Níls Ísaksson

Níls Ísaksson

Níls Ísaksson 

Fæddur 3. mars 1893 Dáinn 16. febrúar 1991 Nú þegar minn kæri móðurbróðir er fallinn frá í hárri elli finn ég hjá mér þörf til að minnast hans nokkrum orðum. Mynd hans er greypt í huga mér allt frá bernskudögum á Siglufirði og til þessa dags. En þótt margs sé að minnast frá liðnum árum er ekki efni til að festa það allt á blað nú, og á svo sem heldur ekki erindi til allra.Níls Ísaksson var fæddur á Eyrarbakka 3. mars 1893.

Foreldrar hans voru hjónin

Ísak Jónsson, verslunarmaður þar, og

Ólöf Ólafsdóttir, en hún var síðari kona Ísaks. Ísak var fæddur 7. nóv. 1852, dáinn 9. júní 1912.

Hann var frá Vindási í Landsveit, sonur Jóns Þorsteinssonar, bónda þar Pálssonar, Guðmundssonar í Holtsmúla.

Móðir Ísaks var Karen, dóttir Ísaks Jakobs Bonnes en, sýslumanns Rangárvallasýslu, og Önnu Christinu, sem áður var gift Schram kaupmanni. Hún átti með honum fimm syni og frá þeim er Schram-ættin komin. Með Bonne sen átti Anna tvær dætur, Ólínu og Karen, móður Ísaks.

Bróðir Ísaks Jónssonar, föður Níls, var Þorsteinn, faðir Jónatans, kaupmanns í Reykjavík. Annar bróðir Ísaks var Vilhelm Frímann, faðir Frímanns Frímannssonar, sem kenndur var við Hafnarhúsið í Reykjavík. Dóttir Vilhelms Frímanns var Karen, móðir Sigga flug, sem allir þekktu. Þriðji bróðir Ísaks var Kristófer, bóndi í Vindási og Galtalæk á Landi, faðir Finnbjargar konu Árna Pálssonar prófessors, en þau eru foreldrar Skúla, byggingameistara.

Meðal barna Ísaks með fyrri konu voru Magnea Ísaksdóttir, móðir Magnúsar og Hjálmars Magnússona í Garði.

Sylvía Ísaksdóttir, móðir Ingibjargar Árnadóttur, konu Hallsteins Hinrikssonar í Hafnarfirði, og Guðmundar Árnasonar, fyrrv. bankagjaldkera Búnaðarbankans, Friðsemd Ísaksdóttir, sem gift var Eiríki Jónssyni bónda í Ási í Holtum, föðurbróður Ingólfs á Hellu. Þeirra börn voru m.a. Ísak Eiríksson á Rauðalæk og Guðrún Eiríksdóttir, kona Benedikts Ögmundssonar, skipstjóra, foreldrar Guðbjargar, konu Eyjólfs Konráðs Jónssonar, alþingismanns.

Móðir Níls var Ólöf Ólafsdóttir, fædd 11. nóvember 1859, dáin 5. maí 1945 á Siglufirði. Hún var frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Faðir hennar var Ólafur Arnbjörnsson, bóndi þar, Ólafssonar á Fálkastöð um, Arnbjörnssonar á Kvoslæk. Móðir hennar var Þuríður Bergsteinsdóttir, bónda og hreppstjóra á Árgilsstöðum Sigurðssonar.

Systir Ólafar Ólafsdóttur, móður Níls, var Guðríður, amma Ólafs Jó hannssonar, læknis í Reykjavík. Önnur systir var Sesselja Ólafsdóttir, læknis í Reykjavík. Önnur systir var Sesselja Ólafsdóttir, móðir Önnu Sigurjónsdóttur, konu Óskars Lárussonar, G. Lúðvíkssonar, og Ólafar Sigurjónsdóttur, konu Helga Hallgrímssonar, en þau eru foreldrar Hallgríms tónskálds, Ástríðar, konu Hans G. Andersen, Sigurðar, stjórnarformanns Flugleiða hf., og Gunnars lögfræðings.

Bróðir Ólafar Ólafsdóttur var Þorsteinn, afi Gríms Magnússonar, læknis í Reykjavík. Annar bróðir hennar var Arnbjörn Ólafsson, faðir Ólafs J.A. Ólafssonar, föður Einars, bæjarfógetafulltrúa í Keflavík, og Þórunnar, konu Helga S. í Keflavík. Þriðji bróðirinn var Bergsteinn Ól afsson á Árgilsstöðum, faðir Gisurar, fyrrum hæstaréttardómara, föður Lúðvíks hrl., Sigurðar, bæjarfógeta, og Bergsteins, brunamálastjóra.

Börn Ísaks og Ólafar voru sex: Ingibjörg f. 3. sept. 1889, dáin 7. júlí 1979, kona séra Jóhanns Kr. Briem á Melstað í Miðfirði; Níls, sem hér er minnst; Júlía Guðrún f. 4. nóv. 1895, lést úr spönsku veikinni 1919; Óli Magnús f. 26. jan. 1898, kona hans var listakonan Unnur Ólafsdóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum; Ólöf f. 21. sept. 1900, dáin 1. maí 1987. Maður hennar var Einar Kristjánsson f. 1898, dáinn 1960. Þau bjuggu lengi á Siglufirði, síðar á Akureyri og síðast í Reykjavík, foreldrar undirritaðs; Bogi f. 8. febrúar 1905, dáinn 11. des. 1951, ókvæntur og barnlaus. Hann var allmörg ár á Siglufirði, en síðast í Reykjavík, og þá samstarfsmaður Óla bróður síns. Hann lést af afleiðingum þess að falla af hestbaki.

Af þessum stóra systkinahópi er nú Óli einn á lífi. Hann varð 93 ára fyrir réttum mánuði og ber aldurinn einstaklega vel, svo sem þau hafagert öll systkinin.

Níls Ísaksson ólst upp í foreldrahúsum á Eyrarbakka. Hann hóf ungur störf hjá Lefoliiverslun á Eyrarbakka þar sem faðir hans starfaði einnig, en hann lést þegar Níls var 19 ára gamall.

Í skemmtilegu viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu 24. apríl 1988, rekur Níls minningar frá þessum árum hjá Lefolii, og raunar fleira frá sínu lífshlaupi. Árið 1922 fluttist hann til Ólafsvíkur ásamt móður sinni og foreldrum mínum. Þar starfaði hann við verslun Garðars Gíslasonar til ársins 1927 er þau fluttust öll til Siglufjarðar.

Á Siglufirði átti svo Níls heimili sitt allt til ársins 1967.

Hinn 3. júní 1933 kvæntist hann

Steinunn Stefánsdóttir úr Fljótum í Skagafirði, og lifir hún mann sinn. Þau áttu einstöku barnaláni að fagna, en börn þeirra eru þessi:

1. Gústav Nílsson, f. 16. maí 1934, vélstjóri, nú framleiðslustjóri í Kísiliðjunni við Mývatn,

maki Þóra Ólafsdóttir frá Siglufirði.

Börnþeirra eru:

2. Ólafur Nílsson, löggildur endurskoðandi, f. 4. sept. 1937,

maki Guðrún Ólafsdóttir frá Siglufirði.

Börn þeirra eru:

3. Bogi Nílsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, f. 24. nóv. 1940,

maki Elsa Petersen frá Reykjavík.

Börnþeirra eru:

4. Anna Nílsdóttir, bókari,

maki Friðrik Hjartar, sóknarpresti í Ólafsvík.

Börn þeirra eru:

Niðjar þeirra Níls og Steinunnar eru þannig orðnir 24. Mér er kunnugt um að afabörnin sóttu mjög til þeirra, enda áttu þau þar góðu einu að mæta og það finna börn fljótt. Níls var einstaklega barngóður maður og með sinni léttu lund laðaði hann alla að sér, ekki síst börn. Frá minni barnæsku er mér hann einkar minnisstæður fyrir það hvað mér þótti hann skemm

tilegur frændi. Við systkinin vorum einmitt að rifja upp þessa horfnu tíma nú á dögunum og glugga í gamlar myndir frá þessum tíma á Siglufirði. Þar bregður Níls víða fyrir, en faðir minn var áhugamaður um ljósmyndun á þessum árum. Með aldrinum kemur nokkur móða á æskuminningarnar. En allt verður þetta ljóst að nýju þegar skoðaðar eru þessar gömlu ljósmyndir.

Ég átti heima á Siglufirði frá fæðingu til 16 ára aldurs. Amma mín, Ólöf Ólafsdóttir, móðir Níls og móður minnar, var á heimili okkar þar til hún lést af afleiðingum þessað detta í stiga, þá á 86. aldursári. Hún var einstök kona, sem hafði mikil áhrif á mig í bernsku, áhrif sem e.t.v. vara allt lífið. Hún var ættfróð og kunni kvæði og þulur svo með ólíkindum var. Sumt af því sem hún fór með fyrir mig kann ég enn.

Níls var tíður gestur á heimili okkar á þessum árum. Ég man hann þar en ég man hann líka við búðarborðið í Verslunarfélaginu og á skrifstofu Síldarútvegsnefndar þarsem hann starfaði lengst, eða í um 20 ár af 40 ára búsetu á Siglufirði.

En kannski man ég hann best í sambandi við hestamennskuna. Hann var einstaklega laginn hestamaður, svo sem voru bræður hans, Óli og Bogi. Foreldrar mínir áttu hesta á þessum árum og það var hluti af lífinu að fara í útreiðartúra.

Á sumrin var farið inn í Fljót, um Siglufjarðarskarð. Á veturna var riðið um sendnar fjörur inni í firði eðaum ísilagða slóð. Þarna voru þeir ætíð með í för, bræðurnir Níls og Bogi. Þeir kenndu mér að sitja hest og temja baldinn fola. Þessi kunnátta hefur hins vegar ekki komið að notum síðar, því ég hef vart komið á hestbak síðan á þessum árum.

Árið 1967 lét Níls af störfum hjá Síldarútvegsnefnd. Þá fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og bjuggu á Leifsgötunni þar til þau fluttu að Boðahlein 8 í Garðabæ árið 1986 þar sem þau bjuggu síðan. Níls vará 75. aldursári þegar þau fluttu suður. Hann vann lengi við skrifstofustörf eftir þetta, m.a. hjá syni sínum, Ólafi, og við bókhald vann hann allt til ársins 1986, þegar hann var orðinn 93 ára gamall. Hann hafði einstaklega fallega rithönd og frágangur hans á bókhaldi og bréfum meðsérstökum glæsibrag.

Níls var glæsimenni í útliti, að vísu nokkuð feitlaginn þegar hann var á miðjum aldri, fríður í andliti og frjálsmannlegur í fasi. Hann hafði afar létta lund og gamansamur ætíð í viðræðum. Hann var vinsæll maður í þess orðs fyllstu merkingu. Satt að segja er mér til efs að hann hafi átt nokkurn óvildarmann, enda lagðihann gott eitt til allra. Hann hafði ákveðnar pólitískar skoðanir, fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum alla tíð, en hafði sig ekki í frammi á vettvangi stjórnmála. 

Níls var við góða heilsu allt framá síðasta haust, er hann kenndi þess meins, sem ekki varð læknað. Þó var hann ekki alltaf mildur við sjálfan sig. En hann stundaði útiveruna með hestamennskunni og hann varkominn yfir nírætt þegar hann hætti útreiðum. Hann stundaði hins vegar sund og gönguferðir allt fram á síðasta haust og aðra líkamsrækt alla tíð. 

Og nú er þessi öðlingur horfinn okkur. Hann hafði vissulega lifað langa ævi en hann var svo andlega og líkamlega vel á sig kominn allt fram á síðasta haust, að mér fannst brottför hans einhvern veginn ekkií augsýn.

Mér þykir vont að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn vegna stund ardvalar erlendis. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hann að frænda og vini. Í nafni okkar systkinanna og fjölskyldna okkar bið ég honum Guðs blessunar. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og niðjum öllum votta ég mína dýpstu samúð.

Ólafur G. Einarsson 

Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson