Stefán Lárusson

Stefán Lárusson

Aðfaranótt  sunnudags 17. febrúar 1935, lézt að heimili sinu Stefán Lárusson Suðurgötu 40 á Siglufirði, eftir stutta legu. 

Banameinið var lungnabólga.

Stefán var fæddur að Vatnshlíð 22, júní 1883, og varð því tæpra 52 ára að aldri. — 

Foreldrar hans voru 

Lárus Stefánsson, sem lengi bjó á Skarði við Sauðárkrók, og var með þekktustu bændum í Skagafirði. og 

Guðrún Sigurðardóttir frá -Stóravatnsskarði.

Ólst Stefán upp með föður sínum til 9 ára aldurs, en fór þá til móðurbróður síns, Sigurðar bónda á Geirmundarstöðum og dvaldi hjá honum til 18 árá aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku til vandalausra og um tvítugsaldur til Sveins hreppstjóra í Felli í Sléttuhlið.

Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, 

Pálína Árnadóttir og giftust þau 2. febr. 1909, og bjuggu í Grafarós og síðar í Hófsós þar til þau fluttu hingað til Siglufjarðar vorið 1921, keyptu húseignina Suðurgata 40 ári síðar, og hafa búið þar ávalt síðan, —

Þau hjónin eignuðust 4 dætur. Eru þrjár þeirra á lífi, (1935)

Lára Stefánsdóttir, 24 ára, (1935)

Hulda Stefánsdóttir, 18 ára og 

Bára Stefánsdóttir 14 ára, allar myndarstúlkur og mannvænlegar.

Stefán sálugi var hinn mesti atorku- og dugnaðarmaður. Hann stundaði sjómennsku um langt skeið ævinnar, var formaður á vélbátum og heppnaðist það mjög vel, enda var hann hinn bezti verkmaður hvort heldur var á sjó eða viðlandvinnu,

Hann var sívinnandi,, og einn þeirra manna, sem nú 'gerast fremur fágætir, sem fann gleði í vinnunni. — 

Hann var hinn bezti heimilisfaðir, og stundaði það ávalt, fremst af öllu, að sjá heimili sínu borgið með forsjá og dugnaði, og vera sér og sínam nógur í þeim efnum, og var kona hans honum samhent um það, sem annað, enda var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta.

Ekki var Stefán neinn auðmaður, en hann bjargaðist vel, brátt fyrir heilsuleysi á honum sjálfum og hans nánustu, enda mun hann hafa unnið meira en heilsan leyfði síðustu árin.

Stefán var engin valda- né metorðamaður og sóttist ekki eftir slíku, en hann var vel metin og virtur, og að verðleikum af hverjum sem þekkti hann. því hann var drengur góður, vammlaus, gjöfull og greiðvikinn, og ávallt glaður og skemmtinn við hvern sem á hann yrti, og það rúm var vel skipað, sem hann sat.

Ástvinir Stefáns sál, hafa mikils misst við fráfall hans. Siglufjörður er nú einum nýtum og góðum borgara fátækari, og í hópi granna hans og vina er nú tómlegt, því sæti hans er autt. 

Öll söknum við hans, þessa góða drengskaparmanns, en ef til vill er söknuðurinn sárastur hjá. vandalausu litlu börnunum, í nágrenni hans, sem hann hafði svo sérstakt lag á að laða að að sér. Og smábörnin sakna ekki annara en þeirra, sem eru í raun og sannleika góðir menn................