Haförninn
4. Kafli
Eftir og á milli Síldarflutninga
Eftir og á milli Síldarflutninga
Síðustu fréttir, í dagblöðunum tengdar síldarflutningum,
sem áttu sér stað norðaustur af Íslandi og allt til Jan Mayen, Svalbarðamiða og annarra fjarlægra síldarmiða sem síldarflutníngaskipin fluttu til lands.
***********************
Íslendingur - Ísafold - 07. júní 1969
54. og 94. árgangur 1969, 31. tölublað, Blaðsíða 5
Tekið frá fréttaflokki, þar sem tíundaðar er u frétt frá öðrum dagblöðum:
………Síldarflutningar í ár
Á mánudaginn voru sett bráðabirgðalög um flutninga á sjósaltaðri og ísvarðri síld af fjarlægum miðum.
Stofnaður verður sérstakur flutningasjóður með 100 kr. gjaldi af hverri útfluttri síldartunnu en ríkisstjórnin mun tryggja sjóðnum lán, allt að 30 millj. kr.
Stjórn sjóðsins mun annast síldarflutningana með þeim ráðum, sem hún telur bezt henta.
Um framkvæmd söltunar um borð í veiðiskipum, flutninga og losun, gilda sömu reglur og í fyrra.
Styrkir verða aðeins greiddir vegna síldar, sem veidd er 300 sjómílur eða lengra frá landi.
Þá verður ráðinn sérstakur umsjónarmaður og þjónusta við veiðiflotann stórauki.
(Morgunblaðið 3. 6. 1969).
*************************************
Morgunblaðið - 16. október 1968
55. árg., 1968, 228. tölublað, Blaðsíða 28
Haförninn hættur
SIGLUFIRÐI, 15. október.
— Haförninn hefur nú hætt síldarflutningum
og er kominn til heimahafnar eftir þriggja vikna útilegu án nokkurrar síldar.
Rétt er þó að taka fram, að á þessu tímabili hefur verið vonskuveður á síldarmiðunum og síldarleysi.
Og einnig ber sjómönnum saman um það, að ekki sé hagkvæmt að landa í síldarflutningaskip fari síldin að veiðast nær landi en 200—250 sjómílur.
Haförninn á Jan Mayen síldarmiðunum að losa farma tveggja skipa, og önnur bíða
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Morgunblaðið - 16. október 1968
55. árg., 1968, 228. tölublað, Blaðsíða 28
Haförninn hættur
SIGLUFIRÐI, 15. október.
— Haförninn hefur nú hætt síldarflutningum og er kominn til heimahafnar eftir þriggja vikna útilegu án nokkurrar síldar.
Rétt er þó að taka fram, að á þessu tímabili hefur verið vonskuveður á síldarmiðunum og síldarleysi.
Og einnig ber sjómönnum saman um það, að ekki sé hagkvæmt að landa í síldarflutningaskip fari síldin að veiðast nær landi en 200—250 sjómílur.
Steingrímur.
**********************************
Morgunblaðið - 11. júlí 1970
57. árg., 1970, 153. tölublað, Blaðsíða 17
„Síldin” seld fyrir 17 milljónir króna
— Skorti verkefni
SÍLDAR- og fiskimjölsverksmiðjan h.f. hefur selt síldarflutningaskipið Síldina til Ítalíu fyrir 17 mililj. kr. Jónas Jónsson framkvæmdastjóri verksmiðjunnar sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að eins og allir vissu hefði skipið ekki verkefni til þess sem upphaflega var ætlazt og hagkvæmast væri að selja það. „Hins vegar, ef síldin kemur aftur“ sagði hann, „liggur beinast við að reyna að kaupa slíkt skip aftur.“ Síldin var aflhent hinum nýju eigendum í Antwerpen um síðustu helgi.
Skipið er 3500 lestir að stærð, byggt í Skotblandi 1954, en hingað til lands var það keypt 1965.
Jónas sagði að samningar um sölu á skipinu hefðu staðið yfir nokkuð lengi. Síldin gerði mikið gagn á sínum tíma þegar hráefni var til staðar til þess að flytja, en á árunum 1965—1968 voru síldaveiðarnar að miklu leyti stundaðar á fjarlægum miðum og síldveiðiskipin lönduðu þá í Síldina og Haförninn þannig að mikill tími og hráefni vannst með þessu fyrirkomulagi. Upp á síðkastið hefur verið mjög erfitt að fá verkefni fyrir skipið og þess vegna var það selt.
Síldin á Svalbarðamiðum, að losa síld úr veiðiskipinu Júlíus Geirmundsson ÍS 270
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
*************************************
Ekki varð þó Haförninn verkefnalaust, þar sem Haförninn var leigður með allri áhöfn skipafélaginu AP Möller í Danmörk.
Sú saga verður reifuð hér í þessum 4. og síðasta kafla, eftir að síldarflutningum lauk, Síldarævintýrinu sem sagnfræðingarnir „gleymdu“
Og nú það sem á eftir kom varðandi Haförninn í blönduðum flutningum.
Þar með glefsur frá www.tímarit.is - Klippur dagblaða og tímarita. Ásamt einnig eftir að skipið var selt fyrir slikk að talið var, en mér hefur ekki tekist að afla rökfasta upplýsinga um hið rétta verð.
En algengasta upphæðin á „götubylgjunni „ var 400 þúsund krónur, sama verð og greitt var fyrir 400 hesta ljósavél í skipið eftir að það var keypt af SR í upphafi. Nokkuð ólíkleg upphæð þó.
Steingrímur,
Þá er komið að Ævintýraferðum Hafarnarins sem við skipverjar Hafarnarins upplifðum á milli þess engar síldveiðar voru, það er „vetrarmánuðina„ En mörg voru verkefnin þar á milli.
Það er fyrir mörgum árum síðan, að ég skrifaði minningar mínar frá dagbókum mínum yfir Word skjal um veru mína um borð í Haferninum. Og þar á eftir á Heimildasíðu mína sem ég setti á netið árið 2010
Set hér tengill hér neðar, sem vísar til ástæðurnar fyrir því að ég hafnað þar um borð, nokkuð sem aldrei hafði hvarflað mér þar sem ég hefi tíð verið mjög sjóveikur, minnugur þess tíma er ég var hjálparkokkur á togaranum Elliða SI 1
Smelltu á viðkomand tengilinn hér fyrir neðan til að lesa, beiðni um að ég yrði munstraður á Haförninn. Ásamt fleiri upplýsingum og fróðleik, efni sem far sett á þessa síðu fyrir mörgum árum. Öllum tenglunum fylgja ljósmyndir tengdar efninu, mismargar
Tenglarnir hér fyrir neðan, vísa til ýmissa atburða og uppákomur, frá árinu 1966 til 1969.
Uppákomur sem ekki tengjast síldarflutningum beint .
Hér fyrir neðan sæki ég ýmislegt frá www.timarit.is efni sem birt var á prentmiðlum tengt Haferninum,
þegar skipið var EKKI í síldarflutningum. Einnig sagt frá og eða vísað til með tenglum.
Árið 1967
Morgunblaðið - 13. janúar 1967
54. árg., 1967, 10. tölublað, Blaðsíða 28
Missti akkerið á rúmsjó
Raufarhöfn, 12. janúar.
HAFÖRNINN, flutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, lestaði hér 2 þúsund tonn af síldarlýsi sl. laugardag. Skipið kom hingað frá Svíþjóð, á leiðinni missti það annað akkerið á fullri ferð á rúmsjó. Fóru með því tveir hlekkir úr keðjunni. Það er mjög sjaldgæft, að akkeri týnist svona á rúmsjó. —
***************************************
SK:> Nánar frá þessum atburði: og hér> -Splæsing og akker-
Mikil sjógangur, hvasst á móti var á leiðinni og skipið á fullri ferð, og við eina þunga dýfu brotnaði öryggis festingin við keðjuna og akkerið ásamt 9 liðum,1) öll keðjan rann í átt til sjávarbotns, en stoppaði er komið var að botnfestingu í keðjukassa.
Skipið var stöðvað og látið reka. Þar sem akkerið náði ekki til botns var skipið fljótt að reka þvert á vindinn og veltingur því mjög mikill þar sem enginn farmur var í skipinu og erfitt að fóta sig, raunar hættulegt ástand.
En bátsmaður og tveir hásetar fóru til að kanna ástandið. Akkerspilið reyndist ekki geta hífað allann þann þunga sem akker og keðja sem var, en í ljós koma að þéttingar við stimplar spilsins voru ekki þéttar, en spilið var gufuknúið. Vélstjóri var sendur, til að athuga möguleika á viðgerð, sem og taldi það ekki mögulegt, nema aftengja það að fullu og viðgerð tæki óratíma.
Eftir smástund gaf skipstjórinn fyrirmæli um að logskera keðjuna í sundur og lát akkerið falla til botna ásamt tæpum 9 liðum.
Eitthvað gekk það ekki upp hjá vélstjóranum að skera hlekkina hlekkinn, en hásetarnir tveir ríghéldu sér, og vélstjóranum við þá vinnu vegna veltingsins.
Að lokum gafst vélstjórinn upp og taldi efni keðjunnar vera úr einhverju stáli sem logskurðartækið réði ekki við.
Ég, timburmaðurinn um borð, var á vakt uppi í brú á þessum augnablikum, og heyrði samskiptin á milli skipstjóra og bátsmanns, og varð að orði, þar sem ég hafði unnið á vélaverkstæði SR á tímabili, þá vissi ég að auðvelt væri að skera hlekkina í sundur, það væri eitthvað annað að.
Skipstjórinn sem vissi af þeirri reynslu minni og tók mig á orðinu og sendi mig í verkið.
Ég tók mig til, (drullu sjóveikur) mætti vélstjóra og öðrum hásetanum honum til stuðnings.
Ég skoðaði fyrst stillingar súr og gas flöskunum og sá strax að þær voru rangar til viðkomandi verkefnis. Skurðurinn er upp á stafndekki tók 2-3 mínútur og búmm og mikil læti þegar akker keðjan þaut í sjóinn.
1) ES. Akkeriskeðja, dæmi: 9 liðir = 9×15 faðmar = 135 faðmar = 9× 90 fet = 810 fet = 9×27,43m = 246,8 metrar. - Þetta var keðjan sem sökk í hafið
Morgunblaðið - 25. janúar 1967 Aukafrétt tengt Haferninum
54. árg., 1967, 20. tölublað, Blaðsíða 27
Rann á hjarni niður hlíðina
Siglfirski pilturinn fannst slasaður í fjallshlíð — lá þar í 2 °C gráðu frosti fram á nótt.
SIGLUFIRÐI, 24. janúar.
Í gærkvöldi var lögreglan beðin um aðstoð vegna leitar að ungum pilti, Júlíusi Jónssyni, Hvaleyrarbraut 62, sem ekki hafði komið heim til sín.
Lögreglan brá skjótt við og óskaði eftir aðstoð skáta og Björgunarsveitar Siglufjarðar.
Vitað var, að Júlíus hafði farið skömmu eftir kl. 1 síðdegis einn síns liðs upp í fjall til myndatöku.
Hann hafði átt frí rúman klukkutíma í skólanum og ætlaði að nota tímann í góða veðrinu til að taka ljósmyndir frá fjallshlíðinni.
Það var hið síðasta, sem vitað var um Júlíus, en þetta spurðist samt ekki fyrr en kl. 10 um kvöldið.
Það var einn skólafélagi Júlíusar, sem vissi um þessa ætlan hans.
Skátar og Björgunarsveitin brugðu skjótt við og eftir tæplega klukkustundar leit fannst Júlíus.
Hann var með meðvitund, en mikið skaddaður á höfði og gat sig ekki hreyft. Júlíus var að stytta sér leið yfir hjarn í fjallinu, en skrikaði fótur og rann 50-60 metra niður hjarnið þar til hann stöðvaðist í grjóturð.
Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri á Haferninum, bauð strax aðstoð sína og skipverja, strax og hann vissi um leitina. En um það leyti, sem skipverjar voru að leggja af stað til leitar, fréttist um fund piltsins.
En um tíma höfðu skipverjar á Haferninum lýst upp fjallshlíðina með ljóskastara frá skipinu.
Júlíus Jónsson er í landsprófsdeild Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og er 15 ára að aldri. Júlíus var fluttur í sjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hans. Líður honum vel eftir atvikum í dag.
Júlíus var allmikið þjakaður er hann fannst, enda var 2 stiga frost.
Aðstandendur piltsins hafa beðið fyrir þakkir til allra þeirra er tóku þátt í leitinni.
— SK.
***************************************
Mjölnir - 06. júní 1967
30. árgangur 1967, 11. tölublað, Blaðsíða 6
Sjómannadagurinn á Siglufirði.
……………..Eftir hádegi safnaðist fólk svo saman í Sundhöll Siglufjarðar og fór þar fram keppni í stakkasundi, og báru skipverjar af m.s. Haförninn sigur úr býtum.
Knattspyrnukappleikur milli skipverja á Haferninum og starfsmanna Efrafalls s.e.f. fór fram á Íþrótta leikvellinum og sigruðu Efrafalls menn - (Starfsmenn við Strákagöng)
***************************************
Morgunblaðið - 13. janúar 1967
54. árg., 1967, 10. tölublað, Blaðsíða 28
Raufarhöfn, 12. janúar.
HAFÖRNINN, flutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, lestaði hér 2 þúsund tonn af síldarlýsi sl. laugardag. Skipið kom hingað frá Svíþjóð, en á leiðinni missti það annað akkerið á fullri ferð á rúmsjó. Fóru með því tveir hlekkir úr keðjunni. í>að er mjög sjaldgæft, að akkeri týnist svona á rúmsjó.
— Einar.
--------------------------
Ath: Þessi frétt er nokkuð orðum blandin - Frásögn um atburðinn, má lesa HÉR skrifað af skipverja, sem var um borð.
51. árgangur 1967, 20. Tölublað, Blaðsíða 16
Haförninn lýsti upp fjallshlíðina,
er leitað var að 15 ára Siglfirðingi
KJ. Reykjavík þriðjudag
Nærri sextán ára Siglfirðingur Júlíus Jónsson lá í 11 tíma skammt ofan við Siglufjarðarkaupstað bjargarlaus og helkaldur frá því um miðjan dag í gær og fram yfir miðnætti, en hann hafði hrapað 100—200 metra í fjalls hlíðinni er hann var við myndatökur, en Júlíus er mikill áhugamaður um ljósmyndun.
Það var um hádegisbilið í gær að hann ætlaði að nota góða veðrið, þegar hann átti frí á milli kennslustunda, til að taka myndir og fór upp í fjallshlíð vestan við kaupstaðinn. Segir ekki af ferðum hans þangað, en um klukkan sjö þegar hann er ekki kominn heim, er hans saknað, og farið að spyrjast fyrir um hann.
Um klukkan tíu er lögreglunni gert aðvart um hvarf Júlíusar, og er þá ekkert vitað hvert hann hefur farið, því reiknað var með, að hann hefði farið í skólann eftir hádegið eins og venjulega.
Um ellefu segir drengur lögreglunni frá því að Júlíus muni hafa farið með myndavél upp í fjallið fyrir vestan bæinn, og eru þá þegar gerðar ráðstafanir til að leita hans þar.
Auglýsingu hafði verið komið í útvarpið og óskað eftir sjálfboðaliðum til leitar.
Dreif strax að 40—50 manna hóp, en ekki var þó hægt að senda allan þann hóp upp í fjallið því þar er ekki fært nema fyrir þá sem voru með mannbrodda og stafi.
Síldarflutningaskipið Haförninn lá í höfninni og var fjallshlíðin lýst upp með ljósastaurum frá skipinu. Björgunarútbúnaður var fenginn hjá slysavarnadeildinni á Siglufirði, en leitinni stjórnað frá lögregluvarðstofunnin.
Klukkan um hálf eitt finnst svo drengur inn helkaldur og bjargarlaus, en þó með rænu. Hafði hann ætlað upp í Fífladali og var kominn langleiðina þangað upp, þegar hann hrapar niður stórt gil og slasast það mikið að hann getur ekki hreyft sig, og heldur ekki gert vart við sig, að því er talið er með hrópum og köllum, en staðurinn þar sem hann fannst er skammt ofan við bæinn. Gott veður var.
50. árgangur 1967, 12. tölublað, Blaðsíða 8
AFSKIPANIR GANGA GREIÐLEGA
Raufarhöfn 14. febrúar.
Afskipanir síldarafurða ganga nú betur en oftast áður. Haförninn kom hér nýlega og tók 1700 tonn af lýsi en var búinn að koma áður og tók þá fullfermi. Á síðasta hálfum mánuði hafa þrjú flutningaskip tekið hér síldarmjöl og eitt skip tók saltsíld. Eftir eru um 1000 tonn af mjöli og önnur 1000 tonn af lýsi. Lýsið tekur Haförninn í næstu ferð. Hér hefur þorrinn verið góður, og má kalla einmuna tíð. Lítið hefur verið róið, einkum vegna ógæfta.
H. H.
**************************
51. árgangur 1967, 56. Tölublað, Blaðsíða 15
Frá Raufarhöfn;…………………….Síðasta síldarmjölið hjá síldarbræðslunni fer í næstu viku. Er um 1000 tonn eftir, og fer helmingurinn í þessari viku, en restin eftir helgina.
Þá er Haförninn að taka síðasta lýsið í dag, um 1500 tonn.
Lítið er eftir af saltsíld hérna, og mun það væntanlega flutt á næstunni………………
*********************************
Morgunblaðið - 07. nóvember 1967
54. árg., 1967, 253. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn hættur síldarflutningum
Siglufirði, 6. nóvember.
HAFÖRNINN kom hingað sl. Laugardag og er þar með hættur síldarflutningum í ár. Alls hefur hann flutt til Siglufjarðar yfir 50 þúsund tonn af síld, sem að ómetanlegu gagni hafa komið.
Verið er að búa hann undir lýsisflutninga, en alls óráðið hvenær byrjað verður á þeim.
Verið er að reyna að leigja Haförninn í stuttan tíma, eða þar til SR telur hagkvæmt að selja sitt eigið lýsi, og flytja það.
— S. K
54. árg., 1967, 165. tölublað, Blaðsíða 10 -GREININ Í MORGUNBLAÐINU-
MEÐ HAFERNINUM Í SÍLDARFLUTNING
RÉTT fyrir síðustu mánaðamót, júní—júlí, bauðst mér með stuttum fyrirvara, tæpum hálftíma, að gerast háseti á mt. Haferninum, síldarflutningaskipi Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Lagt var af stað klukkan rúmlega 14 þann 26. júní. Þetta var önnur ferð Hafarnarins til síldarflutninga á þessu ári. —
Strax er út úr Siglufirði var komið, var stefna tekin á Jan Mayen, en þar í kring var búist við að síldarflotinn héldi sig. Ég lenti á vakt með 2. stýrimanni (8-12 vakt), Pálma Pálmasyni frá Grundarfirði, en Pálmi er búinn að vera 3. og 2. stýrimaður til skiptis allt frá því að Haförninn var keyptur til landsins fyrir um ári. Siglt var með 12 hnúta ferð, en mesta ferð, sem Haförninn kemst á, þegar straumar og vindar eru hliðhollir, er um 16 hnútar. Haförninn getur flutt um 3200—3300 lestir síldar í hverri ferð, og fer það allt eftir eðlisþyngd síldarinnar og tíma síðan hún veiddist, því rúmmál síldarinnar er mjög breytilegt miðað við árstíma, veiðisvæði og tíma síðan hún veiddist.
Áður en Haförninn komst hálfa leið út á miðin, var þegar byrjað að „melda“ síld í hann. Og þar sem komin var bræla á miðunum, var ákveðið að halda í var við Jan Mayen. Lagst skyldi við akkeri í Sörbukta vestast við eyna. Þegar komið var á þann stað beið þar eitt skip, og var þegar hafist handa við losun þess. Smátt og smátt bættust skip í hópinn, sem biðu, og þegar flest voru þá biðu 18 skip og tvö voru að losa farm sinn í einu, en alls losuðu 24 skip að þessu sinni farm sinn um borð í Haförninn, samtals 3218 lestir. Sjálf höfðu skipin gefið upp samtals 3338 lestir.
Upp úr þeim mældist því um 6,5% minna en þau fá viðurkennt.
Flestir skipstjórar þekkja þó skip sín það vel, að þeir vita upp á hár, hvað hver stía og hver lest tekur. En hvað veldur þá þessum mismun? Spyrja margir. 6,5% er mjög lítill mismunur, því oft er hann meiri í landi, þar sem síldin var fyrr mæld í málum og nú síðustu vertíðar á hárnákvæmum vigtum, svo nákvæmum (eins og t.d. hjá SR) að ekki er hægt að snuða á seljandann, því ef vogirnar eru ekki nákvæmlega 1-10 kg. af hverjum t.d. 600 kg., sem vigtaðar eru eða ef vogirnar eru stilltar óvart fyrir neðan „0“markið, þá „gefa“ þær seljanda hvorki meira né minna en 1000 kg., svo ekki er það hagur kaupanda, að vogirnar séu rangt stilltar.
Á þessar nákvæmu vigtar er algengt að mismunur á uppgefnu magni og vigtuðu sé 10%, en komið hefur fyrir að mismunur sé 25% til 50%, þó til undantekninga megi teljast og þá helst í þeim tilfellum, þegar komið er með „slegna“ slatta, 20—30 tonn eða minna. Það er margt sem kemur til varðandi þennan mismun. Rúmmál minnkar stöðugt, því lengur sem líður frá því að síldin veiðist og þar til henni er landað og alltaf verður einhver aukarýrnun við löndun, sérstaklega á „sleginni“ síld. Ennfremur gefa nokkrir skipstjórar upp minna magn en þeir hafa.
Í það minnsta hafa þeir sem vinna við löndun og mælingu, bæði um borð í Haferninum og í landi hjá SR, engan hag af því að mæla rangt.
Um borð í Haferninum eru þrjár síldardælur: 2 stjórnborðsmegin og er hægt að nota báðar í einu við sama, skip, t.d. við tvær lestar, en ein dæla er bakborðsmegin.
Hver dæla getur afkastað 100-150 tonnum á klukkustund, en það er mikið undir áhöfnum bátanna komið, hve lagnir þeir
áhöfnum bátanna komið, hve lagnir þeir eru að stjórna dæluslöngunum.
Einnig er það mikið undir veðri, svo og skipstjórunum á bátunum komið, hvort vel gengur að afgreiða þá, því sumir bíða tilbúnir að koma upp að, þegar sá næsti á undan er búinn og farinn, aðrir koma sér ekki á hreyfingu fyrr en sá næsti á undan er farinn frá. Þá eru aðrir, sem fara frá um leið og sogslanga er komin um borð í Haförninn og löndun lokið, skilja stýrimann sinn eftir en sækja hann aftur 10 mínútum seinna, þegar stýrimenn á Haferninum hafa reiknað út sínar mælingar og skrifað nótuna fyrir magninu. Enn aðrir bíða við skipshlið eftir stýrimanni sínum, eyða þá oft og tíðum dýrmætum tíma fyrir þeim næsta á eftir. Annars gengur þetta oftast mjög vel. Á meðan löndun stendur yfir eru 4 hásetar á vakt, en tveir í koju, 2 stýrimenn og einn í koju, 2 vélstjórar og einn í koju, dælumaður o. s. frv. Vakan er 8 tímar og svo 4 tímar í koju á meðan löndun stendur yfir.
Útgerðin og skipverjar reyna að láta bátunum í té alla þá þjónustu. sem þeim er mögulegt.
Í þessari ferð voru afgreiddar á annað hundrað lestir af vatni til þeirra, um 80 lestir af olíu, mjólk og annar kostur, að einn bátakokkurinn lét þau orð falla, að meira úrval af matvælum væri úr að velja um borð í Haferninum en víða í landi.
Lífið og sálin í þeirri þjónustu er brytinn á Haferninum Sverrir Torfason, sem segir, að fátt sé verra en skortur á matvælum í eldhúsi úti á sjó.
Vélstjórarnir gera sem þeir geta í sambandi við viðgerðir, t.d. rafsuðu o. fl.
Einnig er rafvir.ki um borð. Næg lyf eru um borð, en gott væri að hafa lækni.
Um slíkt þýðir víst ekki að tala, þeir vilja vera í landi, ef marka má af fréttum.
Annars virðist það vera að koma í ljós núna, sem margir Siglfirðingar hafa talað um undanfarið, að munur væri, ef þeir tugir milljóna króna, sem farið hafa í að „búa“ til land undir síldarverksmiðjur austur á landi, t.d. Seyðisfirði, hefðu farið í stórt og fullkomið síldarflutningaskip, sem notað hefði verið til flutninga á hráefni til þeirra verksmiðja, sem fyrir voru á landinu. Ég tala ekki um hundruð milljónirnar, sem farið hafa í verksmiðjukostinn sjálfan, sem enginn vissi fyrir hve lengi nyti nærlægra miða.
En Austfirðingar eru sjálfsagt ekki sammála, og er það ekki nema eðlilegt. Vonandi eiga þeir ekki eftir að stríða við síldarleysi eins og við Siglfirðingar höfum gert, því þá yrðu þeir ver staddir en við höfum nokkru sinni verið. Þó ég hafi áðan talað um stórt og fullkomið sildarflutningaskip, þá er langt frá því að ég eigi við það, að Haförninn sé lítið og ófullkomið. Nei, Haförninn er glæsilegur farkostur og mjög vel búinn, bæði til mótitöku síldar svo og losun síldar í landi, og það svo að löndunartæki hans geta afkastað um 50% meiru en mögulegt er að taka á móti í landi, eins og stendur.
Hægt væri að losa skipið á 10-15 stundum. En Haförninn er ekki smíðaður með síldarflutninga fyrir augum. Þess vegna yrði skip sem sérstaklega yrði smíðað í þeim tilgangi mun fullkomnara og hagnýta mætti sér þá dýrmætu reynslu, sem fengist hefur, og nóg væri með bæði skipin að gera, þó nýja skipið yrði 4000 lestir. Hver veit nema tími sé kominn til að hugsa málið. Eins gæti verið að Austfirðingar nytu góðs af. Nóg er til af góðum skipstjórnarmönnum vönum síldarflutningum, og má þar fyrstan nefna Sigurð Þorsteinsson, skipstjóra á Haferninum, og marga af skipverjum hans, sem voru með honum á fyrsta íslenska síldarflutningaskipinu, Dagstjörnunni frá Bolungarvík.
Mætti t.d. nefna Guðmund Arason og Friðrik Björnsson, 1. og 2. stýrimann, og fleiri. Svo við snúum okkur aftur að losun skipanna, þá gekk hún mjög vel. Þó voru menn farnir að efast um að farmur síðasta bátsins, sem hafði „meldað" um 50 lestir, mundi rúmast allur. Þurfti að fara með „stútum" á milli tankaopana eftir því sem seig í þeim, og voru sum fyllt rækilega. Nægt pláss reyndist þó fyrir farminn, svo allt kom vel út og farið var í það að gera sjóklárt fyrir heimferð.
Brælan var gengin niður og var nú spegilsléttur sjór og sólskin, þó klukkan væri rúmlega 23:00.
AlIs hafði þetta „ævintýri“ tekið rúmlega sólarhring. Aðeins tók að kula og þykkna í lofti, er tók að nálgast Ísland, en þegar komið var inn á Siglufjörð kl. 5 sunnudagsmorguninn 2. júlí, var besta veður og sólin að koma upp.
Lagst var að bryggju og löndun hafin. Þegar þessar línur eru ritaðar, hinn 15. júlí, hefur Haförninn farið fjórar ferðir eftir síld, ca. 12.000 lestum, eða yfir 90% af þeirri síld, sem komið hefur til Siglufjarðar á þessu sumri, og hafa þessir farmar veitt fleirum björg í bú en margan grunar, allt frá okkur verkakörlunum, sem vinnum við lestun og losun Hafarnarins og þeirra, sem vinna að nýtingu síldarinnar. —
SK. (Sem fréttaritari Morgunblaðsins)
50. árgangur 1967, 78. tölublað, Blaðsíða 1
MIKIÐ ATVINNULEYSI Á SIGLUFIRÐI
Siglufirði 15. des.
Hávaða stórhríðinni, sem hér var í nótt, er nú slotað. Esja er að leggjast að bryggju, kom að vestan og er á leið til Akureyrar. Samgöngur eru á þann veg hér, að Drangur kemur hingað tvisvar í viku, eins og var, en landleiðin er óákveðin, stundum er hún opin flesta daga vikunnar en stundum aðeins einn dag í viku og finnst okkur það afturför. Þónokkur klaki er í Strákagöngum, sem orsakast af því, að þil bilaði við op gangnanna að austan. Búið er að gera við það og snjóar ekki lengur inn í göngin.
Hafliði landaði í fyrradag 120 tonnum fiskjar. Haförninn, flutningaskip SR, er í Hollands ferð og sækir olíu. Mun hann fara 2—3 ferðir og er 14 daga í ferðinni. En olían fer til hafna á Norður- og Austurlandi……………………………
**************************************
Íslendingur - 17. desember 1967
53. árgangur 1967, 36. tölublað - I, Blaðsíða 1
„Haförninn" í olíuflutningum til Norðurlands og Austfjarða
— fer að líkindum í síldarflutninga eftir áramót.
SÍLDARFLUTNlNGASKIPIÐ „Haförninn", sem Síldarverksmiðjur ríkisins gera út frá Siglufirði og flutt hefur þangað mikla björg í bú, hefur nú verið sendur til Belgíu eftir olíu, sem skipa á upp í Siglufirði og á Akureyri. Gert er ráð fyrir, að skipið fari aðra ferð eftir olíu, og skipi þá upp á Austfjarðahöfnum. Olíuflutningar þessir munu vera á vegum olíufélaganna, en Sovétmenn munu ekki hafa getað staðið við samninga um flutning á þess olíumagni. Líkur eru á því, að „Haförninn“ fari í lýsisflutninga eftir áramót, ef lýsið selzt á annað borð. Þessi margþætta notkun á skipinu kostar talsverðar breytingar i hvert sinn, sem skipt er um farm, milli síldar og vökva. Mun þurfa að hreinsa allar leiðslur o.fl.
Er það 2—3 vikna verk.
**************************************
Árið 1968
51. árgangur 1968, 1. tölublað, Blaðsíða 8
Rússar bregðast enn í olíuflutningum til landsins
RÚSSAR hafa ekki alltaf staðið við gerða samninga um að flytja olíur til landsins á réttum tíma.
Við borð hefur legið, oftar en einu sinni, að landið yrði olíulaust af þessum sökum.
En samkvæmt samningi eiga Rússar bæði að selja og flytja olíu til íslands. Þannig brást 11 þús. tonna sending seint á síðasta ári, en Olíufélaginu tókst þá að kaupa farm í Belgíu og fá leiguskip,
Haförninn, til að flytja olíu til landsins. Kom sá farmur til Norðurlands og hér á Akureyri voru losaðar tvö þúsund lestir af húsaolíu. Mun þessi forði endast fram í febrúar og eru þetta allt of litlar birgðir, eins og á stendur þar sem ís ógnar siglingu við Norðurland og getur lokað skipaleiðum hvenær sem fer.
Af jarðolíu eru litlar birgðir hér á Akureyri, einnig sökum vanefnda af Rússa hálfu.
Haförninn kemur til landsins með annan olíufarm í næstu viku, einnig frá Belgíu og standa vonir til að olían verði sett á land hér. Vanefndir á olíuflutningum til landsins geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér.
*************************************
58. árgangur 1968, 13. Tölublað, Blaðsíða 16
Rússar hafa ekki staðið við gerða samninga í olíuflutningum
Eins og fram kom í fréttum hér í Vísi fyrr I þessum mánuði, skapaðist vandræðaástand á Vopnafirði, vegna olíuIeysis, en það stafaði m.a. af því, að olíufélögin gátu ekki afgreitt nægilegar birgðir af olíu til staðarins og hafnbönn, af völdum veðurs, hindruðu olíuflutninga um tíma.
Í fréttunum kom það einnig fram, að Rússar hefðu ekki staðið við gerða samninga varðandi olíuflutninga til landsins, en flutningarnir eru í þeirra höndum, sem kunnugt er.
Blaðið hafði samband við Önund Ásgeirsson forstjóra Olíuverslun Íslands hf. og spurði:
— Hefur mikið skort á að Rússar stæðu við flutningasamninga?
— Því miður hefur verið nokkuð um það. Sem dæmi má nefna, að gasolíu farmur sem lesta átti í nóvember síðastliðnum, er enn ólestaður og sömu sögu er að segja um fram sem lesta átti í desember.
Við gátum að nokkru bjargað okkur með því að senda Haförninn til Englands og Hollands en þangað sótti skipið þrjá litla gasolíufarma. Annars er gasolía algerlega ófáanleg í Evrópu núna.
— Hér ríkir þá ófremdarástand í olíumálum?,
— Það væri of djúpt í árina tekið, að tala um ófremdarástand, vegna þess að tekizt hefur að fullnægja eftirspurninni í landinu. Vandræðin sem verið hafa á Austfjörðum, stafa af því, að dreifingarstöðin á Seyðisfirði hefur verið birgðalaus frá því um miðjan desember og þess vegna urðum við að Senda Haförninn eftir olíuförmum til Englands og Hollands.
— Hver greiðir þann aukakostnað sem af þessu stafar?
— Olía til neytenda er verðlögð samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar og gildir sama verð um allt landið. Mismunurinn jafnast síðan út í svonefndum „Innkaupa Jöfnunarsjóði".
— Verða Rússar krafðir um greiðslur á þeim aukakostnaði sem stafar af samningsrofi þeirra? — Það er mjög erfitt að koma fram kröfum gagnvart Rússum, enda er málið flóknara en svo, að hægt sé að segja frá því í stuttu máli.
********************************
Morgunblaðið - 23. janúar 1968
55. árg., 1968, 18. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn með olíu og spritt
HAFÖRNINN kom í gær til Reykjavíkur frá Swansea í Englandi með fullfermi af dísilolíu, þar af 500 tonn af whitespirit, sem notað er í iðnaði. Var sprittinu skipað á land í Laugarnestanga. Olían fer út á land. Kyndill tekur 900 tonn, sem hann fer með til Vestmannaeyja. En hitt fer Haförninn með til Ísafjarðar og Akureyrar.
Þá fer Haförninn til Siglufjarðar og er óvíst um verkefnin fyrir skipið næstu vikur.
Hér er munurinn útskýrdur, heimild: ChatGPT:
White spirit er glæru eða örlítið gulleitu kolvetnavökva, unninn úr jarðolíu, og notaður m.a. til þynningar á olíumálningu, hreinsunar verkfæra og fituhreinsunar.
Steinolía (kerósín/kerosene) var upprunalega notuð til lýsingar og sem eldsneyti í ofna.
Þegar talað er um hreinsaða steinolíu á Íslandi er það oft sama efni og „white spirit“ – sérstaklega í málningar- og iðnaðarverslunum.
Í daglegu tali getur þó orðið ruglingur, þar sem „steinolía“ getur einnig þýtt eldsneytið sem notað er í olíukyndingu
(það er þá ekki alveg sama efni og white spirit).
Ef þú sérð merkt „Hreinsuð steinolía“ í málningarvöruverslun, þá er það í flestum tilvikum hvítspírit (white spirit).
58. árgangur 1968, 13. Tölublað, Blaðsíða 16
Morgunblaðið - 26. mars 1968 Mjög langt viðtal við Sigurð fv. skipstjóra á Haferninum
55. árg., 1968, 61. tölublað, Blaðsíða 17
Siglir inn í frumskóga Suður -
Ameríku með kartöflur
til Ceylon og síld af miðunum.
Viðtal við Sigurð Þorsteinsson, einn víðförlasta skipstjóra íslands
Tengill til viðtalsins að tveim síðum Morgunblaðsins * SMELLA HÉR- *
55. árg., 1968, 67. tölublað, Blaðsíða 2
Benzín þraut á Akureyri en Haförninn kom með benzín
Akureyri, 1. apríl —
HAFÖRNINN kom til Akureyrar í morgun og hafði siglt fyrir Horn í gær, gegnum þéttan hafís. Skipið komst leiðar sinnar eingöngu af því, að veður var kyrrt og bjart, annars hefði sigling þar verið ófær með öllu.
Skipið flutti hingað um 600 lestir af benzíni og 400 til 450 lestir af gasolíu.
Benzín var alveg að þrotið hér í bæ þegar þessi farmur barst. Tveir bílfarmar höfðu verið fluttir hingað frá Húsavík á vegum Olíuverzlunar íslands, Olíufélagið átti aðeins benzín á sölugeymum, en Skeljungur átti eftir lítið eitt af benzíni. Gasolíubirgðir voru ekki miklar til hér áður en Haförninn kom, en hún ætti hún að nægja nokkrar vikur. Reynt verður að senda annan skipsfarm síðar í þessari viku og ættu Akureyringar þá að vera birgir til a.m.k. tveggja mánaða.
— Sv. P.
**************************
58. árgangur 1968, 74. Tölublað, Blaðsíða 1
Hafísbreiðan tálmar siglingum fyrir Norðurlandi
Reynt að verja hafnir fyrir ísreki
— jakar inni á smábátahöfn á Akureyri.
Hafís hefur nú að mestu lokað öllum siglingaleiðum fyrir Norðurlandi. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SIF, fór í ískönnunarflug í gær, og virtist ís inn vera orðinn mjög þéttur, víða allt að 9/10.
Á Veðurstofunni var skýrt frá því, að í gær hefði ís rekið inn á Eyjafjörð, allt til Akureyrar, og voru tveir hafísjakar komnir inn á smábátahöfnina. Töluverður ís er kominn inn á Patreksfjörð. Frá Galtarvita sést talsverður ís, mest í norðaustri. Allmikill ís er á Húnaflóa, og á Blönduósi er nokkurt jakahrafl, en að öðru leyti hefur ástandið ekki breytzt, svo að orð sé á gerandi. Kjörvogur er fullur af ís.
Hjá Siglunesi hefur lítil breyting og orðið, en fjörðurinn er algerlega lokaður af ís.
Hafísinn virðist hafa rekið frá Grímsey, og er nú mest í tveggja til átta kílómetra fjarlægð. Aftur á móti er mikill jakaruðningur á öllum fjörum.
Frá Hrauni á Skaga eru þær fréttir, að ísmagn hafi aukizt mjög, og sjáist hvergi út yfir ísröndina. Auðar lænur eru á víð og dreif í ísnum og liggja þær frá austri til norðvesturs. Vísir ræddi við fréttaritara sinn á Siglufirði í morgun og sagði hann, að þéttur ís væri úti fyrir ströndinni og hefði tals vert rekið inn á Siglufjörð. Þar hefði myndazt þykkur lagís og væri siglingaleiðin út fjörðinn lokuð öllum venjulegum skipum.
Þó brauzt Höfrungur til Siglufjarðar frá Akureyri í gær með olíu, en við það skemmdist skipið eitthvað í ísnum. Glampandi sólskin var á Siglufirði í morgun og hrikaleg sjón að sjá hafísinn teygjast til hafs eins langt og augað eygði. Ísinn getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnuástandið á Siglufirði þar sem bátar komast ekki á sjó, en þeir veiddu vel seinustu dagana, sem þeir komust á sjó. Siglfirðingur kom inn með 50 tonn eftir þrjá daga í fyrradag og togarinn Hafliði með 100 tonn eftir mjög skamma útivist.
Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara Vísis á Húsavík er Skjálfandaflóinn nú orðinn fullur af ís, aðeins stöku vakir hér og hvar. Húsavíkurhöfn hefur verið lokað fyrir hafísrekinu með stálvír, sem strengdur var fyrir hafnarmynnið. En sjóinn hefur lagt í höfninni. Vísir hafði samband við fréttaritara sinn á Akureyri í morgun og sagði hann m.a.
Í morgun átti Drangur í nokkrum erfiðleikum með að komast um Pollinn. en samfelldur lagís er nú yfir honum, en þunnur þó.
Drangur mun eiga áætlunarferð til Siglufjarðar í dag, en ekki get ég spáð um árangur þeirrar ferðar.
Talsvert er nú af fiskimönnum úti á ísnum og dorga þeir eftir þorski niður um göt sem þeir höggva í ísinn og hafa þeir aflað sæmilega. Mest eru þetta trillukarlar og er það óvenjulegt að sjómenn geti stundað veiðar á meðan bátar þeirra liggja bundnir við bryggjur.
Fréttaritari Vísis á Sauðárkróki, Kristján Skarphéðinsson sagði blaðinu f morgun, að þar væri nú heiðskírt veður, logn og 12 stiga frost. Þykkur lagís væri á höfninni og næði hann nokkuð út fyrir hana og væru stöku rekísjakar frosnir í lagísinn. Kristján sagði, að í gær hefði bátur frá Sauðárkróki brynjað sig með járni og brotizt út úr höfninni til að vitja um net sín úti á firðinum, en utan við lagísinn er auður sjór, ef frá eru taldir stöku rekísjakar. Ekki áræddi báturinn að brjótast inn til Sauðárkróks að nýju, en fór þess í stað til Hofsóss og liggur nú við bryggju þar. Bátur frá Hofsósi sem staddur var til viðgerðar i höfninni á Sauðárkróki brauzt út í morgun brynjaður á sama hátt og hinn fyrri og tókst honum að komast í heimahöfn.
55. árg., 1968, 68. tölublað, Blaðsíða 25
55. árg., 1968, 69. tölublað, Blaðsíða 27
„Haförninn“ fastur í ís.
Ísbrák berst suður með Austfjörðum. Sporin í Þistilfirði eftir refi?
Haförninn á siglingu í gegnum íshröngl úti fyrir Norðurlandi, en þar er skipið nú fast í ís.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Margar ljísmynsi
51. árgangur 1968, 1. tölublað, Blaðsíða 8
Rússar Bregðast enn olíuflutningum til landsins
RÚSSAR hafa ekki alltaf staðið við gerða samninga um að flytja olíur til landsins á réttum tíma. Við borð hefur legið, oftar en einu sinni, að landið yrði olíulaust af þessum sökum. En samkvæmt samningi eiga Rússar bæði að selja og flytja olíu til íslands. Þannig brást 11 þús. tonna sending seint á síðasta ári, en Olíufélaginu tókst þá að kaupa farm í Belgíu og fá leiguskip, Haförninn, til að flytja olíu til landsins.
Kom sá farmur til Norðurlands og hér á Akureyri voru losaðar tvö þúsund lestir af húsaolíu. Mun þessi forði endast fram í febrúar og eru þetta allt of litlar birgðir, eins og á stendur þar sem ís ógnar siglingu við Norðurland og getur lokað skipaleiðum hvenær sem fer. Af jarðolíu eru litlar birgðir hér á Akureyri, einnig sökum vanefnda af Rússa hálfu. Haförninn kemur til landsins með annan olíufarm í næstu viku, einnig frá Belgíu og standa vonir til að olían verði sett á land hér. Vanefndir á olíuflutningum til landsins geta haft hinar alvarlegustu afleið
ÍSRÖND rak allgreitt suður með Austurlandi í gær og var ísinn sumstaðar hættulegur skipum. Lítil breyting var á ísnum fyrir Norðurlandi.
Síldarflutningaskipið Haförninn, sem var á leið frá Siglufirði til Englands, sat í gær fastur í ísnum í vök um 6 sjómílur vestur af Rauðunúpum, en tókst í gærkvöldi að brjótast 5 mílur í norðnorðvestur, þar sem skipið ætlar að bíða birtingar og sjá svo hvort ekki megi brjótast áfram.
Þrjú skip brutust út úr Ólafsfirði í gær og ætluðu til Akureyrar, en lentu í miklum erfiðleikum vegna íss í Eyjafirði, og komust loks inn til Dalvíkur.
Í Þistilfirði urðu menn varir við ókennileg spor eftir tvö dýr, sem jafnvel var álitið að væru bjarndýr, en fróðir menn telja nú mestar líkur á, að hér hafi verið stórir refir á ferð. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum á ísnum.
Spáð er vestlægri átt í dag, en síðan er talið líklegt að áttin gangi aftur til norðurs. ísinn út af Austurlandi. Hafís rekur allhratt suður með Austfjörðum, og tilkynnti Langá í fyrrakvöld, að hann væri sumstaðar svo þéttur að hættulegt gæti orðið skipum á siglingaleið.
Skipið sigldi út úr íshraflinu um kl. 9:30 um kvöldið á 98. gráðu réttvisandi frá Papey í 37 sjómílna fjarlægð frá eynni. Þaðan sigldi skipið á stjórnborða í 125 gr. og urðu skipverjar ekki frekar varir við ís.
Íshrönglið hefur þó borizt talsverðan spöl suður á bóginn síðan Langá sigldi út úr því, og frá Kambanesi var tilkynnt, að mikinn ís væri að sjá þaðan, og hafði hann rekið suður um 20—30 í gær.
Nálgaðist hann ytri siglingarleið út af Stöðvarfirði. Er því ísinn heldur að nálgast þar landið, og rekur áfram til suðurs. Ekki er hann þó enn kominn eins langt og ísavorið 1965, en þá varð vart við hann hjá Stokknesi norður af Hornafirði. Ekkert er þó enn því til fyrirstöðu, að hann berist þangað, eða jafnvel lengra núna. ísinn virðist ekki vera kominn inn á firði fyrir austan, þó sumstaðar sé hann landfastur, svo sem við Almenningsnes og landmegin við Seley, en vindáttin er þannig, að ekki er talin hætta á að ísinn berist inn á firðina fyrst um sinn.
Skip í erfiðleikum út af Norðurlandi.
Lítil breyting var á ísnum fyrir Norðurlandi í gær. Sumstaðar gisnaði hann nokkuð, svo sem við Siglunes og Hraun á Skaga, enda hefur vindur ekki þjappað honum saman. Veðurstofan fékk þær fréttir frá vitaskipinu Árvaki, varðandi ísinn við Vestfirði, að þar væri ísspangir frá Rit að Straumnesi, en þar væri landfastur ís um 5 sjómílur. Við Galtarvita hefur ísinn borizt nokkuð undan landi, en strjálingur af jökum er þá á siglingaleið. Ekki hefur ís borizt inn í Steingrímsfjörð svo heitið geti, en rækjubátar frá Hólmavík og Drangsnesi hafa ekkert getað atathafnað sig vegna íss í Húnaflóa. Frá Skagaströnd höfum við þær fréttir, að þar væri einstaka ísjaka að sjá við landið, en út við hafsbrún væri samfelld ísrönd að sjá. Eru allir bátar hættir veiðum þaðan.
Fréttaritarar Mbl. á Ólafsfirði símaði til okkar og sagði, að þar hefði þéttur ís algjörlega lokað fjarðarmynninu í gærmorgun. Tveir togbátar og Flóabáturinn Drangur ætluðu að reyna að brjótast þar í gegn áleiðis til Akureyrar en urðu frá að hverfa.
Þeir reyndu aftur eftir hádegið, og hafði þá ísinn nokkuð gisnað, svo að skipin komust út, en við Hrísey lentu þau í erfiðleikum. Komst Drangur þó til Dalvíkur, og ætlar að reyna að brjótast til Akureyrar í dag. Tryggvi Helgason, flugmaður, flaug í gær meðfram norðurströndinni frá Akureyri allt til Norðfjarðar. M.a. annars flaug hann yfir Haförninn, og reyndi að finna útgönguleið fyrir skipið úr ísnum, sem var þá statt í vök um 6 sjómílur í vestur af Rauðunúpa. Tjáði Tryggvi okkur, að hann hefði séð aðra vök í norðnorðvestur frá skipinu og ef haldið væri enn nokkru lengra í þá átt væri víðáttumikill flötur af auðum sjó. Kvaðst hann hafa ráðlagt skipverjum á Haferninum að reyna að brjótast þessa leið.
Eru bjarndýrssporin í Þistilfirði refaspor?
Fyrir utan höfnina í Raufarhöfn er mikill ís, og þar hefur verið strengdur vír fyrir hafnarmynnið til að varna því að ís berist hinn í hana. Sömu sögu er að segja frá Þórshöfn og er víða landfastur ís í Þistilfirði. Í gærmorgun fann bóndinn í Laxárdal í Þistilfirði spor í tveggja kílómetra fjarlægð frá bænum, sem hann kannaðist ekki við. Taldi hann að þar gæti jafnvel verið um ísbjarnarspor að ræða. Við áttum tal við bóndann Stefán Eggertsson og kvaðst hann hafa rekið slóðina dágóðan spöl en hún lægi meðfram ströndinni í eins km. fjarlægð.
Bændur á nálægum bæjum fóru vopnum búnir og reyndu að rekja slóðina frekar, og ennfremur fór flokkur manna frá Þórshöfn á snjóbíl og snjósleðum. Mjög erfitt var að rekja slóðina vegna harðfennis, en hún virtist vera um eins til tveggja sólarhringsgömul. Leiðangursmenn komu aftur til Þórshafnar um kvöldmatarleytið í gær, og náði þá fréttaritari Mbl. Óli Þorsteinsson tali af einum leiðangursmanna, þaulvanri refaskyttu. Taldi sá litlar líkur á að hér væri um bjarndýraspor að ræða, gizkaði miklu fremur á að sporin væru eftir stóra refi.
**********************************************
55. árg., 1968, 73. tölublað, Blaðsíða 32
Skipverjar fengu heilsubótargöngu á ísnum
Eftir góðan göngutúr út á ísnum, þá voru skipverjarnir 4 kallaðir um borð aftur. Þetta eru Salmann Kristjánsson háseti, Eiríkur Þóroddsson 2. vélstjóri, Bergsveinn Gíslason loftskeytamaður og ljósmyndarinn á eftir þeim, Steingrímur Kristinsson timburmaður
Ath. Önnur mynd birtist með fréttinni, mynd af Haferninum á siglingu á íssvæðinu, sú sem er hér aðeins ofar á síðunni.
Frásögn fréttaritara Morgunblaðsins um borð „Haferninum"
SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Haförninn frá Siglufirði var í gærkvöldi fast í vök um 11 sjómílur vestur af Rauðunúpa út af Melrakkasléttu, en engin hætta var þó talin á, að ís hrannaðist upp að skipinu. Það hafði fyrst orðið fast í ís fyrrihluta dags í gær um 6 sjómílur út af Rauðunúpa, en gat í gærkvöldi brotist áfram í norðnorðvestur í aðra vök.
Skipverjar sáu þaðan í ratsjá auðan sjó á talsvert víðáttumiklu svæði, og var ákveðið í gærkvöldi að bíða birtingar, en reyna þá að brjótast þangað. Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði, Steingrímur Kristinsson, er um borð í Haferninum, og fengum við ferða söguna hjá honum í gær:
„Við lögðum af stað frá Siglufirði kl. 14 í gærdag á leið til Englands. Allmikill lagís var inni á firðinum um 15 sm. þykkur.
Fjarðarmunninn var lokaður af ísspöng, sem þó gekk vel að komast í gegnum. Ísinn var víða nokkuð gisinn og með stórum íslausum rennum austan með landi.
Þéttastur var ísinn nokkrar mílur frá landi. Fyrri hluti leiðarinnar í gær var sæmilega greiður í björtu og góðu veðri, eins og var, en um myrkur í gærkvöldi kl. 20 var vél stöðvuð. Var lagzt fyrir, 6 mílur NNV af Flatey og látið reka yfir nóttina. Klukkan fimm í morgun var aftur lagt af stað, en okkur hafði rekið 7½ mílu í SA yfir nóttina. Siglt var á hægri ferð norður eftir Skjálfandadjúpi út undir sömu breiddargráðu og Grímsey, þá var siglt sem næst austur og var hægt að sigla á fullri ferð í tvo til þrjá tíma hindrunarlaust. En út af Melrakkasléttu tók ísinn aftur að þéttast og út af Rifstanga lokaðist leiðin algjörlega.
Dokað var við nokkra stund meðan aflað var frétta um ástand íssins og á meðan fengum við fjórir skipsfélagar leyfi til að fá okkur heilsubótargöngu út á ísinn. Gekk ferðin vel, því ísbreiðan mátti heita samfelld svo langt sem séð varð, og svo slétt að jafnvel kom til tals að reyna fyrir sér í knattspyrnu. En stuttu síðar var gefin skipun um að koma um borð aftur og síðan var skipinu snúið í vestur aftur. Frést hafði, að veður væri að versna fyrir Austurlandi og ísbreiðan væri ófær venjulegum skipum.
Þegar vestar dró sást að mjög mikil hreyfing hafði orðið á ísbreiðunni, nær allar vakir voru horfnar og þegar komið var vestur undir Rauðanúp lokaðist leiðin algjörlega í allar áttir. Þar létum við reka þar til Tryggvi Helgason flaug yfir ísinn fyrir okkur til að kanna "útgönguleiðir," og gat hann bent okkur á vök, sem við erum nú í, og ennfremur að auður sjór væri á víðáttumiklu svæði enn norðar. í dag var hér glaða sólskin allan daginn og logn, en nokkuð er farið að kólna nú með kvöldinu".
********************************
58. árgangur 1968, 76. Tölublað, Blaðsíða 1
Skemmta sér við að horfa á Randolph Scott
Engin leið að komast austur úr ísnum, sagði skipstjórinn á Haferninum v/ð Vísi i morgun.
Síldarflutningaskipið Haförninn, sem lagði upp frá Siglufirði í fyrradag áleiðis til Englands, til þess að sækja olíu fyrir Norðurlandshafnirnar, er nú fastur í ísnum norður af Melrakkasléttu.
Skipið er þar í stórri vök, en ísinn er mjög þéttur austur með landinu og algjörlega ófær skipum eins og er. Vísir ræddi í morgun við Sigurður Þorkelsson, skipstjóra á Haferninum og sagði hann að ísinn virtist heldur hafa þétzt austur með. Þeir biðu þarna í 15 km langri og 5 km breiðri vök, sem Tryggvi Helgason, flugmaður hefði vísað þeim á í gærkvöldi, þegar hann flaug yfir á vél sinni. Er hún heldur stærri en sú vök, er þeir biðu í allan daginn í gær.
Sigurður kvað það mjög bagalegt að skipið kæmist ekki áfram til Englands, þar eð beðið væri eftir þessum olíufarmi á höfnum norðanlands, en þar er víða olíulaust að verða.
— Við erum hérna, sagði Sigurður, og getum ekki annað. Það er ógjörningur að komast neitt austur á bóginn, ísinn virðist vera miklu þéttari en hann var. Hins vegar er hann heldur gisnari vestan við vökina.
— Þessi vök er skammt undan Melrakkasléttu og nær austur fyrir Rauðunúpa og talsvert vestur fyrir þá. Okkur líður svo sem ágætlega hérna. Við erum með kvikmyndavél um borð og sýnum bíó okkur til dundurs. Það eru gamlar myndir, sem manni þótti gaman að sjá í gamla daga.
— Í gær sáum við gamla mynd með kúrekanum Randolph Scott Við eigum einar fjórar slíkar. Sigurður sagði að lítið hefði sézt af lífi í vökinni þá, aðeins nokkrar hnísur og einn selur í vök þar skammt undan. Nokkrir piltanna fóru út á ísinn í gær, nokkur hundruð metra frá skipinu, en annars sagði Sigurður að engar ferðir yrðu farnar út á ísinn, nema þá spölkorn frá skipinu. Veður er nú hvasst þar nyrðra NNV 5—6 vindstig.
Sigurður Þorsteinsson
Þessi mynd fylgdi viðtalinu
Það var tunglbjart, þegar leið á kvöldið, en tunglsljósið leynir svolítið ísnum. Við keyrðum því óvart á stakan jaka, á dálítilli ferð og það kom smá rifa á skipið á bóginn, stjórnborðsmegin. Hún var langt ofan við sjómál og aðeins smávægileg.
58. árgangur 1968, 76. Tölublað, Blaðsíða 5
Söguleg sigling út Eyjafjörð
— Spjallað við skipstjórann á Haferninum, Sigurð Þorkelsson.
Við náðum tali af Sigurði Þorkelssyni, skipstjóra á Haferninum, þar sem hann var staddur á Siglufirði í gær eftir sögu lega siglingu út Eyjafjörð í gegn um íshroðann, en Haförninn hefur bjargað Norðurlandshöfnum með olíu, og sigldi síðastur skipa fyrir Horn á dögunum, til þess; að færa Akureyringum bensín og olíu.
— Þetta var erfið sigling út Eyjafjörð og einkum þó inn á Siglufjörð.
Við mættum ísnum strax og kom út fyrir Svalbarðseyri um kvöldmatarleytið. Við höfðum það þó í gegn um ísspangirnar, með því að fara hægt í þær.
— Það er talsverður ís á Eyjafirði, sagði Sigurður, en það eru þó alls staðar vakir inn á milli og fært á stærri skipum, en þó alls ekki nema í björtu.
— Átti Drangur ekki að fara í kjölfar ykkar út Eyjafjörð? Hann átti að leggja af stað í morgun, en ég myndi segja að það væri mjög óráðlegt fyrir þá að leggja út á fjörðinn, og þýðingarlaust, eins og ástandið var.
— Hefðu önnur olíuskip komizt þessa leið fyrir Horn eins og þið?
— Ég veit það ekki. Ég efast þó um það. Þetta skip er sérstaklega styrkt til siglinga í is.
— Hvert haldið þið svo frá Siglufirði?
— Það verður mjög erfitt að komast út Siglufjörðinn. Ísinn er orðinn mjög þéttur á firðinum.
— En við höfum hugsað okkur að komast austur fyrir Sléttu og síðan til Englands.
— Siglingaleiðin mun vera nokkuð hrein, austur með landinu.
— Við ætlum að sækja gasolíu til Englands og vonumst til að vera komnir aftur þann 12. til Akureyrar. — Þá vonum við líka að ísinn verði farinn frá.
***************************************
55. árg., 1968, 70. tölublað, Blaðsíða 32
52. árgangur 1968, 69. Tölublað, Blaðsíða 16
LÍTIL HREYFING Haförninn ER A ISNUM ætlar að reyna vesturleiðina…………….
*****************************************
55. árg., 1968, 71. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn undir Þórðarhöfða
ER Mbl. hafði samband við fréttaritara sinn á Haferninum í gærkvöld lá skipið undir Þórðarhöfða í Skagafirði.
Hafði Haförninn haldið vestur með Norðurlandi í gær, allt til Húnaflóa, en þá fór að hvessa af norðaustri. Þar sem íslaust var á allöngu svæði úti fyrir Norðurlandi gerði kviku og gat sigling því verið hættuleg. Hélt Haförninn því til baka aftur og lagðist undir Þórðarhöfða og lá þar í logni í gærkvöldi. Skammt frá Haferninum var togarinn Hafliði frá Siglufirði.
***************************************
Morgunblaðið - 07. apríl 1968
55. árg., 1968, 72. tölublað, Blaðsíða 32
Ísinn þéttist
LÍTIL breyting hefur orðið á ísnum, að því er Veðurstofan tjáði Mbl. í gær.
Hann hefur þó víða losnað aðeins frá landsteinum, en aftur á móti þétzt á siglingaleiðum.
Í skeyti frá Laxá laust fyrir klukkan tólf í gær sagði, að skipið væri statt um 11 sjómílur ASA af Hvalbak, og lægju tvær ísspangir frá Hvalbak, önnur frá norðvestri til suðausturs, en hin frá vestri til austurs. Ekki sást fyrir endann á ísspöngunum. Klukkan 7 í gærmorgun héldu Haförninn og Hafliði af stað í vesturátt og ætluðu skipin að freista þess að ná fyrir Horn.
Um hádegisbilið voru skipin á siglingu á Húnaflóa. Þar var þá mikill ís, en grisjóttur og gekk sigling vel.
55. árg., 1968, 73. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn er nú laus úr ísnum og siglir áleiðis til Englands.
Þegar þessi mynd var tekin var Haförninn fastur í ísnum 6 sjómílur vestur af Rauðanúp, og fengu fjórir skipverjanna sér þá heilsubótargöngu út á ísinn.
<-------
Ljósm. Mbl.: Steingrimur. - Sama mynd stærri, ofar.
55. árg., 1968, 74. tölublað, Blaðsíða 32
Hrefna í ísvök Hrefna (?) stingur höfðinu upp úr einni vökinni milli hafísjakanna fyrir norðan land.
Steingrímur Kristinsson timburmaður, á Haferninum, festi hana umsvifalaust á filmuna.
<--------
Mikið var af hrefnum, höfrungum og selum á ísnum, er Haförninn var að brjótast þar í gegn, en enga ísbirni sáu skipverjar.
58. árgangur 1968, 112. Tölublað, Blaðsíða 1
Fjögur skip föst í ís á Húnaflóa
— Flugvél fór i morgun til að leiðbeina þeim
— ísinn þéttist enn fyrir norðan
Fjögur skip eru enn föst í ísnum á Húnaflóa: Anna Borg, Helgafell, Harðbakur og færeynsku flutningaskip, og fór leiguflugvél frá Landhelgisgæzlunni kl. 9 í morgun til að reyna að leiðbeina skipunum út úr ísnum.
Ekki var vitað þegar blaðið fór i prentun i hvernig skipunum gengi.
Ísinn við strendur Norðurlands virðist enn þéttast að landinu, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar í morgun, en flugvél fór í gær til að kanna ísinn og hjálpa skipunum sem föst voru í ísnum á Húnaflóa. Tókst þá að hjálpa þremur skipum vestur fyrir Horn, en það voru Haförninn, Arnarfell og danskt flutningaskip.
Mjög litlar breytingar virðast vera á ísnum dag frá degi, en þó rekur hann til með sjávarföllum. Sigling er mjög erfið sem stendur við Norðurland og hafa engar hafnir opnazt……………………………..
Árið 1969
Morgunblaðið - 07. janúar 1969
56. árg., 1969, 4. tölublað, Blaðsíða 5
Jólahátíð um borð í Haferninum, jólin 1968
56. árg., 1969, 70. tölublað, Blaðsíða 28
Lestaði síldarlýsi í Raufarhöfn
Raufarhöfn, 24. marz.
HAFÖRNINN lestaði í gær til útflutnings 2500 tonn af síldarlýsi, sem voru eftirstöðvar af síldarframleiðslu Síldarverksmiðju ríkisins hér á Raufarhöfn frá árinu 1967 og 1998. — Skipið fór héðan til Siglufjarðar og tekur þar fullfermi.
— Ólafur.
***************************
Sjómannadagsblaðið - 1969 í júní
32. Árgangur 1969, 1. Tölublað, Blaðsíða 1
Haförninn úti á síldarmiðum að lesta úr tveimur veiðiskipum. Myndina tók Peter Brady, brezkur blaðamaður hjá Fishing News International.
Íslendingur - Ísafold - 20. september 1969
54. og 94. árgangur 1969, 50. tölublað, Blaðsíða 1
ókunnur ljósmyndari
59. árgangur 1969, 207. Tölublað, Blaðsíða 1
Flytur 80 heitt vax
í stað síldar Haförninn i sérstæðum flutningum á fljótandi vaxi
■ Skipverjar á síldarflutningaskipinu Haferninum mega heldur betur fara að hita upp tankana, eftir að hafa beðið með þá kalda eftir síldinni norður i hafi.
Skipið er nú á leið til Philadelphiu í Bandaríkjunum, þar sem það á að lesta 3 þúsund tonn af 80° heitu parafínvaxi. Vaxið er flutt fljótandi og verður að halda þessu hitastigi í tönkum skipsins alla leiðina til Hamborgar, þar sem vaxinu verður dælt á land. Skipið gegnir þessum flutningum á vegum A. P. Möller, en umboðsmaður þeirra hér er Þorvaldur Jónsson, skipamiðlari.
— Skipið var í flutningum á vegum þessa sama fyrirtækis í allan fyrravetur og fram á vor, þegar það var kallað heim til þess að hafa það tilbúið fyrir síldarflutninga.
Skipið fór aðeins eina ferð norður í höfin á síldarslóðir og flutti þaðan nokkur tonn af loðnu, en síld hefur ekki komið þar um borð f sumar.
Athugasemd varðandi hvarf síldarinnar, það er engin síld, til að flytja fyrir Haförnin -Um 600 tonnum af loðnu var dælt um borð, en það hefði betur ekki verið gert, þar sem var loðnan nánast sull er komið var í höfn. Í fyrstalagi vegna þess að loðnan hafði verið lengi um borð í veiðiskipunum, og svo bið á miðunum eftir meira magni, svo mikið sull, nánast fljótandi þunn súpa, og ekki talið ráðlagt að nota hina hefðbundnu aðferð til að landa. Og síðan það alvarlega, dælur skipsins sem nota átti til að dæla síldinni frá borð, eins og olíu er dælt, en síur við dæluopin stífluðust og hætt við, en nokkra dags tók að hreinsa "óþerrann" og marga daga tók að losa skipið og hreinsa skipið.
Þessi athugasemd er ekki staðfest sem 100% rétt, en þar sem ég var kominn í frí og ekki á vettvöngum þessa loðnuævintýri, þá hefi ég þetta eftir, sem kallað er "Götubylgjunni"
Morgunblaðið - 27. september 1969
56. árg., 1969, 211. tölublað, Blaðsíða 7
´´´´´´´´´´´´´´´´Haförninn fór frá Siglufirði 21. þ.m. til Philadelphia……………..
**************************************
Íslendingur - Ísafold - 01. október 1969
54. og 94. árgangur 1969, 53. tölublað, Blaðsíða 5
……………Flytur vax
Síldarflutningaskipið Haförn inn, eign SR, hefur nú verið leigt til flutninga á vaxi frá Philadelphiu í Bandaríkjunum til Hamborgar. Er vaxið 80 stiga heitt parafínvax og verður að halda þessu hitastigi á leiðinni svo það storkni ekki. Flytur Haförninn 3 þús. tonn í einu……………………
Morgunblaðið - 21. október 1969
56. árg., 1969, 231. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn í árekstri við A-þýzkt skip
— Leki kom að þýzka skipinu — Áhafnir ekki í lífshættu
Í einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP-fréttastofunni seigir, að talsverður leki hafi komið að austur-þýzka skipinu, og það hafi reynt að ná til vesturhluta Emslónsins, en tvö björgunarskip og að m.k. einn dráttarbátur voru á leið út að skipinu til aðstoðar. Segir ennfremur að skemmdir á Haferninum hafi verið óverulegar´
Sveinn Benediktsson formaður stjórnar Síldaverksmiðja ríkisins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að samkvæmt símtali við Stefán Nikulásson skipstjóra á Haferninum þá var þoka er áreksturinn varð.
Enginn af áhöfnum skipanna var í lífshættur.
Farmur skipsins er fljótandi vax (parafin) er óskemmdur, en hann er sóttur Philadelpi í Bandaríkjunum og er skipið á leið til Hamborgar.
Stefni Hafarnarins laskaðist; skipið þó ferðafært og hélt áfram til Hamborgar og er áætlað að það verði þar í fyrramálið, (þriðjudag)
Áreksturinn varð út af Vestur frílandseyjunni Amerland, sem tilheyrir Hollandi.
Ath. Meðfylgjandi mynd af þýsks skipinu var ein svört klessa, þar sem afritun „timarit.is“ sést móta fyrir síðunni á bakhliðinni einnig. „Myndin“ hér er aðeins greinilegri, ekki tókst mér að gera betur.
Morgunblaðið - 01. nóvember 1969
56. árg., 1969, 241. tölublað, Blaðsíða 2
Tjón á Haferninum metið á aðra milljón
VIÐGERÐ á Haferninum, sem lenti í árekstri í svartaþoku úti fyrir Eibuósum við austur-þýzka skipið Ralswiek frá Rostock hinn 20. október síðastliðinn, lauk í Hamborg í gær.
Mun skipið hafa haldið frá Hamborg í gærkveldi en það er ráðið til þess að annast flutninga milli Danmerkur og Svíþjóðar og fer það tvær ferðir. Sveinn Benediktsson, stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, sem eiga skipið, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að útgjöld við viðgerð og töf séu á aðra milljón króna.
Talið er að skemmdir á hinu austur-þýzka skipi séu mun meiri, en að því kom mikill leki við áreksturinn og fylltist m.a. ein lest skipsins af sjó. Sveinn kvað óákveðið hvert verkefni skipið fengi, er flutningunum milli Svíþjóðar og Danmerkur lyki.
Morgunblaðið - 01. nóvember 1969
56. árg., 1969, 241. tölublað, Blaðsíða 2
Tjón á Haferninum metið á aðra milljón
VIÐGERÐ á Haferninum, sem lenti í árekstri í svartaþoku úti fyrir Elbuósum, við austur-þýzka skipið Ralswiek frá Rostock hinn 20. október síðastliðinn, lauk í Hamborg í gær.
Mun skipið hafa haldið frá Hamborg í gærkvöldið en það er ráðið til þess að annast flutninga milli Danmerkur og Svíþjóðar og fer það tvær ferðir.
Sveinn Benediktsson, stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, sem eiga skipið, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að útgjöld við viðgerð og töf séu á aðra milljón króna. Talið er að skemmdirnar á hinu austur-þýzka skipi séu mun meiri, en að því kom mikill leki við áreksturinn og fylltist m.a. ein lest skipsins af sjó. Sveinn kvað óákveðið hvert verefni skipið fengi, er flutningunum milli Svíþjóðar og Danmerkur lyki.
Alþýðublaðið - 25. nóvember 1969
50. árgangur 1969, 259. Tölublað, Blaðsíða 4
Skipafréttir.
Þriðjudag. 25. nóv. 1969.
Haförninn er í olíuflutningum milli Austur-Þýzkalands og Danmerkur.
**************************************
Alþýðublaðið - 21. nóvember 1969
50. árgangur 1969, 256. Tölublað, Blaðsíða 4
21. nóv. 1969. Haförninn er í Aalborg.
**************************************
Alþýðublaðið - 25. nóvember 1969
50. árgangur 1969, 259. Tölublað, Blaðsíða 4
Haförninn er í olíuflutningum milli Austur-Þýzkalands og Danmerkur.
**************************************
Alþýðublaðið - 03. desember 1969
50. árgangur 1969, 265. Tölublað, Blaðsíða 4
HAFÖRNINN er í Uddevailla
Árið 1970
Tilkynning til dagblaða
Skemmdir á Haferninum.
SÍLDARFLUTNINGASKIP
Síldarverksmiðja ríkisins, ms. Haförninn, átti að ganga undir 12 ára flokkunarviðgerð (klössun) í þessum mánuði. Ákveðið var, að viðgerðin færi fram í Bremerhaven. Við skoðum á Skipinu þar kom í ljós, að tankar skipsins og skilrúm þurfa að endurnýjast að mestu leyti vegna tæringar á járnplötum, bitum og böndum. Er áætlaður kostnaður við þessa endurnýjun og viðgerð um 40 miljónir króna. Þar við bætist kostnaður við flokkunarviðgerð skipsins að öðru leyti.
Þessi óvænti kostnaður við endurnýjun tankanna og skilrúmanna er svo mikill, að óvíst er, hvort þessi viðgerð og flokkun svari kostnaði , því að skipið myndi vart verða seljanlegt eftir viðgerðina fyrir þá upphæð er kostnaðinum næmi.
Hefur því verið hætt við flokkunarviðgerðina að svo stöddu og skipinu siglt til heimahafnar þess á Siglufirði. Er nú beðið átekta með skipið, þar til ákvörðun verður teekin um hvort flokkunarviðgerðin verði látin fara fram, eða skipið selt ínúverandi ástandi.
Svo sem kunnugt er, þá þurfa skip, að ganga undir flokkunarviðgerð á vissu árabili. Ms. Haförninn hefur verið í Norsk Veritas flokkunarfélaginu, og þar sem skipið er nú orðið 12 ára gamalt, þarf að gang a undir 12 ára flokkun til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru af flokkunarfélaginu, en við þau skilyrði eru bundin siglingaleyfi og vátrygging skipsins. Standist skip ekki flokkun, fellur þessi réttur niður, en unt er að fá siglingaleyfi um takmarkaðan tíma. Bíður það ákvörðunar stjórnar Síldarverksmiðju ríkisins, hvort það verður reynt.
Þegar kaupin voru gerð hafði skipið komið úr 8 ára flokkunarviðgerð fyrir einum mánuði.
Síldarverksmiðju ríkisins fengu norskt skipaverkfræðingafirma til að skoða skipið fyrir sína hönd áður en kaupin voru gerð.
Engir óeðlilegir gallar komu fram, hvorki við 8 ára flokkunina né við þessa skoðun.
Skipið er byggt í Haugasundi árið 1957. Stærð þess er 3700 tonn d.w. og vél 2100 (ha. Burmeisber og Wains dísilvél. Skipið lestar 3400—3i5O0 tonn og ganghraði þess er 12 sjómílur á klukkustund. Áhöfn skipsins hefur verið 22 menn.
Kaupverðið var 6 miljónir norskar krónur, eða 36.130.00 íslenskar krónur með þáverandi gengi.
Ýmsar breytingar voru gerðar á losunar og lestunartækjum skipsins vegna síldarflutninganna, og kostuðu þær 15,5 miljónir króna.
Skipið reyndist vel sem síldarflutningaskip og flutti á árunum 1966 til 1968 um 82.000 tonn bræðslusíldar til verksmiðjanna. Auk þess var skipið í síldarlýsisflutningum fyrir verksmiðjurnar milli vertíða. Þegar ekki voru verkefni fyrir skipið hjá eigendum, var það leigt til flutninga á gasolíu bensíni, fljótandi vaxi og jurtaolíum.
Á síðastliðnu sumri féllu síldarflutningar niður vegna aflabrests.
Síðastliðinn vetur og vor var skipið í flutningum gasolíu og bensíni, aðallega milli Norðursjávar og Eystrasaltshafna, ennfremur flutti það hvallýsi frá Íslandi til Noregs nú í vor.
Ekki verður fullyrt um ásæður fyrir skemmdum á tönkum og skilrúmum ms. Hafarnarins, en líkur benda til að þær stafi af flutningum Norðmanna, þótt það kæmi ekki fram við 8 ára flokkun, eða skoðun norska skipaverkfræðingafirmans áður en Síldarverksmiðju ríkisins keyptu skipið fyrir fjórum árum, enda munu skemmdirnar mjög hafa ágerst síðan.
(Frétt frá Síldarverksmiðjum ríkisins)
Morgunblaðið - 24. febrúar 1970
57. árg., 1970, 45. tölublað, Blaðsíða 14
Peningum stolið úr skipi
FYRIR helgina var brotizt inn í Haförninn, sem lá í Reykjavíkurhöfn.
Úr káettu stýrimanns var stolið seðlaveski með 10 þús. kr. í peningum.
Málið er í rannsókn
-------------
Ekki þekki ég til þessa máls, þar sem ég var ekki skráðu á skipið á þessum tíma var
Haförninn nýfarinn frá Siglufirði til Reykjavíkur í söluferli skipsins.
Steingrímur
Árið 1971
Mánudagsblaðið - 22. febrúar 1971
23. árgangur 1971, 6. Tölublað, Blaðsíða 1
Sveinn Ben, og „Haförninn“
Kostar 40 miljónir að standsetja skipið? — Bundið í höfn í óratíma.
— Vegna fjölda bréfa og fyrirspurna um hið raunverulega ástand flutningaskips Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, Hafarnarinnar, þá langar blaðið aðeins að fá sannleikann. Ýmsar dylgjur, sem voru i bréfunum, hafa verið teknar í burtu, því hér er ekki verið að ráðast á sérstakan mann, þó ekki verði hjá komizt að beina spurningum til fyrirsvarsmannsins. Nú virðist að hér sé ekki allt með felldu og mál til komið að hreinsa til.
STJÓRNLEYSI Það er óhætt að fullyrða, að fádæma stjórnleysi hefir ríkt hjá Síldarverksmiðjum ríkisins um langt árabil og er þar fyrir máske um að kenna stjórnarformanninum Sveini Benediktssyni, sem vegna embættis síns er allsráðandi.
ÞOKKALEG SÖLULAUN Fyrir nokkrum árum, á meðan síldin var og hét, þá var ákveðið að kaupa flutningaskip, til þess að flytja síldina austan úr hafi til að sækja síldina austan úr hafi. Í boði voru 2 minni skip, nýleg og á allgóðu verði.
Ennfremur 1 skip nokkuð stærra, sem S. B. stjórnarformaður hafði að sögn söluumboð fyrir.
Flestir stjórnarmenn S.V.R. voru þeirrar skoðunar að kaupa bæri fyrrgreind 2 skip, en Sveinn Benediktsson var nú aldeilis ekki á þeim buxunum. Skip Sveins var því keypt, þrátt fyrir alla galla, sem litill gaumur var gefinn. Sölulaun Sveins voru smá kr. 3.2 milljónir að sögn.
TÆRÐIR GEYMAR. Sveinn fór með einn mann með sér til þess að skoða skipið; það er að segja þeir fóru aldrei niður í geyma skipsins, sem síðar kom í Ijós að voru stórkostlega tærðir eftir einhvern lög, sem fluttur hafði verið í geymunum.
SÉRFRÆÐINGAR EÐA EKKI Þegar farið var að ræða um hina stóru galla á skipinu í blöðum bæjarins, þá var Sveinn fljótur að segja að þeir hefðu fengið 2 sérfræðinga frá Noregi til að skoða skipið, en því miður komu þeir aldrei að sögn vélstjóra þeirra, sem á Haferninum voru.
Sveinn mun hafa verið á öðru máli.
40 MILLJÓNIR Mál þetta er forvitnilegt og ætti að falla undir opinbera rannsókn, svo að loftið yrði hreinna og hið sanna fengist fram. Nú spyrja menn hvað lengi á „Haförninn" að liggja hér við bryggju og ekkert er gert. Það mun kosta um 40 milljónir að gera við skipið, en naumast mun kaupandi fáanlegur að því, fyrir það verð.
---------------------------------------------------
Athugasemd mín, Steingríms.
Nú við þessi skrif „Mánudagsblaðsins.“ Skrif sem ég hafði ekki áður lesið fyrr en nú árið 2025 er ég nú skrifa.
Ég var Timburmaður á Haferninum, árið 1966 er skipið varð eign okkar íslendinga, og allt til ársins 1969, árið sem síldin hvarf.
Þau eru nokkur hundruð skiptin sem ég og aðrir undirmenn á Haferninum lentu í því að vinna við hreinsun á tönkum skipsins, meir að segja við að skafa sand og annað rusl í tankabotnum sem oft kom með olíu og og bensíni (ekki eftir matarolíu farma), krjúpandi á hnjánum, bursta og skafa og sópa vandlega botna og veggi þilja, styrktarbita sem við kölluðum "hillur" en þar safnaðist einnig sandur og rusl. Sérstaklega var það er skipt var um farm tegundir, til dæmis frá svartolíu til matarolíu
Og aldrei urðum við varir við neina tæringu á botni eða öðru sem lýst var eftir að skipið hætti síldarflutningum. Það skal þó tekið fram að einu sinni kom örlítil rifa á eina leiðslu í tanka, þar sem við giskuðum á að hefði verið eftir löndunardragara sem hefð slegist óvart í við síldarlosun. Sama var um dekk og skipshliðar sem við bæði skröpuðum gamla málningu og máluðum að nýju.
Og tvisvar er Haförninn var í þurrdokk erlendis skoðaði ég botninn, óbeint af forvitni.
Og nokkuð er ég viss um að höfundur nefndrar greinar, hefur verið í aðalatriðum skrifað hreina þvælu, ekki síst vegna marg endurteknar upphrópanir í greininni.
Til dæmis og… „Ýmsar dylgjur“ – „að sögn“ – „þrátt fyrir alla galla“ – „sem síðar kom í Ijós að voru stórkostlega tærðir“
Það er hvergi getið heimilda, aðeins hugarburður og eitthvað sem hann vonast er til að auki sölu blaðsins.
Mín skoðun, álit og fullyrðingar.
Morgunblaðið - 25. febrúar 1971
58. árg., 1971, 46. tölublað, Blaðsíða 15
55. árgangur 1971, 48. Tölublað, Blaðsíða 3
Sveinn Ben. Í meiðyrðamál við Agnar Bogason
EJ—Reykjavík, föstudag.
Í grein í Morgunblaðinu í gær boðar Sveinn Benediktsson, stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, að hann muni höfða mál á hendur Agnari Bogasyni, ritstjóra og eiganda Mánudagsblaðsins, fyrir grein, sem birtist í Mánudagsblaðinu um kaup Síldarverksmiðja ríkisins á Haferninum. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Sveinn, að í Mánudagsblaðinu séu bornar á hann eftirtaldar sakir:
„1) að ég hafi keypt skipið þvert ofan í óskir og vilja flestra í stjórn inni,
2) að ég hafi farið til útlanda að skoða skipið áður en það var keypt, með manni, sem ég hafi tekið með mér,
3) að þetta hafi engin skoðun verið, að sögn vélstjóra skipsins,
4) að ég hafi haft skipið í umboðssölu,
5) að ástæðan fvrir því að ég hafi keypt skipið f.h. Síldarverksmiðja ríkisins þrátt fyrir mótstöðu flestra í stjórninni, hafi verið sú, að ég hafi fengið „þokkaleg sölulaun", kr. 3,2 milljónir fyrir vikið.“
Sveinn vísar þessum ásökunum síðan á bug, og segir í lok greinarinnar:
„Til frekari áherzlu og til þess að Agnar fái verðskuldaða hirtingu fyrir rógburð sinn og álygar í minn garð, mun ég höfða meiðyrðamál á hendur honum og krefjast þess að niðrandi ummæli hans um mig verði dæmd dauð og ómerk, hann sektaður og mér dæmdar bætur fyrir þessa hvatvíslegu árás.
Mánudagsblaðið - 01. mars 1971
23. árgangur 1971, 7. Tölublað, Blaðsíða 1
52. árgangur 1971, 139. Tölublað, Blaðsíða 3
Með þessari fyrirsögn fylgdu skrif um málið, en textinn í blaðinu er ekki vel tæknilega læsilegur, en inniheldur smáatriði sem eru samsvarandi og Tíminn skrifar hér ofar um málið.
ÞJÓÐVILJINN SKRIFAR
í sambandi við Svein Ben., Haförninn og Mánudagsblaðið:
,,Og út af þessu segist Sveinn ætla í meiðyrðamál til þess, að ritstjóri Mánudagsblaðsins fái verðskuldaða hirtingu fyrir rógburð sinn og álygar", eins og Sveinn kemst að orði.
Mætti þó ætla, að Sveinn væri saddur málaferla, en svo virðist ekki vera.
Hinu má bæta við, að forvitnileg gætu orðið réttarhöldin í þessu nýja meiðyrðamáli
— Kannski kæmi eitthvað fleira á daginn, en stefnandi vill vera láta“
Vísir 17. Júlí 1971
Hver vill kaupa skip?
Haförninn til sölu.
Haförninn hefur nú um langa hríð legið í Reykjavíkurhöfn án þess að landfestar hafi verið leystar. „Við höfum verið að reyna að selja skipið“, sagði Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins í viðtali við Vísi. „Samningar hafa samt ekki tekizt ennþá.
Við höfum rætt við Ítali og sú síðast Hollendinga, þrátt fyrir að ekki hafi orðið af kaupunum. Olíumarkaðurinn er svo langt niðri núna, að það er erfitt að selja svona skip“. Sigurður sagði, að Haförninn ætti nú fyrir höndum að fara í tólf ára flokkunarviðgerð eða klössun, sem kostar eflaust mikið fé. „Við viljum selja skipið, áður en sú viðgerð fer fram", sagði Sigurður. „En ekki hefur ennþá verið samið um söluna við einn eða neinn svo að skipið er falt“.
— ÞB
58. árg., 1971, 176. tölublað, Blaðsíða 28
Haförninn seldur til Ítalíu
Í þessari viku eru væntanlegur hingað fulltrúi frá ítölsku skipasmíðastöðinni „Etrusca" til að ganga frá kaupum á Haferninum, flutningaskipi Síldarverksmiðja ríkisins. Hefur Haförninn ekkert verið notaður sl. ár — lá fyrst á Siglufirði, en hefur verið í Reykjavík síðan um áramót.
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, sagði í viðtali við Mbl., að frá því í fyrra hefði skipið þurft að fara í svokallaða 12 ára flokkunarviðgerð, en slík viðgerð væri mjög dýr, og þar sem ekki væru verkefni fyrir skipið hér síðan síldveiðarnar brugðust, hefði verið ákveðið að selja það í því ástandi, sem það er nú.
Hafa samningaviðræður við Ítalina verið nokkuð lengi á döfinni og kemur fulltrúi frá skipasmíðastöðinni hingað einhvern næstu daga til að ganga frá kaupunum.
Sagði Sigurður að söluverð skipsins hefði verið miðað við 120 þúsund dollara, eða rúmar 10 milljónir króna. Haförninn, sem er 3700 tonn, var byggður i Noregi árið 1957 en keyptur hingað til lands í ágúst 1966. „Þá kom skipið sér mjög vel,“ sagði Sigurður, „því þá var síldin sótt til Jan Mayen og jafnvel norðar. Var skipið notað til síldarflutninga sumrin 1966, ’67 og ’68 en var á veturna í lýsisflutningum og ýmsum öðrum flutningum. Eftir það hefur ekki verið nein síld og skipið því verið í ýmsu, m.a. leigt til gasolíuflutninga í Norðursjó."
Sigurður sagði að skipasmíðastöðin á Ítalíu hygðist gera við skipið og nota það síðan til flutninga á Miðjarðarhafi. Þar sem ekki væri endanlega gengið frá kaupunum hefði enn ekki verið ákveðið hvort islenzk áhöfn siglir skipinu héðan eða hvort skipasmíðastöðin sendir áhöfn til að sækja það.
**************************************
Morgunblaðið - 15. ágúst 1971
58. árg., 1971, 181. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn undir ítölskum fána í dag
1 FYRRADAG var gengið frá samningum um sölu Hafarnarins til ítalskra aðila og var söluverð skipsins 120 þús. dollarar. Sigurður Jónsson forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær og skipið myndi sigla í dag frá Reykjavik til Ítalíu undir ítölskum fána, og i gær átti að setja ítalskt nafn á skipið.
Á siglingunni til Ítalíu verða Skipstjóri, vélstjóri og loftskeytamaður íslenzkir, en aðrir í áhöfninni verða Ítalir.
*****************************************
Ath. Neðst á þessari síðu, eru upplýsingar sem ég hefi aflað um skipið; fyrrverandi Haförninn, með aðstoð gervigreindar.
Steingrímur
36. árgangur 1971, 183. tölublað, Blaðsíða 10
SMÁNARVERÐ?
Mér hefur borizt til eyrna, að Síldarútvegsnefnd, eða þeir, sem ráða yfir hinu glæsilega skipi Haferninum, séu að selja hann úr landi fyrir sáralitla peninga, þ.e.a.s. að skip, sem myndi kosta um 200 milj. kr. nýtt, eigi að seljast fyrir um eða yfir 10 milj, kr.
Væri ekki rétt að athuga það gaumgæfilega hvort nota mætti þetta skip á íslandi, til dæmis sem vöruflutningaskip, með því að taka úr því dælurnar, eða þá hreinlega taka ofan af því og nota það til þess að flytja loðnuna í verksmiðju, eins og ég hefi heyrt, að Norðmenn geri. Í von um að þetta verði tekið til athugunar, allri þjóðinni til heilla.
— Með þökk fyrir birtinguna. — Sjómaður.
Ennfremur hefur blaðinu borizt önnur fyrirspurn varðandi sölu Hafarnarins og er hún svohljóðandi: „Hvernig stendur á því, að síldarflutningaskipið Haförninn var selt fyrir 120 þúsund dollara til sömu aðila og fyrir 6 mánuðum buðu fyrir hann 330 þús, dollara.
Hvað varð um mismuninn? Var beðið af ásettu ráði?
Þjóðviljinn bar þessar fyrirspurnir fram fyrir Sigurð Jónsson, framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins, og fyrsta svarið sem hann fékk var hressilegur hlátur, og síðan sagði Sigurður, að enginn hefði boðið 330 þúsund dollara fyrir skipið.
Söluverðið, sem er réttilega tilgreint í síðari fyrirspurninni, 120 þúsund dollarar, var að sögn hans, það hæsta, sem hægt var að fá fyrir skipið.
Allt frá áramótum hefur verið kannað gaumgæfilega, hvað heppilegast væri að gera við Haförninn, og ýmsar leiðir verið kannaðar í því sambandi, og þetta var talin sú bezta. Það voru ítalskir aðilar, sem keyptu Haförninn, og mun vera ætlun þeirra að gera hann upp.
55. árgangur 1971, 185. Tölublað, Blaðsíða 16
ENGINN GRUNDVÖLLUR VAR FYRIR REKSTRI HAFARNARINS
ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Blaðinu hefur borizt bréf frá sjómanni, sem spyr hvort sala Hafarnarins úr landinu hafi ekki verið fljótfærnisleg, sérstaklega þegar tekið er tillit til hins lága söluverðs skipsins. Sjómaðurinn spyr ennfremur, hvort ekki hafi borgað sig að breyta Haferninum í vöruflutningaskip, með því að taka úr honum dælurnar, eða þá að taka hreinlega ofan af skipinu og nota það til að flytja loðnuna í verksmiðjur, eins og hann hafi heyrt, að Norðmenn gerðu.
Í tilefni þessa bréfs höfðum við samband við Síldarverksmiðjur ríkisins og spurðum um ástæðuna fyrir því að Haförninn var seldur úr landi og fyrir svo litla upphæð (10 millj. kr.).
Fengum við það svar, að strax í vetur hefði það verið athugað, hvort ekki borgaði sig að breyta Haferninum, þannig að hann gæti orðið flutningaskip, eða þá flutt loðnu af miðunum, og hefði Hjálmar R. Bárðarson annazt þessa athugun.
Kom í ljós, að alltof dýrt var að breyta skipinu, og að auki voru engin verkefni fyrir Haförninn hér á landi.
Var því ekkert að gera annað en að selja skipið úr landi.
Sem kunnugt er var skipið selt til Ítalíu og hélt það þangað í síðustu viku undir ítölskum fána.
Árið 1972 og auka vitneskja um "Haförninn" árið 1979
Árið 1979 var ég á siglingu um borð í flutningaskipin Hvalvík á Miðjarðahafi, á leið til hafnarborgarinnar Split í Júgóslavíu (Nú Króatíu) -
Ég var á vakt uppi í brú ásamt skipstjóranum Guðmundi Arasyni og fleirum. Ég var úti á brúarvængi bakborðsmegin, í glampandi sól og blíðu með sjónauka að virða fyrir mér skipin sem við vorum oft að mæta. Allt í einu kipptist ég við er ég sá hvítmálað skip sem ég á augabragði þekkti. Þetta var gamla skipið mitt Haförninn. Ég kallað í snati á skipstjórann og rétti honum sjónaukann. Vá sagði hann og brosti blítt, hann sem einnig hafði verið á Haferninum, bæði 1. stýrimaður og skipstjóri- fleiri fóru út á brúarvæng til að skoða en enginn þeirra þekkti skipiði eins vel og við Guðmundur. Guðmundur bað loftskeytamanninn að kalla á skipið sem hefði verið að mæta gula skipinu okkar rétt í þessu, Nafn skipsins sást ekki, þar sem málning hafði flettst af yfir nafninu. Ekkert svar barst, og ég of seint fattaði á ná í myndavél mína sem ég var ávalt nærri, en bið á milli skipanna orði of langt, auk þess að aðeins sást í afturendann á því é í kom aftur á brúarvænginn með myndavélina. Þannig að "Haförninn" var enn á lífi, það gladdi okkur.
Árið 2025
Ég spurði ChatGPT, gervigreind:
Spurning: um Íslenska síldar og olíuflutningaskipið Haförninn sem seldur var til Ítalíu "...í viðtali við Morgunblaðið (15. ágúst 1971) í gær og skipið myndi sigla í dag frá Reykjavik til Ítalíu undir ítölskum fána, og i gær átti að setja ítalskt nafn á skipið“.
Ég, Steingrímur veit "allt" um Haförninn fyrir þennan tíma, var þar um borð sjómaður árin 1966 – 1969.
Árið 1979, þá sjómaður á fraktskipi á siglingu á Miðjarðarhafi, mætti skip mitt Hvalvík, sem ég og skipstjórinn sem báðir höfðu verið á Haferninum, töldum okkur þar þekkja gamla skipið okkar, hvítmálað og nokkuð breytt en þekktum að okkar mati.
Vegna málningar galla eða óhreininda yfir nafni skipsins, gátum við ekki lesið nafn þess en fáninn var ítalskur.
Við reyndum að ná talstöðvar sambandi, en fengum ekki svar.
Spurningin er hvort þú getir grafið upp nafn þessa skips X Haförninn og sögu þess undir Ítölskum fána.
Kaupandi skipsins var ítölsk skipasmíðastöð að nafni „Etrusca" Einnig væri gott ef hægt væri að finna kaupverðið, en tvennar sögur fara um það hér heima á Íslandi
ChatGPT svaraði:
Það lítur út fyrir að upplýsingarnar þínar stemmi vel — það þekkist skrá yfir skipslögnina: Haförninn, sem áður hét Lønn, seldist árið 1971 til ítalska félagsins Etrusca SpA di Navigazione í Róm. Undir ítölskum fána var skipið síðan nefnt Vallombrosa shipspotting.com.
Samantekt á ferli skipsins:
Upphaflega byggt 1957 í Haugesund, Noregi, og hét þá Lønn. Síðar selt til Íslands og nefnt Haförninn, notað af Síldarverksmiðjum ríkisins sem olíuflutningaskip shipspotting.com.
1971 seldist skipið til Etrusca SpA di Navigazione, Róm, og fékk nýtt nafn: Vallombrosa, með ítölskan fána shipspotting.com.
1986 var það rifið (scrapped) í Ólbíu (Olbia), Ítalíu shipspotting.com.
Til samanburðar með minninguna þína úr 1979, virðist mjög líklegt að þið þekktuð eitt og sama skip: hvítmálað, breytt — og auðvitað undir ítölskum fána. Þetta passar töluvert vel við lýsinguna að það hafi verið endurnefnt og perhaps endurnýjað fyrir siglingar undir ítalska stjórn.
Um kaupverð þess og upplýsingar um það
Við skráningar á ShipSpotting.com er engin tilvísun í kaupverðið sjálft shipspotting.com. Það eru hins vegar tvenns konar sögusagnir um verð sem þú nefnir að þú hefur heyrt, en ég fann engar heimildir á netinu (í grundvallar upplýsingaleit) sem upplýsa um kaupverðið.
Upplýsingarnar sem við höfum nú:
Atriði
Upplýsing
Aðalheiti
Haförninn (1971-) → Vallombrosa
Sá sem keypti
Etrusca SpA di Navigazione, Róm
Vörpun (renaming)
Nýtt nafn: Vallombrosa, ítalskur fáni
Afhendun
1986: farið til brotaaðgerðar í Ólbíu, Ítalíu
Kaupverð
Ekki staðfest með áreiðanlegum heimildum hér nú
Hér til viðbótar eru fleii um skipið Vallombrosa, áður Haförninn og þar áður Lønn
Þá er þessi umfjöllum um sídarflutnina tengdum Íslandi, Síldarævintýrinu sem Síldarsafnfræðingar og síldarsögu skrifarar höfðu ekki áhuga á að forvitnast um. Söguna sem Ég taldi vanta. Þarna með þessari gagnasöfnun og eigin þátttöku og vitneskju. Þá hefi ég fengið meiri fróðleik inn í kollinn en mig hefði órað fyrir, vitneskju sem margir hafa ekki hugmynd um.
Til dæmis, það er langt því frá að Siglufjörður hafi ávalt verið í fyrsta sæti hvað löndun og vinnsla síldar. Það eru ekki margir sem vita, að Reykjavík Seyðisfjörður og Siglufjörður náðu til skiptis að landa meiri síldarafla á land. þeir sem lesa þessa 3 (4) kafla um Síldarflutninga & vinnslu síldar komast að mörgu sem þeir ekki vissu fyrir, þar er ég engin undantekning. En að lokun, Þá held ég að í raun að enginn efist um að Siglufjörður átt og á svo sannarleg heiðurinn að hafa verið stærsti og mesti síldar bær í heimi. Ég vona að ég sé ekki að fara fram úr mér. Jú staðreyndin er til, Á siglufirði er eini staður landsins sem heldur utan um minninguna, þar á ég við Síldarminjasafnið á Siglufirði, sem stofnað og af áhugafólki, eingönu i byrjun, og hópurinn lifir
Vitnað í skrif á síðu Síldarminjasafnsins: www.sild.is
Í eftirfarandi kafla er leitast við að segja söguna um það hvernig Síldarminjasafnið varð til. Tala má um nokkuð óvenjulega leið sem farin var með stofnun áhugamannafélagsins, FÁUM, árið 1989 og hvernig framtakssemi þess leiddi af sér eitt stærsta safn á Íslandi sem hefur hlotið margskonar verðlaun og viðurkenningar. Upplýsingar sem hér koma fram byggjast á fundargerðabókum Byggðasafnstjórnar Siglufjarðar, FÁUM og Síldarminjasafnsins - auk reynslu og þekkingar undirritaðs á þessum málum allt frá árinu 1978.
- Skrifað í janúar 2013, Örlygur Kristfinnsson.