Ragnar Guðmundsson bifvélavirki

Ragnar Heiðar Guðmundsson

Ragnar Heiðar Guðmundsson fæddist á Sauðárkróki 24. janúar 1938. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 4. september síðastliðins.

Foreldrar hans voru

Valgerður Kristjana Þorsteinsdóttir, f. 25. febrúar 1918, d. 26. maí 1989, og

Guðmundur Kjartan Guðmundsson sjómaður á Siglufirði, f. 28. mars 1907, d. 23. ágúst 1957.

Seinni maður Valgerðar var Sigurður Þorvaldsson stýrimaður, f. 14. júlí 1928, d. 8. júní 2001.

Systkini Ragnars eru:

1) Leifur Hreggviðsson (hálfbróðir sammæðra), kvæntur Kerstin Roloff.

2) Sólborg Ingibjörg, gift Kjartani Þorgeirssyni.

3) Kjartan Björn, kvæntur Björk Pétursdóttur.

4) Jóhann Sævar, kvæntur Þóru Björgu Ögmundsdóttur.

5) Freyja Auður. 6) Sigrún Helga, gift Sigurgeiri Marteinssyni.

7) Heiðrún Hulda gift Birni Matthíassyni.

8) Þorsteinn Ingi, kvæntur Jónu Lárusdóttur.

9) Sigurður Óskar, d. 20. janúar 2005, var kvæntur Þórhöllu Guðmundsdóttur.

10) Einar Ásgrímur Sigurðsson (hálfbróðir sammæðra), kvæntur Stefaníu Ámundadóttur.

Ragnar kvæntist hinn 29. júlí 1967

Svanhildur Freysteinsdóttir frá Siglufirði, f. 18. febrúar 1940.

Foreldrar hennar voru

Freysteinn Bergmann Sigurjónsson trésmiður, f. 10. febrúar 1907, d. 3. janúar 1979, og

Sigríður Fanney Sveinsdóttir, f. 5. janúar 1913, d. 10. desember 1975.

Bróðir Svanhildar var Haukur Freysteinsson trésmiður, f. 31. maí 1942, d. 23. ágúst 1981.

Börn Ragnars og Svanhildar eru:

1) Freysteinn Sigurður, f. 25. nóvember 1967, kvæntur

Kristín M. H. Karlsdóttir, f. 26. maí 1970.

Börn þeirra eru:

    a) Svanhildur Hanna, f. 15. apríl 1988, unnusti hennar er

        Sveinn Smári Grétarsson, f. 24. desember 1986.

    b) Karl Ragnar, f. 21. febrúar 1991.

    c) Steinar Freyr, f. 1. ágúst 1996.     

2) Ragna Björk, f. 29. janúar 1969, gift

Heimi Halldórssyni, f. 3. febrúar 1967.

Börn þeirra eru:

    a) Daníel Snær, f. 10. febrúar 2000,

    b) Rakel Björk, f. 13. ágúst 2005. 

3) Erla Ösp, f. 15. ágúst 1971. Fyrrverandi sambýlismaður hennar er Sverrir Benónýsson, f. 5. janúar 1965.

Börn þeirra eru:

    a) Lilja Ósk, f. 24. apríl 1991, d. 24. apríl 1991.

    b) Ragnar Haukur, f. 15. júní 1992.

    c) Arnar Þór, f. 3. júní 1996.

Ragnar hóf nám í bifvélavirkjun árið 1956 hjá bifreiðaverkstæði Sveins Egilssonar í Reykjavík. Eftir útskrift þaðan fór hann til Noregs og vann á bifreiðaverkstæði í Ósló í eitt ár. Hann fór út í rekstur bifreiðaverkstæðis á Siglufirði með Birgi Björnssyni í nokkur tíma. Síðan vann hann hjá Siglufjarðarkaupstað sem viðgerðarmaður og bílstjóri í samfelld 10 ár. Hann hóf rekstur síns eigin bifreiðaverkstæðis í maímánuði árið 1979 og starfaði þar til dauðadags.

Ragnar tók þátt í stofnun Kiwanisklúbbsins Skjaldar og tók frá upphafi virkan þátt í öllu starfi klúbbsins.

Útför Ragnars vArður gerð frá Siglufjarðarkirkju.