Árið 1934 - Umræðan um SR

3 greinar um nýja síldarverksmiðju                             

Einherji, 19. janúar 1934

Sveinn Benediktsson og Ríkisverksmiðjan. 

Ég sat og hlustaði á tilkynningar í Útvarpinu. Hvað heyrði ég? 

Sveinn Benediktsson er útnefndur með öðrum manni í Ríkisverksmiðju-stjórnina af dóms-og atvinnumálaráðherranum Magnúsi Guðmundssyni. 

Ég sat lengi og hugsaði. Hvað er hér að gerast?  

Ég sá ekki í gegnum orsakavefinn, en afleiðingarnar urðu mér ljósar. Þessi spurning kom fram í huga mínum: 

Hverskonar maður er Magnús Guðmundsson? Er honum sama um eitt og allt. Er honum sama um Ríkisverksmiðjuna, þetta fjöregg verkafólks og sjómanna og þjóðarinnar i heild. Magnús Guðmundsson veit eins vel og Siglfirðingar um sögu Sveins Benediktssonar hér norður frá fyrir tæpum tveimur árum. Magnús Guðmundsson veit að Sveinn Benediktsson svívirti okkur í orðum og skrifum.

Magnús Guðmundsson veit að Sveinn lagði fram alla sína krafta til að svívirða og eyðileggja einn okkar besta mann. Sveinn sagði á fundi Verkamannafélags Siglufjarðar, er haldinn var í Kvenfélagshúsinu á Siglufirði vorið 1932: 

,,Ef þið látið ekki að orðum mínum hér í dag, þá skal ykkur iðra þess síðar". 

Á sama tíma fór hann (Sveinn) svívirðilega bak við okkur verkamenn, og ætla ég að geyma að útskýra það í þetta sinn. 

Það kann að gefast tækifæri til þess síðar. Sveinn Ben. stendur fullkomlega ber og nakinn samt.

Það var engu líkara en Sveinn ætti verksmiðjuna og allt sem henni fylgdi, eftir orðum hans og athöfnum að dæma. Hann leit aðeins á tvær stærðir, sjálfan sig og Ríkisverksmiðjuna.  

Magnús Guðmundsson hlýtur að muna hvað hann gerði þá, eftir allt það þóf og þjark. 

Hann lét Svein Ben. biðja um lausn úr Ríkisverksmiðjustjórninni og veitti lausnina. En kátlegur skrípaleikur var það. -

Þá var Magnús svo skynsamur að hann sá, að ef hann léti Svein sitja áfram í stjórninni og stöðva verksmiðjuna eins og hann sagði mér og öðrum að hann gæti, mundi hann (M. G.) eyðileggja atvinnu og lífsbjörg fyrir þúsundum manna. það vita allir skynbærir menn, sem hugsa nokkuð, hvað stórkostlegur atvinnuvegur síldarútvegurinn er í mörgum árum.

Hefði Sveinn Ben. getað stöðvað Ríkisverksmiðjuna af eintómum strákskap og illum hvötum sumarið 1932, þá hefði sjávarútvegurinn og þjóðin í heild beðið ómetanlegt tjón, því útkoman varð dágóð það haust. 

Það þarf ekki að útskýra það fyrir þeim sem vilja fylgjast með. Það eru síldarverksmiðjurnar sem skapa atvinnu við síldarsöltunina eins og nú er komið með hótfyndni útlendinga á síldinni.

Hvað ættu skipin að gera við alla, þá síld sem útlendingarnir ekki vilja? Fara með hana aftur í hafið? Hver eða hverjir myndu gera út upp á þær spýtur? 

Það hefði verið lærdómsríkur þáttur í lifi M.G. ef hann hefði komið hér til Siglufjarðar um há síldveiðitímann í sumar, þegar atið var sem mest og fólkið flest.

Hvað mundi ráðherrana hafa séð? 

Þúsundir af höndum, föstum, vönum og fljótum handtökum á öllum bryggjum og plönum og verksmiðjum, sunnan frá Hafnarbökkum og norður í Hvanneyrarkrók, við að koma undan skemmdum, miklum auði. 

Hann hefði séð fleira. Hann sæi andlitin á öllu þessu fólki. Hann sæi starfsgleðina og sjálfsbjargarviðleitni í hverju andliti til að vinna fyrir sér og sínum. 

Hann færi að athuga fleira. Honum dyttu í hug þúsundirnar af peningum er ríkissjóður fær af þessari framleiðslu. 

Eftir að M.G. væri búinn að sjá og athuga þetta allt, mundi hann, sem maður með sómatilfinningu, hugsa sig tvisvar um áður en hann sendi Svein Ben. norður á Siglufjörð að koma illindum á stað og spilli þessari atvinnu.  

Magnús Guðmundsson! Er Sveinn Benediktsson nokkuð betri maður nú en 1932? Er Sveinn Ben. nokkuð færari eða álitlegri til að sitja í Ríkisverksmiðju-stjórninni nú en 1932? Alls ekki.  

Ég er svo kunnugur í verksmiðjunni, að mér er óhætt að fullyrða að allt hefir gengið sæmilega undanfarin tvö sumur, og samvinna hefir verið góð með verkafólki og yfirmönnum frá því Sveins farganinu lauk. 

Ég lofaði þér því Sveinn, fyrir tæpum tveimur árum, að ganga ekki á skóþvengi þína meðan þú létir menn og málefni okkar Siglfirðinga í friði, en þú gast ekki setið lengi á þér. 

Auðvitað kemur mér ekki við blaðaþvættingur þinn, en þú ert þar líka orðinn undir, að dómi skynbærra manna. 

En þegar ég heyrði það að þú værir útnefndur í Ríkisverksmiðjustjórnina. þá gat ég ekki orða bundist.  

Ég hræðist ekki manninn Svein Ben. en það er skapgerð þín Sveinn, sem getur orðið til ófarnaðar góðum málefnum, ósvífni og strákskapur sem sést i hverju þínu spori hér á Siglufirði.

Sem dæmi má nefna póst úr árásargrein frá þér til Guðmundar Skarphéðinssonar.

Hann hafði einhvern tíma sagt hér í einkasamtali að fyrstu peningarnir sem hann hafði grætt hefðu verið fyrir spröku sem hann (G. Sk.) keypti af sjómanni fyrir 20 kr. en seldi Óskari Halldórssyni í Bakka fyrir 40 kr. 

Svo bætir þú við - og fékk hana borgaða. Það var enginn þörf að taka það fram að hann hefði fengið hana borgaða fyrst G. Sk. sagði að það hefðu verið sínir fyrstu gróðapeningar.  

þarna kom strákskapurinn og ósvífnin í ljós hjá þér að segja þetta um þinn líklega eina velgjörðamann, Óskar Halldórsson, því allir Siglfirðingar vita að það var hans virka hlið að borga seint og illa. 

Mér svíður það að eiga mann í ætt minni sem ævinlega er með skítuga tungu og skítugan penna. 

Ég skrifa þetta til athugunar fyrir umbótaflokkana í Siglufjarðarbæ, Framsókn og Jafnaðarmenn.

Ætli það kunni ekki eitthvað að fara að gerast nú svipað því sem við spáðum verkamenn vorið 1932, ef Sveinn hefði þá verið áfram í Ríkisverksmiðjustjórninni, við sáum þá mynd af Sveini Ben. og Kveldúlf í baksýn.

Hjálmar Kristjánsson 

----------------------------------------------------------

Einherji, 11. maí 1934

Síldarverksmiðjumálið. 

Mjög sterkar líkur til að Síldarverksmiðjan verði byggð ú Siglufirði. Fjórir af sex nefndarmönnum, þeim er gera áttu tillögur um staðinn, er hún yrði byggð á, hafa greitt atkvæði með Siglufirði, eru það þeir Sveinn Benediktsson, Guðmundur Hlíðdal, Trausti Ólafsson og Loftur Bjarnason, en á móti voru Kristján Bergsson og Sveinn Árnason. 

Forsætisráðherra hefir útvegað allt að 1 miljón króna lán í Englandi til verksmiðjubyggingarinnar. 

Nefnd sú er skipuð var til þess að gera tillögur um hvar hin fyrirhugaða síldarverksmiðja ætti að standa, hefir nú greitt atkvæði um staðinn og greiddu 4 atkvæði með Siglufirði en 2 voru með Ingólfsfirði. Ríkisstjórnin mun næstu daga taka ákvörðun um málið, en ennþá hefir engin ráðherranna látið opinberlega uppi afstöðu sína til málsins.  

Er það því ógætilega að orði komist, í fregnmiða þeim sem Siglfirðingur gaf út nýskeð, að fullyrða að verksmiðjan yrði byggð hér og að "vitað sé" að  atvinnumálaráðherra Magnús Guðmundsson sé því fylgiandi að verksmiðjan verði reist hér í Siglufirði.  

Gat það frumhlaup blaðsins og fullyrðingar orðið til þess, að spilla málinu, sem virðist hafa verið orðið allviðkvæmt, og það, að láta, uppi og útbreiða skoðun ráðherranna á málinu, eins þeirra eða fleiri, áður en þeir voru búnir að taka opinberlega afstöðu til málsins, var óviturlega gert at Siglfirsku blaði.  

Verksmiðjumálið hefir ekki verið pólitískt mál hér á Siglufirði. Um það, að verksmiðjan ætti að koma hér, hafa allir verið sammála. Munu og allir þeir, er ástæðu hafa haft til, hafa unið ósleitlega að því að svo yrði. 

En svo er komist að orði í síðasta Siglfirðingi, að Sveinn Benediktsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi sótt og sæki þetta mál fast við ráðherra Sjálfstæðisflokksins.  

Má skilja þessi ummæli svo, að blaðið vilji þar með láta í ljósi, að engir aðrir hafi unnið að framgangi þessa máls. 

Án þess, að nokkuð sé dregið úr áhrifum Sveinn Benediktssonar og umræddra fulltrúa í máli þessu, mun þó mega fullyrða, að áhrif ýmissa Siglfirðinga er blaðið ekki nefnir, hafi ekki gætt minna og má vera að það verði siðar betur ljóst en nú er.  

--------------------------------------------------------------------------------

Einherji, 11. maí 1934

Síldarverksmiðjumálið.  

Mjög sterkar líkur til að Síldarverksmiðjan verði byggð ú Siglufirði. Fjórir af sex nefndarmönnum, þeim er gera áttu tillögur um staðinn, er hún yrði byggð á, hafa greitt atkvæði með Siglufirði, eru það þeir Sveinn Benediktsson, Guðmundur Hlíðdal, Trausti Ólafsson og Loftur Bjarnason, en á móti voru Kristján Bergsson og Sveinn Árnason. Forsætisráðherra hefir útvegað allt að 1 miljón króna lán í Englandi til verksmiðjubyggingarinnar. 

Nefnd sú, er skipuð var til þess að gera tillögur um hvar hin fyrirhugaða síldarverksmiðja ætti að standa, hefir nú greitt atkvæði um staðinn og greiddu 4 atkvæði með Siglufirði en 2 voru með Ingólfsfirði. 

Ríkisstjórnin mun næstu daga taka ákvörðun um málið, en ennþá hefir engin ráðherranna látið opinberlega uppi afstöðu sína til málsins. 

Er það því ógætilega að orði komist, í fregnmiða þeim sem Siglfirðingur gaf út nýskeð, að fullyrða að verksmiðjan yrði byggð hér og að "vitað sé" að  atvinnumálaráðherra Magnús Guðmundsson sé því fylgiandi að verksmiðjan verði reist hér í Siglufirði. 

Gat það frumhlaup blaðsins og fullyrðingar orðið til þess, að spilla málinu, sem virðist hafa verið orðið allviðkvæmt, og það, að láta, uppi og útbreiða skoðun ráðherranna á málinu, eins þeirra eða fleiri, áður en þeir voru búnir að taka opinberlega afstöðu til málsins, var óviturlega gert at Siglfirsku blaði. 

Verksmiðjumálið hefir ekki verið pólitískt mál hér á Siglufirði. Um það, að verksmiðjan ætti að koma hér, hafa allir verið sammála. 

Munu og allir þeir, er ástæðu hafa haft til, hafa unið ósleitlega að því að svo yrði. En svo er komist að orði í síðasta Siglfirðingi, að Sveinn Benediktsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi sótt og sæki þetta mál fast við ráðherra Sjálfstæðisflokksins. 

Má skilja þessi ummæli svo, að blaðið vilji þar með láta í ljósi, að engir aðrir hafi unnið að framgangi þessa máls. 

Án þess, að nokkuð sé dregið úr áhrifum Sveinn Benediktssonar og umræddra fulltrúa í máli þessu, mun þó mega fullyrða, að áhrif ýmissa Siglfirðinga er blaðið ekki nefnir, hafi ekki gætt minna og má vera að það verði siðar betur ljóst en nú er.