Ólafía Ólafsdóttir

Ólafía Aðalheiður Ólafsdóttir

Ólafía Ólafsdóttir fæddist að Álfgeirsvöllum í Lýtisstaðahreppi í Skagafirði 8. janúar 1907. 

Hún lést á Umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. ágúst sl. 

Foreldrar hennar voru 

Elínborg Ólafsdóttir frá Bessastöðum í Miðfirði og 

Ólafur Sigfússon bóndi í Álftagerði. 

Ólafía var einkabarn móður sinnar, en átti 7 systkini samfeðra. Eru það:

Sigríður Ólafsdóttir,

Björn Ólafsson, látinn,

Herdís Ólafsdóttir,

Sigrún Ólafsdóttri, látin,

Sesselja Ólafsdóttir, 

Hjalti Ólafsson og 

Eggert Ólafsson.

Ólafía ólst upp með móður sinni, fyrst á Álfgeirsvöllum en fram yfir fermingaraldur að Auðnum í Sæmundarhlíð, þar sem móðir hennar var ráðskona. Upp úr 1930 fluttu þær mæðgur til Siglufjarðar. 

Á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1934, giftist Ólafía Ólafsdóttir: 

Guðmundur Jóhannesson frá Neðranesi á Skaga. (vann lengi hjá SR)

Þau reistu sér hús að Hólavegi 12 á Siglufirði og bjuggu þar í hart nær 50 ár eða til ársins 1982 er þau fluttu suður, fyrst til Reykjavíkur en síðan til Hafnarfjarðar.

Guðmundur lést 11. janúar 1987. 

Börn þeirra hjóna eru: 

1) Hilmir Guðmundsson, fæddur 1934,

maki Ásrún Á Olsen og eiga þau 3 börn á lífi en misstu ungan son 1965. Auk þeirra á Hilmir einn son;

2) Gréta Guðmundsdóttir, fædd 1939,

maki Hörður Arnþórssoni og eiga þau 3 dætur;

3) Bryndís Guðmundsdóttir, sem á 3 börn.  --

Barnabarnabörnin eru 6 talsins.

Ólafía Ólafsdóttir