Nýja Bíó brennur

Siglufjarðarbíó brann í gærkveldi 

(Nýja Bíó, sem tekið í notkun 1924)

Vísir 29 júní 1936  Eldsvoði á Siglufirði-

Siglufjarðarbíó brann í gærkveldi. Siglufjarðarbíó brann i gærkveldi. Hús þetta var að mestu bygt af timbri og var orðið gamalt, en nýjar eða nýlegar vélar voru í húsinu. Eigandi hússins er Hinrik Thorarensen.

-----------------------------------------

Alþýðublaðið 30 Júní 1936

Bíóhúsið á Siglufirði brann á sunnudagskvöld. Sýningarstjórinn skaðbrennist. Hús og vörubirgðir vátrygt fyrir um 200 þúsund krónur.

ELDUR brauzt út í Bíóhúsinu á Siglufirði kl. 7,30 i fyrra kvöld. Stóð þá yfir kvikmyndasýning og kviknaði í filmunni. Þegar sýningamaðurinn, Kristinn Guðmundsson, sá eldinn, greip hann filmuspóluna og vildi kasta henni út um glugga á ganginum utan sýningarklefans, en áður en það tókst hafði hann brenst svo mjög á höndum, að hann misti spóluna á gólfið í ganginum, og logaði hún þar upp á svipstundu.

Nýja Bíó eftir brunann. Ljósmynd: Ólafur Thorarensen

Læsti eldurinn sig þá um allan ganginn log fram á svalir hússins og í loft salarins. Drengurinn Ragnar Thorarensen var inni í klefanum, og tókst honum að slökkva þann eld, er þar var. Þegar Kristinn sá að ekki varð við eldinn ráðið, fór hann inn í klefann og bjargaði drengnum út um gluggann og fór sjálfur út á eftir. Fólk stóð úti fyrir og tók af þeim fall. Drenginn sakaði lítt, en Kristinn er skaðbrendur á höndum.

Bíógestir, sem aðallega voru Færeyingar, forðuðu sér fljótt út um aðaldyr hússins. Niðri í húsinu voru: Bíóbúð og skóbúð, eign Hinriks Thiorarensen, og Vöruhús Siglufjarðar og Metravörubúð Jóns Valfells. 

Vörum úr Skóbúð og Vöruhúsi varð öllum bjargað, en skemdum af vatmi og reyk, en vörur Bíóbúðar, beint undir sýningarklefa, ónýttust að mest af vatni og reyk. Þakið var rofið á mörgum stöðum, og eldurinn varð fljótt slöktur. Alt húsið er mikið skemt af eldi, reyk og vatni. 

Skemdir hafa ekki verið metnar. Húsið var vátrygt í Brunabótafélaginu fyrir 96 þúsund krónur. Vélar, innanstokksmunir og vörur Hhinriks Thorarensen voru vátrygðai fyrir 57 þúsund krónur, áhöld sýningarmanns fyrir 1000 krónur, en vörubirgðir Jóns Valfells fyrir 47 þúsund krónur — alt hjá Sjóvá- tryggingarfélagi Íslands. (FÚ.)

--------------------------------------------------------- 

Vísir 30 júní 1936 - Siglufirði, 29. júni. FÚ

Eldsvoðinn á Siglufirði Nánari fregnir. — 

Eldur braust út i Bíóhúsinu á Siglufirði kl. 19.30 i gærkv. Stóð þá yfir kvikmyndasýning og kviknaði i filmunni. Þegar sýningarmaðurinn, Kristinn Guðmundsson, sá eldinn, greip hann filmuspóluna og vildi kasta henni út um glugga í ganginum utan sýningarklefans, en áður en það tókst, hafði hann brenst svo mjög á höndum, að hann misti spóluna á gólfið í ganginum og logaði hún þar upp á svipstundu.

Læsti eldurinn sig þá um allan ganginn og fram á svalir hússins og í loft salsins. Drengurinn Ragnar Thorarensen var nnni í klefanum og tókst honum að slökkva þann eld, er þar var. Þegar Kristinn sá, að ekki varð við eldinn ráðið, fór hann inn í klefann og bjargaði drengnum út um gluggann og fór sjálfur á eftir. Fólk stóð úti fyrir og tók af þeim fallið. Drenginn sakaði litt, en Kristinn er skaðbrendur á höndum.

Bíógestir, sem aðallega voru Færeyingar, forðuðu sér fljótt út um aðaldyr hússins. Niðri í húsinu voru: Bíóbúð og Skóbúð, eign Hinriks Thorarensens, og Vörubúð Siglufjarðar og Metravörubúð Jóns Valfells, " Vörum úr Sköbúð og Vöruhúsi varð öllum bjargað, en skemdum af vatni og reyk, en vörur Bíóbúðar, beint undir sýningarklefa, ónýttust að mestu af vatni og reyk. Þakið var rofið á mörgum stöðum, og eldurinn varð fljótt slöktur. —

Alt húsið er mikið skemt af eldi, reyk og vatni. Skemdir hafa ekki verið metnar. Húsið var vátrygt í Brunabótafélagi Ísl. fyrir 96 þúsund krónur. Vélar, innanstokksmunir og vörur Hinriks Thorarensen voru vátrygðar fyrir 57 þúsund krónum, áhöld sýningarmanns fyrir 1000 krónum, en vörubirgðir Jóns Valfells fyrir 47 þúsund krónum — alt hjá Sjó- vátryggingarfélagi Íslands.

------------------------------------------------------

Vesturland 23 júlí 1936

Siglufjarðarbíó, stórhýsi á Siglufirði, brann til kaldra kola 28. f. m. í húsinu voru auk bíósins tvær verzlunarbúðir. Eigandi hússins var Hinrik Thorarensen læknir á Siglufirði.

------------------------------------------------------

Nánari frétt og frásögn, má lesa ef smellt er á tenlilinn hér:  Nýja Bíó bruni, frásögn