Ólafur Thorarensen

Ólafur Árni Thorarensen

Ólafur Thorarensen fæddist á Siglufirði 23. ágúst 1922.

Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, 12. apríl 2016.

Foreldrar hans voru 

Hinrik Thorarensen læknir, f. 15. september 1893 á Akureyri, d. 26. desember 1986, og 

Svanlaug Margrét Ólafsdóttir Thorarensen stúdent, f. 19. febrúar 1896 á Stokkseyri, d. 6. nóvember 1950.

Bræður voru 

1) Oddur Carl Thorarensen (Oddur Thorarensen), lögfræðingur og bíóeigandi, f. 12.2. 1920, d. 25.5. 2015,

2) Ragnar Thorarensen, doktor í rafmagnsverkfræði, f. 5.2. 1921, d. 3.3. 2011 í Santa Barbara í Kaliforníu - Maki: Constance W. Allen

   

3) Hinrik Thorarensen, viðskiptafræðingur og verslunareigandi, f. 20.2. 1927, d. 21.9. 2010.

Hálfsystir þeirra samfeðra er 

Stella Klara Thorarensen Bohnsack stúdent, f. 8.2. 1938, nú búsett í Fredericton í Kanada.

Móðir hennar er. Rósa Halldórsdóttir (Rósa í Turninum)

Ólafur Thorarensen (2010)

Ólafur Thorarensen giftist þann 12. febrúar 1960 

Gisela Gerd Edith Dahm, f. 16.6. 1938, síðar framkvæmdastjóri í Berlín. Þau skildu 1968.

Synir þeirra eru: 

1) Ólafur Árni Ólafur Thorarensen tannlæknir, f. 5.9. 1961, verkefnastjóri á St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi í Noregi.

Dóttir hans er

2) Ragnar Ólafur Thorarensen, land- og viðskiptafræðingur MBA, f. 7.1. 1965, starfar hjá Þjóðskrá Íslands.

Hans kona er Sigríður Axelsdóttir tannlæknir, f. 30.7. 1964.

Þeirra börn eru:

Ólafur Árni, eða Óli Thor eins og hann var kallaður af flestum, eyddi sínum bernskuárum á Siglufirði og Akureyri. 

Hinrik faðir hans var læknir á Siglufirði og umfangsmikill í viðskiptum þar. Á sumrin dvöldu Óli og bræður hans á Siglufirði en sóttu skóla á veturna á Akureyri. 

Óli útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1942 og hélt svo það sumar vestur til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á viðskiptafræði við Berkeley-háskóla í Kaliforníu þaðan sem hann útskrifaðist 1944.

Að námi loknu sneri hann aftur heim til æskustöðvanna á Siglufirði og rak þar bíó og verslun ásamt Oddi bróður sínum til fjölda ára. Síðar skiptu þeir eignunum á milli sín þannig að Óli rak búðina en Oddur bíóið. 

Búðin var líf og yndi Óla og hana rak hann með hléum til ársins 1985 þegar hann settist í helgan stein og flutti til Kanaríeyja. Þar bjó hann til ársins 2008 þegar hann sneri aftur heim til Siglufjarðar.

Síðustu árin dvaldi Óli á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði.