Katrín Guðmundsdóttir

Katrín Guðmundsdóttir

Katrín Guðmundsdóttir fæddist á Siglufirði 29. október 1932.

Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 14. Nóvember 2007.

Foreldrar hennar voru hjónin 

Guðmundur Sigurðsson, verkstjóri frá Þrasastöðum í Fljótum, f. 14.5. 1895, d. 3.8. 1970, og 

Oddný Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 14.09. 1901, d. 12.4. 1972.

Systur Katrínar voru:

Kristín Guðmundsdóttir, f. 31.8. 1927, d. 18.1. 1972, og

Svandís Guðmundsdóttir, f. 18.6. 1935, d. 27.12. 1993.

Katrín giftist 28.6. 1952 

Páll Gíslason, útgerðarmaður og fiskverkanda, f. 3.9. 1929.

Foreldrar hans voru 

Gísli Jónsson verkstjóri, f. 8.12. 1899, d. 15.10. 1974, og 

Ólöf Kristinsdóttir húsfreyja f. 24.9. 1902, d. 24.5. 1996.

Börn Katrínar og Páls eru:

1) Ólöf Pálsdóttir, bankastarfsmaður, f. 6.1. 1952,

unnusti Ari Már Þorkelsson, f. 16.1. 1948.

Börn Ólafar frá fyrra hjónabandi eru:

2) Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri, f. 21.5. 1957.

3) Jóhanna, skurðhjúkrunarfræðingur, f. 21.5. 1957,

maki Þorsteinn Haraldsson, byggingarfræðingur og kennari, f. 19.4. 1952. 

Börn þeirra eru:

4) Ágústa Pálsdóttir, sjúkraliði, f. 4.2. 1962,

maki Böðvar Eggertsson vélfræðingur, f. 20.9. 1960.

Ágústa á einn son,

Katrín útskrifaðist frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1949. Hún starfaði fyrri hluta ævinnar sem verkakona og húsmóðir og seinna sá hún um bókhald í eigin fyrirtæki þar til það var selt 1990.

Katrín var jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju.

Er maður eldist er eins og fortíðin sem liggur að baki sé byggð á misskýrum skyndimyndum. Blessunarlega er mannlegri náttúru þannig farið að maður man þær gleðilegu meðan maður reynir að grafa hinar. Það eru margar skyndimyndir af Kötu og Palla í okkar fortíðarminningu. Glaðar skyndimyndir af traustum og glöðum vinum foreldra okkar. Samtímis voru Kata og Palli líflína okkar við Sigló eftir að flestir ættingjar og vinir voru fluttir á braut.

Það sem upp úr stendur af öllum þessum skyndimyndum er gleðin og hláturinn. Gleðin á sjá þau birtast í gættinni nýkomin að norðan og vissa okkar að nú yrði kátt í höllinni. Það brást ekki heldur að hlátrasköllin glumdu þar til tími var fyrir gestina til að tygja sig á ný. Það og svo móttökurnar sem við alltaf fengu þegar við villtumst til Sigló, alltaf þessi einstaka gestrisni, velvilji og vinátta.

Nú hefur hins vegar elskuleg Kata okkar þurft að tygja sig í hinsta sinn eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Hláturs hennar munum við ekki koma til með að fá að njóta framar í okkar heimi. Ætli hún sé ekki bara komin í gættina hjá þeim Valda og Sissu í þeirra nýju híbýlum og byrjuð að hlæja við þeim á ný.

Elsku Palli, Ólöf, Gummi, Jóhanna, Ágústa og fjölskyldur, við vottum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund og vonum að þið getið eins og við yljað ykkur við góðu, glöðu minningarnar um yndislega Kötu.

Helga, Björg, Barði og Guðrún Margrét Valdimarsbörn og fjölskyldur.

Katrín Guðmundsdóttir