Georg Fanndal

Georg Fanndal kaupmaður

Georg Fanndal-  f. 13-07-1917- d. 12-01-1970

MÉR er það efst í huga á kveðju stundu, er vinur minn Georg Fanndal, kaupmaður, verður til moldar borinn, að enginn, seim ég hefi þekkt, naut þess eins vel og hann að vera til, að höndla gleði góðra stunda. Þó gekk hann ekki heill til skógar.

Um þrítugs aldur kenndi Georg heitinn veikinda, sem háðu honum mjög, bæði í starfi og endra nær, veikinda, sem bugað hefðu margan annan. En þrátt fyrir myrk ský á lífshimni hans naut hann öðrum betur sólskinsstundanna, sem lífið gaf honum, og þá var lífsgleði hans og lífslöngun slík, að gaman var að deila með honum tómstundum.

Georg Fanndal kaupmaður í Siglufirði var fæddur á Akureyri 18.júlí 1917,  sonur hjónanna frú Soffíu og Sigurðar Fanndals. Hann fluttist til Siglufjarðar með foreldrum sínum árið 1921, en faðir hans rak hér veiðafæraverzlun frá þeim tíma og meðan honum entist aldur til.

Georg heitinn hóf ungur verzlunarstörf, hann stundaði nám í Samvinnuskólanum árin 1932—1933. Starfaði síðan við verzlun föður síns hér í bæ til 1937, er faðir hans lézt. Tók hamin þá við rekstri verzlumarinnar og rak hama frá þeim tíma fyrir eigin reikning til dauðadags.

Verzlun Georgs heitins var sérverzun með útgerðarvörur og gegndi hér mikilvægu hlutverki á árum áður, meðan Siglufjörður var miðstöð síldveiðanna, og alla tíð vel rekið fyrirtæki með fjölbreytt vöruúrval, er bar útsjónasemi og verzlunarþekkingu hans glöggt vitni. Þeir, sem áttu við hann viðskipti, báru til hans mikið traust, og allir þeir. sem höfðu af honum nokkur kynni, báru til hans hlýhug og vináttu. 

Georg heitinn var ekki mikill félagsmálamaður, enda háðu veikindi hans honum í þeim efnum, en þau félagssamtök, sem hann á annað borð gekk í, áttu í honum traustan og tryggan félaga, sem aldrei brást, er til hans var leitað. Voru það einkum félag Sjálfstæðismanna í Siglufirði og Lionsklúbbur Siglufjarðar, sem áttu huga hans, og á hvorum tveggja þessum vettvangi var hann heill og óskiptur. Og ég held einnig að hann hafi þangað sótt nokkra ánægju og lífs lífsfyllingu.

Þess er hér að framan getið, að Georg heitinn bjó yfir sterkri lífslöngun og lífsgleði og hann kunni þá list, sem því miður er ekki öllum gefin, að njóta þess að vera til, að skynja fegurðina í tilverunni og gleði góðra stunda, þó hann fengi veikindabikar sinn fullskenktan, ríflegar en flestir aðrir. Þessa björtu hlið á Georg heitnum þekktum við svo vel, spilafélagarnir, sem sátum með honum margt skammdegiskvöldlið um langt ánabil við hið græna borð.

Og við vitum að þessi lífslöngun fylgir þér, góði vinur, á nýjum stöðum, og við vitum að kortin þín hafa verið í lagi, er himnaverðir hafa í þau litið, og sá hlýi hugur sem Siglfirðingar allir báru til þín, hefur verið góður byr í seglin, er þú lagðir frá landi jarðvistar að strönd þess óþekkta. Fyrir hönd spilafélaga þinna, þakka ég þér vináttu þína og árin öll, og bið þér fararheils. Siglufirði 1. jan. 1970.

Stefán Friðbjarnarson. 

-----------------------------------------------------

Grein um elstu verslun á Siglufirði; 70 ára árið 1991

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=124470&pageId=1757168&lang=is&q=Georg%20Fanndal

Veiðafæraverslun Sigurðar Fanndal

Þá verslun rak Georg Fanndal alla sína kaupmannstíð, til dauðadags.

Georg Fanndal