sksiglo.is | Reitir | 30.06.2015 | 22:30 | Reitir
Næstu fjóra daga, miðvikudaginn 1. júlí fram að laugardeginum 4. júlí munu þátttakendur REITA sjá um útvarpsþátt á FM Trölla. Þátturinn heitir RADIO REITIR og stendur frá klukkan 14:00 til 18:00.
Umsjónarmenn þáttarins eru Sean og Will frá Lundúnum, Sophie frá Árósum og Arnljótur frá Reykjavík. Í þættinum verður rætt bæði við þátttakendur REITA og íbúa Siglufjarðar um hitt og þetta á léttu nótunum. Tónlist hvaðanæva úr heiminum verður spiluð og svo kann að vera að tónlistarmenn líti við og spili lifandi tónlist.
Síminn verður opinn á meðan á þættinum stendur og eru allir hlustendur hvattir til þess að hringja til að ræða málin eða biðja um óskalag. Þeim sem eru í grennd við hljóðverið er einnig velkomið að líta þar inn. Síminn er 4771037.
<<< Gunnar Smári Helgason tók vel í það þegar hópurinn stakk upp á því að þau myndu fá að senda þáttinn út á FM Trölla. Hann verður þeim innan handar við tæknileg atriði. Svo stillið útvörpin Á FM Trölla 103.7 næstu daga á milli 2 og 6 eftir hádegi.