Þorgeir Þorgerisson rithöfundur
Þorgeir Þorgeirson
(30. apríl 1933 – 30. október 2003) var íslenskur rithöfundur, þýðandi og kvikmyndagerðarmaður.
Hann er einna þekktastur fyrir að hafa þýtt Alexis Sorbas eftir Nikos Kasantsakis og margar bóka William Heinesen á íslensku.
Hann er einnig þekktur fyrir greinaskrif sín og baráttu sína við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem knúðu fram breytingar á meiðyrðalöggjöfinni. Frægar urðu einnig síðari deilur hans við íslenska ríkið, um réttinn á að skrifa eftirnafn sitt, Þorgeirson, með einu s-i, og fá það þannig skráð í Þjóðskrá. [1]
Þorgeiri hefur verið lýst sem brautryðjanda í kvikmyndagerð, brautryðjanda í gagnrýnni hugsun og vandræðaskáldi.
Sjálfur sagðist hann vera „próflausasti bóhem þessa lands“ og „alþýðuhöfundur að því leytinu til.[2] Þorgeir hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2000 fyrir „framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar.“
Eiginkona Þorgeirs var Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur.