Brunar 1926-1930

Nokkrar stuttar frásagnir af bruna

Verkamaðurinn 4 desember 1926

Eldur í skipi. \ — 

Mikill hluti Siglufjarðar í voða heila nótt.

Fyrri hluta vikunnar var gufuskipið Activ hér á Akureyri og losaði hér kollíki, en það er kolamylsna, mór og tjara, pressað saman i smá töflur. Á Miðvikudagskvöldið fór skipið til Siglufjarðar og átti að losa þar 150 smálestir, en 150 áttu að fara til Ísafjarðar. 

Á Fimtudagsmorguninn, þegar tekið var ofan af stórlestinni, varð vart við svælu og gaslykt og þegar niður i kollíkið kom, varð vart við hita. Sögðu verkamennirnir skipverjum frá þessu, en þeir hlóu að og kváðu enga hættu á ferðum.

Úr miðjum degi var orðið óverandi í lestinni vegna hita og svælu. Var þá vinnu hætt og brunaliðið kallað á vettvang, því talið var sjálfsagt að um eld væri að ræða, þótt hann væri ekki sjáanlegur. Þegar tók að dimma glytti i eldsglæður niðri i kolunum, enda ágerðist eldurinn þá vegna storms. Yfirgaf skipshöfnin þá skipið og var alt lauslegt úr því flutt í land.

Einnig eldur drepinn undir kötlum og gufu hleypt út, til að varna sprengingu, ef eldurinn kynni að læsa síg i vélarúmið. Var nú vatni dælt í skipið með tveimur dælum, en virtist ekki koma að gagni lengi vel. Var lestin alelda um kl. 9 um kvöldið, en tókst þó að halda loganum í skefjum með hjálp dælanna.
Kl. 3 i fyrrinótt kviknaði í káetu skipsins. Var sá eldur slöktur strax.

Um það leytl slotaði storminum og fór þá að vinnast svo á eldinum, að hann var að fullu slöktur er birta tók í gær.
Var þá skipið komið að því að sökkva að framan. Um hádegi var farið að dæla vatni úr skipinu aftur og var því lokið í gærkvöldi. Sjópróf fóru fram í gær. Mun það, sem notandi kann að vera af kollíkinu, verða sett í land á Siglufirði og selt þar við uppboð.
------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 4. desember 1926

Skipsbruninn á Siglufirði. 

Ertir því sem frjettist frá Siglufirði í gærkvöldi, um skipið, sem kviknaði í þar, tókst að bjarga því.
Lá það við bryggju og var verið að skipa upp farminum úr því. Menn sem unnu að því, tóku eftir því, að rauk upp úr báðum framlestum skipsins. Ætluðu menn það gasloft.

En er nánar var að gætt, logaði í öllum kolunum. Slökkvilið bæjarins var þá kallað, og fór það að dæla sjó í skipið og vann að því í alla fyrrinótt. Tókst að kæfa eldinn og bjarga skipinu En í gær gaus á ný eldur upp í afturlest skipsins, en hann var kæfður eftir stutta stund. En þar komst eldurinn í káetu skipsins, en var slöktur. — Að öðru leyti skemdist skipið ekki. Það er búist Við því, að farminum verði öllum skipað upp á Siglufirði, en nokkuð af honum átti að fara til Ísafjarðar. Hann er talinn nær því ónýtur.
------------------------------------------------------


Mbl. 12. Des.26.

Siglufirði í gær. I dag er hjer dágott veður en að undanförnu hafa verið miklar óstillur og stormar. Snjór er lítill hjer, en mikill víða í nærsveitunum; þó hafa engin snjóflóð komið. Afli er talsverður, þegar á sjó gefur, en það hefir verið örsjaldan.

BRUNINN í „ACTIV“.
Gufuskipið „Activ“, sem kviknaði í um. daginn, liggur hjer enn og gengur í nokkru þófi með það. Kolunum var öllum skipað á land og skipið skoðað. Álitu skoðunarmenn, að það mundi einfært beint til .Noregs í ,,ballast“.
En nú vill svo til, að ísfirðingar áttu nokkuð af kolafarminum, eða 200 tn.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Auglýsing í blaðinu Glettingur 21 janúar 1927

Slökkviliðið Siglufirði 1927 

Flokkstjórar: 

Brunaboðar:

Varaslökkviliðsstjórar:

 Alþýðublaðið 28 maí 1928

Hús brennur á Siglufirði. 

Kl. um 6 í morgun, þegar verkamenn á Siglufirði voru að fara til vinnu sinnar, sáu þeir, að eldur var uppi í húsi Alfons Jónssonar lögfræðings. Fóru þeir þegar til og gerðu fólkinu í húsinu aðvart, og bjargaðist það með naumindum út.

Brann síðan húsið til kaldra kola á einni klukkustund og varð engu af húsmunum bjargað. Veður var stilt og gott. Upptök eldsins eru algerlega ókunn. Húsið var nýsmíðað timburhús — og bíður eigandi mikið tjón. Í húsinu bjuggu: Alfons Jónsson, móðir hans -og systir — og Sigurður Jónsson verkfræðingur. Slapp hann seinastur út — og mátti ekki tæpara standa um undankomu.
-------------------------------------------------------

Vörður 2 júní 1928

Húsbruni varð á Siglufriði í síðustu viku. Brann til kaldra kola húseign frú Jóhönnu Jónsdóttur, ekkju Jóns heit. Guðmundssonar verslunarstjóra. Var húsið nýreist og var það ásamt innanstokksmunum vátrygt hjá „Nye Danske Brandforsikringsselskab". Litlu sem engu varð bjargað af innanstokksmunum.
-------------------------------------------------------

Verkamaðurinn 29 desember 1928

Kviknar í kirkju á Jóladag

Svo bar við á Jóladaginn, að elds varð vart í kirkjunni á Siglufirði og var brunaliðið kvatt til og tókst að slökkva eldinn. Afli hefir verið ágætur á Siglufirði nú. 

Virðist ekki skorta á auðinn í skauti Ægis fyrir Norðurlandi í ár, heldur styrkari og öruggari tæki, til að afla hans, en verið hefir.
------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 31 desember 1928

Eldur kom upp í Siglufjarðarkirkju á jólunum, rjett áður en messa átti að byrja; hafði kviknað út frá röri. En brátt tókst að slökkva eldinn og var messað í kirkjunni, en vörður hafður við þar sem eldsins varð vart.
------------------------------------------------------- 

Lögrétta 31 desember 1928

Eldur kom upp í Siglufjarðarkirkju rjett áður en jólamessa átti að byrja. Hafði kviknað út frá ofnpípu, en tókst að slökkva eldinn og var messað.
------------------------------------------------------- 

Norðlingur 16 febrúar 1929

Eidsvoði. Um klukkan 12 í gærkvöldi varð vart við eld í beitinga- og bræðsluskúrum Ingólfs Arnasonar á Siglufirði. En þeir skúrar hafa ekki verið notaðir á annan mánuð, og átti því enginn maður að hafa komið í þá allan þann tíma.

Þegar í skúrana var komið, var eldur í stampi, sem lóðir voru geymdar f, og sömuleiðis í lóðum og olíufötum er þarna hengu. Lásinn hafði verið brotinn frá dyrunum og rúða brotin, en tóm olíuflaska fanst á gólfinu. Þykir því auðsætt, að brotist hafi verið inn í húsið, olíu helt í lóðirnar og það af tómum þorparaskap. Talsvert brann af veiðarfærum, en skemdir á húsinu urðu litlar.
------------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 11 maí 1929

Húsbruni á Siglufirði. Um kl. 7 í gærkvöldi varð elds vart í litlu timburhúsi, sem Steindór Jónsson á. Var eldurinn þá orðinn nokkuð magnaður. Tókst að slökkva eldinn en húsið brann nokkuð innan. Skemdist það og af vatni, svo og innanstokksmunir, sem náðust út en mikið eyðilagðir. Húsið var vátrygt, en innanstokksmunir ekki. (FB).
------------------------------------------------------ 

Siglfirðingur 11 maí 1929

Eldsvoði.

Um tvö leitið á Uppstigningardag kviknaði í húsi Steinbergs Jónssonar hjer í bænum. Hafði kviknað í óþiljuðu geymsluherbergi í N.A.horni hússins að líkindum út frá olíuvjél. — Brunaliðið var kvatt á vettvang, en þá var þegar brunnið út í gegnum klæðningu hússins en þó tókst því að slökkva eldinn. Varð það að happi, að blíða logn var og að þetta var um hádag. —

Fólk var í húsinu og varð það ekki eldsins vart fyr en hann var orðin talsvert magnaður. Húsið skemdist mjög mikið bæði af eldinum og af vatni þegar verið var að slökkva. Það var vátrygt í Brunabótafjelagi Íslands. Innanstokksmunir skemdust mikið. Þeir voru óvátrygðir.
------------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 13 maí 1930

Bruni í Siglufirði.

Siglufirði.- FB 11. maí. Eldur kom upp í morgun um 10½ leytið í tveggja hæða steinhúsi, eign Björns Jónssonar ökumanns. — Eldurinn hefir líklega kviknað frá eldavjel á neðri hæð. Þar leigði Þorkell Clementz verkfræðingur.

Húsið var alelda á svipstundu og slapp sumt af fólkinu nauðulega út á nærklæðum einum. Slökkviliðið kom strax, þegar eldsins varð vart, og tókst við vasklega framgöngu að verja næstu hús, og einnig að bjarga nokkru af innbúi á neðri hæð, en alt í íbúð Björns á efri hæð brann. Húsið gereyðilagðist innan, en veggir standa og þak er stórskemt.

Eldurinn var slöktur eftir tvær klukkustundir. Húsið var vátrygt hjá Brunabótafjelagi Íslands. Það var þriggja ára gamalt. — Innanstokksmunir allir óvátrygðir og er tjón eigandans sjerstaklega, og einnig Clemehtz mjög tilfinnanlegt.
------------------------------------------------------ 

Alþýðublaðið 14 maí 1930 

Húsbruni á Siglufirði. Siglufirði, FB., 11, maí. Eldur kom upp í morgun um 10½ leytið í tveggja hæða steinhúsi, eign Bjarnar Jónssonar ökumanns. Eldurinn hefir líklega kviknað frá eldavél á neðri á hæð.

Þar leigði Þorkell Clementz vélfræðingur. Húsið varð alelda á svipstundu og slapp sumt af fólkinu nauðulega út á nærklæðum einum. Slökkviliðið kom undir eins þegar eldsins varð vart og tókst því við vasklega framgöngu að verja næstu hús og einnig að bjarga nokkru af innbúi á neðri hæð hússins, en alt í íbúð Bjarnar á efri hæð brann.

Húsið gerónýttist innan, en veggir standa. Þakið er stórskemt. Eldurinn var slöktur eftir tvær klukkustundir. Húsið var vátrygt hjá Brunabótafélagi Íslands. Það var þriggja ára gamalt. Innanstokksmunir allir voru óvátrygðir og er tjón eigandans sérstaklega og einnig Þorkels Clementz mjög tilfinnanlegt. — Hæg norðanátt.
-----------------------------------------------------

Mjölnir 14 maí 1930

Á sunnudaginn klukkan um ellefu f.h. kviknaði í húsi Björns Jónassonar út frá eldavjel á neðri hæð. Læsti eldurinn sig um húsið á örstuttum tíma og var húsið svo að segja alelda þegar brunaliðið kom á vetvang.

Gekk brunaliðinu illa að slökkva eldinn og tókst það ekki fyr enn öll efri hæð hússins og nokkur hluti neðri hæðarinnar var brunnin. Töluverðu var bjargað af neðri hæð, enn engu af efri. Innanstokksmunir beggja fjölskyldanna voru óvátrygðir. Húsið mun hafa verið vátrygt fyrir 24 þúsund kr. í Brunabótafjeiagi Íslands.

Á neðri bjó vjelfræðingur Þorkell Clemens ásamt fjölskyldu sinni. En á efri hæð eigandi hússins ásamt konu sibni og börnum. Hafa þessar fjölskyldur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, þar sem þær hafa mist samastað sinn og önnur alla húsmuni.
------------------------------------------------------ 

Alþýðublaðið 6 ágúst 1930

Bruni á Siglufirði

Siglufirði, FB., 5. ágúst. Eldur kom upp um tólfleytið í dag í efnarannsóknarstofu verksmiðju dr. Pauls. Slökkviliðið var þegar kvatt á vettvang, og tókst því að slökkva eldinn, en húsið, sem er lítill járnskúr, brann mikið innan. 

Öll rannsóknaráhöld, bækur og skjöl viðkomandi rannsóknunum gereyðilögðust. Óbeint tjón er mikið. Ef eldurinn hefði náð að breiðast nokkuð út, hefði orðið stórbruni, því að austanstormur var og síldarolía og önnur eldfim efni þétt við húsið.
-----------------------------------------------------

Alþýðublaðið 7 október 1930

Heybruni við Siglufjörð

Siglufirði, FB., 6. okt Eldur kom upp um níuleytið í morgun í heyhlöðu mjólkurbúsins á Hóli hér fram í firðinum. í hlöðunni voru um 600 hestar af töðu, mest aðkeypt og þangað flutt. Brunaliðið var þegar kvatt á vettvang og heldur enn (kl.1½ e.m.) áfram björguninni. Verður því að svo. stöddu ekki sagt um hve mikið tjónið verður. 

Eldsupptökin eiga sennilega rót sína að rekja til þess, að heimataðan var illa þurkuð, og var sett ofan, á hana mikið af aðkeyptu heyi.

Síðar: Af 600 hestum í heyhlöðunni hefir verið bjargað um helming. Talsvert af því er þó skemt af vatni og eldi. Björgunarstarfinu er haldið áfram, enda mikill eldur í hlöðunni enn. Nær helmingur töðunnar er gereyðilagður og hlaðan sjálf stórskemd af eldinum. — 

Siglufjarðarbær, sem er eigandi Hólsbúsins, hefir beðið stórtjón.
----------------------------------------------------- 

Austfirðingur 31 desember 1930

Tjón af ofviðri og húsbruni á Siglufirði Á sunnudaginn var gerði stórhríð og ofviðri á Siglufirði. Fauk heyhlaða á prestsetrinu, Hvanneyri og olli brakið, sem úr hlöðunni fauk, skemdum á íbúðarhúsinu. —

Rafmagnsleiðslurnar í kaupstaðnum skemdust og í ofviðrinu. Nýlega brann íbúðarhús Jóns Gíslasonar íshússtjóra á Siglufirði. Fólk komst undan á nærklæðum. Jón hjelt á ungbarni í fanginu en datt á hálkunni og meiddist. Brunaliðinu tókst að slökkva áður en húsið fjell.