Spurningar um slys

Sæll Örlygur.                                                                             3. Mars 2023

Ég vona að þetta komi þér að gagni.    (blátt er þitt)

Ekki má gleyma hættunum. Oft voru öryggismálin ekki upp á marga fiska í verksmiðjunni.
Slys voru ekki tíð en það gerðist af og til að menn slösuðust illa eða fórust við vinnu sína.
Vorið 1946 lést Þorkell Jónsson Hávegi er hann féll aftur fyrir sig í þróar vinnu Ekki má gleyma hættunum. Oft voru öryggismálin ekki upp á marga fiska í verksmiðjunni.
Slys voru ekki tíð en það gerðist af og til að menn slösuðust illa eða fórust við vinnu sína.

Vorið 1946 lést Þorkell Jónsson Hávegi er hann féll aftur fyrir sig í þróarvinnu hjá SRP og dróst inn á hráefnis færibandið sem flutti hráefnið inn í verksmiðjuna.

SK:> Ég man eftir þessu slysi, en var hvergi nálæt, og þekki ekki söguna, las einhverntíma um þetta atvik í einhverju blaðanna.


Jóel... fótbrotnaði  22. Júní 1961...
SK:> Eins og ég hefi sagt þér munnlega, þá var ég nærri er þetta óhapp átti sár stað þó svo að  ég sæi það ekki.
Björn Einarsson og Jörgen Hólm vori þarna á vettvangi og höfðu sagt Jóel Hjálmarssyni lagerstjóra, frá hvissi sem kæmi frá gas eða súrflöskum sem voru liggjandi á jörðinni sunnan við stóru Lagerhurðina, þar sem þeir voru að vinna og dyrnar opnar, (ég var ásamt fleirum að sækja eitthvað þarna innar í húsinu (man ekki hvað)
Jóel fór á vettvang, fann út hvaðan kvissið kom reyndi að skrúfa lokið af en tókst ekki og sparkaði í það, sennilega til að losa um, en með þeim afleiðingum að lokið fór í fót hans og alla leið yfir götuna í húsvegg  

Sumarið 1966 féll Skarphéðinn Björnsson ofan í síldarþró við vinnu sína í SR46 og slasaðist svo illa á fæti að hann mátti búa við alvarlega bæklun í aldarþriðjung.

SK:> Ég var (Steingrímur) annar þeirra sem kom fyrst á slysstað, ásamt Jóhanni Erni Matthíassyni, en við heyrðum neyðaróp frá honum, þar sem við voru að vinna í um 60-70 meta fjarlægð.
Og Jóhann lét lögreglu vita, og hjálparlið kom fljótt á vettvang.
Skarpi var pressumaður uppi á lofti SR46 þar sem allt var á fullu við bræðslu. Eitt af verkefnum pressumanna var að blanda formalíni *) saman við síldina áður enn hún fór inn í pressuna.
Formálínið var geymt í 200 lítra stáltunnum niðri við þróardekki SR 30 og þaðan dælt upp og inn á tank aftan við pressurnar.

Fullar tunnur voru ávalt á hliðinni og þurfti að reisa þær upp til að losa sponsinn (2 skrúfuð lok, annað lítið og hitt stórt) síðan að velta aftur, svo innihaldið renni ofan i trekt sem var í sömu hæð og þróar dekkið.
Svo var venjan að þegar tunnan var tóm, að reisa hana upp og færa til hliðar (tákn um að tunnan væri tóm)
En við hlið fullu tunnan var tóm tunna, sem Skarpi tók á með föstum tökum, á tunnunni sem var tóm, með þeim afleiðingum að tóma tunnan var reist með látum og Skarpi datt aftur fyrir sig, undir handrið og ofan í þró. Hann bar sig ylla, enda greinlega brotinn.

Ég tók þarna nokkrar myndi af slysstað, myndir sem lögfræðingur Skarpa fékk hjá mér, en tilgangurinn var að herja á fé út af slysinu á hendur SR, á þeirri forsendu að handriðið hafi verið ólöglegt.  Neðanritað skáletrað, verður þú að meta hvort þú notar)

Ég vann við að smíða þetta handrið ásamt fleirum og farið var eftir teikningum frá verkfræðingi. Og eftir rannsókn síðar stóðst það lagalega.

Samt reyndi lögfræðingurinn að fá okkur Jóhann til að skrifa undir lýsingu á aðstæðum, meðal annars að neðri hluti girðingar hafi verið illa negldur og gefið efir þess vegna. En það var auðvitað þvæla, þar sem viðkomandi var negld inna frá en ekki frá þróar hlið, og fleira sem stóðst ekki, svo ég sagði honum að ég hefði unnið við girðinguna, sem trésmiður (sem ég var þó ekki, en vann við í 8 ár.) Skarpi reyndi síðan sjálfur að fá mig og Jóhann til að skrifa undir skjalið, en fékk sömu svör frá okkur báðum. Við myndum ekki skrifa undir falsað sönnunargagn.

Skarpi talaði aldrei við mig eftir þetta og bölvaði mér í sand og ösku. Og sannleikurinn var sá að hann lék ástand sit og vildi láta kenna í brjóst um sig.
Ég stóð hann margoft að því að hlaupa við fót á morgnana upp stigann til Raffó, þar sem hann fékk rólegt starf á SR rafmagnsverkstæðinu. Hann mætti snemma til vinni, sem og ég gerði einnig, og sá því of til hans, þegar hann hélt sig einan og ekki í sjónmáli við aðra, fleiri hjá SR höfðu orð á þessu.

Sumarið 1994 var Guðmundur Oddur Jóhannsson endurlífgaður eftir alvarlega eitrun í hráefnisþró SR46.   
Lifði í 28 ár sem örkumla maður

SK:> Ég var hvergi nálægt er þetta slys átti sér stað, og veit ekki meira en það sem sagt var almennt á Lóðinni (SR) og las í blöðunum um þetta hræðilega slys, sem snerti mig mjög, þar sem við Guddi vorum góðir vinir, og lærisveinn minn, sem ég kenndi að stjórna á krana SR eftir að ég ákvað að hætta því starfi.

SK:> *)  Formalin er eitraður vökvi, og uppgufun þess er lofttegund sem hefur meiri eðlisþyngd en súrefni, og er því neðst yfir síldinni  yfirborðshæð fer eftir því hvort logn er eða tími sá er loðnan hefur verið í geymslu.

Annað Formalín slys: Haförninn.

Heimildasíða - Formalin slys (google.com)