Elsta auglýsingin Þessi auglýsing hér til hliðar, er "kópía" af auglýsingu sem prentuð var á 25x40 sm. (um.þ.b.) örk -
Auglýsingunni var dreift um Siglufjörð, fest á ljósastaura og veggi, einhvern tíma á árunum 1913 -1917.
Jón Andrjes Hinriksson varðveitir frumrit þessarar auglýsingar. En auglýsingin fannst á meðal skjala úr dánarbúi manns, sem lést árið 1917, þannig að auglýsingin er tilkomin fyrir árið 1917.
En á þessum tímum var ekkert kvikmyndahús komið á Siglufjörð, og mun þetta hafa verið sýning Norskra faralds sýningaraðila sem ferðast hafa um Ísland - og komið við á Siglufirði.
Barnaskólinn var (núverandi) var byggður árið 1913 og mun leikfimisalur hans hafa verið notaður sem samkomuhús, einkum á sumrin.
En árið 1918 var rekið þar kvikmyndahús, eins og segir frá annars staðar hér á vefnum.
Í kvöld kl. 8½
Verða sýndar LIFANDI MYNDIR í barnaskólanum
Þar verða meðal annars sýndar myndir úr
STRÍÐINU MILLI RÚSSA OG JAPANA
teknar af herfréttaritara Rogers
KÓSAKKAR að sýna reiðlist sína á völlunum við Múkden,
Rússneskar HERSVEITIR á ferð yfir Baikalvatnið í 40 stiga frosti,
Tungúshöfðinginn Li Tang líflátinn 3. maí 1904 hjá Múkden,
Flutningar Rauða krossins, Úr orrustunni við Jaluelfi,
Strandið á Goodwin-sandi, Björgunarbáturinn fer út,
Í Circus barnum: 300 fílar, 150 spilagosar.
Inngangur: betri sæti: fullorðnir 1.00, börn 0,50
Almenn sæti " 0,50, 0,25
NORDISKE BIOGRAF CO. Apparat nr. 3.
Flekkefjörd. NORGE
Ísafolsdarpr.smiðja
Stafsetningin og textinn, hér fyrir ofan, er sá sami og var á frumritinu.
Einnig er líkt eftir upphaflegri uppsetning
Auglýsingin var prentuð hjá Ísafoldarprentsmiðju.
Textinn: "Í kvöld kl. 8½ - í barnaskólanum" var handskrifaður.