Síðar keyptu Þjóðverjinn Heimbert Betke, (síðar nefndur Herbert Pálsson, en Íslensk lög skylduðu hann til að breyta nafni sínu) og kona hans Svava Betke húsið. Betke eins og hann var ávalt kallaður var vinsæl persóna og starfaði sem verkstjóri hjá síldarsöltun Hafliða Hf, -
Betke byggði árið 1959 við norðurenda hússins, eina hæð og kjallara, með aðstoð sonar síns Arnar. (Örra)
Seinna keyptu húsið, Axel Schiöth og kona hans Birgitta Árnadóttir og eftir að þau fluttu úr bænum.
Steingrímur Kristinsson og kona hans Guðný Ósk keyptu húsið árið 1968. Þau létu einangra húsið klæða og með "Garðastáli" og bjuggu þar til 29. ágúst 2012, er þau Guðný og Steingrímur flutti á Dvalarheimilið Skálarhlíð) --
Húsið var rúmu ári síðar selt bónda úr Eyjafirði, sem hugðist skipta húsinu í tvær íbúðir og hafa til það lausaleigu til ferðamanna.
Þau áform gengu ekki eftir, en hefur verið í leigu annað slagið síðan. Enginn virðist í dag í águst 2018 vera skráður þar til heimilis. Samkvæmt ja.is - Þó er eitthvað líf þar inni, miðað við bíl á bílastæðinu ofl.