Eldar á Siglufirði

Eldar og eldsvoðar á Siglufirði

Þessi kafli: Eldar á Sigló, innheldur upplýsingar fengnar af netinu hjá www.timarit.is  (copy/pasta) varðandi eld og bruna tengdum Siglufirði. 

Mikil vinna var við þá efnisleit, en verðugt og fróðlegt lesefni. 

Þarna kennir ýmissa „grasa“ og furðulegra uppákoma, nokkuð sem ekki er daglegt brauð svo vitað sé í dag árið 2017.

Stundum broslega heimskuleg uppátæki varðandi íkveikjur, þó vart eigi að tala um „broslegt“ við eldsvoða, jafnvel smáelda sem svipt hefur fólk, misjafnlega efnað, aleigu sinni eða valdið öðru stórtjóni.

Svo er það fréttaflutningurinn af þessum atvikum, hann er oft bæði furðulegur og misvísandi eftir því hvaða fjölmiðill flytur fréttirnar, jafnvel frá sama fréttaritara til margra blaða.

Mörgu er sleppt hér vegna samhljóða eða þjappaðra frétt um sama bruna í mörgum fjölmiðlum. Svo er ekki óhugsandi að eitthvað hafi farið framhjá mér við leitina.

Reynt er að halda stafsetningu viðkomandi tíma, eins og viðkomandi miðlar létu frá sér fara.

Athugið. Allar ljósmyndir á þessari síðu minni:  Eru frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar / Síldarminjasafn Íslands og eftirtökur mynda eru óheimilar nema að fengnu samþykki Síldarminjasafnsins. Ritað (endurskrifað) efni er að miklu leiti fengið af síðunni www.timarit.is það er efni blaða og tímarita sem oft er mikil vinna við að endurskrif eins og hér er gert. 

Allt annað ritað efni sem á síðunni er, er heimilt að afrita til annarrar birtingar, sé heimilda getið.  

Hafðu samband: sk21@simnet.is