Þorsteinn Sveinsson

Þorsteinn Sveinsson

Þorsteinn Sveinsson. Fæddur 6. f ebr. 1906 —

Dáinn 20. apríl 1965

Það sviplega slys varð við Reykjavíkurhöfn, á skírdag að Þorsteinn Sveinsson, frá Siglufirði, varð fyrir miklum áverka við uppskipunarvinnu í Fjallfossi, og lézt Þorsteinn í Landakotsspítala fáum dögum síðar.

Þorsteinn var fæddur 6. febrúar 1906, að Miðmóum í Fljótum, og var því 59 ára er hann lézt. Hann ólst upp að mestu hjá bróður sínum, Jóni, er bjó að Lónkoti í Fellshreppi. Var Þorsteinn oft síðan kenndur við þann bæ.

Um 1927 fluttist hann til Siglufjarðar og átti þar heima ætíð síðan. 1941 kvæntist Þorsteinn

Sigríður Pétursdóttir, og eignuðust þau 3 börn.

Einn son átti Þorsteinn áður en hann giftist, og er hann nú bóndi að Völlum í Svarfaðardal.

Þorsteinn vann fyrstu árin hjá Tynes, en um margra ára skeið var hann starfsmaður hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Sl. vetur fór Þorsteinn til Reykjavíkur til að leita sér atvinnu, sem fleiri Siglfirðingar, og vann hann hjá Hitaveitu Reykjavíkur, en á skírdag fór hann í uppskipunarvinnu við höfnina, og varð það hans síðasta verk.

Þorsteinn var sérstakur dugnaðar- og atorkumaður. Sívinnandi og samvizkusamur starfsmaður, sem vann alla tíð hörðum höndum fyrir sér og sínum. Heimili hans, að Laugarvegi 9, var afrakstur vinnu hans og konu hans.

Með Þorsteini er fallinn í valinn mætur maður. Kona hans og börn hafa misst góðan föður, og Siglufjörður er einum dugnaðar- og atorkumanni fátækari. Blessuð sé minning hans. 

Jóh. Þ

Frásögn af slysinu í blaðinu Mjölnir:

Það hörmulega slys varð ó skírdag í uppskipunarvinnu í Fjallfossi er lá í Reykjavíkurhöfn, að lestarhleri slitnaði úr böndum og féll niður i lestina, en þar voru menn að vinnu. Hlerinn lenti á einum þeirra, Þorsteini Sveinssyni, til heimilis Laugarveg 9, Siglufirði.

Þorsteinn stórslasaðist og var hann strax fluttur i sjúkrahús og þar lézt hann á fimmta degi frá því slysið varð. Þorsteinn var einn af mörgum Siglfirðingum, sem þurftu í vetur að leita burtu fró Siglufirði eftir atvinnu. Hann var um sextugt að aldri.

Lík Þorsteins var flutt norður hingað og fór jarðarför hans fram þriðjudaginn 4. maí kl. 5 frá Siglufjarðarkirkju. 

Þorsteinn Sveinsson

<< Hjónin Sigríður og Þorsteinn með börnum sínum: Sveini, Jóhönnu og Fanney.Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson