Við skulum nefna þá Jón og Hall. Þeir áttu það sameiginlegt að vera margverðlaunaðir skíðakappar og voru þar af leiðandi þekktir kappar á öllum skíðalandsmótum.
Þeir voru á Ísafirði á einu slíku skíðamóti, þar gáfu þeir báðir, einni skíða drottningunni hýrt auga og voru ákveðnir í að bera víurnar í hana.
Hallur laumaðist til hennar (við skulum nefna hana Kolbrúnu) svo lítið bar á og bauð henni á bíó um kvöldið. Hún sagðist með gleði fara með honum í bíó, en hún hefði stuttu áður fengið samskonar boð frá vini hans Jóni. Það væri í góðu lagi að fara með þeim báðum, og það varð raunin.
Það var rómantísk kvikmynd sem sýnd var á hvíta tjaldinu og Jón hafði frekar lítinn áhuga á efni hennar og gaf Kolbrúnu auga í rökkrinu og færði sig nær henni á bekknum. (bekkir voru í bíósalnum, ekki aðskilin sæti) Hún virtist vera sátt við það og stuttu seinna læddist hann með aðra hönd sína á milli fóta hennar og þar sem Kolbrún virtist sætta sig við það, þá færði hann hönd sína aðeins ofar.
En hvað munaðarhóll hennar er með grisjótt hár, þetta er skrítið. Hann hafði jú bæði séð og handleikið munaðarhóla áður, og fyrir óljósa tilviljun þá greip hann í eitt hárið til að kanna viðbrögð Kolbrúnar, en þá argaði Hallur..............þið vitið sko hvað Hallur er loðinn á handabakinu.