Árið 1937 - Ingvar Guðjónsson

Breytt stjórnarfyrirkomulag við Síldarverksmiðjur ríkisins er nauðsynjamál. Núverandi ástand er óþolandi.      

Einherji, 21. janúar 1937

Ingvar Guðjónsson, útgerðarmaður, segir álit sitt og gerir tillögur um stjórn verksmiðjanna.

Í Íslendingi 1. tölublaði frá 8. janúar s.l. skrifar Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður athyglisverða grein er hann nefni. "Stjórnarfyrirkomulag Síldarverksmiðja ríkisins". 

Greinin er byggð á heilbrigðum og föstum rökun, séð frá sjónarmiði, bæði sjómanna og útgerðarmanna og eru tillögur þær sem greinarhóf, setur fram, fyllilega þess verðar að þær séu til grein, teknar. - 

Aðalkjarni greinar hr. Ingvars Guðjónssonar fjallar um öryggisleysið sem nú er ríkjandi viðvíkjandi allri stjórn Síldarverksmiðjanna. 

Bendir hann meðal annars á að óhjákvæmilegt sé að numinn verði úr gildi bráðabirgðalög þau, sem samþykkt voru á síðasta þingi og ákveða t.d. 3ja manna stjórn við verksmiðjurnar, auk framkvæmdarstjóra. 

Telur greinarhöfundur, að lög þess tryggi ekki nægilega það öryggi sem sjómenn og útgerðarmenn geta gert kröfu til, að haft sé við allan rekstur og stjórn verksmiðjanna. Ingvar Guðjónsson bendir einnig á hve óheilbrigt það sé, ekki síst þegar stjórnina skipa aðeins 3 menn, að engin þeirra skuli eiga heimili á Siglufirði eins og að nú á sér stað, og sitji hver á sínu lands horni yfirhlaðnir öðrum skylduatörfum og þurfi þar af leiðandi að hafa verksmiðjustjórnina að nokkuð miklu leyti í hjáverkum. 

Það munu allir hugsandi menn geta orðið hr. Ingvari Guðjónssyni, sammála. 

Þessar tillögur hr. Ingvars Guðjónssonar eru byggðar á svo mikilli réttsýni og sanngirni að þær eign það skilið að verða til greina teknar. 

Það verður að gera þá kröfu til þings og stjórnar að, nú þegar verði gerðar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að koma í veg fyrir það öryggisleysi sem nú á sér stað í stjórn Síldarverksmiðjanna