Minning um yndislega hjúkrunarkonu + handverkskona
Helga Ingólfsdóttir f. 28. september 1946 – d. 19 mars 2017
Ég kynntist Helgu Ingólfsdóttir (Ingólfur Arnarsson rafvirki) fyrst árið 1972 +/- er mér hafði verið komið fyrir á Sjúkrahúsi Siglufjarðar vegna óbærilegra bakverkja, sjúkrahúslega sem endaði með því að ég var sendur suður á Landspítalann, þar sem ég var skorinn, með góðum árangri og góðum bata
En á meðan ég dvaldi á sjúkrahúsinu á Siglufirði kom Helga daglega til mín í frípásum sínum án beiðni, og nuddaði á mér fæturnar, sem og bættu verulega líðan mína, (og minnkuðu pirring minn) auk þess sem við spjölluðum saman um alla heima og geima. Yndisleg hjúkrunarkona, sem var allra sjúklinga hugleikin auk stafsmanna Sjúkrahússins.
Árið 1976 lenti ég í alvarlegu vinnuslysi í Fljótum
Mér var hjálpað frá vettvangi og var svo heppin að bóndakonan á bænum sem við vorum að steypa hjá var hjúkrunarkona og var hún sótt hið snarasta.
Þetta var Helga Ingólfsdóttir, dóttir Ingólfs Arnarssonar rafvirkjameistara. Helga hlúði að mér á meðan beðið var eftir sjúkrabíl frá Siglufirði og gaf mér jafnframt kvalastillandi sprautu (morfín eða eitthvað svipað)
En kvalirnar voru þar áður, að gera „út af við mig“ Ég hélt þó rænu allan tímann.
Helga Ingólfsdóttir - þarna að nudda fætur mínar Sjúkrahús Siglufjarðar í júní-júlí 1970
Ljósmynd: Steingrímur
Ég á það Helgu að þakka að ég hélt lífi, um það er ég sannfærður. Hún hélt athygli minni með því að tala við mig og hughreysta.
Helga var jafnframt þjónustufulltrúi og skyndihjálp í sveitinni hvað hjúkrun og aðstoð varðar vegna veikinda og slysa.
Síðast er ég hitti Helgu, var á Ólafsfirði og var hún þar með sérstak „dúkkusýningu“ – en hún safnaði allskonar tegundum af dúkkum.
Blessuð sé minning hennar, með þakklætis hug.
Steingrímur Kristinsson