Ýmisar greinar

Gunnar Jóhannsson verkalýðsleitogi

Mjölnir 28. september 1944

Aðbúnaður verkamannanna, sem vinna í Síldarverksmiðjum ríkisins er gjörsamlega óþolandi.

Siglufjörður er verksmiðjubær.

Hér vinnur að minnsta kosti 1/3 allra vinnufæra manna i síldarverksmiðjunum og útlit er fyrir, að síldarverksmiðjuiðnaðurinn hér muni aukast allverulega nú á næstunni. Siglufjarbarkaupstaður hefur hafið byggingu á nýrri verksmiðju, Rauðku, eftir harðvítuga baráttu við þá aðila, sem ekki vildu að kaupstaðurinn réðist í þetta stóra og mikla fyrirtæki.

Þegar er ákveðið að síldarverksmiðja kaupstaðarins vinni úr 5 þúsund málum á sólarhring og vonandi verður þess ekki tangi að bíða, að hún geti aukið afköst sin upp í 10 þúsund mál á sólarhring, enda allar byggingar tilheyrandi verksmiðjunni byggðar með slíka stækkunarmöguleika fyrir augum.

Síldarverksmiðjur ríkisins hafa þegar ákveðið, eftir því sem best verður vitað, að byggja 10 þúsund mála verksmiðju hér til viðbótar þeim verksmiðjum, sem fyrir eru. Hvenær hafist verður handa með þá byggingu er ekki vitað, en ekki gera liðið mörg ár þar til hafist verður handa með þá byggingu.

Þegar er ákveðið að síldarverksmiðja kaupstaðarins vinni úr 5 þúsund málum á sólarhring og vonandi verður þess ekki tangi að bíða, að hún geti aukið afköst sin upp í 10 þúsund mál á sólarhring, enda allar byggingar tilheyrandi verksmiðjunni byggðar með slíka stækkunarmöguleika fyrir augum.

Síldarverksmiðjur ríkisins hafa þegar ákveðið, eftir því sem best verður vitað, að byggja 10 þúsund mála verksmiðju hér til viðbótar þeim verksmiðjum, sem fyrir eru. Hvenær hafist verður handa með þá byggingu er ekki vitað, en ekki gera liðið mörg ár þar til hafist verður handa með þá byggingu.

 Hvernig er búið að verkamönnunum, sem þarna vinna?

Það veltur á miklu fyrir bæjarfélagið í heild, og þó sérstaklega fyrir verkamennina sem vinna í verksmiðjunum, hvernig búið er að þeim með öll vinnuskilyrði. Maður skyldi nú ætla, að Síldarverksmiðjur ríkisins væru alveg sérstök fyrirmynd með allan aðbúnað fyrir verkafólkið, svo sem bjarta og rúmgóða vinnusali með fullkomnum loftræstingartækjum, góðum kaffi- og matarsal, ásamt skápum fyrir fatnað verkamannanna, því að varla er hægt að búast við því að þeir fari heim í þeim fötum, sem þeir vinna í, í verksmiðjunum. Baðklefar og salerni eru sömuleiðis svo nauðsynleg, að um slíkt ætti ekki að þurfa að tala.

 Því miður er ástandið í verksmiðjunum allt annað en það ætti að vera, hvað þetta snertir,

Það má segja með fullum rök um, að eins og verksmiðjurnar nú eru, eru þær, vægast sagt hreinasta ómynd og í mörgum tilfellum hreint víti. Skal nú gerð tilraun til þess að lýsa ástandinu í Síldarverksmiðjunum hvað þetta snertir. Á pressuloftinu í öllum verksmiðjunum er ástandið þannig, að ekki er þar verandi nema á vaðstígvélum og dugar oft og tíðum ekki til. Stórir haugar eru þar á gólfunum af hálfpressaðri síld, sem reynt er eftir bestu getu að koma aftur í gegn um pressurnar.

Hitinn þarna inni er oft alveg óþolandi. Loftið fullt af heitri gufu og enginn lofthreinsunartæki er þar til sem dælt geti hinu óhreina lofti út og fersku lofti inn.

Á þessum pressuloftum eru kaffi og fataklefar verkamannanna, sem vinna þarna og oft og tíðum er óþverrinn svo mikill á gólfinu í vinnusalnum að lýsi og mjöl rennur inn í kaffistofurnar

Mennirnir sem þarna vinna hafa ekkert sérstakt bað og t.d. í S.R.30. er til aðeins einn baðklefi fyrir utan baðklefa kyndaranna. Ef verkamennirnir vilja fara í bað verða þeir að fara í bryggjuböðin sem þó munu aðalega ætluð fyrir sjómennina og oft og tíðum eru þau böð upptekin og menn verða að bíða langa tíma eftir að komast í þau.

Salerni eru þarna engin, heldur á allt öðrum stöðum í verksmiðjununum, en það ætti þá að vera sjálfsögð skylda að í hverri deild verksmiðjanna væri að minnsta kosti 1 salerni og vitanlega baðklefar.

Með önnur vinnupláss í verksmiðjunum er líkt á komið, léleg loftræsting eða jafnvel engin eins og til dæmis í mjölhúsunum í S.R.P. og S.R.30.

Þegar heitt er i veðri verður hitinn og óloftið í þessum húsum, sem eru járnhús ótrúlega mikill sérstaklega eftir að húsin eru orðin hálffull af mjöli og uppgufunin frá mjölstæðunum kemst ekki út úr húsinu nema að litlu leyti.

Hjá kyndurunum, bæði ketil og þurrkarakyndurunum er ástandið lítið betra, heit vatnsgufa, kolaryk og grútarsvækja blandast saman og eitra andrúmsloftið og gera það lítt bærilegt mönnunum sem vinna þarna hina erfiðustu vinnu.

Í lýsishúsunum, er sömu söguna að segja, léleg loftræsting, mikill hiti og óloft, mest vegna þess að þar sem annarsstaðar vantar loftræstingu.

Vinnuskilyrði þróarmanna, eru þau skástu  hvað loftið áhrærir. Þeir vinna sína vinnu undir berum himni, nema í nýju þrónni, þar er drepandi loft og óhollusta hin mesta að vinna þar inni, enda engin loftræsting, sem að gagni kemur. 

Látin fara í sjóinn aftur.

Mikið magn af síldarúrgangi, sem ekki hefur tekist að pressa, er látið renna með skolvatni til sjáfar. Þá safnast fyrir stórar hrannir af úldnum síldaróþverra undir allar bryggjur síldarverksmiðjanna og í fjöruna þar fyrir framan.

Þegar brim kemur skolast svo þetta góðgæti til og frá um allar fjörur og leggur upp af þessu hina megnustu fýlu sem eitrar allt andrúmsloftið í bænum. Auk þess fer þessi síldarúrgangur í höfnina og fyllir smá saman upp við bryggjurnar.

 Gufa og reykur yfir verksmiðjusvæðinu.

Þegar verksmiðjurnar eru í gagni liggur gufumökkurinn yfir bænum, ef vindur stendur t.d. norðan og norðaustan. og er þetta til stór óhagræðis og áhollustu fyrir bæjarbúa. Þetta kemur aðallega af því að sumir reykháfar verksmiðjanna, þó aðal­lega þeir sem gufan fer út um eru svo lágir að þeir ná rétt upp úr þaki verksmiðjuhúsanna, á þetta þó aðallega við um S.R.P Má það merkilegt heita að stjórnendur verksmiðjanna skuli ekki fyrir löngu vera búnir að ráða bót á þessu, þar sem líka er vitað að þessi reykháfur er ólöglegur með öllu hvað hæð snertir.

Þetta ófremdarástand verður að hverfa.

Ég hef reynt að lýsa ástandinu innan og utan verksmiðjanna eins og mér kemur það fyrir sjónir, og er þá vitanlega margt eftir, sem ástæða væri til að benda á. Það er alveg stór furða, hvað stjórnendur fyrirtækisins hafa verið sofandi um álit það, sem lýtur að aðbúnaði verkafólks, og öryggi þess við vinnu í versmiðjunum.

Nú er ekki hægt fyrir þá að afsaka sig með því, að ekki hafi verið á ýmislegt bent og óskað eftir lagfæringu. Trúnaðarmenn verkalýðssamtakanna og verkamennirnir, sem þarna vinna, hafa margoft á hverju ári bent á þetta ófremdarástand og krafist lagfæringar.

Ákvæði til úrbóta hafa verið sett í samninga við verksmiðjurnar, en allt kemur fyrir ekki. Lítið sem ekkert lagfært. Hver vísar frá sér og lítið er aðhafst.

Ég hef gjört þetta að opinberu blaðamáli í því augnamiði, að koma á stað umræðum um málið á opinberum vettvangi. Ástandið er þannig, að það verður ekki þolað áfram. Verksmiðjustjórn og framkvæmdastjóri verða að kippa þessu ófremdarástandi í lag.

Ég teldi sjálfsagt, að verksmiðjustjórn taki nú þegar upp umræður við þar til kjörna menn frá verkamannafélaginu Þrótti um málið og að leitað verði aðstoðar sérfróðra manna, hvernig og á hvaða hátt verði best úr þessu bætt. Um slysahættu utan og innan verksmiðjunnar, sem sífellt vofir yfir verkamönnum, sem vinna þarna væri hægt að skrifa langa grein, og má vera að það verði gjört síðar.

 Gunnar Jóhannsson

------------------------------------

Smá frétt sem óbeint tengist "ástandinu"

Mjölnir 28. september 1944

Verkamenn slasast.

Fyrir nokkru vildi það slys til í Síldarverksmiðjum ríkisins hér, að maður að nafni Stefán Þórarinsson frá Húsavík féll af palli, sem er yfir þrónum, niður í tómt hólf.

Stefán meiddist allmikið. Þetta atvik ætti að veða til þess, að betur yrði gætt öryggisúthúnaðar við vinnu í verksmiðjunum hér eftir en áður.

Til dæmis eru óvarin tann- og keðjuhjól við “tórana” og ekkert grindverk til öryggis á pöllunum yfir þrónum. Sama er með steypta pallinn fyrir austan SR'30, sem stendur á steinsúlum, sem eru margir metrar á hæð, í kringum hann er ekkert til öryggis fyrir þá menn, sem þar þurfa iðulega að fara upp.