kringum - 1,5° C, þar til síldin var tekin til vinnslu. Lofthitinn var tíðast um 8° C. Síldin slaknaði vitanlega  á sjálfu yfirborðinu, en þegar hún var tekin til vinnslu virtist hún vera í ágætu ásigkomulagi: Hún var heil og stinn og hvergi var að sjá merki rotnunar. Enga lykt var heldur að finna úr henni við dálkinn eða annars staðar. Síldin var unnin ein í 3 klst., en eftir það var hún blönduð lakari síld. Þegar vinnslan hófst reyndist hitinn 1m til 1,5m undir yfirborði - 4° C. 

Fyrstu 2 klst. var snúningshraði pressunnar 3 ¼ sn. á mín., en eftir það var hann aukinn upp í 4,5 sn./mín. 

Af mjöli fengust alls í 3½ klst. 7900 kg. Ef mjölið er áætlað 16% s.varar þetta til 365 mála vinnslu eða ca. 2500 mála á sólarhring. Sé hins vegar mjölið áætlað 16,5% svarar þetta til ca. 2450 mála á sólarhring. 

Hvor talan, sem tekin er, hefir því verið um ágæt afköst að ræða á svo gamalli síld. Efnasamsetning mjölsins varð hin ákjósanlegasta svo sem eftirfarandi tölur sýna, að öðru leyti en því að saltið er lítið eitt yfir 3 % : 

Vatn.......... 8,9% 

Salt ........... 3,3% 

Fita ........... 9,5% 

Protein .... 68,7% 

Ammoniak. 0,17%

Ef til vill er hægt að minnka saltið, án þess áð það komi að sök við geymsluna. 

Af olíu fékkst, miðað við framangreindar tölur, 17,2— 17,6%, má segja nálægt 17,5%, eftir því sem næst verður komizt. 

Þó að hér sé vitanlega ekki um fullkomlega nákvæmar tölur að ræða, er óhætt að benda á, hve mjög þær stinga í stúf við það, sem títt er, þegar síld er geymd við venjulegan hita. Fyrsta atriðið er það, að vinnsla h virðist ganga tregðulaust og með góðum afköstum, þar næst að útkoman á mjöli og olíu verður ágæt og í þriðja lagi, að afurðirnar verða að  gæðum langt fyrir ofan það, sem venja er til um afurðir úr svona langleginni síld.

Það lítur út fyrir, að síldin hefði getað geymzt miklu lengur en þetta án þess að skemmast til muna. Ef þörf væri á, gæti ég hugsað mér að fá mætti tiltölulega ódýrt og einfalt einangrunarlag  til að hafa ofaná síldinni.

Sýra í olíunni, sem fékkzt úr þessari síld, var 3,4%. í þróarolíu úr síldinni var sýran 6,4%. 

En þróarolían hlýtur að hafa verið tiltölulega lítil. 

Niðurstöðurnar af þessari tilraun virðast gefa góðar vonir um hagnýtingu hennar. Um kostnaðarauka fram yfir það, sem venjulegt er, er mér ekki fullkunnugt. 

Trausti Ólafsson." (sign.

------------------------------------------------

Árangur sá, sem fékkst af þessari tilraun og skýrslan ber greinilega með sér, segir Gísli að sýni:

Í grein sinni gerir Gísli enn fremur kostnaðaráætlun um geymslu síldarinnar, með þessum tveim geymsluaðferðum. Tafla I sýnir  kostnað við geymslu á síld með söltunaraðferðinni í opinni þró, en tafla II með kæliaðferðinni. Einnig er í áætlun þessari áætlað efnatap.

Töflur þessar tala; það skýrt sínu máli, að þær þurfa ekki frekari útskýringa við. Mynd hér ofar.

Ef hver verksmiðja hefði átt sína kæliþró....

Haustið 1937 var þjá flestum verksmiðjum á landinu svo og svo mikið eftir af síld síðast, sem ekki vár hægt að bræða, vegna þess hve legin og morkin hún var, og fór þar talsvert fé forgörðum. Auglýstu þó flestar verksmiðjurnar að þær keyptu nýja síld af reknetabátum við mjög háu verði, og var ætlunin að nota þá síld til að blanda með þá gömlu, svo hægt væri að bræða upp .og þar með nýta. En það kom fyrir ekki, ný síld fékkst ekki næg, svo henda varð miklu og kostaði ríkisverksmiðjurnar vorið 1938 ef ég man rétt um 9 þús. krónur að hreinsa úr þrónum það, sem ekki var hægt að bræða um haustið. Geri ég ráð fyrir að lík hafi útkoman verið hjá þeim öðrum verksmiðjum er síld áttu eftir.

Ef hver verksmiðja hefði átt sína kæliþró, hefði ekki til slíks komið, því kælda síldin hefði getað komið þar í stað nýrrar, og sízt verið verri, eftir þeim árangri að dæma, er áðurgreind tilraun sýndi. Við stjórnvölinn á 'stærsta atvinnufyrirtæki landsmanna standa sumir þeir menn, sem— af heift til Gísla Halldórssonar og annarra þeirra manna, sem að byggingu kæliþróarinnar stóðu — hafa með, eðli sauðkindarinnar spyrnt fótum við því að þessari merkilegu tilraun væri haldið áfram. Afkoma sjómanna og útgerðar er mikið undir því komin, hvernig hagað er rekstri þessa. stóra atvinnufyrirtækis og ættu þessir tveir aðilar sameiginlega að gera kröfu til þess, að tilrauninni verði haldið áfram. Þróarhúsið er til, en það er EKKI notað til þess, sem það var upphaflega ætlað. 

Jón Sigurðsson. 

Bland ýmissa skýslna birtar árið 1940, má sjá HÉRNA