Siglfirðingur 1932

 - 1923-1924 + Siglfirðingur 1928 + Siglfirðingur 1929 + Siglfirðingur 1930 + Siglfirðingur 1931 + Siglfirðingur 1932 + Sigfirðingur 1933 + Siglfirðingur 1934

Glefsur úr Siglfirðingur 1932 

Siglfirðingur 9. janúar 1932

UPPBOÐ

Við Ásgeirsbryggjuna undir Hafnarbökkum hjer í bænum, verður mánudaginn 18. þ. m.. samkv. beiðni Alf. Jónssonar, lögfr. seldur á nauðungaruppboði, vjelbáturinn „Sæbjörg" S I 57, frá Siglufirði, er tekinn var fjárnámi með aðfaragjörð 25. nóv. f. árs. Uppboðið hefst kl. 1 síðd., og verða uppboðsskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni tveim dögum fyrir uppboðið.

Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 8. jan. 1932 G. Hannesson

-------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 16. janúar 1932

Manntalið.

Í kaupstaðarumdæminu hafa fæðst 66 börn 1931, þar af 16 óskilgetin, og er það sextán of mikið. Fjörtíu og fjögur ungmenni voru fermd; tuttugu og þrenn brúðhjón voru gefin saman, þar af fern borgaralega Þrjátíu og þrennt hefur dáið á árinu. Fólksfjöldi í ársbyrjun var 2030 en í árslok 2100, þar af 1999 á kaupstaðarlóðinni, en 101 utan hennar.

Fjölmennasta gatan er Suðurgata með 271 íbúa, þar næst Lindargata með 229, Túngata 160, Aðalgata 146, Grundargata 125, Norðurgata 116 og Þormóðsgata 112.

Í Hjeðinsfirði eru 29. á Siglunesi 35. hjer í firðinum 26, og á Dölum 11.

Hús, sem búið er í að vetrinum, teljast 280, en fjölskyldur ca. 400, og þar að auki 135 einhleypir lausamenn og lausakonur.

B. Þ.

-------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 30. janúar 1932

Rafstöð við Skeiðsfoss.

Flestir þeir sem minnast á hina fyrirhuguðu rafstöð við Skeiðsfoss,- virðast þeirrar skoðunar, að sú stöð hafi aðeins verið loftkastali einn, og að bygging hennar muni aldrei koma til framkvæmda, eða að minsta kosti ekki á næsta mannsaldri. Virðist allur þorri almennings vera búinn að slá því föstu, að Siglufirði sé algert ofurefli að reisa stöðina, og gangi það brjálsemi næst að hugsa frekar um það mál. Eru því flestir þeirrar skoðunar, að eina lausnin á rafmagnsmáli Siglufjarðar, sem til greina geti komið, sje dieselmótorstöð.

Þótt ekki standi á fullyrðingum um þetta mál, þá er þó að svo stöddu enginn fær um að dæma um hvort hagkvæmar sje, Skeiðsfoss eða dieselmótor. Til þess að komast að rjettri niðurstöðu, þarf ýtarlegar rannsóknir og útreikninga. En hingað til hefur aðeins verið gerð lausleg kostnaðaráætlun yfir Skeiðsstöðina, en alls engin yfir dieselmótorstöðina. Fyrst eftir að nákvæmar kostnaðar- og ekki síður rekstursáætlanir fyrir báðar stöðvarnar liggja fyrir, svo og kostir og lestir þeirra hvorrar fyrir sig, þá fyrst er hægt með vissu að sjá hvor leiðin sje heppilegri. 

Þetta mál er eitt af þeim stærstu og afleiðingaríkustu málum okkar Siglfirðinga, sem leysa þarf úr nú á næstu árum, og ættu menn því að varast alla sleggjudóma, og forðast að gera málinu ilt eitt með gaspri út í loftið sem ekki hefur við neitt að styðjast. Málið er ærið viðfangsmikið, og fjöldamörg atriði koma þar til greina sem þurfa að íhugast rækilega, og yrði slíkt ómögulegt í stuttri blaðagrein. Jeg vil þó sýna hjer fram á, að í fljótu bragði virðast ýms atriði benda til að bygging rafstöðvar við Skeiðsfoss geti orðið betri og heillavænlegri Iausn á raforkuþörf Siglufjarðar, en dieselmótorstöð.

Ef litið er á aðstöðuna við Skeiðsfoss, er tæplega hægt að hugsa sjer betri vatnsmiðlunarskilyrði en þar eru fyrir hendi, og eykur þetta atriði verðmæti vatnsfallsins til virkjunar að mjög miklum mun. Þessi kostur gerir mikið meir en vega á móti ókostinum, sem felst í talsvert langri pípuleiðslu. Annars býst "jeg við að stytta megi hana talsvert frá því sem gert er ráð fyrir í áætlun þeirri, sem fyrir hendi er.

Hvað háspennuleiðsluna hingað til Siglufjarðar snertir, þá er hún hvorki lengri nje dýrari en gengur og gerist víða annarstaðar, þar sem stöðvar af svipaðri stærð hafa verið reistar. Samkvæmt lauslegu áætluninni sem til er fyrir Skeiðsstöðina, er virkjunarkostnaðurinn í heild heldur ekki hærri en á sjer stað annarstaðar. Þegar þess er nú gætt, að brúttó- tekjur Rafveitu Siglufjarðar eru nú, með 105 hestafla stöð, nálægt 50 þús. krónur, og talið er að Skeiðsstöðin þyrfti rúmar 100 þús. krónur til að standast allan reksturskostnað, (að meðtöldum rentum, afborgunum, viðhaldi, fyrningu o. s. frv.) 

þá virðist ekki svo mjög langt í land þar til ráðast mætti í að virkja hana. Skeiðsstöðinni ætti sem sje ekki að vera það ofvaxið að afla sjer tvöfaldra tekna á við stöðina við Hvanneyrará. Afkoma sjerhverrar rafstöðvar er að mestu leyti undir gjaldskránni komin. Fyrir tveim árum samdi rafveitunefndin gjaldskrá fyrir hina fyrirhuguðu Skeiðsstöð. Var gjaldskrá þessi auglýst og listar lagðir fram þar sem mönnum var ætlað að skrifa sig fyrir þeirri raforku, er þeir bjuggust við að kaupa frá Skeiðsstöðinni. 

Jeg verð að líta svo á, að gjaldskrá þessi hafi verið vægast sagt mjög óheppileg, enda vildí enginn bæjarbúi gefa nein föst loforð um að kaupa orkuna gegn þeim skilmálum og verði. Gjaldskrár rafstöðva eru ákaflega margvíslegar og mismunandi eftir staðháttum, og yrði of langt mál að fara út í það hjer. Vil jeg þó aðeins taka það fram, að þegar semja skal gjaldskrá fyrir vatnsaflstóð, ber fyrst og fremst að hafa það hugfast, að rekstur stöðvarinnar er jafndýr hvort sem mikið eða lítið er notað af straumnum. 

Þessvegna á gjaldskráin að vera þannig, að fyrirtækinu sje aðeins sjeð fyrir nægilegum tekjum til að standast öll útgjöld og reksturskostnað, og að notendur fái svo að nota afganginn af aflinu fyrir mjög lágt verð. Í þessu liggur aðalkosturinn sem vatnsstöð hefur fram yfir olíumótorstöð. Gjaldskrá fyrir olíurmótorstöð yrði að vera með alt öðrum hætti, því þar er ekki um neitt afgangsafl að ræða sem ekkert kostar. Við getum aldrei búist við að fá að njóta þeirra miklu þæginda sem rafmagnið hefur að bjóða, nema við fáum ódýrt rafmagn. Og ódýrt rafmagn fáum við ekki með því að byggja hverja olíumótorstöðina á fætur annari. 

Vitaskuld er ódýrara í bili að byggja svo sem 200 hestafla dieselmótorstöð, og ólíkt ljettara að koma því verki í framkvæmd heldur en Skeiðsstöðinni. En aðgætandi er, að meginþáttur reksturskostnaðarins verður þá olía, olía sem við yerðum að flytja inn frá útlöndum. En stríðsárin og jafnvel yfirstandandi kreppa ættu að vera búin að opna augu manna fyrir því, að best er að vera sjálfum sjer nógur, og þurfa sem minst að sækja til annara. 

Þegar borinn er saman hinn mikli mismunur á stofnkostnaði Skeiðsstöðvarinnar og dieselstöð, þá má það ekki gleymast, að Skeiðsstöðin verður mörgum sinnum stærri og að mikill hluti virkjunarkostnaðarins fer í vinnulaun. Það er um þennan lið kostnaðarins að segja að þótt hann sje mikill, hefur hann þó þann kost, að hann fer ekki út úr landinu, heldur rennur í vasa bæjarbúa sjálfra, og að sjálfsögðu mætti haga virkjuninni þannig, að aðalvinnan færi ekki fram á sama tíma og mestar eru annir hjer á Siglufirði, svo verkamenn nytu vinnunnar án þess þó að missa hina venjulegu atvinnu sínu. 

Um það hljóta allir að vera sammála, að betra er að greiða árlega vissa upphæð sem rentur og afborgun af láni sem farið hefur í vinnulaun innan kaupstaðarins, heldur en þurfa að senda árlega þá sömu upphæð til útlanda fyrir olíu.

Einhver stærsti raforkunotandi Skeiðsstöðvarinnar hefði Síldarverksmiðja Ríkisins átt að geta orðið. En því miður er þetta „talandi verk" okkar Siglfirðinga með slíku aldamótafyrirkomulagi, að þess er víst lítil von. Hefði verksmiðjan verið með tískusniði, áttu aflvjelar hennar að framleiða 220 Vatta víxlstraum, og hver vjel og elevator að vera drifinn með eigin rafmótor, en ekki með reimum. 

Svo þegar Skeiðsstöðin varð bygð, gat hún tekið við driftinni án nokkurra breytinga, og verksmiðjan eftir það aðeins þurft kol til suðu á síld og lýsi og til þurkaranna. Er hörmulegt til þess að vita, að þeir sem fyrir byggingu verksmiðjunnar stóðu skyldu ekki alveg eins geta vilst inn á rjettu leiðina eins og þá röngu í þessu atriði. 

Jeg ætla ekki að fjölyrðu um þetta mál að sinni. Ætlun mín með greinarstúf þessum var sú, að vekja að nýju athygli manna á Skeiðsfossi, og um leið að sýna fram á að ekki væri rjett að leggja árar í bát, og gefast upp við hugmyndina að málinu lítt rannsökuðu. Þeir bæjarfulltrúar sem í upphafi ljeðu Skeiðskaupunum atkvæði sitt, og einnig þeir sem síðar hafa fylgt þessu máli, og aukið landareign bæjarins umhverfis Skeiðsfoss, hafa orðið að sæta mörgum ákúrum bæjarbúa fyrir. 

En þeir tímar eiga eftir að koma, að Siglfirðingar verði mönnum þessum þakklátir fyrir að hafa trygt bænum vatnsréttindi þessi, sjerstaklega þar sem þetta er eina vatnsfailið sem til greina getur komið til sjervirkjunar fyrir Siglufjörð, og um Ieið þannig frá náttúrunnar hendi, að hvergi á íslandi munu vera betri skilyrði til vatnsmiðlunar. Að mínu áliti á Siglufjörður fjársjóð þar sem Skeiðsfoss er, hvort sem hann verður tekinn til notkunar á þessum aldarfjórðungi eða þeim næsta.

Þótt útlitið sje ekki sem best hvað stórar framkvæmdir snertir, virðist sjálísagt að halda áfram renslisathugunum í Stífluá, og komast að niðurstöðu um kostnað og fl. viðvíkjandi stöðvarbyggingu við Skeiðsfoss. Annars er nægur tími fyrir hendi, því gera má ráð fyrir að Hvanneyrarárstöðin nægi bænum næstu 4—5 ár, þótt hann haldi áfram að stækka með sama hraða og að undanförnu.

Ásgeir Bjarnason.

Ásgeir Bjarnason, varð síðar rafveitustjóri á Siglufirði. Hann og kona hans Friedel Franz Bjarnason, áttu þrjú börn: Arnold Bjarnason framkvæmdastjóri, Henning Bjarnason flugstjóri og Hamelý Bjarnason.

-------------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 6. febrúar 1932

Útvarpstruflanir.

Í reglugerð um útvarpið er skýrt tekið fram að ekki megi nota ýms hraðskiftistraumstæki nema á vissum tímum sólarhringsins og yfirleitt ekki setja upp nein rafmagnstæki sem geti valdið truflun á mótttöku útvarps, nema hlýtt sje settum reglum útvarpsstjóra. Er þessu framfylgt sem skyldi hvað Siglufjörð snertir? Jeg býst við að margir útvarpsnotendur hiki við að svara þessari spurningu játandi. 

Það er að minsta kosti oft svo, að ógerningur er að hlusta á Reykjavík, hvað þá útlönd, á 4—5 lampa tæki fyrir truflunum sem stafa frá einhverjum vélum eða tækjum í bænum. Hjer virðist enginn eiga að sjá um að reglugerð útvarpsins sje hlýtt. Jeg hefi heyrt það sagt að annar rafstöðvarstjórinn okkar hafi haldið því fram í viðurvist fjölda manna, að það væri landsímastjóri (!) sem ætti að sjá um að bærinn væri truflanalaus. 

Skyldi ekki landsíma stjóri líka eiga að sjá um að rafveita bæjarins ekki truflaði hlustendur? Svo sem sjá um að perur á götuljósum dingluðu ekki ef nokkur andvari er. Eftir öðru er það afarsennileg tilgáta.!!  Nú er. það þannig að það er ekki útvarpsreglugerðin ein, sem á að veita hlustendum öryggi gagnvart truflunum. I bæjarreglugerðinni XI. kafla 88. grein stendur:

„Engin má setja upp rafmagnsmótora eða aðrar rafmagnsvjelar nema hlíta ákvæðum lögreglustjóra um að setja upp tæki á fullnægjandi hátt, er koma í veg fyrir truflanir á útvarpi.“

Hver á að sjá um að bæjarreglugerðinni sje framfylgt. Er það líka landssímastjóri? Nú tel jeg engan vafa á því, að í bænum er fjöldi af tækjum sem einstakir menn eða fjölskyldur eiga og nota daglega á útvarpstíma ef dæma á eftir truflunum. Má t. d. nefna ryksugur, hárþurkur, teslatæki o.f.l.  

Þetta getur ekki gengið svona til lengdar. langlundargeði útvarpsnotenda hlýtur einhverntíma að vera nóg boðið, og úr því til er tvöföld reglugerð til varnar truflunum, þá hlýtur maður að eiga heimtingu á að þeim sje framfylgt, og vil jeg beina því til rjettra hlutaðeigenda að gera nú þegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir það ófremdar ástand, sem ríkir hjer á þessu sviði.

Útvarpsnotandi.

-------------------------------------------------

Siglfirðingur 20. febrúar 1932

Auglýsing:

Tilkynni hjermeð heiðruðum viðskiftamönnum mínum, að Jóhann Jóhannesson er ekki lengur í minni þjónustu, að öðru leyti en því, að hann mun fullgera lagnir þær sem hann hefur byrjað á fyrir mig. Jón Gunnlaugsson annast rafmagnsvinnu fyrir mína hönd fyrst um sinn. Auk þess geta menn fengið ýmislegt smávegis keypt, svo sem perur, öryggi o. fl. með því að snúa sér til Guðm. Blöndal. 

Þá vil jeg og tilkynna þeim, er raflagnir þurfa að láta gera bráðlega, að mjer hefur tekist að fá ný og betri verslunarsambönd nú en áður, og mun því á komandi vori geta selt innlagningar mikið ódýrari en hingað til.

Ásgeir Bjarnason.

-----------------------------

Útvarpstruflanir.

Í síðasta blaði „Siglfirðings" kvartar „útvarpsnotandi" yfir radíó-truflunum, og þar sem sumir halda að það muni vera mér að kenna að truflanir þessar séu ekki betur deyfðar, finnst mér rétt að fara nokkrum orðum um þetta mál. Jeg hefi haft með höndum að deyfa útvarpstruflanir að nokkru hér á Siglufirði, t. d. á rafstöðinni, og er það búið að sýna sig, að rafstöðin truflar ekkert, svo framarlega sem öryggin á deyfingartækjum þeim sem jeg setti á stöðina eru heil. 

Þá hefi jeg deyft alla stærri rafmótora í bænum, og veit jeg ekki betur en að það hafi tekist sæmilega. Hinsvegar dettur mjer ekki til hugar að allar truflanir sem til greina getur komið að deyfa hjer, sjeu þegar deyfðar, en svo mun þó vera með þær allra helstu. En jeg veit um ýms smærri tæki sem enn eru ódeyfð, en það er þá ýmist tæki sem trufla mjög lítið eða skamt frá sér, eða að þau eru að jafnaði ekki notuð á venjulegum útvarpstíma.

Orsökin til þess að jeg hefi ekki rokið til og deyft öll þessi tæki er sú, að jeg satt að segja kinoka mjer að ganga heim til manna oe heimta að þeir kaupi af mjer deyfingartæki, þrátt fyrir það þótt jeg hafi þar til ritað umboð frá bæjarfógetanum. Jeg álít sem sje, að þetta sje ails ekki rjetta leiðin, heldur beri bæjarfógeta eða umboðsmanni útvarpsins að auglýsa rækilega hvaða tæki sje deyfingarskyld, og hvetja eigendur þeirra til að láta fara fram deyfingu. 

Síðan er það eigendanna að koma með þessi tæki til mín eða annara sem við slíkar deyfingar fást, og fá verkið framkvæmt. En við þá, sem ekki hlýddu þessum fyrirmælum yrði auðvitað að nota þvingunarráðstafanir lögum samkvæmt. Útvarpsnotendur hjer á Siglufirði eru mikið kröfuharðari hvað þessar truflanir snertir, en alment gerist annarsstaðar, og stafar þetta af því, að menn hjer hafa nær aldrei heyrt aðrar eins truflanir og algengar eru víða annarstaðar, eins og t. d. á Akureyri og í Reykjavík. 

Ef menn hier heyra einhverja truflun, þá eru þeir um leið búnir að slá því föstu, að þetta sje rafveitunni eða einhverjum nálægum rafmótor að kenna. En nú geta bæði brestir, urr og suða stafað frá radió-tækjunum sjálfum, eða frá lofttruflunum, en þær verða ekki deyfðar frekar hjer á Siglufirði en annarsstaðar í heiminum. Nú getur altaf komið fyrir, að deyfingartæki, sem sett hefir verið á rafmótor bili, eða tengileiðslur þess losni, og mótorinn þarafleiðandi byrji að trufla aftur. 

Einnig getur hæglega komið fyrir að jarðleki komi á raflögn í einhverju húsi, ef mikið kveður að, getur einnig þetta truflað útvarp mjög mikið. Tekið getur all-langan tíma að finna, í hvaða húsi þessi jarðleki er, þótt ef til vill sje hægt að gera að honum með litlum tilkostnaði, eftir að hann er fundinn. Í þessu tilfelli yrði auðvitað húseigandi að borga aðgerðina á lekanum, en hver á að greiða vinnuna sem farið hefir í að leita og finna út, í hvaða húsi lekinn var? 

Leitin að jarðlekanum getur orðið mikið dýrari en aðgerðin sjálf. Bæjarfógetinn hefur að vísu falið mjer að framkvæma deyfingar, en það stendur aðeins á þessu: Hver borgar alla fyrirhöfnina? Um leið og þessari spurningu er svarað, skal ekki lengur standa á mjer. Upp á síðkastið hefi jeg heyrt ýmsa tala um að rjettast væri að láta rafveituna greiða kostnað þann sem fer í að leita uppi truflanir. Jeg er nú ekki viss um að rétt sje að skella þessum kostnaði á rafveituna, því jeg veit ekki betur, en eftir gildandi lögum eigi útvarpið að sjá um deyfingar truflana. 

Væri ekki úr vegi að minna Andrjes á það, að hann, sem umboðsmaður útvarpsins, hefir fleiri skyldum að gegna, en að standa við sitt búðarborð og selja radíó-tækin. Þá er einnig bæjarfógetinn einskonar umboðsmaður útvarpsins, og vill svo vel til, að hann, sem einnig er formaður rafveitunefndar, er einmitt maðurinn sem skorið getur úr um, hvort útvarpið eða rafveitan eigi að greiða kostnaðinn við að leita uppi truflanirnar. 

Við útvarpsnotendur hjer á Siglufirði erum þegar orðnir yfir 100 að tölu, og greiðum þannig á 4. þús. krónur árlega til útvarpsins, og eigum heimtingu á að útvarpið gegni skyldum sínum gagnvart okkur í þessum máli. Hvað hin svokölluðu tesla-tæki snertir, þá hefir víst útvarpsstjóri ímyndað sjer að alls ekki - væri mögulegt að deyfa þau að nokkru gagni, en það er algjör misskilningur. 

Hinsvegar er talsvert dýrara að deyfa þau en ýms önnur smátæki, en með auglýsingu útvarpstjóra í vetur, sem birtist í öllum helstu blöðum landsins, um að aðeins megi nota tesla-tækin á vissum tímum, finnst mjer hann hafa frítekið alla eigendur tesla-tækja frá því að láta fara fram deyfingar á þeim. Eftir að þessi auglýsing birtist, svara eigendur tesla-tækjanna því til, að þeir noti tækin aðeins á leyfilegum tíma, og neita að bera kostnaðinn af deyfingunni. 

Hefur fáviska útvarpsstjóra farið þarna með hann í gönur, útvarpsnotendum til talsverðs baga, og hefir hann með auglýsingu sinni raskað talsvert grundvelli þeim, sem truflana-reglugerðin er byggð á, því ekki virðist neitt samræmi í því, að leyfa tesla-tækin deyfingarlaus, tæki sem aðallega eru notuð á kvöldin en heimta deyfingu á t. d. ryksugum og bónvjelum, sem nær eingöngu eru notaðar snemma á morgnana.

Ásgeir Bjarnason.

Auglýsingarhluti; frá útvarpsstjóra í Tímanum 7 nóvember 1931:

„Slík raftæki, er vænta má að geti valdið verulegum. truflunum, eru venjulegir rafhreiflar, rafalar, lyftur, ryksugur, bónvélar, þvottavélar, loftdælur, hárþurkunartæki, rafmagnshárklippur, kælitæki, ljósauglýsingatæki og önnur sjálfvirk tæki, er í sífellu kveikja og slökkva á ljósum, hitastillar og tæki með hitastilli í (svo sem hitakoddar, sumar tegundir strokjárna, o. fl.), ozontæki, reykeyðarar, hleðslutæki, afriðlar, logsuðutæki, bogaljós, lækningatæki (svo sem teslatæki, röntgentæki, o. fl.), og yfirleitt öll tæki, þar sem. neistar geta myndast, og truflandi rafmagnssveiflur kviknað gegnum loftið, með svo miklum styrk, að þær valdi óþægindum hjá öðrum á annan hátt, og borizt út eftir rafmagnslinum, símalinum eða þvíl., eða beint.....

Undirstrikað og blekkt, eru mín; sk.

------------------------------------------ 

Nýtt blað.

Útvarpsfrjett hermir að nýtt blað hafi hafið göngu sína hjer á Siglufirði 11. þ. m. Það hvað eiga að vera ópólitískt (eins og útvarpið) og heita „Einherji". Ef til vill gefst „Siglfirðing" seinna tækifæri til þess að heilsa því og bjóða það velkomið í bæinn. Heimildarmaður útvarpsins var Guðm. Skarphjeðinsson.

--------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 5. mars 1932

Útvatpstruflanir

í síðasta tölublaði „Siglfirðings", svarar hr. raffræðingur Ásgeir Bjarnason, grein er „Útvarpsnotandi", hafði skrifað um truflanir. Jeg er greinarhöfundi þakklátur fyrir svarið, því það gefur þó upplýsingar um tvent.

Í fyrsta lagi:

Að ekki stendur á honum að deifa tæki sem trufla, og gera við rafleka á raflögnum ef vitað verður hver greiðir leitina að truflununum. Um það virðast vera skiftar skoðanir og bendir hann því til bæjarfógeta að honum beri að úrskurða það.

Í öðru lagi:

Það er auðheyrt að hann skorast undan því að taka það ómak af lögreglunni, að framfylgja bæjarreglugerðinni, um að skylda þá sem þegar hafa sett upp og nota ýms truflandi tæki, að fá þau deifð, og þykir mjer það ekki óeðlilegt. Jeg hefi svipaða sögu að segja eins og svo margir aðrir hlustendur, að nú er svo að segja ógerningur að hlusta fyrir truflunum. (Ekki lofttruflunum því þær þykist jeg þekkja frá öðrum.) 

Það hefir þráfaldlega komið fyrir, að jeg hefi orðið að loka tækinu og hætta að hlusta á Reykjavík, fyrir truflun frá tækjum í bænum. Jeg skal geta þess að verkstæði hr. Guðmundar Jóakimssonar sem er rjett hjá húsi mínu, truflar ekki móttöku útvarps. Það virðist því vera óþarfi að smærri tæki þurfi að valda þeim truflunum sem raun ber vitni um. 

Svo er jeg þar að auki svo óheppinn, að jarð leki mun vera á raflögn í einhverju nálægu húsi og truflar hann svo mikið, ekki sízt í vætutíð, að nærri því ógerningur er að opna fyrir tækið. Að ætla sjer að hlusta á útlönd er ekki að tala um. Jeg býst við að fleirum en mjer þyki hart að kaupa tæki fyrir um 700 krónur og greiða 30 krónur árlega til Útvarpsins og fá svo lítið annað en truflanir fyrir. 

Jeg held því að jeg tali fyrir munn flestra útvarpsnotenda í bænum, þegar jeg leyfi mjer að skora á bæjarfógetann, að hefjast þegar handa með að láta leita uppi þau tæki hjer í bænum, sem eru ódeyfð og eyðileggja móttöku útvaips fyrir hlustendum. Að minsta kosti að svo miklu leyti sem það snertir bæjarreglugerðina, að hún sje ekki þverbrotin í þessu efni. Um það hverjum ber að sjá um að reglugerð útvarpsins sje hlítt virðist hvort sem er engin vita. Umboðsmaðurinn segir að minsta kosti að það komi sjer ekkert við.

Að einu leyti get jeg ekki verið greinarhöfundi sammála. Hann segir að útvarpsnotendur hjer sjeu of kröfuharðir og vitnar máli sínu til stuðnings til Akureyrar og Reykjavikur. Jeg neita því að við sjeum það. Jeg get ómögulega séð að þó Akureyringar og Reykvíkingar geti gert sjer að góðu að hlusta á truflanir, þá þurfi Siglfirðingar endilega að gera sjer það að góðu líka. 

Annars er Ásgeir útvarpsnotandi eins og jeg og mjer virðist því ekki ástæða fyrir okkur að deila um að hve miklu leyti við eigum að líða truflanir, til þess eru þær of mikill vágestur fyrir alla útvarpsnotendur. Aðal atriðið er, að þeim sje útrýmt að svo miklu leyti sem við eigum heimtingu á samkvæmt gildandi reglugerðum, og það verður heldur ekki staðar numið fyr en það verður framkvæmt.

Einar Kristjánsson.

------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 18. mars 1932

Útvarpstruflanir.

Í þrem síðustu tölublöðum Siglfirðings hefir verið ritað um þann vágest flestra okkar Siglfirðinga, er kallast útvarpstruflanir. Eftir skrifum þessum virðast allar framkv. í þessu máli stranda á bæjarfógetanum. Öllum er það kunnugt, að deyfing á truflunum þessum á að fara fram á kostnað þess, sem eigandi er að þeirri vél eða raflögn, sem truflar. En það er tvennt, sem enginn veit með vissu, og sem bæjarfógeti á að úrskurða:

1. Hver á að greiða kostnað við að leita uppi truflanirnar, og

2. hver á að ákveða hvenær truflana gætir svo mikið, að ástæða sé til að hefja leitina.

Það er flestum ráðgáta, hversvegna bæjarfógetinn ekki framkvæmir hér, það sem ábyggilega er í hans verkahring, og hversvegna hann ekki fæst til að framfylgja lögreglusamþykt bæjarins í þessu efni. Hafa sumir getið þess til, að ástæðan til þessa aðgerðarleysis fógetans myndi ef til vill stafa af því að truflana þessara myndi ekki gæta eins mikið þarna uppi í Reitnum, þar sem hann býr, eins og annarsstaðar í bænum. 

En bæjarfógeti verður að gæta að því, að okkur, sem tæplega getum notað radíótæki okkar vegna truflana, er það lítil bót, þótt hann geti notið útvarpsins truflanalítið sjálfur.

Annar útvarfisnotandi.

-------------------------------

Auglýsing:

RADIO.

Þeir sem vilja kaupa stillanlegar spólur til að styrkja með afkast radíó-tækja, ættu að láta mig vita sem fyrst. Einnig bið jeg þá, sem lauslega hafa minst á að fá spólur þessar hjá mjer, að ítreka pantanir sínar,

Ásgeir Bjarnason.

-------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 2. apríl 1932

Útvarpstruflanir.

Í grein Einars Kristjánssonar og tveggja nafnleysingja í Siglfirðing virðist gefið i skyn, að mjer sje um að kenna, að útvarpstruflanir í Siglufirði sjeu eigi teknar af. Án þess eg hafi mikla tilhneiging til sjálfshóls hygg eg það nær sanni, að mjer og Ásgeiri Bjarnasyni sje það að þakka, að truflanir sjeu hjer minni en í öðrum bæjum á Íslandi. 

Ætla má að Ásgeir Bjarnason raffræðingur fari nær um það en bæði Einar Kristjánsson og nafnleysingjarnir er hann telur, að útvarpstruflanir sjeu minni hjer en í öðrum bæjum á landi voru. Að frumkvæði mínu voru þau ákvæði sett í lögreglusamþykkt SigIufjarðar, er nú gilda og heimila lögreglustjóra vald til þess að láta hindra útvarpstruflanir frá rafmagnsvjelum eða tækjum. Í skjóli þessarar heimildar — sem hvergi er tilsvarandi fyrir önnur hjreruð — hefi jeg falið Ásgeiri Bjarnasyni raffræðing að setja deyfitæki á þau rafmagnstæki í bænum, er truflað geta útvarp. 

Hefir mikið verið unnið að þessu og hafa Siglfirðingar verið heppnir að njóta í því þekkingar Ásgeirs, sem sennilega er færastur íslendinga í þessum efnum, þeirra er utan Reykjavíkur búa, að minnsta kosti. Auðvitað má búast við, að einhver tæki kunni að finnast, sem enn sje eftir að deyfa, en þeir sem þekkja eða gruna um slík tæki og hvar þau sjeu væri sæmra að gefa mjer upplýsingar um þau í kyrþey en að gera óp að mjer um málefnið í opinberu blaði. 

Samkvæmt reglugjörðum útvarpsins ber útvarpinu að sjá um deyfingu, að vísu á kostnað einstaklinga, er hlut eiga að máli, en samt er það þannig, að ekkert hefir verið gert til að hindra útvarpstruflanir í Siglufirði nema það, sem gert hefir verið að frumkvæði mínu, enda hefir aldrei staðið á mjer að beita því valdi, sem eg hefi til þess, er eg hefi fengið upplýsingar um einhvern einstakling sem hefði truflandi tæki, Hinsvegar ganga umræddir greinarhöfundar út frá því, að eg láti lögregluþjónana framkvæma leit (húsrannsókn) meðal borgara bæjarins að slíkum tækjum í því skyní að grafast fyrir um, hvort þeir hafi ekki tæki, sem deyfa beri. 

Slík húsrannsókn væri embættisafglöp og jafnvel stjórnarskrárbrot. Ef greinarhöfundarnir eða aðrir benda á ákveðin hús, sem vegna útvarpstruflana þykja grunsamleg, skal ekki standa á mjer að gera það sem í mínu valdi stendur og láta þá seku svara til saka og tilgangur greinarinnar í lögreglusamþykktinni var að fá slíkt vald. Aðrar útvarpstruflanir en þær, er stafa af rafmagnstækjum, eru mjer að öllu óviðkomandi sem lögreglustjóra. 

Nær sanni væri þá, að rafveitunefnd bæri einhver skylda í þeim efnum, en það má þá ekki minna vera en að þeir, sem fyrir truflun verða, láti rafveitunefnd vita af truflununum og aðstoði hana eftir föngum, en heldur ekki hefir það verið gert. Þessi skylda rafveitunefndar nær þó eigi lengra en leiðir af því, ef rafveitan fullnægir ekki reglum í reglugerð um útvarpstruflanir, en það gerir rafveita Siglufjarðar og er mjer kunnugt um, að raffræðingur Ásgeir Bjarnason er mjer i því sammála og álítur eins og eg, að það sje útvarpið, sem hafi skyldu í þessum efnum, en ekki rafveitan. 

Samt hefi eg skift mjer af þessu þótt eg sje enginn umboðsmaður útvarpsins í þessum efnum og t. d. þegar Einar Kristjánsson kvartaði yið mig út af truflunum bað eg strax annan rafveitustjórann að leita að truflunum. Hefir hann nú Ieitað í 14 húsum sem næst Einari, en ekki hefir enn hafst uppá þeim. Hyggur rafveitustjórinn, að truflunin muni stafa frá einhverju í húsi- Einars sjálfs því að húsin fyrir sunnan, austan og norðan Einars hús eru laus við truflanir, að því er rafveitustjórinn hermir. 

Það er því ástæðulaust að gefa í skyn, að ekki sje skift sjer af útvarpstruflunum nema í Reitnum, einmitt þar sem þær eru helst!, því að enn hefir ekki tekist að losna með öllu við truflanir frá rafveitunni, en þeirra gætir mest í Reitnum og á Hvanneyri og má segja, að rafveitan hafi í því ekki gert skyldu sína. Umræddir greinarhöfundar halda því fram, að eg eigi að úrskurða, hver eigi að bera kostnaðinn við að leita að slíkum truflunum. 

Þar sem eigi er að ræða um að einstakir menn eigi sök á truflunum hefi eg ekkert úrskurðavald um þetta og væri greinarhöfundum þakklátur, ef þeir vildu fræða mig á, hvaðan mjer komi slíkt vald. Býst eg við, að útvarpið hefði það að litlu þótt eg segði því að bera kostnaðinn, en eðlilegast væri, að kostnaður við slíkar leitir lenti á útvarpinu, en því neitar útvarpið, en hjer liggur einmitt veilan í núverandi fyrirkomulagi, og tel eg það bíræfni, ef á að fara gefa mjer það að sök. 

Orsakir truflana eru oft þannig, að ekki er fært að láta einstakling bera kostnað af leitinni og þar sem útvarpið vill heldur ekki bera hann getur þetta orðið til þess, að leitin fari ekki fram. Þetta hefir útvarpið sjeð og er nú í þinginu með mál þetta og vill helzt láta rafmagnsveitur hjeraðanna kosta slíkar leitir með styrk úr ríkissjóði. Af þessu er ljóst, að úrskurður um þessi efni fellur utan míns valdsviðs og er þá með því hruninn grundvöllurinn undan aðfinnslum greinarhöfundanna. 

Ef greinarhöfundarnir þekktu reglugerð um varnir gegn útvarpstruflunum ættu þeir ekki að spyrja um, hver eigi að ákveða, hvenær truflana gæti svo mikið, að ástæða sje til að hefja leitina. Það er útvarpið og er næsta einkennilegt, að menn, sem fara að skrifa um málefnið, skuli ekki kynna sér málið betur áður en þeir þjösnast fram á ritvöllinn. 

Reglur eins og í 88, gr. lögreglusamþykktarinnar koma þá helst að verulegu gagni, er borgararnir vinna saman með lögreglunni og hjálpa henni með ýmsar upplýsingar og væri þeim það sæmra en að vera hlaupa í böðin með ósanngjarnar og villandi greinar um þau efni, sem allir ættu að vinna að í sameiningu, með festu og í kyrþey. En þessi frumhlaup greinarhöfundanna gefa mjer að lokum tilefni til þess að skora á alla útvarpsnotendur í Siglufirði að stofna með sjer útvarpsnotendafjelag til þess að hefja samstarf útvarpinu til eflingar og notendunum sjálfum til gagns og ánægju.

Siglufirði, 22. marz 1932 G. Hannesson.

----------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 16. apríl 1932

Bæjarfógetinn og útvarpstruflanir.

Háttvirtur bæjarfógeti G. Hannesson, sendir mjer og tveim nafnleysingjum kveðju sína, í síðasta tölubl. „Siglfirðings". Af því jeg hafði skrifað undir fullu nafni, lenda þessar aðfinslur bæjarfógetans að miklu leyti á mjer, en þetta er villandi og hefur gefið tilefni til þess að álitið er að jeg sje höfundur að öllum greinunum, Mjer ber nú sennilega að þakka fyrir þennan óverðskuldaða heiður, sem jeg því miður ekki get tileinkað mjer með rjettu. 

Áður en jeg svara því sem að mjer snýr í þessari grein bæjarfóg. vil jeg benda honum á, að einni grein um þetta efni hefur hann gleymt; það er grein Ásgeirs Bjarnasonar í 5. tbl. „Siglfirðings". Eða er það ekki gleymska? og ber þá að skilja það svo, að það sem Ásgeir segir um þetta málefni sje rjett, en ef einhver annar verður til þess að hafa sama álit á málinu, þá sje þ a ð „frumhlaup", „ósanngjarnt" og „villandi"? 

Þá segir bæjarfógetinn að greinarhöfundar spyrji hvenær truflana meigi gæta svo mikið að ástæða sje til þess að að hefja leit að þeim. Það er nú reyndar ekkí nema einn af fjórum sem það hefur gert og finnst mjer óþarfi að vilja endilega klemma þessari spurningu á okkur alla. Jeg skal svo að nokkru gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls, svo framvegis verði tekið fyrir allan misskilning.

24. febrúar s.l. hringdi jeg til bæjarfógetans og kærði fyrir honum að jarðleki í einhverju húsi gerði mjer illmögulegt að hlusta á útvarp. Hann spurði hvort jeg hefði talað um þetta við Ásgeir Bjarnason, því hann væri nú eini maðurinn sem hefði verulegt vit á þessum hlutum. Jeg kvað svo vera og að hann hefði álitið að jarðleki orsakaði truflunina, en sökum þess að óvíst væri hver ætti að greiða leit að slíku, vildi hann ekki gera neitt frekar í þessu máli. 

Jeg tjáði einnig bæjarfógetanum, að jeg vildi ekki greiða kostnað við leitina þ. e. enginn jarðleki væri í mínu húsi, og hafði jeg fyrir mjer í því skoðun ekki ómerkari manns en Ásgeirs Bjarnasonar. Bæjarfógetinn tók þessu vel og hvaðst munda biðja Sigurð Árnason um að hefja strax leit að jarðlekanum. Jeg varð nú ekki var við að byrjað væri á þessu verki og er jeg hitti Sigurð Árnason 4 dögum seinna og spurði hann hvort hann ætti ekki að framkvæma þetta, sagði hann að bæjarfógetinn hefði beðið sig um það, en hann neitað að gera það þ. e. það væri ekki í sínum verkahring. 

Jeg skrifaði svo nokkru síðar (5. marz) greinina í „Siglfirðing" og var þá ekkert byrjað á rannsóknum. Sama dag og blaðið kom út með grein minni, hitti Jón Kristjánsson, rafstöðvarstj. mig og sagði mjer að bæjarfógetinn hefði beðið sig um að athuga raflagnir í næstu húsum við mig. Ekki var þó byrjað á þessu verki þá strax og veit jeg ekki hver ástæðan var fyrir þeim drætti. Jeg náði svo í Jón nokkru seinna og bauð honum inn til þess að hlusta á tæki mitt. 

Ekki hafði jeg fyr opnað fyrir strauminn á tækið, en Jón sagðist þekkja hvaða hljóð þetta væri, það væri „Turbinan" á rafstöðinni, og hvaðst hann ekki vera í vafa um það atriði. Enda ætti hann að vera manna færastur til þess að þekkja hljóðið í vjelunum á rafstöðinni og ber því tæplega að rengja hvaða truflun það er sem jeg hefi hjá mjer. Nokkru síðar byrjaði hann svo mælingar sínar. Eitt með fyrstu húsum er hann skoðaði var hús mitt. Hann gerði það mjög nákvæmlega, mældi bæði að og frá inntaki, en fann ekki neitt, eftir því er hann sjálfur sagði. 

Hann fann aftur á móti jarðleka í tveim öðrum húsum, húsi Sigurðar Ásgrímssonar, sem er rjett norðan við og á verkstæði Guðmundar Jóakimssonar, sem er rjett sunnan og vestan við mitt hús, en hann bjóst jafnframt við að þetta væri svo lítið, að það ætti ekki að koma að sök. Jeg frjetti svo ekkert frekar um þetta mál, fyr en grein bæjarfógetans kom út og þar með sá slegggjudómur, að truflunin hljóti að stafa frá húsi mínu. Jeg kalla þetta sleggjudóm og rökstið það með því, að engin sönnun liggur fyrir um þetta önnur en sú, að tvær skoðanir sýna það að ekkert finst athugavert í mínu húsi. Jeg skal geta þess að jeg á ekki einu sinni rafmagns-hitapúða, svo útilokað er að truflun frá neinu tæki sem ætti að vera í húsinu, getur verið að ræða.

Í fyrri grein minni gerði jeg ekki annað en skora á bæjarfógetann að sjá um að framfylgt yrði þeirri grein lögreglusamþyktarinnar, er fjallar um truflandi tæki, þeirri greininni sem bæjarfógetinn segir að hafi verið sett í lögreglusamþyktina að frumkvæði sínu. Þetta virðist nú ekki hafa verið neitt „frumhlaup" frá minni hálfu, að minsta kosti virðist sú áskorun hafa borið þann árangur, að fjöldi af truflandi tækjum hafa verið deyfð nú undanfarið og hafa þau varla öll verið keypt eftir að jeg skrifaði greinina, svo þar með hlýtur það einnig að vera rjett að lögreglusamþyktin hafi verið brotin í þessu efni. 

Bæjarfógetinn telur sæmra að sjer væri tilkynt í kyrþey, ef menn vissu um truflandi tæki, en að gera óp að sjer í opinberu blaði. Jeg svara nú bara fyrir mig. Þó jeg oft hafi orðið var við truflun frá einhverju tæki eða tækjum, þá brestur mig algjörlega kunnugleik í bænum, til þess að vita hverjir eiga slík tæki og þótt jeg fái slíka truflun í tæki mitt þá heyri jeg vitanlega ekki hvaðan hún kemur. Slíkt er auðvitað hægt að finna með sjerstöku miðunar áhaldi (þ. e. a. s. úr hvaða átt), en jeg býst við að þeim sem á að sjá um útrýmingu truflana sje skyldara að hafa slík tæki, en hlustendum. 

Jeg hefi kært slíka truflun fyrir bæjarfógetanum, en hann hefir vísað frá sjér. Jeg er ekki fær um að dæma um hvort það er brot á stjórnarskránni ef framfylgja þarf lögreglusamþyktinni með húsrannsókn. (Reyndar minnist jeg ekki á húsrannsókn í fyrri greininni.) En hvernig fer lögreglan að ef hún grunar einhvern bæjarbúa um að hafa og nota truflandi tæki, en hann neitar því? Verður hún þá ekki að leita hjá honum og ef ekkert finst, er leitin þá stjórnarskrárbrot? 

Eða hvernig fer lögreglan að því að finna slík tæki, sem kannske eru búin að vera í eign bæjarbúa frá því áður en útvarpið var sett á stofn hjer á landi? spyr sá er ekki veit. Það munu þó vera til hjer tæki sem jeg ekki veit til að sjeu deyfð og sem þó munu vera með þeim verstu. Það eru Röntgen og Diathermi sem sjúkrahúsið hefir. Nú býst jeg við að sagt verði að slík tæki sjeu ekki notuð á útvarpstíma, en nauðsyn getur stundum brotið lög, svo að slíkt væri óhjákvæmilegt. Eða eru sjúkrahús undanþegin lögreglusamþykt og reglugerðum útvarpsins?

Þá staðfestir bæjarfógetinn það sem jeg sagði að enginn viti hver eigi að framfylgja reglugerð útvarpsins og hann segir að ekkert hafi veríð gert af' hálfu útvarpsins til þess að hindra útvarpstruflanir hjer á Siglufirði. Ekki getur þetta því verið „frumhlaup„ hjá mjer. En í þessu sambandi skal jeg geta þess, að á Akureyri hefir útvarpið haft sjerstakan mann til þess að útrýma truflunum og í Reykjavík hefir það einnig haft mann í þjónustu sinni og hefur enn, sem eingöngu vinnur að útrýmingu truflana þar. 

Hversvegna það hefur ekki einnig gert skyldu sína gagnvart okkur Siglfirðingum veit jeg ekki, en hafi það fengið þær upplýsingar sem bæjarfógetinn gaf okkur í grein sinni, að Siglufjörður væri sá bær á íslandi, sem minst hefði af truflunum, get jeg vel skilið, að því hafi fundist óþarft að hefjast handa hjer. Eða skyldi það vera hin ágæta grein lögreglusamþyktarinnar, sem hvergi er tilsvarandi fyrir aðra bæji, sem hefur orsakað þetta? Eftir því sem bæjarfógetinn segir, kemur honum sem lögreglustjóra ekki við slík truflun sem jeg hefi kvartað um, og telur að , slíkt eigi að kæra fyrir rafveitunefnd. 

Mjer bæri nú líklega að biðja fyrirgefningar á hvað jeg er ófróður í þessum efnum, ef slíkt hefði nokkurntíma verið upplýst áður, og eg verð að játa að jeg hefi ekki sent kæru til rafveitunefndar, — en — er ekki háttvirtur bæjarfógetinn formaður þessarar nefndar? og ef honum er eins ant um útrýmingu truflana eins og hann segir, var honum þá ekki innan handar að koma þessari kæru minni áleiðis og láta nefndina fá tækifæri til þess að taka afstöðu til málsins? 

Jeg skal svo að endingu benda bæjarfógetanum á af hverju jeg sneri máli mínu til hans. Hann er sem sje: Lögreglustjóri, bæjarstjóri, formaður rafveitunefndar og umboðsmaður útvarpsins hjer á staðnum, (að minnsta kosti hvað innheimtu snertir) og liggja því allar taugar þessa máls til hans. Til þess nú að vera betur upplýstur en jeg hingað til hefi verið, sendi jeg Útvarpsstjóranum svohljóðandi símskeyti: „Hvert ber að snúa sjer viðvikjandi útvarpstruflunum hjer?"

Svarið hljóðar þannig: „Samkvæmt reglugerðum er öllum óheimilt að viðlögðum sektum nota truflandi rafstöðvar rafleiðslur og rafmagnstæki. Snúið yður til bæjarfógetans um framkvæmd ákvæðis í lögreglusamþykt annars verða bæjarstjórnir að gera ráðstafanir hverjum stað ef duga skal löggiltir rafvirkjar mega hvarvetna annast deyfingar deyfingarefni fæst einkasölunni.

Útvarpsstjóri."

Einnig útvarpsstjórinn álítur því að bæjarfógetinn sje rjettur aðili í þessu máli svo ekki get jeg talið það frumhlaup að jeg sneri mjer til hans. Jeg læt svo almenningi eftir að dæma um hver okkar hefir orðið til þess að „þjösnast" fram á ritvöllinn, jeg með því að skora á bæjarfógetann að sjá um að lögreglusamþykt bæjarins væri framfylgt, sem hann einnig virðist hafa tekið til greina, eða hann með því að koma -fram með órökstuddan dóm rafstöðvarstjórans, um að orsök truflunarinnar sje helst að finna í því húsinu, sem hvorki rafstöðvarstjórinn eða „færasti maður landsins utan Reykjavíkur. að minsta kosti", hafa getað fundið neitt athugavert við.

Einar Kristjánsson.

----------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 7. maí 1932

Einar Kristjánss. enn útvarpstruflanir.

Í 9. tbl. Siglfirðings fer Einar Kristjánsson enn á stúfana. Tek eg hjer nokkur dæmi röksemdaleiðslu hans og ritháttar:

1.   dæmi: Einar skrifar: „Eftir því sem bæjafógetinn segir, kemur honum sem lögreglustjóra ekki við slík truflun, sem jeg hefi kvartað um, og telur, að slíkt eigi að kæra fyrir rafveitunefnd", og enn spyr Einar: „Er bæjarfógetinn ekki formaður rafveitunefndar" og „var honum ekki innanhandar að koma þessari kæru minni áleiðis og láta nefndina fá tækifæri til þess að taka afstöðu til málsins?"

Þetta kalla eg einkennilega framsetningu hjá Einari, sem áður i grein sinni er búinn að segja, að eg hafi tekið umkvörtun sinni „vel". Þessi framsetning Einars væri því aðeins skiljanleg, að eg hefði alls ekki sinnt kvörtun hans. Ella eru orðin eins og rituð „útí hött". 

Nú hefi eg einmitt sem formaður rafveitunefndar daginn eftir að Einar kvartaði við mig yfir útvarpstruflunum hjá sjer átt tal við starfsmann rafveitunnar, Sigurð Árnason, um að hefja rannsókn að þessum truflunum og, er hann færðist undan því, 3 dögum síðar fundið rafveitustjóra Jón Kristjánsson og beðið hann að hefja leitina strax, en hann kvaðst vegna anna við rafveitlina ekki geta strax framkvæmt rannsóknina, en skyldi gera það svo fljótt sem unnt væri og kvaðst hann hafa verið byrjaður á því áður en.............................

Svarið er heil blaðsíða í viðbót en sleppt hér, auk andsvari Einars.............  og enn svarar Bæjarfógetinn í næsta blaði Siglfirðings..................

-------------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 21. maí 1932

Ferming fór fram hjer í kirkjunni báða hvítasunnudaga. Gamla sóknarkirkjan er nú orðin allt of lítil fyrir söfnuðinn við þessháttar tækifæri, og varð því að tvískifta fermingunni. Voru 24 stúlkur fermdar á hvítasunnudag og 17 drengir á annan, Þrír bræður, synir Jósefs Blöndal, verða fermdir á Trinitatis. Var einn þeirra veikur um hátíðina.

Bæjarstjórarfundur var haldinn hjer fyrra mánudag.

Kallaðist að þar ætti að vera á dagskrá riftun á ráðningu þeirra Hafliða Helgasonar og Brynjólfs Jóhannssonar sem veitt var vatnssölustarfið hjer í vetur. Var því fundurinn allfjölmennur, því menn bjuggust við rifrildi. Fóru þeir sem þess væntu heldur ekki vonsviknir heim, því háttv. bæjarfulltrúar, sem sjaldan eru sparsamir á þessháttar á bæjarstjórnarfundunum, yfirgengu nú svo sjálfa sig í örlætinu á fúkyrðin og í persónulegum svívirðingum hver í annars garð, að tilheyrendur, flestir eða allir munu hafa fengið sig fullsadda.

Var fundurinn þannig frá upphafi til enda, að sjaldan bólaði á dagskrármálunum; þau skutu aðeins endrum og eins kollinum upp úr skammarhríðinni. Eru bæjarstjórnarfundir hjer nú í seinni tíð orðnir hreinasta bæjarhneisa og reyna mjög á þolinmæði borgaranna, sem fulltrúarnir misbjóða mjög freklega með framkomu sinni á fundunum, sem sjáanlega er ætluð fyrir skríl en ekki fyrir siðaða borgara í bæ sem vill þó tileinka sjer skyn af menningu. 

Vantar þar og tilfinnanlega röggsamlegan fundarstjóra. Riftunin á vatnssölustarfanum var feld, en stofnað nýtt embætti við höfnina, lóðs- og aðstoðarhafnarvarðarembætti, með 2000 kr. launum. Segja sagnir að Sveinn Þorsteinsson, sem bæjarfógeta og nokkrum hluta bæjarstjórnar fynnst ómögulega vera fær um að vinna fyrir sjer, nema með atbeina bæjarsjóðanna, eigi að fá embættið, og hafi átt að fá vatnssöluna sem uppbót, en uppbótin brázt í þeirri mynd.

Jarðneskar leyfar

Einkasölunnar, síldarúrganginn sem ekki seldist, er nú verið að bræða í ríkisverksmiðjunni. Segir Einherji að þar hafi nú vinnu 50—60 manns. Væri ekki ástæða fyrir bæjarstjórn, að hafa að einhverju leyti hönd í bagga með því, að fátækir verkam. fengju þar vinnu, framyfir aðkomumenn? Bærinn er ekki óverulegur hluthafi í verksmiðjunni, og virðist eiga sanngyrniskröfu til þess, að bæjarmenn sitji þar fyrir allri vinnu þegar jafn atvinnulítið er í bænum og nú er, og eins hinu, að vinnunni sje skift milli þeirra sem helst þurfa hennar, ef fleiri eru en að geta komist í einu.

------------------------------------------------------------------ 

Siglfirðingur 4. júní 1932

Hjermeð tilkynnist að jeg hefi selt hr. Finni Níelssyni skóvinnustofu mína og rekur hann hana fyrir sinn reikning hjer eftir, og vona jeg að viðskiftamenn mínir láti hinn nýja eiganda njóta viðskifta sinna áfram.

Siglufirði, 4. júní 1932. Sumarl. Guðmundsson.

Samkvæmt ofanrituðu hefi jeg keypt skóvinnustofu Sumarliða Guðmundssonar, og vona jeg að viðskiftamenn hans láti mig njóta viðskiffa sinna áfram. Öll vinna verður fljótt og vel af hendi leist. Gúmmískófatnaður tekinn til aðgerðar.

Virðingarfyllst. Finnur Níelsson. Norðurgötu 9. (Gamla-Bíó.)

--------------------------

Siglfirðingur 4. júní 1932

Bíó-Café opnar á morgun. Hljómsveiti n kemur með Íslandi.

----------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 11 júní 1932

BÍÓ-CAFÉ

Músik á hverju kvöldi kl. 8½—11½

Dans á milli borða.

------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 18. júní 1932

Sýnishorn auglýsinga:

Hótel „Siglufjörður“ afgreiðir allan daginn lausar máltíðar.

Ennfremur: Kaffi með brauði og án brauðs. - Egg, soðin og "spejld" - Mjólk í glösum - Hvítöl í glösum. - Maltöl, Pilsner, Bjór, Citron, Cigarettur, Vindla.

Fljót og lipur afgreiðsla Sanngjarnt verð.

------------------------

A Ð V Ö R U N . Hérmeð aðvarast mótorbátaformenn um það, að hafa eigi meiri en sem svarar 3—4 sjómílna ferð á bátunum meðan þeir fara framhjá bryggjunum hvort sem er út eða inn; gildir þetta ákvæði utan frá bauju og út að bauju.

Verði þessu eigi hlýtt mega menn búast við sektum.

Hafnarvörður.

----------------------

B A N N Þeir bílstjórar, sem gjöra sig seka um það, að taka möl eða gjót úr fjarðaránni leyfislaust, eða úr löndum bæjarins innan kaupstaðarins, verða tafarlaust kærðir til sekta. — Enn þyngri hegning liggur við að ræna grjóti úr stíflum fjarðarárinnar, eins og gert hefir verið bæði í vor og áður.

Fasteignanefndin.

----------------------

Nýtt mjólkurbú hafa 4 eyfirskir bændur byrjað að reka hjer. Hafa þeir tilhald sitt á Hvanneyri og hafa fengið tún prestsetursins leigt til nokkurra ára. Þeir hafa reist þar fjós og mjólkurskála og ætla á næstunni að byggja þar hlöðu. Búið byrjar mjög myndarlega, með 21 kú, og ætlar næstu dagana að fjölga þeim, til að geta fullnægt eftirspurninni, sem er mjög mikil, því framleiðslan líkar vel. — Heys handa búinu ætla þeir að afla á Eyjafirði og flytja alt hingað, en nota Hvanneyrartúnið aðeins til hagbeitar yfir sumarið.

----------------------

Sundlaug í Skútudal.

Flokkur ungra manna vinnur nú að því á kvöldin sem sjálfboðaliðar að grafa upp laugarnar á Skútudal. Hafa jarðeigendurnir, þeir A. Schiöth, Snorri Stefánsson og Egill Stefánsson boðið að láta bæinn fá endurgjaldslaust, sundlaugarstæði og heitt vatn eftir þörfum í laugina. Munu íþróttavinir hjer ætla að láta hendur standa fram úr ermum og koma lauginni upp í sumar. Þarna eru nokkrar uppsprettur allheitar, en flestar smáar eða allar. Kemur nú til kasta bæjarins, að leggja bílfæran veg yfir Saurbæjarásinn.

------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 25. júní 1932

NÝ MATSTOFA.

Í dag, sunnudaginn 26. júní, opnum vér matsölu í stóra salnum í „Brúarfossi".

Verður þar daglega á boðstólum: 2 heitir réttir matar, verð 0,95,

afgreiðslutími frá kl. 12—3.

Brauð með íslenzku smjöri og ofanáleggi, verð 0,25 sneiðin.

Mjólk í glösum 0,20 - Pilsner 0,50 - Hvítöl í glösum 0,25 - Maltöl 0,65 - Kaffi 0,50 -Citron 0,40 - Te 0,50 - Bjór 0,50

Tóbak og sælgæti með búðarverði. Engin ómakslaun.

Þau kvöld sem dansleikir eru haldnir í húsinu verður ekki selt eftir þessari verðskrá. Virðingarfyllst. pr. Café Brúarfoss. PÁLL GUÐMUNDSSON.

-----------------------------

T I L K Y N N I N G.

Bannað er að leggja línu á fjörðinn innan við linu er hugsast dregin frá Selgili í Helluhrygg.

Hafnarvörður.

----------------------------

ÞEIR, sem hafa keypt hjá mjer kjöt, verða að skila tunnunum fyrir 1. júlí n. k., annars verða þeir að borga þær.

Einnig kaupi jeg tómar ógallaðar kjöttunnur -til sama tíma.

J. BLÖNDAL.

--------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 9. júlí 1932

„Snjóplógsbróðurinn". —

Bæjarstjórn hefir nýlega fengið einkar hentugt leikfang handa fósturbörnum sínum, þeim Jónasi „vegamálastjóra" og Herm. Einarssyni.

Bæjarstj. nefnir það veghefil en það mun rangnefni. Mætti frekar nefna það vegherfi, og gæti komið að gagni Við að dreifa úr ofaníburði á götunum. — „Fósturbörnin" ljeku sjer að „gullinu" nokkra daga og voru spakir við það að rífa upp Aðalgötu svo hún var nær ófær um tíma, en það líkaði bæjarstj. ekki og ljet hætta, enda sagt að leikurinn hafi kostað bæinn 60—70 kr. á dag.

Nú hvílir þetta nýmóðins áhald niður hjá kolaporti. Væri gustuk að einhverjir tæki sig fram og flyttu það upp í skólakrókinn til snjóplógsins, sem hvílir þar einmana og yfirgefinn svo skáldspá Einherja mætti rætast.

-------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 16. júlí 1932

Nýja kirkjan.

Það er nú verið að mála hana innan. Bekkir í hana voru smíðaðir á Akureyri og komu núna í vikunni. Klukkurnar, sem eru gjöf frá Sparisjóðnum hjer, og sem voru steyptar í Álaborg, komu með Goðafoss. Voru þær festar upp í turninum í gær, og hringt þá litla stund. Þær eru hljómfagrar mjög og hljómar beggja samstiltir.

Stærri klukkan vegur að sögn 900 kg.

---------------------------

Siglfirðingur 6. ágúst 1932

Kirkjan.

Það sem jeg auglýsti af prjedikunarstól síðasta sunnudag, vil eg auglýsa enn á ný í blaðinu, að á morgun sunnudaginn 7. ágúst verður messað hjer í gömlu kirkjunni í síðasta sinni.

Síðan verður hjer messufall tvo sunnudaga, 14. og 21. ágúst, og því næst er ráðgert að vígsla hinnar nýju kirkju fari fram sunnudaginn 28. ágúst á venulegum messutíma. Ofurlitla grein um kirkjuvígsluna vil jeg setja í næsta blað, og einnig lista yfir það, sem sungið verður við það tækifæri. Jeg skal setja hjer til fróðleiks tölu þeirra prestsverka, sem jeg hefi framkvæmt í gömlu kirkjunni, þau tæp 42 ár, sem hún hefir vérið sóknarkirkja okkar.

Hún var byggð um haustið 1890 og vígð á sunnudaginn fyrir jól það ár. Yfirsmiður hennar var Bjarni Einarsson á Akureyri og kostaði hún um 4000 krónur, með þáverandi verði á efni og vinnu. Í þessari kirkju hefi jeg skýrt um 600 börn, en fyrri hluta þessa tímabils, voru börn mikið frekar skírð heima en í kirkju. og eru þau ekki talin hjer; fermt um 700 börn; gipt 55 hjón, en nú í seinni tíð, má það heita undantekning, ef hjón eru gefin saman í kirkju, og þykir mjer það illa farið og óviðkunnanlegt hvað kontórgiftingar eru að fara í vöxt. Haldið hef jeg þar um 550 líkræður og um 2000-stólræður. Hjer voru um mörg ár haldnar norskar guðsþjónustur, (Pastor Scheen o. fl.) Og nú um nokkur ár sjómannaguðsþjónustur, (Jóhs. Sigurðsson).

B. Þorsteinsson.

----------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 13. ágúst 1932

Kirkjuvíxlan.

Eins og áður er auglýst hjer í blaðinu, er áformað að biskup landsins vígi hina nýju kirkju hjer sunnudaginn 28. þ. m. kl. 2 síðdegis. Vígsluathöfnin fer þannig fram: Biskup og þeir prestar sem viðstaddir eru, safnaðarfulltrúi og sóknarnefndarmenn, ganga til kirkjunnar í skrúðgöngu tveir og tveir saman, prestarnir í hempu og með kraga, og bera helga dóma kirkjunnar:

Kaleik og patínu, altariskönnu og oblátudósir, biblíu og nýja testamenti, sálmabók og helgisiðabók, en samhringt er og leikið á orgelið meðan á skrúðgöngunni stendur. Þegar komið er í kirkjudyr, hættir hringingin, en orgelleikarinn heldur áfram meðan flokkur klerkanna gengur inn kirkjuganginn og inn í kórinn, en söfnuðurinn rís úr sætum sinum á meðan.

Biskup fer þegar fyrir altari, og tekur við áhöldum kirkjunnar af þeim sem bera, og setur þau á altarið. Því næst skrýðist biskupinn. Þá les einhver af prestunum bæn í kórdyrum. Þá er sunginn sálmurinn nr. 562. Síðan framkvæmir biskup vígsluna samkvæmt gildandi helgisiðabók. en fjórir prestar aðstoða með upplestri ákveðinna ritningargreina. Þá er sunginn sálmurinn nr. 596. Að vígslu lokinni fer sóknarpresturinn fyrir altari, og fer guðsþjónustan því næst fram með venjulegum hætti, nema guðspjall verður ekki tónað frá altari; og til hátíðabrigðis verða sungin önnur lög og aðrir sálmar en venja er til.

Barnaskírn fer fram í messunni, en vita þarf jeg nöfn þeirra kvöldið áður. Þetta verður sungið:

Nr. 562, lndælan, blíðan Nr. 596, Ó, guð þjer hrós Lofsöngur eptir G. Hándel Lofröngur eptir Kreutzer Nr. 571, Skírnarsálmurinn. Sálmalag eptir J. A. P. Schulz Ó, guð vors lands.

B. Þorsteinsson.

------------------------

Mjólkurbúið á Hóli.

1.

Hólsbúið á ekki langa sögu.

Hinrik Thorarensen læknir mun hafa átt hugmyndina, að stofnað yrði hjer mjólkurbú. Um það leyti er hann barðist sem mest fyrir þessu máli, var hjer tilfinnanlegur skortur á mjólk, og verðið eins og jafnan síðan, það hæsta á landinu. Hugmyndin um stofnun mjólkurbús var því á þessum tíma rjettmæt og nauðsynleg, þótt heppilegra hefði Verið að bærinn hefði þar aldrei nálagt komið.

Vorið 1928 var svo byrjað á búskap á Hóli. Margir bæjarmenn seldu búinu gripi sína misjafna eins og gengur, en mest var þó keypt af gripum úr Skagafirði og mun ráðunautur búsins við þau kaup, hafa meira hugsað um hag Skagfirðinga en okkar Siglfirðinga. Voru því fyrstu spor búsins sannkölluð víxispor, þar sem stofninn reyndist strax á fyrsta sumri, samtíningur af meira eða minna gjörómögulegum gripum.

Á þessu fyrsta ári búsins eru greiddar til þess úr bæjarsjóði kr. 18,450.44. Þetta er dálaglegur skildingur og mundi margur sveitabóndinn þótst vel haldinn ef hann hefði fengið slíka fúlgu í byrjun búskapar síns. Næsta ár eða 1929, er búinu veitt kr. 10,619,00 og 1930 fær það 12.777.00, og 1931 6,200.00. Samtals hefir því búið fengið úr vasa skattborgara þessa bæjar kr. 48.046.44. Auk þessa skuldar búir:

Útibúi Landsb. Ak....... 6.500.00

Útvegsbanka...............2.160.00

Búnaðarbankanum......6.625.00

Sparisj.Siglufjarðar.... 10.500,00

Guðm. Skarphjeðinss.. 5.000.00

KEA (mjólkursaml.) ...19.800,00

Samtals..................... 50.585,00

Í sambandi við Hólsbúið hefir verið rekin mjólkursölubúð, sem selt hefir allskonar afurðir, bæði frá Hólsbúinu og eins frá Akureyri, svo og brauð og öl frá Fjelagsbakaríinu.

Það er óhætt að fullyrða að Hólsbúið hefir haft drjúga peninga af þessari sölu. Sömuleiðis hefir búið fengið til ókeypis afnota bifreið bæjarins, -jörðina Saurbæ o. fl. Er því ekki annað hægt að segja en að vel hafi verið í haginn búið fyrir þetta fyrirtæki og hefði það gjarnan mátt sýna það í afkomu sinni.

2.

Hefir Hólsbúið náð tilgangi sínum ?

Því er óhikað hægt að svara neitandi. Það hefir að litlu leyti bætt úr mjólkurvandræðunum, en það sem verra hefir verið að mjólkin þaðan hefir verið slæm. Það er líklega vægt til orða tekið að kalla Hólsmjólkina slæma, það hefir hreint og beint þótt skaðlegt að gefa ungbörnum hana. Verðið á henni hefir verið það sama og hjá þeim mönnum sem hafa orðið að borga af sinni mjólkurframleiðslu til viðhalds Hólsbúinu. Þess má þó geta hjer, að nú, síðan Mjólkurbúið á Hvanneyri kom, hefir mjólkin frá Hóli stórum batnað og má teljast jafngóð þeirri annari mjólk sem hjer er á markaðinum. Hvað er það þá sem staðið hefir Hólsbúinu fyrir þrifum?

Það er fyrst og fremst það, að það byrjaði með ljelegum bústofn, sem er ámóta arðvænlegt eins og ef útgerðarmaður byrjaði á útgerð á gömlu og vjelvana skipi! Annað er það, að til búsins valdist maður, sem litla þekkingu og minni reynslu hafði á búskapi og í þriðja lagi var kaupgjald hjá Hólsbúinu a. m. k. fyrsta árið 100—200 prc. hærra en í nærliggjandi sveitum. En síðast en ekki það sísta er þó það, að það er eins og alt það sem það opinbera rekur hjer í bæ, sje fyrirmynd þess hvernig e k k i á að reka þetta eða hitt sem það hefir með höndum.

Enda sagði merkur bóndi úr Eyjafirði, að fram að Hóli ætti að fara með alla búnaðarskólakandidata sem útskrifuðust hjer á landi „til þess að sýna þeim hvernig ekki mætti fara með nýræktir, hvernig ekki mætti hafa húsakynni og meðferð á búpeningi, og hvernig heilbrigðisstjórn eins bæjar gæti vanrækt skyldu sína gagnvart meðferð mjólkurinnar". --- Framhald:

----------------------------------------------

Siglfirðingur 20. ágúst 1932

Mjólkurbúið á Hóli. Niðurl.

Það er lítið dæmi þess úr fyrsta reikningi Hólsbúsins, hvaða andi hafi sveimað þar yfir vötnunum strax á fyrsta starfsári búsins. Bústjórinn eða búið átti einn fjárhund. Við skulum geta þess að honum hafi verið gefin mjólk frá búinu og matarleyfar frá bústjóranum.

Í reikningum búsins fyrir þetta fyrsta ár (1928) er hundinum reiknað fæði kr. 91,45. Það er víst ekki til neinstaðar í íslenskum annálum að hundi hafi verið reinknað fæði. — Allra síst þar sem nú stóð svona á eins og með þennan hund, að hann ljetti undir með engja- og túnvörslu fyrir Hólsbóndann.

Að sýna slíkan reikning var næg ástæða til þess að reka bústjórann frá samdægurs. Slíkur hugsunarháttur sem þessi, af manni í trúnaðarstöðu, vel launaðri, er sýnishorn þeirrar spillingar sem ríkt hefir undanfarið í meðferð á fje þess opinbera, Þennan hugsunarhátt á að fordæma. Menn sem geta lagst svo lágt að búa til slíka reikninga, eiga aldrei að fá tækifæri til þess að endurtaka slíka þjóðarskömm. En því miður er þessi litli reikningur sönn spegilmynd af meðferð, og hugsunarhætti flestra þeirra manna sem fara með fje þess opinbera hjer í bæ.

3.

Síðastliðinn vetur vildu nokkrir bændur úr Eyjafirði taka Hólsbúið á leigu. Vildu þeir auka og bæta mjólkina og auka ræktun eftir því sem föng stæðu til. Það má kallast ógæfa að jafnaðarmennirnir í bæjarstjórninni skyldu ekki bera gæfu til þess að taka þessu tilboði. Með því hefði margt unnist. Hólsbúið í höndum þessara manna hefði eflaust orðið fyrirmyndarbú. Bærinn hefði losnað við mjög þungan ómaga og gjaldendurnir við þá blóðtöku sem búið tekur af þeim árlega. Þess utan hefði verið ljett af honum þeirri vanvirðu sem rekstur búsins í núvarandi mynd, er honum. Ef tillögur bæjarfógetans í þessu Hólsbúsmáli hefði náð fram að ganga, þá hefðum við getað eflir nokkur ár verið stolt af mjólkurbúinu á Hóli. — En skammsýnin rjeði þá hjá bæjarstjórn eins og svo oft endranær.

Ef við lítum á það er Hólsbúið hefir fengið á síðastl. 4 árum, kr. 48,046, 44 í styrk úr bæjarsjóði og þess utan íþyngt lánstrausti bæjarins um 50,585,00 og að búið er þrátt fyrir þessar stóru lántökur og styrkveitingar mjög illa hýst bæði hvað manna- og búpeningshús snertir. Og það má heldur ekki vænta þess að kýrnar á Hóli sýni fullkomlegt gagn fyr en þar hefir verið bygt nýtísku fjós. Sama er líka að segja með hreinlætið þar. Með þeim húsakynnum sem nú eru, er gjörsamlega ómögulegt að viðhafa það hreinlæti sem með þarf við framleiðslu mjólkurinnar, jafnvel þótt nokkur vilji væri hjá bústjóranum til þess.

Hvað á að gera til þess að koma rekstri búsins í viðunanlegt horf. —

Að sjálfsögðu væri það langsamlega heppilegast að búið yrði selt, eða leigt um lengri tíma. En líkur til þess að svo verði eru nú mjög litlar þar sem nýtísku mjólkurbú er nú að rísa upp hjer niðri í bænum. Það virðist því ekki annað fyrir hendi en að bíta í það súra epli og halda áfram að taka lán og veita styrki í stórum stíl til búsins. Því það er alveg óhjákvæmilegt strax á næsta ári að byggja nýtísku fjós og auka til muna alt hreinlæti við mjólkina t. d. með kaupum á mjaltavjelum og fleira.

4.

Mistök nokkur munu hafa verið á rekstri Mjólkurbúðarinnar síðastl. ár, og einnig í sumum framkvæmdum búsins frá Mjólkurbúsnefndarinnar hálfu. Er slíkt ekki að furða þar sem fjölmenn nefnd, mjög störfum hlaðinna manna, eiga að stjórna margþættu fyrirtæki í hjáverkum. Mjólkurbúsnefndin er nú að gera ýmsar ráðstafanir til bóta á rekstri -Mjólkurbúðarinnar og ef til vill búinu líka. Væri óskandi að nú færi að rætast fram úr með rekstur Hólsbúsins. Gjaldendunum finst lítil merki framfara sjást eftir þær stóru fúlgur af lánum og styrkveitingum sem búið herir fengið. En fari svo að skattgreiðendur bæjarins missi trúna á þetta fyrirtæki mun það fá voflegan dauðdaga. Virðist því ekki annað fyrir hendi en að allir leggist á eitt með að rjetta Hólsbúinu hjálparhönd, því borgarar þessa bæjar eiga það, og á "þeirra pyngju lendir það ef illa fer . . . .

------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 27. ágúst 1932

Í greininni um Hólsbúið, gleymdist að geta þess að allar nýræktirnar sem unnar voru í fyrra vetur, eru tilfærðar hjá bæjarsjóði sem atvinnubætur en ekki hjá Hólsbúinu. Nemur þessi „gjöf" til Hólsbúsins rúmar 6000,00 krónur.

Brunarústirnar af Haugasundi eru að verða bæjarskömm.

Í alt sumar hefir þessi ófögnuður verið til sýnis rjett við fjölförnustu götu bæjarins. Það má kalla undur að börn þau sem sífelt eru að rápa þarna í rústunum. skuli ekki hafa slasast, því fult er þar af glerbrotum, bárujárnsplötum og hálfbrunnum röftum, alsettum nöglum og þess háttar.

Hverjum ber skylda til þess að sjá um að þessar rústir verði strax hreinsaðar?

Litli Kleppur.

Grjótmulningsvjelin, sem almennt er nú kölluð Litli Kleppur, er nú tilbúin til mölunar, Bauð verkstjórinn, Guðm. Sigurðsson, mágur bæjarfógetans, hafnarnefndinni úteftir og skoðaði nefndin þessi undur þarna út í fjallinu. Ekki er ennþá hægt að segja, hvað mikið fje þarna er fast, en óhætt er að fullyrða að sú upphæð er litlu minni en þurft hefði til þess að malbika hafnarbryggjuna. Má það lánleysi heita, að þeir menn skuli ennþá finnast innan bæjarstjórnar Siglufjarðar, sem ekkert tækifæri láta ónotað til þess að koma í veg fyrir að hafnarbryggjan verði malbikuð. 

Hafnarbryggjan er nú eitt forardýki, hafnarsjóði til skaða, en bæjarstjórn til skammar. Er nú svo komið að ekki er hægt að setja vörur á brygguna ef nokkuð er að veðri, jafnvel ekki salt eða síldartunnur.

Umferð um bryggjuna er nú með mesta móti, og liggja þar daglega 3 lestaskip. Öll losun og lestun fer fram á bílum, og er því bílaumferð þarna mikil, og ganga aursletturnar úr vilpunum á bryggjunni jafnhátt höfuðfötum vegfarenda, þegar bílstjórarnir fara ógætilega.

Bændaflokkurinn í bæjarstjórninni (Þormóður, Andrjes og fógetinn) hefir sífelt barist með allskonar brögðum til þess að hindra það að bryggjan yrði malbikuð. Verður nánar að þessu vikið þegar kostnaðurinn við Litla Klepp er kunnur.

En einu mega bæjarbúar ekki gleyma að framsóknármennirnir Þotmóður Eyólfsson og Guðm. Hannesson komu því til leiðar að hafnatbakkinn var ekki malbikaður s.l. ár, heldur fluttu þeir tillögur um stofnun og rekstur „litla klepps", sem er bænum til jafnmikillar vanvirðu og aurvilpurnar á hafnarbryggjunni.

----------------------------

Jarðarför Guðm. Skarphjeðinssonar skólastjóra fer fram mánudaginn 29. þ.m. kl. 2 e. h. frá heimili hans, Hólar.

Heima verður haldin húskveðja og síðar verður kistan borin niður í barnaskóla, og fer þar fram kveðjuathöfn. Eldri og yngri meðlimir Tóbaksbindindisfjelagsins og Ungmtnnafjelagsins, bera kistuna að heiman og niður að skóla, en kennarar inn og út þaðan eftir að kveðjuathöfninni hefir verið lokið.

Frá skólanum og upp að kirkju ber Verkamannafjelagið kistuna, e.a bæjarstjórnin út úr kirkjunni, að kirkjugarði. Síðasta áfangann, upp að gröfinni bera kistuna nánustu vinir og, samverkamenn Guðm. sál. úr áðurgreindum 3 fjelögum, og mun fjelagsmerki þessara þriggja fjelaga sem hann helgaði mikinn hluta af kröftum sínum verða borið fyrir kistunni.

Bátauppsátrið, tók til starfa s.l. miðvikudag,og var m.b. Haraldur fyrstur til .þess að vígja það. Hann hafði mist stýri í síðustu veiðiför. Tæki þau sem bátauppsátrið hefir, virðast góð og nægja Siglfirskri útgerð eins og stendur. Vonandi verða þau aukin eftir því sem föng standa til og þörf útgerðarinnar krefur.

Ragnarsbræður sem eru eigendur uppsátursins, hafa frá fyrstu sýnt næman skilning á nauðsyn þessa máls. Það má því óhætt treysta því, þótt mönnum finnist nú heldur lítið til um þetta bátauppsátur, þá muni ekki verða hjer staðar numið, heldur muni þeir smámsaman endurbæta og auka það, svo allir megi vél við una.

Blaðið óskar þeim til hamingju með fyrirtækið. Fullvíst má telja að það eigi eftir, beinlínis eða óbeinlínis að bjarga mörgu mannslífinu, með betri aðstöðu til vandaðrar skoðunar á fiskibátum þeim sem hjeðan stunda veiðar. Hefir fram að þessu verið ógerningur að framkvæma rækilega skoðun á fiskibátum hjer, þar sem illmögulegt hefir verið að taka þá á land. Nú er þessi örðugleiki horfinn og öryggi sjómanna aukið stórum. Einnig hafa aukist með bátauppsátrinu skilyrði fyrir vetrarvinnu, trje- og mótorsmíða. Er slíkt vel farið og betur eru þær summur, sem farið hafa til Akureyrar í þessu augnamiði, — komnar í hendur þeim sem hlut eiga að máli hjer.

Það má teljast gæfumerki og góðs viti, að þeir ungu menn sem hjer eiga hlut að máli, skuli láta það verða eitt af fyrstu verkum starfsemi sinnar.að gera sitt til þess að við megum aftur heila heimta þá menn, sem daglega leggja líf sitt og limi í hættu við fangbrögð Ægis. Heill fylgi þessu bátauppsátri og heill fylgi hverju og hverjum þeim sem á einn eða annan hátt eykur framför þessa bæjar.

Námskeið í leikfimi o. fl. heldur Aðalsteinn Hallsson leikfimiskennari frá Rvík, nú um þessar mundir. Blaðið vill sjerstaklega hvetja ungu stúlkurnar til þess að sækja þetta námskeið, því þar geta þær kynst hinum helstu nýjungum í Ijettri og skemtilegri leikfimi. T.d. verður þarna kenndur handboltaleikur, sem nú er að verða eins vinsæll og fótboltinn meðal karlmanna.

Skólastjóra staðan við barnaskólann hjer hefir verið veitt Friðrik Hjartar, kennara af Suðureyri. Ekki veit blaðið nein deili á manninum, en lofsamlega skrifar Snorri Sigfússon, skólastj. Akureyrar um hann í síðasta Einherja. Allmargir umsækjendur voru um skólastjórastöðuna og meðal þeirra, Sem margur bæjarbúi hefði kosið var Arnfinna Björnsdóttir, sem nú kennir við barnaskólann á Akureyri og nýtur þar mikilla vinsælda. Nokkuð munu hafa verið skiftar skoðanir innan skólanefndar, um veitinguna, og er það að vonum. Óskandi væri að þessi nýji skólastjóri beri gæfu til að veita nýjum og hollum straumum inn i uppeldismál þessa bæjar.

Kolaskip er nýkomið til Ragnarsbræðra og von er á öðru um miðjan september.

Þorskafli hafir verið ágætur undanfarið, frá 5—15 þúsund pund í róðri. Bátar eru um 20 tíma í hverri veiðiför.

-----------------------------------------------------------

Siglfirðingur 10. september 1932

Auglýsing:

Tilkynning frá Siglufjarðar-Bíó.

Þar sem ómögulegt hefir reynst, þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir, að fá börnin til að tala ekki saman og vera ekki með hávaða meðan á sýningu stendur, neyðumst vér til að hætta sölu barnaaðgöngumiða að öllum kvöldsýningum. Á sunnudögum og fimtudögum kl. 6 verða sýningar fyrir börn, og verða aðgöngumiðar barna aðeins seldir að þeim sýningum.

-----

Ath,sk; Thorarensen kallaði kvikmyndahús sitt fyrstu árin of „Siglufjarðarbíó“ – en á milli manna var „aldrei“ talað um annað en Nýja Bíó.

----------------------------------------------------------

Jón Gíslason og grjótmulningsvélin.

Í síðasta tölubl. Siglfirðings þar sem fremur einhliða — vægast talið — er minnst á kostnaðinn við að koma fyrir grjótmulningsvélinni, er gert að umtalsefni, að eg sem var þarna verkstjóri, sé mágur bæjarfógetans.

Svona ,,upplýsingar" (!) geta varla verið gerðar nema í þeim tilgangi að gefa óbeinlínis í skyn, að það sem ráðið hafi hvötum bæjarfógetans hafi verið að útvega mér atvinnu, því annars væru slíkar upplýsingar út í hött. Í því sambandi get eg bent Jóni Gíslasyni á, að það var ekki bæjarfógetinn, sem réð mig í fyrstu við grjótmulningsvélina, heldur þáverandi formaður veganefndar.

Var Jón Gíslason þá í veganefndinni en bæjarfógetinn ekki. Þótt grjótmulningsvélin hefði eins og Jón vill, verið látin mala til malbikunar hafnarbryggjunnar grjót, sem orðið hefði að fá að miklu dýrara en núverandi aðstaða gefur, mátti búast við, að eg hefði ekki verið sviftur þessari verkstjórn að ástæðulausu. Virðist því að hægt ætti að vera að ræða um þetta mál án þess að draga inn í málið persónulegar hvatir.

G. S.

SVAR.

Jeg vona, að það útaf fyrir sig, hvort verkstjóri grjótmulningsvélarinnar, Guðm. Sigurðsson, mágur bæjarfógetans, er bara kallaður Guðm. Sigurðsson, eða hnýtt sé aftan við nafn hans „mágur bæjarfógetans" — gefi ekki oftar tilefni til blaðaskrifa. Guðmundur er kallaður þetta almennt í daglegu tali, til aðgreiningar frá öðrum Guðm. Sigurðssonum. Það voru því engar „persónulegar hvatir" frá minni hálfu þótt eg nefndi hann mág bæjarfógetans í síðasta blaði. Eg minntist heldur ekki á verkstjórn hans og ráðningu, eða hvort bæjarfógetinn, veganefndin eða einhverjir aðrir ættu þar hlut að máli. Guðm. undirstrikar það, að bæjarfógetinn hafi ekki ráðið sig sem verkstjóra. — 

Það virðist vera þungamiðjan í þessu greinarkorni hans, og kemur manni til þess að halda að bæjarfógetinn hafi þarna hvíslað orði í eyra höfundarins. Enda vita allir að Guðmundur Sigurðsson Lœkjargótu 10, er ekki eins hörundssár eins og Guðmundur Hannesson bæjarfógeti. En því er nú Guðm. að gefa þessa yfirlýsingu? Var það nokkuð til að kasta skugga á bæjarfógetann, þótt hann - hefði ráðið mág sinn sem verkstjóra? 

Yfirlýsingin er því hlægileg, þar sem höfundurinn kastar skugga á sjálfan sig með því að afsaka bæjarfógetann af því að hafa ráðið sig, en vill skella skuldinni á veganefnd, sem eg á sæti í. Yfirleitt er það afskaplegt að nokkur verkstjóri skuli vera að afsaka það, hver hafi ráðið hann til að stjórna þessu eða hinu verki. Bak við slíkar yfirlýsingar hlýtur að liggja í meðvitund viðkomandi manns, að hann hafi ekki verið verkstjórninni vaxinn. Annars þyrfti ekkert að afsaka.

Í næst síðustu málsgrein segir G. S.: „Þótt grjótmulningsvélin hefði eins og Jón vill, verið látin mala til malbikunar hafnarbryggjunnar grjót, sem orðið hefði að fá að miklu dýrara en núverandi aðstaða gefur, mátti búast við að eg hefði ekki verið sviftur þessari verkstjórn að ástæðulausu." Eg vil nú benda G. S. á það, að ekki einn einasti maður með fullri skynsemi getur mælt því bót, að hafnarsjóður leggi jafn háa fjárhæð til undirbúnings við grjótmulning til malbikunar hafnarbryggjunnar, eins og þurft hefði til að malbika alla bryggjuna. 

Eða heldur G. S. að ekki hefði verið þarfara að malbika hafnarbryggjuna fyrir þá fjárhæð sem komin er í Litla Klepp heldur en að láta hana vera yfirvöldum þessa bæjar til stórskammar? Jeg veit að hann getur ekki lokað augunum fyrir þeim sannleika, að bryggjan er — þegar votviðrasamt er — hin mesta og um leið versta auglýsing um sóðaskap þessa bæjar. Þegar farþegaskip liggja við bryggjuna má svo heita að verka þurfi skipin hátt og lágt þegar þau fara héðan. Er slíkt hin mesta vanvirða og mun óþrifnaðarorð það, sem menn með réttu geta sagt um Siglufjörð — vegna hafnarbryggjunnar — festast við þennan bæ — löngu eftir að þessu máli verður ráðið til lykta. 

Eg trúi ekki öðru en því, að þegar G. S. athugar það, eiginhagsmunalaust, hvort mundi vera betra, að hafa nú malhikaða, hafnarbryggju, en engan Litla Klepp, — þá mundi heilbrigð skynsemi hans fremur kjósa það fyrra. Að endingu get eg sagt Guðm. Sigurðssyni það til huggunar, að hann er stórum betri verkstjóri en fyrirrennari hans, Gunnar Jóhannsson, og ætti hann því ekki að dæma veganefnd þótt hún gerði tilraun til þ.ess að breyta um verkstjórn til batnaðar. Annars mun enginn lá G. S. þótt hann reyni að verja þetta afkvæmi Framsóknarflokksins, sérstaklega þegar þess er gætt að hann hefir fengið fult meðlag með króanum!

J. G.

-----------------------------

K. S.

Knattspyrnufélag Siglfirðinga var slofnað s.l. vor. Það hefir á þeim stutta tíma sem það hefir starfað, getið sér hins bezta orðstýrs: Aldrei tapað neinum kappleik. — Félagið hefir háð kappleiki við Norðmenn, Englendinga, Færeyinga, svo og Reykvíkinga og núsíðast Ísfirðinga. Félagið „Vestri" frá Ísafirði sem háði hjer kappleik s.l. laugardag við K. S., (eftir að hafa farið til Akureyrar og háð þar 2 leiki, annan við Þór sem það vann með 4:0 og hinn við K. A. sem það tapaði með sama málafjölda) tapaði með 4:2. Þessi kappleikur var mjög fjörugur og harðsóttur. Þó lék ekki í þessum kappleik einn af beztu framherjum K. S. Sveinn Hjartarson, og má telja það víst að ef hann hefði verið með mundi sigur K. S. hafa verið meiri.

Ísfirðingarnir spila vel, og er auðséð að þeir hafa fengið góða kennslu á æfingum þar vestra, enda hefir nú s.I. vor, einhver besti kennarinn í Rvík (Axel Andrésson) veitt þeim kennslu í knattspyrnu. Dómari var Hr. Helgi Schiöth, sem nýkominn er frá Ameríku, þar sem hann hefir getið sér mikillar frægðar sem knattspyrnumaður. Vafalaust má telja að nafn hans eigi eftir að koma við sögu knattspyrnunnar hér á landi ef honum endist líf og heilsa. Hann var í þessum leik strangur en réttsýnn dómari. Íslenskir knattspyrnumenn bjóða þennan fræga landa sinn velkominn heim í hópinn! Hvenær hugsa K. S. menn sér að sækja önnur knattspyrnufélög heim?

--------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 1. október 1932

Ingvar Guðjónsson, hefir gefið kirkjunni mjög höfðinglega gjöf, 2000 kr. Áður höfðu 3 ríkustu menn bæjarins einnig gefið til kirkjunnar mjög höfðinglegar gjafir, þó eru þær samanlagðar ekki nema 3/4 af gjöf Ingvars. Mætti því segja að 4 Siglfirðinga, jafna þeim sem að ofan er getið, þyrfti á móti einum Ingvari

---------------------------

Siglfirðingur 15. október 1932

K. S.

Eins og kunnugt er, tók Knattspyrnufélag Siglufjarðar þátt í Knattspyrnumóti því, er háð var á Akureyri 8.—1) þ. m. Þau félög er K. S. lék á móti voru: Knattspyrnufélag Akureyrar, (K. A.) Magni, Knattspyrnufélag Höfðhverfinga, og „Þór" frá Akureyri. Skal eigi sagt hér frá öðru en því, er viðkom K. S. því vitanlega skiftir annað litlu máli fyrir Siglfirðinga. Fyrri kappleikur Siglfirðinga skyldi háður kl. 4 laugardaginn 8. okt. Þann dag var foráttu norðaustan krapahríð á Akureyri, og varla „hundi út sigandi". Eigi að síður lögðu hinir hraustu drengir út í kappleikinn. 

Mér, sem var þarna hlutlaus áhorfandi og vel klæddur og sæmilega verjaður, hryllti við að sjá hina ungu hnattspyrnumenn sama sem bera í krapahríðinni. Knattspyrnuvöllurinn var slæmur í þessu veðri, — hálftroðinn grasvöllur, sleipur og pollóttur. Slíkum velli voru Siglfirðingar alls óvanir. Eigi að síður sýndu siglfirzku æskumennirnir dugnað og þrótt. Hið hálfsársgamla K. S. gerði jafnlefli við hið margæfða K. A. — Það var í raun og veru stór sigur. Enda fannst það á, að K. S. hafði vakið á sér ósvikna eftirtekt. 

Geta má og þess, að K. A. hafði í sínu liði hinn fræga, þaulæfða knattspyrnumann, Helga Schiöth. það var eðlilegt, að hinir óþroskuðu og lítt æfðu unglingar í K. S. yrðu eftir sig eftir slíkan leik, því sannast mátti segja að þarna væri um tvennt að etja: ofurefli og ofviðri. Kl. 4 á sunnudag var kappleikur milli „Magna" úr Höfðahverfi og K. S. — Það sem einkenndi þenna leik frá upphafi, var einkum tvennt: fyrst það, að Magni hafði á að skipa margæfðum fullþroskuðum mönnum, ólúnum gegn óþroskuðum unglingum lítt æfðum og dösuðum frá leiknum deginum áður og annað hitt að Magna-menn reyndust all-illskeytnir og óhlífisamir. 

Var mikill munur á að sjá leík þeirra Magna-manna og prúðmannlegan leik K. A. daginn áður. Mun eigi ofmælt, þótt sagt sé, að helmingur K. S. manna hafi verið meiddir til muna af Magna-mönnum, og markmaður K. S. fékk rothögg af sparki þeirra. Enda vann Magni 2: 0 Mánudaginn kl. 1 var K. S.- mönnum enn att móti ólúnu félagi, „Þór" á Akureyri. 

Enda kom brátt í ljós, að K. S.-menn vorn orðnir svo lerkaðir og meiddir, að leikur þeirra var svipar hjá sjón hjá því er vant er, þegar allt er með felldu. Svo fóru líka leikar, að Þór vann 4:0. 

Þótt Siglfirðingar bæri eigi sigur af hólmi í þessari för, var leikur þeirra allur hinn vaskasti og — það sem mestu skiftir — drengilegur. Það er vafalaust, að þegar K. S. fær hæfilegan æfingavöll og meðlimunum vex æfing og þroski, má vænta þess að þeir verði ágætir knattspyrnumenn, og eigi eftir að koma heim einhverntíma með stærri sigur en nú. — Þetta er fyrsta kappmót er K. S. tekur þátt í, og þrátt fyrir ósigurinn hefir félagið komið fram bæ sínum til hins mesta sóma. Og það er mikilla þakka vert. Siglfirðingar eiga að láta sér annt um K. S. og þeim ber skylda til að sýna það í verkinu. 

Að endingu skal þess getið, að forgöngumenn þessa kappmóts hafa mjög kastað höndum til allrar niðurröðunar. Kom þetta berast fram í þeirri óbilgirni að tefla alltaf K. S. mönnum móti óþreyttum félögum. Ókunnugir gátu haldið, að allt væri þetta með ráðnum hug gert. En þó mun það eigi hafa verið. En vafalaust munu K. S.-menn betur gæta réttar síns næst. Það á kannske ekki við, að hrósa neinum einstökum í hópi K. S. en eg get þó eigi annað en minnzt sérstaklega á prýðilega og hraustlega framgöngu málmannsins, Christensens bakarameistara. Hann barg oft leik K. S. þegar mest á reið og hlaut aðdáun allra fyrir sína frammistöðu.

Sig. Bj.

-------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 19. nóvember 1932

K. S. hélt hér fjölbreytta skemmtun s. I. laugardag.

Keppt var í knattspyrnu kl. 2 um daginn og um kvöldið var fjölbreytt skemmtun í Bíó. Knattspyrnan var mjög fjörug, og skemmtu áhorfendur sér hið bezta. Að þessu sinni var hér um nýbreyttni í knattspyrnu að ræða. 5 manna flokkar kepptu. og stóð leikurinn yfir aðeins 10 mín. K. S átti þarna 3 flokka, í. V. S. einn og svo var einn flokkur sem kallar sig „Old Boys". Verðlaun voru veitt þeim flokki er bar sigur úr býtum, og voru þau 5 silfurskildir, mjög fagrir. Flokkur frá K. S. vann þessa keppni og hlaut sá skildina. 

Mest var „spennandi" úrslitaleikurinn milli „Old Boys„ og þess flokks frá K. S. sem að lokum vann. Stóðu Old Boys sig vel þótt óæfðir væru, og má K. S vara sig á þeim síðarmeir. Veður var óhagstætt, mikill stormur, og völlurinn mjög slæmur. Skemmtunin fór mjög vel fram og á K. S. þakkir skilið fyrir, hve myndarlega var til hennar stofnað.

X

---------------

Sumarliði Guðmundsson, hefir nú opnað skóviðgerðastofu í húsi Hallgr. Jónssonar við Suðurgötu. Allir Siglfirðingar þekkja vandvirkni og smekklegt handbragð Sumarliða, og ættu því að láta hann hafa nóg að starfa í framtíðinni.

-----------------------------------------------------------

Siglfirðingur 26. nóvember 1932

Sauðanesvitinn.

Þegar Siglunesvitinn var byggður 1908, vöklu greindir og reyndir sjómenn hér athygli á því, að hann væri settur á óheppilegan stað til þess að verða að fullkomnum notum sem innsiglingarviti fyrir Siglufjörð. — Þeir menn sem þar um réðu, munu hafa svarað því á þá lund, að vitinn ætti fyrst og fremst að vera landtökuviti skipa, sem af hafi kæmu að Norðurlandi og sem slíkur má vitaskuld viðurkenna að vitinn hefir verið gagnsamur. 

Hinu verður þó ekki á móti mælt, að æskilegast hefði verið að slá tvær flugumar í einu högginu, og setja vitann þar, sem hann hefði unnið hvorutveggja gagnið í einu, verið innsiglingarviti fyrir Siglufjörð og jafnframt landtökuviti fyrir norðurland, en vitaskuld hefði vitinn þá orðið miklum mun dýrari og má vel ætla að það hafi mestu um þetta ráðið, því fé var þá takmarkað til vitabygginga, en þarfir víða aðkallandi. Þegar Siglunesvitinn var byggður var sjósókn héðan að vetrinum engin önnur en hákarlalegurnar gömlu sem nú eru hættar. Fremur fá skip stunduðu þær, og þeim var ekki markaður bás einvörðungu að leita lands við Siglufjörð. — 

Aðstaðan hefir mjög breyzt síðan og sérstaklega hin síðustu árin, þar sem nú eru stundaðar þorskveiðar héðan allan veturinn og af mörgum bátum. Sú veiði gerir þá staðbundna við Siglufjörð, enda höfnin hér ein hin bezta á landinu. Þörfin fyrir að hér sé sem bezt að öryggi þeirra mannslífa búið sem veiðarnar stunda hefir vaxið að sama skapi og aðstaðan breyttist, og meðal sjómanna hér og viða annarstaðar að, hafa hin síðustu árin komið fram háværar raddir um nauðsyn öflugs innsiglingarvita fyrir Siglufjörð, sem settur væri á Sauðanesið, vestan við Siglufjarðarmynnið, og sem jafnframt væri hljóðviti. — 

Fyrir ötula forgöngu skipstjórafélagsins hér og ýmsra fleiri sem það mál styrktu, mun það hafa verið komið svo langt á veg, að sumarið 1931 hafi verið búið að fá loforð vitamálastjóra fyrir byggingu vitans á Sauðanesi gegn því, að Siglufjarðarbær (hafnarsjóður) legði fram 20 þús. krónur til byggingar hans. Þetta fé var veitt á fjárhagsáætlun 1932 og er endurveitt aftur á áætluninni fyrir árið 1933, en í fyrra haust dróg ríkissjóður að sér hendinni, og tilkynnti vitamálastjóri hingað, að ekkert fé væri fyrir hendi til vitabyggingar, þessarar eða annarra. 

Þetta hefir þó ekki reynst allskostar rétt, því nokkrir vitar voru byggðir í ár. Voru hér á lofti ýmsar ágiskanir um brigði þessi, en ekki skal hér nánar út í það farið, hvað valdið hefir, en víst er um það, að þessi óorðheldni og sá dráttur sem þetta hefir orsakað á framkvæmd í vitabyggingarmálinu, hefir vakið hér verðuga gremju, og opnað augu manna fyrir þeim órétti, sem Siglufjörður er beittur. — Höfnin hér er sú tekjulind sem veitt hefir í ríkissjóðinn mestum tekjum hin síðustu árin, næst eftir Reykjavik. Þessar tekjur — 

þar á meðal vitagjöld skipa, sem nema stórfé — hafa runnið Ijúflega niður í hít Framsóknarstjórnarinnar, og hún hefir látið fulltrúa sína hér, þá bæjarfógetann og Þormóð Eyjólfsson, „þakka fyrir matinn", en þegar til þess kom, að láta nokkuð afmörkum til þess, að varðveita og auka öryggi þessarar tekjulindar og allra þeirra mörgu mannslífa, sem við hana eru bundin, þá lét þessi stjórn sér sæma, að svíkja gefin loforð, og hvorugur nefndra herra hafði þann manndóm að halda svo á málum þessa bæjar, að þvinga efndir fram. — En meðan fé og lífi sigfirskra sjómanna er stofnað í stórhættu sökum vitaleysisins hér, þá er fé því sem þeir með súrum sveita og lífshættu hafa greitt í ríkissjóðinn, varið til skemmtiferða fyrir fyrverandi stjórn og gæðinga hennar og til bitlinga handa kosningasmölum Framsóknar.

Ef menn áður hefðu verið í vafa um þörf vitans á Sauðanesi, þá má óhætt fullyrða, að atburðir þeir er hér gerðust á laugardaginn var, hafi sannfæt menn til fulls um þörf hans. —

Á föstudagskvöldið og um nóttina, var besta veður og fóru flestallir bátar til fiskjar, eða um 20 bátar stærri og smærri héðan, en á laugardagsmorguninn var komin dimmviðri hríð og veður og sjór í uppgangi. Hélst svo allan daginn og nóttina með, og svo var myrkrið svart um kvöldið, að jafnvel Dettifoss sem hér lá þá, og síðar fór út til að freista að; leiðbeina bátunum inn taldi sig ekki geta forsvarað að fara úr höfn vegna þess. — Allir bæjarbúar bið með ugg og ótta allan laugardaginn og nóttina með. Bátarnir voru að smátýnast inn um kvöldið og nóttina og þeir síðustu komu um hádegi á sunnudaginn. Margir þeirra höfðu fengið áföll og sluppu nauðulega og hjá sumum mun hending hafa ráðið að ekki varð slys.

Athugum nú hvað var í hættu. — Þeir um 20 vélbátar sem voru á sjó þennan dag munu kosta um 300—350 þús. krónur samanlagt fyrir utan veiðarfæri. Á þeim eru 70—80 manns, og vitanlega eru líf þessara manna það sem mest er um veit í þessu sambandi. Þau verða aldrei metin sem vert er. Siglunesvitinn var alt of fjarri innsiglingunni í því dimmviðri sem var, til þess að gera verulegt gagn. Innsiglingin á Siglufjörð er þröng þegar brim eru, og hættulegir boðar á báðar hendur. Langt var frá að boðabjart væri í þetta sinn, og foraðsbrim var. Ýmsir bátanna fengu á sig grunnbrot, aðrir treystust alls ekki til að taka landið. 

Það er sannarlega vel sloppið þegar allt er athugað, að önnur veruleg slys urðu ekki þetta sinni, en að en að einn trillubátur fórst en menn björguðust. Er þó það tjón all tilfinnanlegt fyrir þá sem áttu bátinn ótryggðann. En hugsum oss að einn hinna stærri báta hefði farist með áhöfn. Þeir munu kosta til -jafnaðar um 30 þús. krónur, á þeim eru. 4—5 menn. Á einum þeirra á formaðurinn 9 börn í ómegð. Hver treystist að reikna það í tölum hverju tjón það hefði numið, ef þetta skip hefði farist? Tár ekkna og munaðarleysingja verða aldrei metin til fjár. Siglufjörður er orðinn aðal verstöðin á norðurlandi. Meginhluti síldveiðanna er stundaðar héðan af skipum hvaðanæfa að af landinu. 

Mörgum þeirra hefir borist á í þokum við landtöku hér, og þótt yfir sumartíman sé sjaldnast um lífshættu að ræða, þótt skip renni á grunn í þoku, þá er slíkt þó aldrei öruggt, og þótt mannslíf ekki fari forgörðum, er þar þó oftast um' að ræða eyðingu meiri eða minni verðmæta, og af því leiðir einnig meiri áhætta fyrir skipaábyrgðarfélögin og hærra ábyrgðargjald af skipum. Siglufjörður er orðinn aðal verstöð þorskveiða við norðurland yfir veturinn, og sú veiði, sem enn er í byrjun, mun hraðvaxa og veiðiflotinn aukast héðan að miklum mun. 

Áhættan fyrir skipin er miklu meiri yfir veturinn en sumarið og áhætta mannslífanna margföld. Siglufjarðarbær hefir þegar sýnt vilja sinn í þessu máli, með því áð bjóða fram það fé sem tilskilið var. ; Var það og rétt og skylt. Hluti Alþingis og ríkisstjórnar er nú eftir; og er enn sem komið er slæmur. — Tillag ríkissjóðs til vitans er aðeins hverfandi-hluti af öllu því mikla fé sem héðan hefir runnið í ríkissjóð. Það er ekki vanzalaust landi og þjóð, að sú höfn landsins sem mest er sótt af erlendum skipum utan Reykjavíkur hafi svo illa lýsta innsiglingu að hættulegt sé fyrir þau að leita hennar, jafnframt og þau eru þó krafin hér um hátt vitagjald og hafnargjöld. 

Fjölmargir erlendir skipstjórar hafa látið þess getið hér, að þeir hefðu ekkert á móti því að greiða þessi háu gjöld, ef þeir sæu að heim væri varið til þess að bæta öryggi innsiglingar og hafnar hér-, en sagt jafnframt að þeir sæu ekki að hað væri gert. Þessi kvörtun er á rökum byggð og skylt að taka hana til greina. Mál þetta þolir enga bið. — Á byggingu. Sauðanesvitans verður að byrja þegar í vor, og þess er að vænta að þing og stjórn sjái sóma sinn í því, að hafa forgönguna í því máli, — annað er því ekki sæmandi. En ef svo skyldi fara, að þing og stjórn brygðist í þessu máli ótvíræðri skyldu sinni, má mál þetta þó ekki stranda; heldur verða Siglfirðingar sjálfir að lyfta því Grettistaki að reysa vitann á sitt eindæmi. — 

Það má minnka kostnaðinn nokkuð með því að fresta um eitt ár eða tvö, að setja hljóðtæki í vitann, en byggja hann með það fyrir augun að þau verði sett síðar. — Það væri að vísu stórt í ráðist fyrir Siglufjarðarbæ að reysa vitann alveg á eigin kostnað, en ofvaxið teljum vér það ekki ef menn eru samhuga og vilja allir eitt. Vér vonum þó að til þess komi ekki, því vitinn, reystur á þann hátt, yrði altof hávær upphrópun og altof háreystur varði til að minna á smásálarskap og hlutdrægni þeirra manna, sem hafa forgöngu fyrir þjóðinni í þessum málum.

--------------------

Rannsókn.

Eftir tillögu Jóns Gísslasonar bæjarfulltrúa hefir bæjárstjörn samþ. rannsókn á reikningum og starfrækslu Mjólkurbúsins á Hóli. Sömuleiðis hefir bæjarstjórhin samþ; eftrir tiilögu sama fulltrúa, rannsókn á tunnugerðinni, sem bærinn hafði með höndum s.l. vetur. Rannsóknina annast S. A. Blöndal og Friðb. Níelsson, og eru þeir þegar teknir til starfa. —

--------------------------

Siglfirðingur 3. desember 1932

Alvarleg hætta.

Það eru allmörg ár síðan að Siglufjarðarbær eignaðist byggingarsamþykkt. Hún gildir sem lög fyrir bæinn, eða réttara sagt: Hún á að gilda sem lög um langflest það sem að byggingu í bænum lýtur, og er hún víðtæk og ýtarleg. Byggingarnefnd á bærinn. Hún er að mig minnir, jafngömul sjálfstæði hans sem bæjar. — Byggingarnefndin er, eða réttara sagt á að vera, hæstiréttur (því samþykki bæjarstjórnar er aðeins formsatriði) í öllu því, sem að nýbyggingu lítur í þessum bæ. Og bæjarstjórn stofnaði fyrir nokkrum árum embætti, byggingarfulltrúaembætti. 

Og hér er launaður byggingarfulltrúi. — Hann er að sjálfsögðu hinn faglærði ráðunautur byggingarnefndar og bæjarstjórnar í öllum þeim málum sem við koma byggingum í bænum og mörgu mörgu fleira. Og hann er nokkurskonar lögregla í þessu efni. Honum ber að vaka yfir því (að því er mér skilst,) að hús séu byggð eftir- þessum fyrirmælum sem byggingarnefnd gefur í hverju einstöku tilfelli. Það virðist séð prýðilega fyrir þessum málum í bæ vorum. Ekkert hús má byggja, — ekki einu sinni kamar — nema senda um það skriflega beiðni til byggingarnefndar og fá samþykki hennar, og ekkert hús má byggja eða breyta, nema undir eftirliti byggingarfulltrúa. 

En það er bara sá smágalli á þessu öllu, að byggingarsamþykktinni er ekki framfylgt, að bygginganefndirnar hafa sýnt frábært smekkleysi í starfi sínu og gengt því í mörgum tilfellum illa, og að eftirlit, byggingarfulltrúa er ekkert. Besti votturinn um að þetta er svo, er alt ytra útlit bygginganna í bænum. Hér er hvert húsið öðru kumbaldalegra og ósmekklegra, og skara þó sum þeirra yngstu langt fram úr í smekkleysum. En smekkleysurnar, þótt slæmar séu, eru ekki það versta. Hitt er verra, að hér eru byggð hús sem mönnum stafar stórhætta af. Hér skulu tilfærð örfá dæmi:

Árið 1925 (að mig minnir) var byggt stórt geymsluhús hér hjá Dr.Paul. Vorið 1926 fauk það. Það vildi til, að fátt manna var á ferli á götunum niðri í bænum þegar það fauk. Annars er varla efi á, að stórslys hefðu orðið. Nýlega byggð hlaða fauk á Hvanneyri í hitteðfyrravetur og hafði fokið áður. Síðastl. fóstudagsnótt fauk járnþak af húsi Jóh. kaupm. Guðmundssonar. Það hús er 6 eða 7 ára gamalt. Sömu nótt fauk járnþak af húsi Guðm. Jóakimssonar húsameistara. Það var byggt í vor og því ekki árs gamalt. Járnið sem fauk olli miklum skemdum og hefði óefað í öllum þremur síðastnefndum tilfellum, valdið tjóni á mönnum, ef eigi hefði viljað svo til, að það fauk að nóttu til. 

Það getur enginn sem á ferli er á götunum varist skæðadrífu af þakjárnsplötum í blindbil og ofsaroki. — Hús var byggt á bryggju Ásgeirs Péturssonar vorið 1926. — Nokkur hluti af gólfinu í því hrundi niður árið eftir, og núna í rokinu fauk húsið alt, braut annað hús (íbúðarhús Péturs Bóassonar). Eignir manna þeirra sem leigðu þar pláss fyrir útgerð sína, stórspyltust eða ónýttust með öllu, og brakið úr því hafði nær valdið líftjóni eins eða fleiri manna. Hver ber sökina á því að áðurnefndar varúðarráðstafanir reynast svona ófullnægjandi? 

Bæjarstjórn ber vitaðlega sökina, ef hún hefir valið óhæfa menn í byggingarfulltrúastöðuna eða í byggingarnefnd, en höfuðsökin hvílir á bæjarfógeta. Hann ber ábyrgð á því, að byggingarsamþykkt bæjarins sé framfylgt, og hans ,er skyldan að krefjast þess af byggingarnefnd, eins og öðrum nefndum bæjarstjórnar, að hún ræki vel skyldu sína. Og hann er tvímælalaust yfirmaður byggingarfulltrúans sem er launaður af bæjarfé, og honum ber skylda til að hafa eftirlit með því að hann ræki starf sitt samviskusamlega. Siglufjarðarbær er ríkur af pappírslögum um alt milli himins og jarðar, en hann er snauður af eftirliti með því, að þeim lögum sé hlýtt.

--------------------

H ó l s b ú i ð.

Þegar Jón Gíslason lagði fram tillögu sína á bæjarstjórnarfundi um rannsókn á Hólsbúinu, gerði hann svohljóðandi grein fyrir henni. Eins og reikningur Mjólkurbúsins á Hóli fyrir 1931, ber með sér, hefir reksturshalli á búinu fyrir það ár numið tæpum 8 þúsund krónum. Jafnframt eru útistandandi skuldir fyrir afurðir búsins rúmar 12 þúsundir. Telja má víst að helmingur af þessum skuldum náist aldrei inn. — 

Er raunverulegt tap því, um áramótin 1931, — 12 þúsund krónur — eða um 500 krónur á hverja mjólkandi kú. Væri aftur á móti skuldaaukning búsins, vextir af þeim skuldum, styrkur bæjarsjóðs, eftirgjald eftir jarðir o. fl. tekið með, mundi reksturshalli fyrir hverja mjólkandi kú nema á annað þús. kr.

Á þetta mætti þó líta með sæmilegum velvilja, ef ekki árið sem nú er að líða sýndi ennþá hörmulegri útkomu hjá búinu, heldur en árið 1931. Það hefir verið upplýst að reksturshallinn fyrirárið 1932 mundi verða um 12 þúsund krónur. — Er þá eftir að bæta þar við tap á útlánum til viðskiftamanna búsins. fyrir það ár, og má telja varlega áætlað að þau töp nemi 3000 kr. — Yrði þá raunverulegt tap um 650 kr. á hverja kú.

Á uppkasti að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Siglufjarðar árið 1933 er áætlað til búsins:

Afborgun lána.. 9,000,00

Vextir............... 1,500,00

Styrkur............. 8.000.00

Samtals:.... kr, 18,500.00

Af upplýsingum sem eg hefi fengið má gera ráð fyrir að á næsta ári verði 23 mjólkandi kýr á búinu og nit hverrar verði um 2000 lítrar eða samtals um 46000 litra. Útgjöld bæjarsjóðs. eru áætluð eins og að ofan er sagt, fyrir árið 1933 vegna Mjólkurbúsins kr.18,500,00 en það samsvarar rúmum 40 aurum á hvern mjólkurlíter sem búið framleiðir. Bærinn gæti því alveg eins keypt frá Akureyri 53 þúsund lítra af mjólk fyrir þessa upphæð og úthlutað henni gefins meðal bæjarmanna. Eg verð því að krefjast þess að ekki verði gengið frá fjárhagsáætlun bæjarins fyr en rannsakað hefir verið í hverju þessi fádæma reksturshalli liggur.

Það verður að teljast stór hneysa fyrir bæinn að vera að burðast með mjólkurbú sem er í alla staði bænum til minkunar og þess utan getur ekki framleitt mjólk undir 1 kr. líterinn. Væri miklu nær að selja eða leigja búið nú þegar og létta þeim blóðskatti, sem Hólsbúið væri á gjaldendum bæjarins, af þeim. 

Enti hann ræðu sína með þessum orðum: „Það er hart til þess að vita að Mjólkurbúið sem kostað hefir bæinn á annað hundrað þúsund, skuli sjálft ekki geta staðið undir nema sem svarar 5 aurum af hverjum líter er þið framleiðir, þótt ekkert sé tekið tillit til afgjalds af jörðum búsins, rentum af lánum o. fl. — Og það er hart fyrir gjaldendur bæjarins að hafa það á meðvitund sinni, að í hvert sinn er þeir kaupi mjólkurlíter frá Hólsbúinu, sem nú kostar 45 aura. að þá skuli vera tekið í viðbót af þeim, 40 aurar fyrir hvern líter, í hækkuðum útsvörum vegna þeirrar óstjórnar sem ríkt hefir á Hólsbúinu frá því það var stofnað. Losi bæjarstjórnin sig ekki strax við þennan ómaga er hún að gera leik til þess að fara óforsvaranlaga illa með fé bæjarins.