Dórothea Jónsdóttir - Tea

Dórothea Sigurlaug Jónsdóttir (Tea)

Dórothea Jónsdóttir fæddist á Búðarhóli í Siglufirði 6. maí 1904. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 24. mars 2001.

Foreldrar Dórotheu voru

Guðlaug Gísladóttir, f. 20. feb. 1880, d. 14. júní 1966, og

Jón Jóhannesson, f. 2. júlí 1878, d. 16. okt. 1953, og var hún næstelst tíu barna þeirra.

Dórothea giftist 22. nóvember 1925 

Einar Ásgrímsson frá Nefstöðum í Fljótum. Þau stofnuðu heimili á Siglufirði og bjuggu þar meðan báðum entist líf, en Einar lést á heimili þeirra 5. okt. 1979. 

Dórothea og Einar eignuðust sjö börn: 

1) Jón Einarsson, f. 31. jan. 1926,

maki Guðrún H Valberg og eiga þau fimm börn, átta barnabörn og tvö barnabarnabörn. 

2) Ásta Einarsdóttir, f. 14. maí 1928,

maki Páll Gunnólfsson og eiga þau tvo syni, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. 

3) Ásgrímur Einarsson, (Bóbó) f. 7. nóv. 1929. Hann hefur alltaf búið með móður sinni. 

4) Guðlaug Einarsdóttir, f. 29. mars 1932, d. 10. júní 1999.

Hennar maður var Sigurjón Jóhannesson, f. 21. des. 1925, d. 18. des. 1970. Börn þeirra eru fimm, barnabörn eru þrettán og barnabarnabörn eru fimm talsins.

5) Sólveig Einarsdóttir, f. 14. júní 1934,

maki Helgi Einarsson og eiga þau fjórar dætur og sjö barnabörn. 

6) Brynjar Óli Einarsson (Brynjar Einarsson), f. 17. sept. 1936, d. 27. júní 1984. 

Kona hans var Guðrún Ólafsdóttir og eignuðust þau þrjú börn og tvö barnabörn. Brynjar átti dóttur fyrir. 

7) Stella Minný Einarsdóttir (Stella Einarsdóttir), f. 9. feb. 1940,

maki Páll Gunnlaugsson og áttu þau sex börn, en misstu son sinn, Gunnlaug, í júní 1988. Barnabörnin eru átta. 

Hinn 21. mars sl. fæddist 100. afkomandi Dórotheu, af þeim fjölda eru sjö látnir.

Dórothea Jónsdóttir - Ljósmyndari ókunnur