Þorgeir Þorgerisson rithöfundur

Þorgeir Þorgeirson 

(30. apríl 193330. október 2003) var íslenskur rithöfundur, þýðandi og kvikmyndagerðarmaður

Hann er einna þekktastur fyrir að hafa þýtt Alexis Sorbas eftir Nikos Kasantsakis og margar bóka William Heinesen á íslensku. 

Hann er einnig þekktur fyrir greinaskrif sín og baráttu sína við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem knúðu fram breytingar á meiðyrðalöggjöfinni. Frægar urðu einnig síðari deilur hans við íslenska ríkið, um réttinn á að skrifa eftirnafn sitt, Þorgeirson, með einu s-i, og fá það þannig skráð í Þjóðskrá. [1]

Þorgeiri hefur verið lýst sem brautryðjanda í kvikmyndagerð, brautryðjanda í gagnrýnni hugsun og vandræðaskáldi. 

Sjálfur sagðist hann vera „próflausasti bóhem þessa lands“ og „alþýðuhöfundur að því leytinu til.[2] Þorgeir hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2000 fyrir „framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar.“ 

Eiginkona Þorgeirs var Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur. 

Meira um Þorgeir má lesa hérna