Skemmdarverk og óeirðir

Sögulegur atburður á Siglufirði 

Við þetta má bæta, að þar sem minnst er á í Alþýðublaðinu, þá stungu óeirðaseggir planka (bryggjutöng)  undir öxulhjól. 
Til skýringar þá var þetta eitt af fjórum tannhjólum þróardragara sem skammtaði síld frá síldarþrónum inn til verksmiðjunnar, og við það brotnuðu margir tugir dragarafjala og verksmiðjan fékk því enga síld til bræðslu á meðan viðgerð stóð yfir, verk sem var bæði seinvirkt og  óþrifalegt, auk þess sem þurfti einnig að smíða dragarafjalir (úr timbri) þar sem varabirgðir dugðu ekki, og ekki  var gert ráð fyrir skemmdarverki.  sk