1. Kafli - Upphafið
Ýmislegt sem sumir „sagnfræðingar“ hafa litlum gaum gefið í skrifum um Síldina, og jafnvel einnig í sjónvarpsþáttum.
Þessi 1. hluti á Heimildasíðu minni, fjallar aðalega um SÍLDARFLUTNINGA (ferska síld)
Á milli staða á Íslandi, fyrst á landi, og síðar á sjóleiðina.
Athugið: Stafsetning "frétta og greina" er óbreytt eins og skrifað var í upphafi. (afritað og límt)
Ljósmynd, Guðný Ágústsdóttir
Síldarævintýrið í Hvalfirði, og.
Aðal heimildarnar fyrstu árin, eru fréttir og skrif sem finna má á timarit.is og safnað hér saman, allt frá 1834, og frá árinu 1948 að miklu leiti eigin lífsreynslu, þekkingu og þátttaköku í Síldarflutningum, bein og óbein.
En vart er hægt að skrifa um síldarflutningana nema áður sé minnst á „aðalhlutverkið“ sjálfa síldina og hvenær byrjað var að „veiða“ síld, en fyrstu kynni okkar Íslendinga munu vera, þegar hún festist í fjöru og eða flæðarmáli, oftast aðeins þeir sem nenntu að hirða hana, og síðar að veiða síldina og nýta í alvöru, matreiða, salta og flytja á milli staða ferska, saltaða og frosna og enn síðar til útflutnings.
***************************************
Ég spurði ChaGPT um síldarsöltun, og gerfigreindin svaraði:
Eldri evrópskar heimildir:
Wilhelm Beuckelszoon (Beuckel):
Hollenskur fiskimaður sem sagður er hafa þróað þá aðferð að salta síld með því að hreinsa hana (fjarlægja innyfli og tálkn) áður en hún var lögð í tunnur með salti, um 1415–1416.
Þetta olli byltingu í síldariðnaði Niðurlanda, sem varð ein helsta útflutningsgrein þeirra á 15. og 16. öld.
Jóhann Buckler (eða líklega Jean de Buch):
Nafnið í íslensku tilvitnuninni er líklega afbökun eða misskilningur á frönsku eða þýsku nafni – tilvísunin í árið 1163 er ekki mjög vel þekkt í öðrum sögulegum heimildum.
En þekkt er að síld var nýtt og söltuð til forna, þó með frumstæðari aðferðum.
📚 Íslenskar heimildir um síldarsöltun:
Áður en síldin gekk til Íslands (19. öld):
Þá voru Íslendingar lítt kunnugir síldarsöltun og fluttu þekkingu að utan, einkum frá Noregi og Hollandi. Þegar síldin fór að ganga til landsins á síðari hluta 19. aldar, sérstaklega á Norðurlandi, urðu miklar framfarir með hjálp erlendra saltara og tækni.
Söltunarháttur á Siglufirði og Austfjörðum (1900–1940):
Á þeim tíma voru notaðar söltunaraðferðir sem byggðu á þeirri þróun sem Beuckel hóf – að hreinsa og laga síldina strax eftir veiði, áður en hún var lögð í tunnur með réttum saltblöndum og lagskiptingu.
**********************************************
1834
Nokkrum sinnum allt frá 1834, í prentútgáfu í Skírni og fleiri miðlum, er minnst á síld, meðal annars til heilsubótar og matargerðar í bland með öðrum matvælum, en þá innflutta frá Noregi. Ekki er minnst á veiði fyrr en síðar og þá talað um síld sem beitu. Ekki getið um hvort þar sé um innflutta síld, landrekna eða veiði, né hverskonar veiði.
****************************************************
****************************************************
1855
Í prentmiðlinum Norðri - 1855 má lesa eftirfarandi:
Frjettir. Innlendar.
Veðuráttufarið var hjer nyrðra og eystra, hvað til hefur spurzt, framan af mánuði þessum mikið stormasamt, helzt sunnan útsunnan, en þaðan af til þessa norðanátt með snjókomu og hríðum svo ókleyf fönn er nú nær því um allar sveitir, og eins vestra, og ekki óvíða allur peníngur, nema hross, kominn í hús og á hey. Fiskiafli hefur verið nokkur, en vegna stakra ógæfta, einkum á útkjálkum, sjaldróið. Hlutir eru því hærstir 1 — 4 hndr. Síld hefur heldur ekki aflast til beitu. Hákarlsafli svo að kalla enginn síðan í sumar
*************************************************
1850
1. árgangur 1849-1850, 9. tðlublað, Blaðsíða 35
1) Í mörgum náttúrufræðum er blandað saman g. callarias og morrhua. >) Kormak segir, að 200 millíónir sjeu veiddar á capelina beitu; 100 milliónir á smokkfisks beitu; og 100 millíónir í netum á síldar og ísu beitu; í allt 400 millíónir. -(sennilega er átt við síld þarna?)
**************************************************
1. árgangur 1849-1850, 10. tðlublað, Blaðsíða 40
Á Nýafundlandi hafa Enzkir talsverðar fiskiveiðar kríngum St. Lárenz fljótið og veiða þar eingaungu í netum, en beita fyrir (iskinn síld, er þeir skera í tvennt. Frá nýlendunum, Nýaskotlandi, Cap Breton, Nýubrúnsvík og Prinz Eðvarðs íslandi er flutt af fiskifángi: 1'20,68-f Skd. af saltfiski; 66,4SS tunnur af kabliá, 10,1881. af lýsi, 1304 ámur af laxi, 23161. af upsa; 7596 t. síldar, 10,493 kistur með reykta sild, og 3,806 reyktir laxar1). I norðsjónum hafa Bretar miklar fiskiveiðar; en sá fiskur er mestmegnis borðaður nýr,
**********************************************
1853
1. árgangur 1853, 1.-2. tðlublað, Blaðsíða 5
Mikill hákallsafli var og sagður á Ströndum, sjer í lagi við Gjögur á Reykjarfyrði, Fljótum, Dölum, Siglufirði, Siglunesi, eins hjá þeim er hákallaskip eiga á Eyjafirði: á Böggustöðum, Hrísey, Hellu, Arnarnesi og Grenivík, hvar þeir er bezt hlutuðu fengu 2 til 5 tunnur lýsis í hlut sinn og jafnvel Dalamenn, Baldvin á Siglunesi og Sigurður á Grenivík meira. Á Grímsey urðu hlutir hærstir, eitthvað yfir 60, fimm potta kútar. Aptur hafði að eins, á opnum skipum, verið lifrartunna í hlut á Rauðasandi frá páskum, og heldur ekki hlutazt vel á þeim kringum Jðkul, og er það kennt þilfarsskipum, sem öll fiska dýpra, enn venjulega er verið á opnum skipum. Sama var og með fiskiaflann, að hann víðast hvar var með bezta móti, þar honum var sætt, nema við Hellna, Stapa og Búðir; og hjer við Eyjafjörð gekk hann svo að kalla upp í landsteina, enda urðu hlutir í haust frá því um sláttarlok og til jóla 2—4—6—8—10—12 alt að 14 hundr., og tálmaði þó áttin mjög þegar áleið vertíðina. Fiskur var og dreginn hjer inn á polli upp um ísinn, svo a hundrubum skipti. Opt í sumar sem leið, og fram á haust var sjórinn krökkur af margkyns síld, og allri venju framar afiatist í lagnetum, hærings - eða hafsíld og bar enda við í drætti. Svo og Kolkrabbi eða Smokkfiskur, sem að hjer og hvar bar að landi, og harabi helzt uppi vestanvert við pollinn og innaná Oddeyri, svo að þúsundum skipti, einnig töluvert innst á Siglufirði, og hefur þetta hjer ekki aðborið í ein 78 ár að undanförnu svo að töluvert hafi verið…………………………………………
*************************************************
1854
2. árgangur 1854, 10. tðlublað, Blaðsíða 39
Árið 1853 höfðu komið frá íslandi 6,500 tunnur lýsis (en 1852 5,900 tunnur); frá Grænlandi 8000, Finnmörku og Noregi 2,800, Færeyjum 1000 og Spizbergen 1,100 tunnur. Verð á dökkn lýsi var frá 27½ til 28½ rdl. tunnan með trjenu; en af Ijósu lýsi og tæru 28½ til 30 rdl. hver tunna. Saltfiskur kom frá íslandi: 9,100-Skpp., (en 1852, 6,200 Skpp.). VerM) var frá 17—23 rdl,, og fyrir hnakkakýldan 21—28 rdl. hvert Skpp. Af hörðum fiski komu 1,800 Skpp, VerT) á honum: 24—2G rdl. Skpp., en á hörþum flski frá Færeyjum 34— 40 rdl. Síld frá Noregi: vorsíid 8—9 rdl., haustsíld 14—15 rdl., kaupmannssíld 12 — 17 rdl., minni síld 10—15rdl., ný síld 18—20 rdl., hver tunna með trjenu. Selskinn frá Grænlandi kostubufrá 32—40 sk., en hin stærstu 69 sk. Hvert
*************************************************
1855
3. árgangur 1855, 22. tðlublað, Blaðsíða 86
Frjettir
Innlendar. Veðráttufarið var hjer nyrðra og eystra, hvað til hefur spurzt, framan af mánuði þessum mikið stormasamt, helzt sunnan útsunnan, en þaðan af til þessa norðanátt með snjókomu og hríðum svo ókleyf fönn er nú nær því um allar sveitir, og eins vestra, og ekki óvíða allur peníngur, nema hross, kominn í hús og á hey. Fiskiafli hefur verið nokkur, en vegna stakra ógæfta, einkum á útkjálkum, sjaldróið. Hlutir eru því hærstir 1 — 4 hndr. Síld hefur heldur ekki aflast til beitu.
*************************************************
1856
UM LANDSRÉTTINDI ÍSLANDS, https://timarit.is/files/71053195
1. Janúar 1856 - bls. 1 –
UM LANDSRÉTTINDI ÍSLANDS, nokkrar athugagreinir við rit J. E. Larsens ,um stððu Islands í ríkinu aðlögum, eins og hún hefir verið híngað til“, eptir JÓN SIGURÐSSON'.
FORMÁLI.
Í ástæðunum til lagafrumvarps þess, um stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins, er stjórnin lagði fyrir þjóðfund Íslendínga árið 1851, kveður stjórnin á, hvert álit hún hafi um landsréttindi Islands, með svofeldum orðum: „þareð konúngalðgin, einkum í 19. grein, ásamt boðunarbréfinu 4. Sept. 1709, er birt voru með konúngalðgin, hafa þegar ákveðið, að Island sé partur úr ríkinu, svo getur eigi það orðið umræðuefni". Hinsvegar var það álit þjóðfundarins, að Island væri reyndar partur úr ríkinu (veldi *)
Ritgjðrð þessi er samin upphaflega á dðnsku, en þareð dómsmálastjórnin hefir látið snúa á íslenzku riti Larsens, hefir oss þótt nauðsyn á aí> snúa einnig þessu svari, til þess aí) Islendíngum geflst færi á að kynna sér það á voru máli…………………
(Hugleiðingar, úrdráttur frá langri grein um síldin og fleira í miðlinum. Mín tilvitnun sk)
*************************************************
16. árgangur 1856, Megintexti, Blaðsíða 115 (hér til fróðleiks, tengt síldinni)
UM VERZLUN ISLANDS
…………………….Fiskhausar og hryggir, sem hafa verið híngað til ónotaðir, ætla nú að fara að verða til gagns eins og hitt, því nú er stofnað hér samskotafélag til að búa til jarðaráburð (Guano) af fiskúrgángi. Hér er búið að semja um kaup á miklu af þessum úrgángi nú til vorsins er kemur, og voru boðnir 40 skild. (danskir) fyrir 100 höfuð og hryggi. Félagið er stofnað með 80,000 spesíum, og ætlast svo á, að það muni geta látið búa til árlega 20,000 tunnur af áburði, sem muni verða hérumbil á 4 spes. hver tunna.
Í verstðum og fiskiplázum getur af þessu orðið mesta landhreinsun, því nú liggur allur þessi óhroði í hrönninni og hér og hvar, og þegar hitnar á sumrin, úldnar hann og eitrai' loptið, og veldur mðrgum sjúkdómum, en þegar þetta kemst á, verður allur sá óhroði jafnskjótt tekinn burt, og allt þurkað og malað. Næst þorsktegundunum ætti síldin að geta orðið Islendíngum hin mesta auðsuppspretta.
Bróðir minn, sem var á íslandi nýlega, sá ekkert merki til á landi, að síld væri veidd eða verkuð, en úti fyrir landinu rak hann sig á fjarska-stórar síltorfur, af þesskonar síldartegund, sem honum virtist lík hinni norsku sumarsíld, og sé það svo, þá ætti sannarlega landar yðar að gjöra sér far um að veiða hana, því hún er dýr vara og útgengileg. f>að er kallað hér lítið, þegar fást 2 spesíur fyrir tunnuna af hrárri síld. Bróðir minn sagði Íslendíngum frá þessu, og það þeim í Reykjavík og þar um kríng, en þeir svöruðu honum optast nær, að þeir hefði nóg af þorskinum, og þyrfti ekki síldarinnar við (!). þetta svar mundi vera fágætt annarstaðar.
Síldin er veidd hér í landi sumpart í netum og sumpart í síldarnótum. Netin eru nú almennt riðin úr fínum enskum línþræði; eg hefi sent nokkuð af þessu garni til Islands, og það gekk út, en þeir ætluðu að hafa það í þorskanet og kolanet. Arðsamari er síldarveiðin í nót því þar er getur fiskimaður orðið vellauðugur maður á einni svipstundu. Síldarnótin er frá 120 til 150 faðma lángt net, og 15 til 20 faðma á dýpt. Þessi nót er lögð fyrir utan víkur eða voga, sem síldin er gengin inn í.
þar fyrir innan er síldin veidd og dregin í smánetum, en stóra nótin er smásaman dregin inn eptir vognum, eptir því sem síldin næst á land. þegar nótarveiðin fer fram á sumardag, eru menn almennt vanir að láta síldina vera í nótinni 3 eða 4 daga, áður hún er tekin, því þá er í sjónum fjarskalega mikið af átu (clio borealis), sem er viðurværi síldarinnar, og rotnar innan í henni þegar hún nær ekki að meltast. Jafnskjótt og síldin er komin á land, verður að skera tálknin úr henni, flokka hana nákvæmlega eptir stærð og salta allt jafnóðum, og sama daginn sem hún er veidd; hrá síld má ekki heldur vera þar sem sól skín á hana. Til að salta síldina í má hafa beykitunnur eða furutunnur, sem eru vel vatnstaðnar á undan, svo þær verði þéttar og geti haldið saltleginum.
Síldin er lögð í lög, með salti millum hvers lags og við báða botna; daginn eptir að saltað er á að slá til tunnurnar, og fylla síðan með sterkum saltlegi, sem á að vera svo saltur, að sölt síld fljóti á honum. Hér í Noregi er vant að hafa salt frá St. Uebcs eða Lissabon í síldina; en síldin verður allt of stinn af þessu salti, og eg vildi heldur að tekið væri helmíngur af hvoru, St. Uebes-siúú og Liverpoos-salti, fjórðungur tunnu í hverja síldartunnu.
Fyrir íslenzka síld mundi verða bezt kaupstefna í Danmörk, því þar þyrfti engan innflutníngstoll að gjalda……………………….
*********************************************
16. árgangur 1856, Megintexti, Blaðsíða 119
I hinu fyrra bréfi mínu talaði eg nokkuð um útflutníngsverzlun Islands; nú skal eg geta nokkuð um aðflutníngsverzlan. I þessari grein held eg að Svíþjóð væri það land, sem landar yðar ætti að Ieggja kapp á að komast í verzlun við, því frá Svíþjóð geti þið fengið þær hinar helztu nauðsynjavörur: korn, járn, stál, við og tjöru, með betra verði en frá öðrum löndum; þar má líka selja mikið af lýsi, fiski, síld — þegar menn væri búnir að læra að veiða hana — og ull. Gautaborg er sá kaupstaður í Svíþjóð, sem menn ætti helzt a& reyna að fá til að taka þátt í verzluninni á íslandi, er það bæði af því, að þessi staður liggur svo hentuglega, og af því þar eru ætíð fyrir nægtir af vöru. Eg er nú sjálfur að láta flytja þaðan járn og járnsaum, sem eg ætla að senda til íslands í vor er kemur
*************************************************
1858
Skýrslur um landshagi á Íslandi - 1858
1. Árgangur 1858, 1. Bindi, Blaðsíða 92
(Athygliverð skýrsla, hvað síld varðar, 23 tunnur síldar fluttar út. Fyrsti útflutningurinn?)
Norðri - 1858 6. árgangur 1858, 22.-23. tölublað, Blaðsíða 91(Hluti greinar)
……………þá er enn einn sjóaraflinn, sem a miklum notum mætti verða, að minnsta kosti hjer á Eyjafirði, ef hann væri stundaður vel og rækilega, og það er síldaraflinn. þeir herra verziunarmaður P. Möller og synir hans, sem eru hinir beztu sjómenn og duglegutsu hjer í bænum, hafa í mörg ár verið þeir einu, er hafa stundað þessa veiði að nokkru ráði, og hafa þeir á hverju ári sent töluvert af saltaðri síld til Kaupmannahafnar og selt það sjer í góðan hag. Og vjer erum sannfærðir um það, ef að landsmenn legðu sig eptir síldarafla og síldarverkun, að kaupmenn vorir mundu taka það sem góða og gilda verzlunarvöru, og að minnsta kosti er það víst, ef að vjer kynnum að salta hana niður á rjettan hátt, að Norðmenn, sem hingað koma nú árlega, mundu kaupa hana fyrir það verð sem vjer værum vel í haldnir með, því þeir eru jafnvel farnir á næstlitnu sumri að koma hingað til síldarveiða, þó þeim tækist það lítt í þetta sinn. það er auðsjáanlegt, hvort það ekki mundi borga ómakið að Ieggja sig eptir síldarveiðinni, þegar menn fá hjer stundum frá 50 til 300 tunnur síldar í einum drætti, og síldin bæði feit og góð, og má þá tilbúa úr smásíldinni ansjósur, en salta hina stærri niður. Hjer er tunnan af nýrri síld venjulega seld á 2 og 3 mörk, en fyrir salta síld er gefið erlendis frá 12 til 20 rd. fyrir tunnuna, og fyrir ansjósusíld vel til búna miklu meir. Reyndar hafa menn hjer mikil not síldarinnar, sem veiðist í lagnet, til beitu, en ef veiðarfærin væru nóg, mætti afla langtum meira af hinni stóru og feitu hafsíld, og yrði það góð verzlunarvara; því oss er óhætt að fullyrða, að hafsíldin er hjer eins stór og feitari og smekkbetri, en nokkur síld, er vjer höfum fengið erlendis.
Af framanskrifuðu sjáum vjer því, að fiskiaflinn og síldaraflinn er ekki nærri því stundaður til hlítar, og að hvortveggi þessi veiði gæti orðið mönnum hinn arðsamasti atvinnuvegur, og gefið ágæta og útgengilega verzlunarvöru af sjer, og eins og nú lætur í ári, þegar fjárfellirinn vofir yfir oss, væri. öll þörf á því, að menn sæktu sem rækilegast sjóinn, að svo miklu leyti sem fólksfjöldinn leyfir það svo að jarðyrkjunni og landbúnaðinum sje enginn verulegur hnekkir búinn.
*************************************************
1859
Skírnir - 1859 33. árgangur 1859, Megintexti, Blaðsíða 46
…….. Árið 1855 voru fluttar 565,051 tunnur af síld frá Noregi, en 5 (!) tunnur frá íslandi……..
************************************************
Norðri - 1859 7. árgangur 1859, 5.-6. tölublað, Blaðsíða 21
……………………… Og svo er nú síldin. Af henni er sagt, að hafi verið mörg þúsund tunnur í fyrra sumar inn á sjálfri legunni við Raufarhöfn, en þó bar enginn við að veiða hana. Skipstjóri minn kom með nokkuð af henni, sem hann hafði ausið upp með háf, og jeg tel verð hennar 5 til 6 rd. fyrir tunnuna eins og hún kemur úr sjó.
Svo kemur hákarlinn. Af honum er nægð fáar mílur frá Raufarhöfn, en þjer segið sjálfir, að bændur kringum Raufarhöfn leggi sig ekki eptir fiskiveiðum,……………………. Fjöldi af fiskimönnum Norðmanna þurfa þvíað leita atvinnu sinnar mikinn hlut árs nokkur hundruð mílur frá heimili sínu, og svarar það þó kostnaði fyrir þá. Hve miklu ábatasamara yrði það því ekki að vera fyrir Islendinga að stunda þenna atvinnuveg, er svo að kalla er lagður þeim í lófa? Og einkum er þetta víst með þorska og síldaraflann, þar sem ekki þarf mikinn útbúnað til. — fiskiverkun eru Islendingar Norðmönnum fremri, og skippundið af Islenzkum saltfiski er hjer 3 döl-dýrara en af hinum besta norska fiski.
Lýsisverkun er þar á móti miklu lakari hjá Islendingum en Norðmönnum, og ætla jeg tunnuna af norska lýsinu 5— 6 rd. meira virði en af hinu íslenzka. Hrogn frá Islandi hefi jeg enn ekki sjeð, en jeg býst við að fá nokkuð af þeim í sumar, því / jeg hefi sent tvö skip til Islands til vestur og suðurlands. Hjer eru gefnir 15 rd. fyrir hrognatunnuna. —
Síldarverkunin er mjög einföld og óbrótin. Netsíld er tekin undir eins úr netjunum, tálknin og innýflin sem þeim fylgja tekin úr — þó ekki magafeitin hrogn og svil—síðan er henni skipt eptir stærð, og hver tegund fyrir sig lögð í lögum niður í vatnsheldar furu eða beykitunnur og stráð salti á botninn. Á milli hvers lags er stráð salti svo miklu, að hjerumbil tvær skeppur af salti fari í tunnuna. þegar tunnan er búin að standa daglangt er hún slegin til og fyllt áður með sterkum saltpækli, og má þá undir eins flytja hana í skip, ef að menn vilja ekki fylla tunnuna aptur að 14 dögum liðnum. Ef síld er veidd í dráttarnótum, verða menn hjer í landi að láta bana sitja í nótinni nætnrlangt áður en hún er tekin upp, því á sumrin er hjer í sjó mikiíð af smákvikindum (ál), er síldin er fíkin í, og úldna þau innan í henni, nema þau sjeu fullmelt þegar síldin er upp tekin. En verið getur að áll þessi sje ekki í sjó við ísland………………………………..
*************************************************
1860
Norðri - 1860 8. árgangur 1860, 5.-6. tölublað, Blaðsíða 24
Frjettlr.
Allur þessi mánuður hefir verið hinn bezti og jarðir víðast hvar nógar og góðar, og er vízt óhætt að fullyrða, að þorri og Góa hafa allsjadan verið hjer jafnblíð á Norburlandi. Með byrjun Einmánaðar hefir breytzt veður, og er nú komin norðanátt með snjókomu töluverðri og allsterkum frostum; og tne þesstim norðanveðrum hefir komið hinn vanalegi vágestur norðurlands hafísinn hingað á Eyjafjörð og alla firði hjer austur um til Langaness. Ekki vita menn enn með vissu, hversu mikil hafþök eru fyrir landi, þó ætla vegfarendur , að það sje mest laus íshroði, sem enn er kominn að landinu, og hann hafi komið austan um; reynist það satt, eru menn vonbetri um að ekki verði mikil brögð að honum, og hann liggi skemur.
Hákarla afli hefir verið þó nokkur í Fljótum, og þeir sem fórn út í eina legu á Góunni hjer í kringum Eyjafjörð öfluðu líka sumir dável, og afli nógur fyrir, ef gæftir fengist. Fyrstu dagana í þessum mánuði kom síldarvaða hjer inn á Eyjafjörð, og fengu þeir Edvald Möller kaupmaður og bræður hans í fyrirdráttarnet sitt hjer um bil 900 tunnur af síld tvo daga sem fyrir varð dregið. þessi mikla guðs gjöf var því ómetanlegri, sem bjargræðisskortur meðal fólks hjer í nærsveitum mun vera tilfinnanlegur, og það svo að til vandræða horfði, hefði þessi hjálp ekki komið. þeir bræður, sem standa fyrir veiði þessari, eiga hinar mestu þakkir skilið fyrir dugnað sinn, í að afla hennar og hið sanngjarna verð, er þeir seldu með afla sinn; því vjer fullyrðum það, að fjögur mörk fyrir síldartunnuna er hið mesta gjafverð, og betra en öll önnur matarkaup, er nú gjörast.
*************************************************
Íslendingur - 19. maí 1860 1. árgangur 1860-1861, 4. tölublað, Blaðsíða 31
……..Síldarafli mikill fjekkst á Eyjafirði í öndverðum marzmánuði; segir „Norðri", að þeir Evald MöIIer kaupmaður og bræður hans fengi á tveim dögum hjer um bil 900 tunnur síldar í fyrirdráttarnet, og seldu tunnuna fyrir 64 skildinga. Má ugglaust telja það hið bezta matarkaup hjer á landi um þessar mundir. ……
************************************************
1862
Ný sumargjöf - 1862 4. árgangur 1862, Megintexti, Blaðsíða 77
Smábrot frá tilvitnun í „Krossferðirnar“ 119 síðan bók –
Kaflinn um framfarir heimsins frá því er Ísland fannst. (smábrot hér, bls.77)
…………. Eitt dæmi verð jeg að nefna upp á það, hvað sumir hlutir, sem sýnast óbrotnir og sjálfsagðir, geta verið lengi að brjótast um; það er síldarsöltunin. Jóhann Buckler fann uppá að salta síld, 1163, en þó liðu tvöhundruð og fimmtíu ár og þrjú til þangað til Wilhelm Beuckholz fann uppá að salta hana eins og nú er haft (1416); og þarf mönnum því ekki að bregða í brún, þó að saltfiskurinn verði ekki óaðfinnanlegur á einum degi. —………………………….
Ofanrituð tilvitnun er hér til fróðleiks, þarna er ekki verið að tala um söltun síldar á Íslandi, en sennilega eru þetta fyrstu skrif (finnanleg á netinu) um síldarsöltun
**************************************
Íslendingur - 21. ágúst 1862 3. árgangur 1862-1863, 8. tölublað b., Blaðsíða 64
…………….Sjáfarafli hefur orðið allgóður á Vestfjörðum, og mundi afbragðsgóður orðinn við ísafjarðardjúp, ef kvefsóttin hefði eigi truflað atvinnu manna. Hjer syðra aflaðist um tíma síld, i mesta lagi á Hafnarfirði, og hafði margur golt af, einkum þeir, er höfðu hana til beitu fyrir annan fisk. Nú er hjer því nær fiskilaust. þyljubátum hjer syðra hefur gengið heldur vel fiskiafli í sumar……………..
*************************************************
Íslendingur - 12. nóvember 1862 3. árgangur 1862-1863, 13. tölublað, Blaðsíða 102
……………..Sjávarbœndur hafa sjaldan getað róið fyrir stormi, og hefur því mjög lítið aflazt, sem von er; en án efa er fiskur fyrir í Faxaflóa. Síldarhlaup mikið kom hjer inn á Reykjavíkurhöfn laugardag 1. nóvember, og hefði hjer þá verið veiðarfæri og áhöld til, þá er ekki hægt að segja, hversu mikill afli hefði fengizt; einn maður átti hjer lítilfjörlega »vörpu«, og í hana náðust eitthvað um 17 tunnur af síldinni, og svo var sú veiði á enda. Væri ekki reynandi fyrir efnamenn í Reykjavík, að koma sjer upp síldarneti, einu eðafleirum? veranokkrir menn í fjelagi, ef einn gæti ekki áorkað. Nágrannar vorir í Hafnarfirði eru oss miklu fremri í þessari grein, og hafa mjög margir haft gottaf síldar-og upsaveiðum þeirra, eins og alkunnugt er. Vera má, að Hafnarfjörður liggi betur við slíkri veiði, en Reykjavík, en allt um það, þá getur enginn neitað því, sem til þekkir, að síldin kemur opt meiri eður minni hingað upp í landsteina, og mætti þá að miklu gagni verða, ef veiðarfærin væru til, og vel væri að dugað af bæjarbúum.
*************************************************
1864
Norðanfari - 01. maí 1864 3. árgangur 1864, 9.-10. tölublað, Blaðsíða 19
Fjjef írá Kaupmannaofn. Skrilað 25. Febrúar 1864.
…………Á- mörgum stöðum kringum Island, mun engu minna vera af síld en við Noregsstrendnr, og er því þar opin mjög arðsamur atvinnuvegur, fyrir þá sem búa við sjáfarsíðu, ef þeir legðu stund á að læra að veiða síldina og gjöra hana að góðri verzlunar vöru. Að þessum tíma hefur lítið verið veitt af síld nema til beitu fyrir þorsk, því á þann hátt hefur síldin verið mjög arðsöm, en að afla meira, hafa fáir hyrt um að undantteknu á einstöku stöðum; það var heldur ekki von, að hyrt væri um að afla meira en hver gat sjálfur notað, því að selja síldina, var næstum einskis virði þegar tunnan var ekki borguð meira en 48 sk. til 1 rd ; væri síldar veiðin til hagnaðar með þeim sölumáta, þá væri sídar veiðin, hin mesta auðsuppspretta á landi voru, ef síldin kæmist í sama verð og norsk síld, sem engin ástæða er til að efast um. það hlýtur að vera hverjum ljóst, sem veit og sjer þá undra mergð af síld, sem, á/mörgum stöðum gengur inná firði og víkur á Islandi, að síldar veiðarnar eru mjög arðsamur atvinnuvegur, þegar menn hafa lært að veiða og verka síldina svo vel, að 10—14 rd. fást fyrir tunnuna eins og í Norvegi; væri það því óskandi að bændur við sjáfarsíðu drægju nú ekki lengur að færa sjer hina framboðnu auðuppsprettu í nyt, heldur byrjuðu nú strax að leggja stund á síldarveiðar og síldarverkun, alstaðar þar sem síldin kemur upp undir land ; og að þeir ljetu það ekki þreyta sig eða letja þó ekki fáist strax í byrjun hið hæðsta verð fyrir síldna því það er svo eðlilegt, meðan menn æfast ekki i góðri síldarverkun, og síldin ekki verður alþekkt erlendis……………………….
*************************************************
1866
Skýrslur um landshagi á Íslandi - 1866
3. Árgangur 1866, 3. Bindi, Blaðsíða 592
………………….. Söltuð síld hefir eingaungu verið flutt frá suður-umdæminu, en það er svo lítið að það er vart teljandi, ekki nema 3 tunnur…………………..
***********************************************
Norðanfari - 30. júní 1866 5. árgangur 1866, 9.-10. tölublað, Blaðsíða 19
…………SILÐARAFLI. 7. þ. m. fengust hjerá Akureyri með dráttarnetjum 250 tunnur af vænni síld og aptur 9. s. nr. 170 t., var hver tunna seld 4 rnörk, sem öllum þótti, eins og var, gott rnatarkaup og bjargarbót.
*************************************************
1870
Skýrslur um landshagi á Íslandi - 1870
4. Árgangur 1870, 4. Bindi, Blaðsíða 360
Söltuð síld. Saltaður lax. Lýsi. Saltað kjöt.
Samkvæmt skýrslunni, „Verslun á Íslandi“ um útfluttar vörur: Þá var engin söltuð síld né afurðir hennar flutt út árið 1866
************************************************
Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 1870 2. árgangur 1870, Annað bindi, Blaðsíða 498 26. marz. (1868) 13.
Bréf dómsmálastjórnarinnar til amtmannsins yfir norður- og austurumdæminu, um ólöglegar síldarveiðar inni á Eyjafirði.
í bréfi því, er fylgir hér með í eptirriti, hefir Stefán Thórarensen, bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, skýrt frá, að A. Johannessen, skipherra á norskri skonnortu, Auróra, hafi veidt síld inni á Eyjafirði í ágústmánuði f. á., sumpart alveg upp í landsteinum, sumpart á bátum, og sumpart með því að draga veiðina upp á land, og hefir téður embættismaður getið þess, að með því að ekki sé til neinar laga-ákvarðanir um, hver hegning liggi við slíku lagabroti, hafi sér fundizt réttast að skjóta til stjórnarráðsins að gjöra ráðstafanir þær, sem með þyrftu, til að útkljá um málefni þetta. Um leið og þér, herra amtmaður, eruð beðnir að láta Stefán sýslumann Thórarensen vita, að skoðun sú, sem hann hafi látið í Ijósi, að ekki sé lögð nein hegning í löggjöfinni við slíkum lagabrotum, sé röng, þar sem tilskipun 13. júnímán. 1787 2. og 4. gr., sem að því leyti verða að álítast gildar enn þá, leggur þá hegningu við ólögmætum fiskiveiðum, að skip og vörur skuli upptækt, skal yður til vitundar gefið yður til leiðbeiningar og til þess að þér birta Stefáni sýslumanni Thórarensen það, að dómsmálastjórnin hefir í dag ritað utanríkisstjórninni um, að fara þess á leit við stjórnina í Noregi, að skora á téðan skipherra, að greiða sjálfviljugur eptir málavöxtum 50 ríkisdala sekt fyrir þetta lagabrot sitt.
*************************************************
1872
Norðanfari - 14. júní 1872
11. árgangur 1872, 29.-30. tölublað, Blaðsíða 66
9. þ. m. voru dregnar hjer á Akureyri á land yfir 500 tunnur af síld, sem öll var gengin út á 2 dögum, og hið mesta af henni selt 4 mk. tunnan.
*************************************************
Hér fer ég hratt yfir sögu í leit af síldarfréttum. En eins og komið hefur fram til þessa hefur lítið verið um fréttum um síldveiði á þessu tímabili 1860 og mörg ár síðar.
Oft ekki minnst á síld nema til beitu og eða að talverð síld hafi sést hér og þar og einnig að engin síld hafi sést.
Þannig að nú er komið að aðal efni og tilgangi þessara skrifa minna.
Það eru Síldarflutningarnir, sagan sem fáir þekkja og lítið sem ekkert skrifað af „sagnriturum“
En að mínu mati saga sem þjappa verður saman á einn aðgengilegan hátt.Ekki aðeins það sem ég hefi fundið á netinu, heldur einnig það sem ég hefi sjálfur upp lifað og tekið þátt í
Byrjum hér:
1883
Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1883
Í ferðabók Eggerts Olafssonar, bls. 220 og 81 er getið um, að síld hafi rekið nokkrum sinnum á Akranesi, en tæplega getur vegurinn hafa fengið nafn af síldarflutningi þaðan, heldur er öll ástæða til að halda, að síldin hafi verið veidd í Hvalfjarðarbotnum og flutt þaðan.
Að síld hafi rekið þar til muna, er ótrúlegt, enda skýrir Kálund Hist. topograph. Beskriv. 1. bls. 289) frá, að sagnir sé um, að í Hvalfirði hafi einhverntíma í fornöld aflazt mikil síld og menn úr Borgarfjarðardðlum þá tekið upp veg þennan sem hinn skemsta. Síldargarður eða síldarmannagarður er nefndur á stöku stað, t. a. m. í Grafarvogi í Mosfellssveit, en eigi er hægt að segja, frá hvaða tíma örnefnið sé. Bendir það því til, að síld hafi verið veidd á fyrri tímum, en ekki hvenær, og tæplega mun það hafa verið að staðaldri. í árbókum Jóns Espólíns 6. D. bls. 115 segir, að haustið 1684 hafi í Hrútafirði rekið mikla síld, er „marþvara“ var kölluð, og var hún sótt á lestum þangað úr næstu sveitum, en ekki þótti hún alls kostar góð til matar. Hér er síld nefnd „marþvara“, og er mjög líklegt, að síld sú, er rak, hafi ekki verið hafsild………………………..
****************************************************
1893
…… það verður leitun á öðrum eins fullhugum og þeim er nú um nokkurn tíma hafa rekið mest síldarflutninginn héðan frá Austurlandi 4 vetrum; og víst er um það, að póstgufuskipin hafa ekki þorað að sigla hingað um háveturinn, ekki einu sinni framan af vetri, og ekki þorðu Reykvíkingar í vetur svo mikið sem að voga rjúpnakössum sínum með „Vaagen“ hingað…………. (til Akranes innsetning.SK)
****************************************************
………..Til þess hefir skipið nokkurnveginn nægan tima, er það á ekki að fara frá Reykjavík til útlanda fvr en K. október; og landssjóði yrði sú aukaferð ábatasöm, þar hér eru nú fyrir austan á 2. þús. Sunnlendinga, og sú ferð mundi heldur eigi skaða gufuskipaútgjðrðarmenn vora að þessu sinni, með því að þeir munu nú hafa nægilegt að starfa að síldarflutningi fyrir gufuskip sín…………
***************************************************
Síldarafli er nú sem stendur enginn hjer eystra, og heldur ekki á Eyjafirði eptir pví sem gufuskipið „Dido“ sagði. Það kom vestan af ísafirði í fyrradag og hefði komið við á Eyjafirði, þar sem inni lágu 9 tóm gufuskip, er biðu eptir síldarflutningi………………
(Ath.sk) Hér er væntanleg átt við að beðið sé eftir verkaðri síld í tunnum)
***************************************************
Morgunblaðið - 102. tölublað (05.05.1932)
Siglfirðingar óánægðir út af því að erlent skip er notað til flutninga fyrir ríkið milli hafna hjer innanlands.
Siglufirði, miðvikudag. Sænska gufuskipið „Örnin“, á vegum Kaupfjelags Eyfirðinga, kom hingað í gær með 300 smálestir af kolum til ríkisverksmiðjunnar og talsvert af síld frá Eyjafirði, leifar frá Einkasölunni, sem verksmiðjan á að bræða. Þessi flutningur, með erlendu skipi, mælist hjer illa fyrir, þar sem stofnun ríkisins á í hlut, og hins vegar verið að brýna fyrir þjóðinni að nota íslensku skipin. Og því ver mælist það fyrir, þar sem aðalmaðurinn í stjórn síldarverksmiðjunnar og ráðunautur Einkasölu þrotabúsins, er Þormóður Eyjólfsson, afgreiðslumaður Eimskipafjelags íslands
*************************************************
Síldarflutningur til Siglufjarðar.
Út af símfregn frá Siglufirði, sem birtist hjer í blaðinu þ. 5. þ. m. hefir Svavar Guðmundsson beðið Mbl. fyrir eftirfarandi athugasemd:
„Það skal tekið fram, að kol þau, sem e.s. „Örnin“ flutti til ríkisverksmiðjunnar eru keypt að tilhlutun skilanefndar Síldareinkasölu íslands og eftir hennar fyrirmælum. Það var einnig samkvæmt fyrirmælum skilanefndarinnar, að e.s. ,,Örnin“ var látinn taka bræðslusíld í aðra lest skipsins, sem tæmd hafði verið á Akureyri, og flytja síld þessa til Siglufjarðar. Ákvarðanir um flutning þennan voru teknar án þess að herra Þormóður Eyjólfsson væri að spurður og er honum mál þetta því með öllu óviðkomandi. Það er öllum vitanlegt, sem til þekkja að skip Eimskipafjelagsins geta ekki tekið að sjer flutning á helmingnum af allri þeirri síld, sem þarf að flytja frá Akureyri í bræðslu, svo hjer hefir ekkert verið frá þeim tekið“.
Frá Eimskipafjelaginu.
Þá hefir forstjóri Eimskipafjelagsins beðið Mhl. að láta þess getið, að afgreiðslumaður Eimskipafjelagsins í Siglufirði, Þormóður Eyjólfsson, hafi tilkynt sjer um flutning þann með erlendu skipi, sem hjer um ræðir, og hafi Eimskip ekki getað annast flutninginn, að því sinni.
Niðurlagsorð.
Er þá sennilega útrætt um þetta mál, nema ef þeir Svavar Guðmundsson og Guðm. Vilhjálmsson vilja ræða um það sín á milli hvað rjettara sje, að Þormóður Eyjólfsson hafi tilkynt um flutninginn, eða Þ. E. hefir ekkert um hann vitað. Því hvort tveggja getur naumast hafa átt sjer stað
**************************************************
Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 22. júní 1932
Verkalíðsmál í Bolnngavik.
Vinnudeilan við þá félaga Högna Gunnarsson og Bjarna Fannberg og Bjarna Eiriksson stendur enn óbreytt.
Vélbáturinn Ölver, sem Bjarni Fannberg á og hefir haft í síldarflutningum um Eyjafjðrð, var stöðvaður á Siglufirði eftir ósk AJþýðusambandsins, sem lagt hefir bann á alla flutninga að og frá þeim félögum. Ölver flutti síld í ríkisbræðsluna, og hefir legið nú allIangan tíma óafgreiddur á Siglufirði.
Í Bolungavík hefir verið unnið hjá þeim félðgum af utanfélagsfólki, en því fækkar með hverjum degi, því alt af fjölgar i verklýðisfólkinu þrátt fyrir (eða vegna) ofsóknir atvinnurekenda.
Yfirheyrslur út af brottflutningi Hannibals Valdimarssonar hafa ekki enn farið fram vegna þess, að Lappoforinginn Högni Gunnarsson hefir verið fjarverandi, en hann mun koma vestur þessa dagana, og verður þá sennilega einhverra meiri tíðinda að vænta
**************************************************
Vísir - 17. maí 1939 - „Bæjar fréttir“
Höfnin.
Brimir kom af veiðum i morgun með 130 smál. í ís. Allir togararnir eru nú farnir út, nema Geir. Hafstein fór i gær í síldarflutninga fyrir Akurnesinga.
**************************************************
Þjóðviljinn - 18. maí 1939 - „Úr borginni“
4. árgangur 1939, 113. tölublað, Blaðsíða 4
Allir togararnir voru farnir á veiðar í gær nema einn, sem fer í síldarflutninga,
*************************************************
Mestur síldarafli í Kollafirði vari gær
Hæsti bátur fékk 120 tunnur .30 bátar skráðir til veiðanna — 25 á veiðum í gær.
Hætt við síldarflutninga til Siglufjarðar.
Síldveiðin í Kollafirði var í gær mikil, mesta sem hún hefur orðið. 30 bátar hafa nú verið skráðir til veiðanna. Fjórir bátar fengu yfir 100 tunnur, sá hæsti þeirra 120. Af 25 bátum sem voru þar á síldveiðum í gær höfðu 13 fengið samtals 900 tunnur um kl. 6 í gærkvöld, eða um 70 tunnur á bát að meðaltali.
S.l. sunnudag var slæmt veiðiveður og fór þá ekki nema einn bátur á veiðar og fékk hann 65 tunnur. Heyrst hefur að töluverð síld sé nú einnig í Hvalfirði, en veiðar munu ekki hafa verið reyndar þar enn. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur fengið 6 skip til síldarflutninga norður á Siglufjörð, en síldarverksmiðjur ríkisins buðust til að taka síldina til bræðslu fyrir 30 kr. málið. Ekkert mun nú verða úr þessum flutningum, þar sem verðið þykir of lágt og betur hefur rætzt úr með afsetningu síldarinnar hér en áhorfðist. Talið var að frystihúsin hér gætu ekki tekið við nema um 600 tunnum á dag en s.l. laugardag tóku þau á móti 900 tunnum, og í gær bættist við frystihús á Akranesi, sem býðst til að taka við. 100 tunnum á dag. Auk þess er saltað
**************************************************
Morgunblaðið - 12. febrúar 1947
Flotinn var í höfn í gær
NÆR því öll skipin, sem síldveiði stunda hjer inni í Sundunum voru í höfn í gær.
Þau bíða þess að geta losað aflann um borð í flutningaskip.
Í gær tók lv. Rifsnes hjer milli 1100 til 1200 mál síldar. Í nótt voru 2 síldarflutninga. skip væntanleg. Snæfell, sem ber um 1400 mál og Erna, sem getur tekið um 1000 mál. í dag verða þessi skip lestuð og munu þau fara áleiðis til Siglufjarðar í kvöld.
*************************************************
Framsóknarblaðið - 13. febrúar 1947
M.s. Álsey, sem verið hefur í síldarflutningum, er nú að búast til veiða með herpinót.
*************************************************
Uppgripa síldarafli í sundunum
Uppgripa síldarafli var á Kleppsvíkinni og Viðeyjarsundi í gær. Margir bátar voru að veiðum og fengu sumir þeirra ágæt köst. Annars bíða margir síldarbátar eftir losun við bryggjur í Reykjavík, því skortur er á skipum til að flytja norður bræðslu.
Varð að skera nótina sundur.
Jökull frá Hafnarfirði fór i gærmorgun áleiðis til Siglufjarðar með síld, sem hann hafði veitt þá um morguninn og daginn áður. í seinasta kastinu fékk hann svo mikla síld í nótina að fleygja varð miklu af henni og skera nótina sundur til að ná henni undan sildarkösinni.
Á Viðeyjarsundi veiðist síldin á 6—7 faðma dýpi. Fleiri bátar á síldveiðar. Bátar eru nú alltaf að bætast við á síldveiðarnar með degi hverjum.
Eldborg hefir nú t. d hætt síldarflutningum, og er farin á veiðar, og von er á fleiri um næstu daga, svo sem Dóra frá Hafnarfirði og Richard frá ísafirði.
Skortur á flutningsskipum tefur nokkuð síldveiðarnar, þar sem bátarnir þurfa að liggja við bryggjur fullhlaðnir og bíða eftir losun. í gær biðu margir bátar eftir losun, en illa leit út með skip til flutninga norður. Rifsnes og Ólafur Bjarnason munu þó taka síld til flutnings í dag.
*************************************************
Morgunblaðið - 22. október 1947
Ms. Fanney, eign Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálanefndar, fer hjeðan í dag til ísa fjarðar, en hún verður höfð í síldarflutningum til Siglufjarðar
*************************************************
Morgunblaðið - 25. október 1947
Mikil síldargegnd.
Mikil síld er inni í botni ísafjarðar, sem er innsti hluti Isafjarðardjúps og gengur suðaustur úr því. Á fimtudag fjekk vjelskipið Huginn II. þar 600 mála kast í snurpunót. Fann hann síldina með bergmálsdýptarmæli. Þá hefur Ólafur Guðjónsson útgerðarmaður einnig fengið þar nýtt kast í iandnætur og er giskað á að það sje 1500 til 2000 mál. Síldin er feit millisíld.
Síldarflutningar til Siglufjarðar.
Vjelskipið Grótta hefur nú flutt einn farm, 1700 mál síldar til Siglufjarðar. Var það í gær að byrja að háfa úr hinu stóra kasti í ísafjarðarbotni. Eru nú öll skip Björgvins Bjarnasonar, Grótta, Richard, Huginn I. og Huginn II. komin á síldveiðar. En Grótta mun fyrst og fremst verða notuð til flutninga norður. En nauðsynlegt mun verða að fá fleiri skip til flutninga. Nokkur önnur Isafjarðarskip eru nú að búa sig á síldveiðar. Hugrún frá Bolungarvík hafði í gær fengið 500 mál samtals í snurpunót.
*************************************************
Morgunblaðið - 25. október 1947
Bræðsla á „Ísafjarðasíld" hefs! í næstu viku á Siglufirði, fðstudag. VJELSKIPIÐ ERNIR. kom til ríkisverksmiðjanna í gærkvöldi með 426 mál síldar frá ísafjarðardjúpi. Fitumagn. þeirrar síldar reyndist vera 17,7%. Síldin er mjög smá. í morgun kom vjelskipið Grótta með 1650 mál síldar, sem einnig var veidd í ísafjarðardjúpi. Það er sama tegund síldar og var í Erni. -— Þessi síld er lönduð hjá SR 46 og á að reyna nýuppsetta olíukyndingu í þurkofnum þar. Vinnsla hefst að öllu forfallalaust í næstu viku á þeirri síld, sem þá verður komin. E.s. Reykjafoss lestar hjer fullfermi síldarmjöls frá Ríkisverksmiðjunum.
— Guðjón.
************************************************
Morgunblaðið - 29. október 1947
SR 46 byrjar bræðslu í dag Siglufirði, þriðjudag.
Á MORGUN verður SR 46 sett á stað til þess að bræða það sem komið er af síld. í gær losaði Ernir hjer rúm 400 mál og í morgun Finnbjörn 500 og Narfi 700. Sú síld var öll veidd í ísafjarðardjúpi. Von er á fleiri skipum í nótt og á morgun að vestan.
Togarinn Elliði fór í morgun á síldveiðar í fyrstu veiðiferðina.
Rússneskt flutningaskip liggur hjer og Iestar 600 tunnur síldar, og má þá heita að öll síld sje farin hjeðan.
— Guðjón
*************************************************
Fjallfoss tekinn í síldarflutninga til Siglufjarðar
Ráðgert, að Selfoss verði líka notaður til síldarflutninga í morgun var byrjað að lesta síld í Fjallfoss, sem nú hefir verið tekinn til síldarflutninga norður til Siglufjarðar. Er áætlað að skipið geti flutt um 11000 mál, en búast má við að nokkur dægur taki að láta svo mikla síld í skipið, þar sem ýmsar tafir eru fyrirsjáanlegar á umhleðslunni sakir byrjunarðröugleika. Síldarflutningar í svo stórum stíl hafa ekki áður átt sér stað hér á landi.
Auk þess sem verið er að lesta Fjallfoss, verður í dag byrjað að lesta önnur smærri skip, Sverri, Hugin, Ólaf Bjarnason og Sindra, sem eiga að flytja síld norður. Selfoss verður líka tekinn í síldarflutningana svo að útlit er fyrir nógur skipakostur til norðurflutninga. Fjallifoss getur sennilega tekið alla þá síld, sem nú er hér í höfninni og ætti að geta verið kominn norður með hana eftir fjóra daga. Var í nótt unnið að því að taka úr skipinu vörur, er komnar voru í það. Fjallfoss getur ekki komizt undir kranann fyrir norðan og verður því að skipa síldinni upp úr honum við bryggjur, skamt frá verksmiðjunum, og aka henni síðan á bifreiðum í þrærnar. Ætti það að geta gengið greitt, þar sem hægt er að skipa upp um fjögur lestarop. Er gert ráð fyrir, að hægt verði að landa úr Fjallfossi á um það bii tveimur sólarhringum. Þegar Fjallfoss kemur norður verður farið að bræða í verksmiðjunni S. R. N., þar sem ekki er hægt að aka síldinni á bifreiðum í þrær nýju verksmiðjunnar, S. R. 46 sem verið hefir að bræða að undanförnu. En S. R. N ætti ein að geta annað bræðslunni.
*************************************************
Morgunblaðið - 13. nóvember 1947
………..M.s. Fanney fór til ísafjarðar til síldarflutninga 22. okt………………..
*************************************************
Síldveiðarnar í Hvalfirði byrjaðar á ný
Mörg skip hafa fengið góðan afla Seint í gærdag fór síldin aftur að veiðast í Hvalfirði. Veður var þá orðið sæmilegt. Urðu sjómenn varir við mikla síld í firðinum í gær, og var helzt útlit fyrir, að hún væri að ganga inn.
************************************************
Tíminn - 14. nóvember 1947
Fjallfoss fer með 11 þúsund mál til Siglufjarðar
Fjallfoss fer í dag fullhlaðinn af síld til Siglufjarðar með um 11 þúsund mál. Bíða þá þrjú skip löndunar. Eru það Ingólfur með 250 mál, Rifsnes með 1400 mál og Björgvin með 700 mál. Tvö hin síðastnefndu voru með fyrstu skipunum, er fengu síld í Hvalfirði í gær. Eins og sakir standa eru um það bil nóg skip fyrir hendi til síldarflutninga. Sindri byrjar að hlaða í dag og tekur um 1200 mál.
Einnig er verið að lesta Akraborg. Siglunes er væntanlegt að norðan í dag, og tekur þá strax síld til norðurflutnings
************************************************
Meiri síld í Hvalfirði en nokkru sinni áður.
25. þúsund tonn veiddust á 2 sólarhringum Mjög mikil síldveiði hefir verið í Hvalfirði um helgina. Fengu margir bátar fullfermi í gær og í fyrradag og margir hafa sprengt og rifið nætur sínar í miklum síldartorfum……………….
………………………………Vöntun á flutningaskipum.
Eins og sakir standa er tilfinnanleg vöntun á flutnings skipum fyrir þá miklu síld, sem bíður hér í höfninni. — Verið er að ferma þau tvö skip, sem fyrir hendi eru, en það eru Hrímfaxi og Bjarki. Fara þau væntanlega af stað norður í kvöld. Er þá von á fleiri smáskipum að norðan.
í gær fóru tvö skip af stað norður, Eldborgin og Pólstjarnan. Súðin og Selfoss í síldarflutninga.
Ákveðið er nú að taka bæði Súðina og Selfoss í síldarflutninga. Súðin var að koma úr strandferð í gær, og verður hún væntanlega tilbúin til að taka síld á morgun. Selfoss er væntanlegur frá útlðndum í dag og getur farið að taka síld eftir miðja vikuna. Verða þá þrjú stór skip í flutningum, Fjallfoss, sem nú er í sinni fyrstu ferð, Selfoss og Súðin, sem eru að hefja flutninga……………………
***************************************************
Morgunblaðið - 18. nóvember 1947
Síldarflutningarnir í GÆR biðu um 20 síldveiðiskip með 15—17 þúsund mál síldar affermingar hjer í Reykjavíkurhöfn og betur ;leit út með veiðihorfur í Hvalfirði en nokkru sinni fyrr. ‘Samtals hafa nú aflast um 70 þúsund síldarmál hjer í .Faxaflóa í haust og tæp 30 þúsund í ísafjarðardjúpi. Hafa þannig aflast um 100 þús. mál það sem af er haustinu.
„ Undanfarið hafa fjórtán skip annast síldarflutninga norður til ríkisverksmiðjanna á Siglufirði. Taka þau samtals um 34 þús. mál.
Þegar Selfoss og Súðin hafa verið , tekin til þessara flutninga annast þá skip sem taka nær 50 - þúsund mál síldar. Er þó ekki líklegt að það sje nægilega mikill skipakostur til þess að flutningarnir geti gengið eins greiðlega og nauðsyn ber til. En á það verður að leggja mikla áherslu að sem allra minnstar tafir verði á móttöku síldarinnar. Að því hefur líka verið unnið af dugnaði að gera þessa flutninga sem greiðasta, bæði af hálfu sjávarútvegsmálaráðherra, Síldarverksmiðju ríkisins og Landssambandi útvegsmanna. - Haust- og vetrarsíldveiðin getur haft mikla þýðingu fyrir gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar. Líklegt er að þegar hafi * verið framleitt útflutningsverðmæti fyrir um 8 miljónir króna úr þeim 100 þúsund málum, sem aflast hafa á haustinu. í fyrra haust varð Faxaflóasíldarinnar fyrst vart að ráði í desember en aðalveiðin hófst ekki fyrr en í janúar. Stóð hún fram í mars. Nú er veiðin hafin í október. Hve lengi hún stendur verður að sjálfsögðu ekki fullyrt um. 1 En miklar líkur eru til þess að um mikla veiði geti enn I orðið að ræða. Þessvegna má einskis láta ófreistað til þess að hún verði hagnýtt til hins ýtrasta.
******************************************************
Morgunblaðið - 18. nóvember 1947
Esja
Hraðferð vestur um land til Akureyrar undir helgina. Tekið á móti vörum til Patreksfjarðar, Bíldudals, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar í dag.
Pantaðir farseðlar óskast sóttir á morgun.
Sökum þess að Súðin fer í síldarflutninga fellur áður auglýst strandferð hennar niður. Esja verður látin taka Súðarvörurnar á þær hafnir, sem hún hefir viðkomu á. Vörur þær, sem áttu að sendast með Súðinni til Súgandafjarðar, Bolungarvíkur og Tálknafjarðar verða sendar með m.b. ,.Finnbjörn“ í dag, og er því vörusendendum bent á að vátryggja vörurnar með því skipi. Aðrar vörur, sem sendast áttu með Súðinni verða sendar með öðrum skipum eins fljótt og ástæður leyfa.
**************************************************
Morgunblaðið - 18. nóvember 1947
Síldarflotinn frá Reykjavík hefur veitt rúmlega 50 þúsund mál síldar
ÓHEMJU SÍLDVEIÐI var 5 Hvalfirði, bæði laugardag og sunnudag. Þessa tvo daga komu hingað til Reykjavíkur 31 skip og voru þau öll yfirleitt með góðan afla. í gær var minni veiði og aðeins fá skip fengu sæmileg köst, en önnur eitthvað minna. Frá því á laugardag og þar til í gærkvöldi hafa borist hingað til Reykjavíkur um 26.950 mál.
Unnið er sleitulaust við að ferma síldarflutningaskipin, en í gærkvöldi biðu hjer í höfn um 16 skip eftir að komast að til að losa. Þessi skip voru með því sem næst 11.650 mál síldar. Til síldarflutninga hafa nú verið leigð til viðbótar þeim skipum, sem hefur verið sagt frá: Súðin, Ólafur Bjarnason, Selfoss og Bjarki. Síldveiðiflotinn, sem stundar veiðar hjer frá Reykjavík, mun nú alls hafa aflað um 51.050 mál síldar. Þegar er komi norður til Siglufjarðar til bræðslu og á leið þangað með flutningaskipum 33.858 mál. En als hafa veiðst rúmlega 100 þús. mál í haust hjer fyrir sunnan og á ísafjarðardjúpi. ………………..
*************************************************
Síldargreipar að norðan notaðar í gær. (Aths. Sk: Þarna er átt við krabba, eins og notaðir voru við löndun á Siglufirði og víðar, allt fram að um 1963 +/-)
Síldardælur reyndar næsta sumar
Að því er Sveinn Benediktsson hefir tjáð Vísi, mun láta nærri að um eitt hundrað skip, sem veiða í um 70 nætur, stundi veiðar á Hvalfirði þessa dagana. Skipunum fer daglega fjölgandi. í gær voru reyndar hér í fyrsta sinn sildargreipar frá Siglufirði og er ætlunin að fara að nota þær fyrir alvöru við umskipun síldarinnar hér i Reykjavík. Með síldargreipunum gengur umskipun síldarinnar heldur betur og mun flýta nokkuð fyrir afgreiðslu hér, en þrátt fyrir það gengur þetta í heild seint.
Síldargreipar að norðan notaðar í gær. (Aths. Sk: Þarna er átt við krabba, eins og notaðir voru við löndun á Siglufirði og víðar, allt fram að um 1963 +/-)
Síldardælur reyndar næsta sumar
Að því er Sveinn Benediktsson hefir tjáð Vísi, mun láta nærri að um eitt hundrað skip, sem veiða í um 70 nætur, stundi veiðar á Hvalfirði þessa dagana. Skipunum fer daglega fjölgandi. í gær voru reyndar hér í fyrsta sinn sildargreipar frá Siglufirði og er ætlunin að fara að nota þær fyrir alvöru við umskipun síldarinnar hér i Reykjavík. Með síldargreipunum gengur umskipun síldarinnar heldur betur og mun flýta nokkuð fyrir afgreiðslu hér, en þrátt fyrir það gengur þetta í heild seint.
Spegillinn - 1947 ↘↓ ↘↓ ↘↓ ↘↓ ↘↓ ↘↓
Athugasemd mín vegna þessarar myndbirtingu hér tengt „Síldarjól“ þá reyndi ég að afla vitneskju um aðstandenda höfundaréttar á mynd og texta sem her er fyrir ofan og við hlið. En það tókst ekki, þó svo að ég hafi leitað aðstoðar gervigreinar. En hér eru þó nöfn frá Wikipedia: Sem tengdust tímaritinu Spegillinn
Margir frægustu skopmynda teiknarar Íslands; svo sem Tryggvi Magnússon, Halldór Pétursson, Ragnar Lár, Haraldur Guðbergsson og Brian Pilkington, teiknuðu myndir í blaðið. Spegillinn lagði endanlega upp laupana í kjölfar Spegilsmálsins þar sem ritstjórinn, Úlfar Þormóðsson, var dæmdur fyrir guðlast og allt upplagið gert upptækt af lögreglu.
Ég vona að ég fái ekki þunga kæru vegna nefndrar birtingar, en þar sem bæði greinin,
Myndin er af Sveini Ben við dæluna, tengd síldarflutningunum og svo bátnum Særún SI 50 og skipstjóranum, sem í minni mínu var Jón M Jóhannsson 3. Stýrimaður og fyrrverandi skipsfélagi minn á Haferninum forðum.
Unnið að fjölgun flutningaskipa.
Stöðugt er unnið að fjölgun flutningaskipa og hefir nú ríkisstjórnin og stjórn S. B. tekizt að fá erlent flutningaskip, sem tekur um 12 þús. mál af síld. Skip þetta er væntanlegt í byrjun næsta mánaðar. Nú eru í flutningum skip, sem flytja 40 þús. mál i einni ferð.
Borgar sig ekki að salta.
Sökum þess hve síldin, sem veiðist á Hvalfirði er misstór bogar sig ekki að salta hana. Láta mun nærri, að um þriðji hluti af herjum farmi sé söltunarhæfur, en það myndi kosta óhemju vinnu að greina hana í sundur.
5 flutningaskip á leið frá Siglufjarðar.
Í gærkvöldi fóru Sindri og Sæfell frá Siglufirði áleiðis til Reykjavíkur og eru væntanleg hingað i fyrramálið. Þá fóru frá Siglufirði i nótt Súðin, Grótta og Huginn. Skip þessi munu vera væntanleg síðdegis á morgun. — Strax og þau koma verður byrjað á að lesta þau á nýjan leik.
33 skip bíða hér í Reykjavík.
Síðustu daga hefir afli verið mjög góður á Hvalfirði. í gær og nótt komu hingað til Reykjavíkur samtals 33 skip með um 37 þús. mál af síld. Auk þeirra báta sem Vísir skýrði frá að komið hefðu, komu þessir bátar: Þorsteinn 600 mál, Særún 600, Arinbjörn 300, Vonin 900, Sigurður 1000, Gylfi 600, Sleipnir 900, Bragi 550, Sigrún 750, Farsæll 750, Sigurafi 900, Ásbjörn 450, Sveinn Guðm. 900 Bjarnarey 1050, Hafnfirðingur 900, Steinunn gamla 500, Ísleifur 800, Ásmundur 600, Jón Valgeir 1100, Reykjarðst-600, Dagur 800, Ármann 1050, Andvari 1000, Álsey 1050 og Víkingur 600. .
Yfirfullt á Akranesi.
Frá Akranesi er blaðinu símað, að allar þrær síldarverksmiðjunnar þar séu orðnar yfirfullar af síld og ennfremur, að ekki sé hægt að koma meiri síld. fyrir á ,,plönunum“ svokölluðu. Í nótt var góð veiði á Hvalfirði að því er fréttaritari Vísis símar í morgun.
******************************************************
40-50 skip með 50 þúsund mál bíða í Reykjavíkurhöfn
Verða sennilega send til Siglufjarðar, þegar losað hefur af þilfari
Tvo seinustu sólarhringa veiddist meiri síld í Hvalfirði en nokkuru sinni áður. Munu flest þau skip, sem ekki sprengdu nætur sínar, hafa fyllt sig af síld á firðinum í gær og fyrradag. í morgun höfðu borizt um 50 þús. mál til Reykjavíkur seinustu tvo sólarhringana.
Stjórn Landssambands útvegsmanna er nú komin í óefni með síldarflutningana, þar sem engin íslenzk flutningaskip er að fá, en hins vegar tekur langan tíma að fá útlend skip. Fossarnir fást ekki, nema tveir, í flutningana og er nú helzt í ráði, að skylda skipin til að fara sjálf norður með síldina, en losa þá síld, sem á þilfari er, eftir því sem flutningaskipakostur leyfir.
Í fyrradag. var gott veiðiveður í Hvalfirði, og síldin mun grynnra en áður, svo að auðveldara var að ná henni í grunnnæturnar. Allur flotinn var úti á miðunum austan undir Akrafjalli, á svonefndu Galtarvíkurdjúpi, og fylltu skipin sig á tiltölulega litlu svæði frá því í birtingu í gærmorgun þar til um myrkur. í gær hélt sama veiðin áfram á þessum slóðum, og voru skipin að veiða í alla nótt. Skipastraumur til Rvíkur
Tvo seinustu sólarhringana hafa skip alltaf verið að koma til Reykjavíkur fullfermd af síld, og önnur með sprengdar nætur.
Alger löndunarstöðvun er á Akranesi, og komu því allir bátarnir þaðan til Reykjavíkur. Tveir þeirra höfðu sprengt nætur sínar og farið heim síldarlausir. Fóru þeir báðir út í nótt og voru komnir í síld strax í birtingu. Allur veiðiflotinn i Reykjavíkurhöfn í kvöld. Eru því allar horfur á því að þeir bátar, sem enn eru að veiðum í Hvalfirði í dag, fylli sig af síld og komi hingað inn í kvöld. Liggur þá allur flotinn að heita má í Reykjavíkurhöfn og bíður lðndunar.
Mikil umsvif i Keflavík.
Í Keflavík er byrjað að bræða síld í beina- og fiskimjðlsverksmiðju Huxleys Ólafssonar. Hafa þar verið brædd 500 mál á sólarhring, en nú er verið að auka afköstin um helming að minnsta kosti. Er unnið þar dag og nótt — og allt fullt af síld.
Reynt að fá útlend skip til flutninganna.
Þar sem Eimskipafélagið hefir ekki séð sér fært að láta nema tvð af sínum skipum til síldarflutninganna, hafa nú verið gerðar ráðstafanir til að reyna að fá leigð stór, útlend skip til þess að flytja síldina norður. Hélt stjórn Landssambands útvegsmanna og síldarútvegsnefnd fund um mál þetta í gær, og var þar tekin sú ákvörðun að reyna að fá erlend skip til flutninganna. Á þessu stigi málsins er ekki víst, hvenær þessi skip geta verið komin hingað. En fullvíst má telja, að unnt verði að fá skip og þau komi áður en langt líður. Hefir helzt verið talað um að leigja stór skip, á stærð við Fjallfoss eða stærri.
**********************************
„Ég býst við mikilli síldveiði í Hvalfirði í dag”
segir Óskar Gíslason skipsjóri á Álsey.
Tíminn átti í morgun tal við Óskar Gíslason, skipstjóra á Álsey, sem er eitt af stærstu og fengsælustu síldveiðiskipunum. Hann kom inn í nótt undir morguninn með um þúsund mál, sem veiðzt höfðu í Hvalfirði í gær. —
Við fengum síldina í þremur köstum, segir Óskar. Fyrsta kastið var fremur lítið, en svo fengum við 600 mála kast skömmu fyrir myrkur í gær og náðum því öllu. Við köstuðum svo aftur 'seint í gærkvöldi, þegar dimmt var orðið og fengum þá 400 mála kast. Þegar við höfðum náð því, köstuðum við enn á ný og ætluðum að fylla skipið i nótt, ef tök væru á, svo að við kæmumst tímanlega inn til Reykjavíkur í biðina þar.
Köstuðum við og fengum ágætt kast, en spilið bilaði, áður en við gætum náð nema litlu af síld', og urðum við því að sleppa henni og halda til hafnar með rúm þúsund mál. Mjög mikil síld er nú í firðinum, sagði Óskar ennfremur. —
Síldin er nokkuð misjafnlega djúpt, suma tíma sólarhringsins kemur hún upp, og þá er hún gripin. Flest skipanna fengu ágæta veiði í gær og í nótt, en önnur hittu ekki á síldina eins og gengur. í dag gæti ég trúað því, að mörg skip fylltu sig, svo að fá yrðu eftir á firðinum í kvöld. í gærmorgun voru um 60 skip í firðinum. Nú eru komin til hafnar fullfermd um 30 skip, en mörg nærri fullfermd inn í firði. Voru sum skipanna að veiðum í alla nótt og fengu mikla síld.
**********************************
Þjóðviljinn - 27. nóvember 1947
Mesta aflahrota vetrarins
Síldveiðiskipin fá fullfermi í Hvalfirði.
29 skip fengu 27-28 þúsund mál þar í gær
Óhemju síldarafli var í Hvalfirði í gær og fyrra- -dag, eða strax og veður breyttist til batnaðar, og munu nú um 100 skip með 70 síldarnætur stunda þar veiðar. Kl. 17 í gær voru 29 skip komin hingað með 27—28 þús. mál og sífellt voru að koma ný og ný skip er leið á kvöldið. Höfðu flest fengið fullfermi nema þau er urðu svo óheppin að sprengja nótina í gær var verið að lesta síld til norðurflutnings, en alls munu 75 þús. mál vera komin norður eða á leið þangað. Fjallfoss var væntanlegur til Siglufjarðar í gærkvöld með rúml. 11 þús. mál síldar, en auk hans eru Hrímfaxi, Eldborg, Bjarki, Snæfell, Akraborg og fleiri skip í norðurflutningum. Verið er að semja um leigu á erlendu skipi til síldarflutninganna og er það væntanlegt upp úr mánaðamótum. Til að flýta fyrir afgreiðslu skipanna hér voru fengnar síldargreipar norðan af Siglufirði og voru þær fyrst reyndar í fyrradag. Þá hafa og verið gerðar ráðstafanir til að fá síldardælur frá Ameríku, en þær munu ekki væntanlegar fyrr en einhvern tíma á næsta ári og koma því ekki að notum á þessarri vertíð.
Í gær var talið að veiðst hefðu 103 þús. mál af Hvalfjarðarsíld og er þó ekki meðtalið það síldarmagn sem borizt hefur til Akraness og Keflavíkur. Þá höfðu borizt 66 þús. mál til Siglufjarðar á vetrarvertíðinni, þar af 24 þús. mál af Vestfjarðasíld.
**********************************
200 þúsund mál síldar hala þegar veiðst í Hvalfirði
True Knot tekið í síldarflutningana
Ennþá fjölgar síldveiðiskipunum í Reykjavikurhöfn. Í nótt og frá því síðari hluta dagsins í gær hafa nokkur skip komið inn með fullfermi. Lætur nú nærri, að öll veiðiskipin, þau sem ekki hafa sprengt nætur sinar, bíði fullhlaðin i höfn, nema fáein, sem eru á leiðinni norður með eigin afla. í nótt fóru norður Rirfsnes, Skjöldur og Jökull. Var þá búið að losa þá síld, sem var á þilfari þeirra.
Heildaraflinn 200 þús. mál. Heildaraflinn á vetrarsíldveiðunum hér syðra er nú orðinn um tvö hundruð þúsund mál, og ef til vill nokkuð yfir það. í skipum, sem bíða í Reykjavikurhöfn mun vera nær 60 þúsund málum. Komið er norður í bræðslu eða á leiðinni um 75 þúsund mál.
Á Akranesi er búið að taka á móti 21 þúsund málum í bræðslu og fryst hafa verið um 15 þúsund mál. Um 7 þúsund mál hafa verið lönduð í Keflavík og Njarðvíkum. Verða þetta samtals um 190 þúsund mál af síld, sem veiðst hefir í Hvalfirði. Auk þess má gera ráð fyrir, að skip þau, sem ennþá eru að veiðum í Hvalfirði í dag séu með talsverða síld, svo nærri láti, að heildaraflinn í Hvalfirði sé um 200 þúsund mál. Auk þess veiddust um 30 þúsund mál í Ísafjarðardjúpi, svo að allur vetrarsíldaraflinn er kominn nokkuð á þriðja hundrað þúsund mál. Afla fyrir tvær milljónir króna í gjaldeyri á sólarhring. Þrjá seinustu sólarhringana mun láta nærri, að veiðst hafi sextíu þúsund mál síldar í Hvalfirði. Er það langsamlega mesta hrotan síðan veiðarnar hófust, enda í fyrsta sinn, að verulega gott veiðiveður kemur eftir að skipunum fjölgaði í firðinum. Þó hefir síldin verð talsvert erfið viðfangs þessa aflamestu sólarhringa, vegna þess hve djúpt hún hefir stundum verið. Þessi sextíu þúsund mál eru um þriggja milljóna kr. virði við verksmiðjuna og það fá sjómenn og útvegsmenn menn fyrir síldina, að frádregnum flutningskostnaði. Hefir því veiðst fyrir um eina miljón á sólarhring þessa seinustu daga. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar af þessari síld eru þó miklu meiri, ef til vill allt að því helmingi meiri. Lætur nærri, að afli þessara þriggja sólarhringa gefi þjóðinni fimm milljónir króna í gjaldeyri. Lætur nærri að nú sé búin að veiðast síld í vetur fyrir 18 milljónir króna í gjaldeyri. En verðmæti þeirrar ritar, ,sem veiðst hefir í vetur, óunninnar, er um 11— 12 milljónir.
Farið verður að lesta True Knot um helgina.
Ennþá eru miklir erfiðleikar með flutningaskip. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir, að hægt verði að flytja næstu daga alla þá síld, sem nú býður. Hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá leigð útlend skip til flutningana. Koma þau ef til vill hingað í næstu viku. Þá hafa tekizt samningar um að True Knot, sem hér er statt, fari í síldarflutninga, að minnsta kosti eina ferð, og verður sennilega byrjað að lesta skipið á morgun. Er gert ráð fyrir, að True Knot geti tekið um 35 þús. mál. í dag er verið að ferma Súðina með síld, en hún tekur ekki nema sex þús. mál, en auk þess er verið að láta í Sindra og Huginn, sem bæði taka um þús. mál hvort.
Búizt er við Selfoss að norðan í dag. Heldur hefir verið slakað á þeim krðfum, að skipin fari sjálf með síldina norður, eftir að búið er að losa af þilfari. Hefir verið losað alveg úr þeim skipum, sem byrjað hefir verið á, nema þeim, sem sjálf hafa kosið að fara norður. Af skipunum, sem komið hafa inn þessa dagana, var Helgi Helgason með mestan afla, 2400 mál. Mörg voru með yfir þúsund. Jökull kom í nótt með 1700 mál.
*******************************************
Þjóðviljinn - 28. nóvember 1947
Síldar og fiskimjölsverksmiðja veður reist hér í Reykjavík
Á að geta unnið úr 1500 málum síldar á sólarhring eða 250 tonnum af beinum
Í byrjun þessa árs var stofnað hlutafélag hér í bæ, af hraðfrystihúsaeigendum o.f.l. í þeim tilgangi að kaupa nýtízku vélar til fiskimjölsframleiðslu. Sérfróðir menn voru beðnir að sjá um val vélanna. og það látið ráða úrslitum, að hægt væri að vinna einnig sild í þeim. Hlutafélagið hlaut nafnið „Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan“ og var hlutafjárupphæðin ákveðin 1000.000.00
Brýn nauðsin bar til þessa, þar sem nú fellur til um 7000 tonn af fiskúrgangi hér í Reykjavík á vertíðinni, en í fyrri verkunarferð var í senn seinleg og óbærilega dýr, auk þess sem hráefnið nýttist illa, en framleiðslan verður aldrei 1. fl. vara. Félagið festi síðan kaup á tveimur vélasamstæðum, annarri frá Bretlandi, sem vinnur úr 30 tonnum af blautbeinum á sólarhring, en hinni frá Bandaríkjunum, og mun hún vinna úr 220 tonnum á sólarhring. Áætlað er al þessar tvær samstæður geti unnið úr 1500 málum af síld á sólarhring………………………………………………
*******************************************
Rætist úr um síldarflutningana norður
Nú virðist heldur vera að rætast úr því ófremdarástandi, sem ríkt hefir í síldarflutningamálunum undanfarna daga. Hingað til hefir lítið orðið ágengt um losun síldarflotans, sem liggur í Reykjavíkurhöfn með yfir sextíu þúsund mál síldar. Nú eru hins vegar líkur til að nokkuð rætist úr um flutningana um helgina. í dag er verið að ferma þrjú smáskip, Pólstjörnuna, Sæfell og Snæfell.
Þá verður sennilega í nótt byrjað að landa síld í True Knot.
Í dag og á morgun eru Selfoss og Fjallfoss væntanlegir að norðan til að taka síld. Loks hefir svo komið til tals, að leiguskip S. í. S., Varg, sem nú er statt undan Austurlandi, verði þegar í stað sett í síldarflutninga. Ef af því verður getur Varg verið komið hingað um miðja næstu viku og farið að taka síld. Getur það tekið um 18 þúsund mál í ferð. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá leigð önnur útlend skip, og er búið að semja um leigu á pólsku skipi, Hel, sem væntanlegt er hingað 4. des. Getur það tekið 12 þúsund mál síldar. Þá er búið að semja um leigu á flutningaskipinu Banan til síldarflutninga, en það tekur 12 þúsund mál.
*******************************************
Þjóðviljinn - 30. nóvember 1947
Löndunarstöðvun í gær: 60-70 þús, mál bíða losunar
Fimmtán skip fengu 15 þús. máls Hvalfirði sl. sólarhring
Stððug síldveiði er í Hvalfirði en mestur hluti er í Hvalfirði en mestur hluti veiðiflotans, 60—70 skip, liggur í höfn og bíður losunar. Fimmtán skip komu með afla, frá kl. 5 í fyrradag til 5 í gær; hvert með um 1000 mál eða samtals 15 þús. mál. Samið hefur verið um leigu á fleiri og stærri skipum til síldarflutninganna norður og eru því góðar horfur á að þau 60—70 þús. mál síldar sem nú bíða hér losunar komist norður í byrjun þessarar viku.
I gærmorgun voru lestuð 7000 mál í Pólstjörnuna, Snæfell og Sæfell, þar af tók Pólstjarnan 2600, mál. Auk þess fóru Fanney, Súlan, Helgi og Íslendingur norður með sinn afla eftir að hafa létt nokkuð á sér, og Súðin með 4500 mál. True Knot, sem tekur 30 35 þús. mál, byrjaði að lesta kl. 8 í morgun og Selfoss kom hingað kl. 3 í gær, en Fjallfoss er ennþá á Siglufirði. Þau eru sem kunnugt er bæði í síldarflutningum. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur útvegað tvö skip, Banan og Hel til flutninga og S.I.S. boðið leiguskip sitt Varg. Varg getur tekið 18 þús. mál í einu, Banan 12 þús. og Hel 13—14, Hel og Varg geta væntanlega hafið flutning ana strax þessa dagana og því horfur á að bætt verði úr löndunarstöðvuninni í byrjun þessarar viku, þar eð True Knot eitt getur tekið um helming þess afla sem nú bíður losunar.
********************************************
Alþýðublaðið - 02. desember 1947
Flutningaskipin hafa ekki enn við síldveiðinni
Enn þá bíða bátar með 70-80 þús. rnál
Heildaraflinn orðinn 260 000 mál.
ÞAÐ ER NÚ UNNIÐ DAG OG NÓTT við höfnina, og hafa flutningaskipin ekki við að taka síldina úr bátunum. True Knot byrjaði að lesta fyrir helgina, en síðan þá hefur borizt á land álíka mikið og skipið ber, eða tæplega 30 000 mál. Ekki verður hægt að fylla þetta stóra skip alveg, þar sem það mundi ekki komast að bryggju á Siglufirði fullfermt. Samtals bíða nú bátar með 70—80 þúsund mál á Reykjavíkurhöfn, og eru bátarnir nú ekki nema einn til tvo sólarhringa að fylla sig. Heildaraflinn er nú orðinn 260 000 mál.
Tvö skip munu bætast við til flutninganna um næstu helgi, en það eru Hel og Banan, sem leggja af stað frá Englandi seinni part vikunnar. Selfoss og Fjallfoss lesta nú í Reykjavík.
GLÆSILEG SJÓN
Mikill mannfjöldi lagði leið sína niður að höfn í góðviðrinu í gær til að horfa á síldarflutningana. Eru raðir af drekkhlöðnum bátum við hverja bryggju og stöðugur bílastraumur frá bátunum, á vogirnar og að stóru skipun um. Það var hrifning í augum flestra áhorfendanna og verkamennirnir voru hinir hreyknustu yfir þessum mikla feng. Flestir höfðu einhverjar tillögur um framkvæmdir til þess að hægt yrði að afgreiða skipin fljótar. „Því ekki að gera Sprengi sand að einni stórri síldarþró eins og þeir gera á Akranesi?“ sagði einn náungi. „Því ekki að senda flutninga skipin beint upp í Hvalfjörð og fylla þau úr nótunum?“ sagði annar. Engir höfðu þó eins stórkostlegar hugmyndir og aðmírálar síldarflotans, sem sitja í skrifstofunum og semja við Vestmannaeyinga símleiðis,' sbr. frétt á öðrum stað i blaðinu um dýpkunarskipið.
VEIÐIN UM HELGINA
Eftirtaldir bátar komu til Reykjavíkur um helgina: Á laugardagskvöld og á sunnudaginn: Guðmundur Kr. með 850 mái, Jón Dan 200 Sigríður 1100, Sigurður SI. 1050, Hvítá 1100, Dóra 1100, Þorsteinn 700, Helgi 1000, Freydís 900, Fell 1000, Steinunn gamla 100, Guðbjörg 800, Sleipnir 900, Olivette 550. í gær voru þessir bátar komnir að landi: Sveinn Guð mundsson með 900 mál, Egg ert Ólafsson 950, Eldey 950, Böðvar 1100, Morgunstjarn an 600, Ísleifur 800, Jón Valgeirsson 1100, Hugrún 1000, Bragi 900, Kristján 1000, Andvari 1250, Svanur 800 og Bjarney 1300. Auk þeirra báta, sem hér *eru taldir, hafa nokkrir lagt afla sinn upp í Keflavík, en þangað voru um helgina kom inn un 13 500 mál samtals
********************************************
Alþýðublaðið - 02. desember 1947
Einkaskeyti til Alþýðublaðsins. VESTM.EYJUM í gærkveldi. SAMNINGAR STANDA NÚ YFIR milli stjórar Síldarverksmiðja ríkisins og Vestmannaeyjakaupstaðar um að senda dýpkunarskip Vestmannaeyinga til Hvalfjarðar til þess að soga þar upp síld. Hefur Sveinn Benediktsson snúið sér til bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta mál, og var í dag (mánudag) samþykkt á fundi bæjarstjórnar og hafnarnefndar kaupstaðarins að verða við tilmælunum. Ef samkomulag næst um þetta mál, verður þetta einstæð tilraun til síldveiða í stórum stíl. Skip þeta dælir upp sandi og grjóti til hafnardýpkunar og er mjög stórvirkt.
Hafnarstjórn. Vestmannaeyja samþykkti, að lána skipið með því skilyrði, að efnt verði loforð um að lána til Vestmannaeyja dýpkunarskip vitamálastjórnarinnar, „Grettir“. Enn fremur samþykkti hafnarstjórnin, að Síldarútvegsnefnd skyldi ekki bera annað en beinan útlagðan kostnað við tilraunina, ef hún misheppnast. Ef hún aftur á móti heppnast, vilja Vestmannaeyingar fá 15% afláhlut í leigu fyrir skipið. Dýpkunarskipið „Vestmanney“ hefur sogslöngu, sem nær niður á 13 m. dýpi og hefur svo mikinn sogkraft, að hún. heldur auðveldlega uppi bjargi sem tveir menn geta ekki lyft.
Afköst skipsins eru 100 kúbikmetrar af sandi, enda þótt 250 metra löng flutningsleiðsla sé notuð. Er þess. að gæta, að þá, hefur sandurinn- aðeins verið 15— 20% af magni því, sem vélin hefur raunverulega dælt, hitt hefur verið. sjór. Geta menn ímyndað sér hvernig skip þetta mundi dæla upp síld, ef það kæmist í torfu. Það hefur þráfaldlega komið fyrir, þegar upsi hefur gengið í höfnina í Vestmannaeyjum, að hann hefur farið lifandi gegnum dælutæki skipsins, jafnvel þótt um stór seiði hafi verið að ræða.
Verði af samningum um þetta, fer skipið væntanlega til Hvalfjarðar einhvern næstu daga.
Páll
********************************************
Ath. Ekki gat ég fundið neitt á netinu um þessar hugleiðingar, og hallast að því engar dælu tilraunir, hvað síld varðar, hafi farið fram.
ég spurði einnig ChatGPT gervigreind,. og þar fannst ekkert meira en ég hafði uppýst í formála spurninga minna SK
********************************************
S.R. og síldveiðin
Þegar Hilmar Kristjónsson sagði af sér framkvæmdastjórastaffinu í haust, var starf hans auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 25. október. Þann dag höfðu borizt umsóknir um starfið frá átta mönnum. Stjórn SR mun ekki hafa ætlað að kasta höndum að' ráðningunni, því umsóknirnar atbugaði hún og ræddi í heilan mánuð, þá tókst að ráða Vilhjálm Guðmundsson verkfræðing, sem tæknilegan framkvæmdastjóra. Um leið var ákveðið að stofna nýtt embætti við verksmiðjurnar hér, sem á að heita, verksmiðjustjóri á Siglufirði, einn umsækjenda um framkvæmda stjórastarfið, Guðfinnur Þorbjörnsson vélfræðingur var ráðinn í hið nýja starf með 12 þúsund króna árslaunum í grunnkaup og fylgir frítt húsnæði og ljós. Eins og allir kunnugir vita, er þetta starf óþarft með öllu, má því segja um meirihluta verksmiðjustjórnar að margur risti breiðan þveng af annarra lengju. Því það eru útgerðarmenn og sjómenn, sem verða að borga bæði þetta bruðl og annað. — Fulltrúi sósíalista í stjórn SR greiddi atkvæði á móti stofnun þessa nýja embættis.
Um 130 þúsund mál síldar hafa nú borizt hingað til Siglufjarðar, en veiðin er samtals í Hvalfirði orðin yfir 300 þúsund mál og veiðihorfur eru taldar góðar. Vinnslan á síldinni hér er að mörgu leyti erfiðari og mikið dýrari en sumarvinnsla, en mikil er búbótin að þessari síld, fyrir útgerðarmenn og sjómenn, fyrir verkalýðinn hér og bæjarfélagið og raunar fyrir þjóðina alla. Vinnan við síldina er ákaflega erfið og óhreinleg, margir verkamenn hafa lagt mikið á sig, unnið nætur og daga, dæmi eru til að einn verkamaður hefur í vinnulaunum komizt í 500 til 1700 krónur yfir vikuna, en þeir, sem býsnast yfir þessum launum verkamanna ættu sjálfir að reyna á eigin skrokk hvílíkt feykna erfiði menn hafa þurft að leggja sig til að hafa þetta upp, sérstaklega þá þegar frost er og stórhríð. Hætt er við, að sumir „fínir“ menn hér, sem blæðir nú í augum vinnulaun yrðu heldur „framlágir“ eftir 2ja til 3ja vikna „törn“. Flutningarnir á síldinni norður eru að verða athyglisvert stórmál. Fyrst í stað er reiknað með, að síldarflutningarnir norður verði eingöngu með smáskipum, og flutningsgjaldið ákveðið fyrst kr. 18,00 og síðan hækkað í 20 krónur á mál. Þetta var ekki of hátt fyrir lítil skip, sem sí og æ mátti reikna með, að þyrftu að teppast vegna veðurs. En þegar stór skip flytja síldina fyrir þetta flulningsgjald, verður óhemju gróði á flutningunum. Ef tekið er dæmi af stærsta skipinu, True Knot, en það tekur um 36 þúsund mál, myndi það verða mjög nálægt því sem hér segir: Rýrnun má reikna með um 3000 mál, flutningsgjald greiðist því af 33 þúsund málum, eða 660 þúsund krónur, allur kostnaður skipsins við ferðina norður, að meðtalinni hárri leigu fyrir skip ! og kostnaður skipsins af rýrnun er í hæsta lagi um 300 þúsund krónur, gróði skipsins af þessari einu ferð frá Reykjavík til Siglufjarðar nemur því hátt á fjórða hundrað þúsund krónur. Gróðinn á Fjallfossi og Selfossi er að sjálfsögðu ekki svona óhóflegur en þó er á þeim skipum feikna gróði. Engum getur blandast hugur um, að það er ósanngjarnt og meira að segja óhæfa að láta Eimskip taka með þessum flutningum milljóna gróða af útgerðarmönnum og sjómönnum.
L.Í.U., Landssamband ísl. útvegsmanna tók að sér að skipuleggja síldarflutningana norður og fær fyrir það 1% af br. andvirði síldarinnar hér á Siglufirði, en það er kr. 52,00 málið. Skemmst er frá að segja, að öll afskipti L.LO. af málinu hafa verið með hinu mesta ráðleysi og aumingjaskap og hefur stjórn SR hvað eftir annað orðið að grípa inn í til að forða vandræðum og stöðvun flutninganna. Þrátt fyrir þetta hefur framkvæmdastjóri L.l.U. Jakob Havstein, farið til ríkisútvarpsins og látið það hafa eftir sér grobbsögur um sig og L.l.O. fvrir afskiptin af flutningunum. Þá hefur Jakob Havstein látið útvarpið fara sterkum viðurkenningarorðum um framkvæmdastjóra Eimskip Guðmund Vilhjálmsson fyrir liðlegheit hans í málinu, eða fyrir að þiggja það, að Eimskip leigi skip til flutninganna fyrir okurleigu og þiggji millj. gróða handa félaginu.
********************************************
Verkamaðurinn - 05. desember 1947
A fjórða hundrað þúsund mál síldar hafa veiðst í haust Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði hafa nú brætt 100 þúsund mál
Óhemju síldveiði er stöðugt í Hvalfirði. Undanfarið hafa öll skip hlaðið sig á stuttum tíma. Hefur staðið á flutningi síldarinna r, en nú hafa mörg skip verið leigð til síldarflutninga og fjölgar þeim Stöðugt. Meðal þeirra skipa, sem nú eru í flutningum, eru Súðin, Fjallfoss, True Knot og mörg fleiri.
Alls munu nú hafa aflast yfir 300 þús. mál og er ekkert lát á veiði ennþá. Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði hafa nú brætt 100 þús. mál af sunnan og vestan síld, en 15 þúsund eru í þróm og 65 þúsund eru á leiðinni að sunnan. Síldin er brædd í SR46 og SRN. Vinnslan hefur gengið sæmilega.
Árni Friðriksson telur að sú síld, sem nú veiðist í Hvalfirði, sé að öðrum stofni en Norðurlandssíldin. Annars mun mest á huldu með þessa síldargöngu, eins og raunar flest í sambandi við þennan kenjótta fisk. Hinn ágæti vísindamaður, dr. Hermann Einarsson, vinnur nú að rannsóknum á þessari síld.
********************************************
True Knot komst í var.
Síldarflutningaskipið True Knot hreppti óveður undan Vestfjörðum í gær og bað um aðstoð.
Skipið er með 35 þús. mál og á leið til Siglufjarðar. Stormur var undan Vestfjörðum og lagðist. skipið á hliðina sökum hans. Talið er að skilrúm i skipinu hafi brotnað og síldin runnið til í lestunum. Togarinn Surprise og Ingólfur Arnarson vóru tilbúnir að koma skipinu til aðstoðar, ef illa myndi fara.
True Knot tókst að komst inn á Patreksfjörð og liggur nú þar og bíður eftir hagstæðu veðri til þess að geta haldið áfram. —
Stormur og stórhríð hafa verið út af Vestfjörðum í nótt, en hinsvegar er ágætt veður inni á fjörunum. Tvö önnur síldarflutningaskip voru stödd undan Vestfjörðum í gær og urðu að leita til lands sökum illveðursins. Skipin eru Sigríður og Selfoss. komust þau bæði inn á Aðalvík og liggja nú þar.
*******************************************
Alþýðublaðið - 06. desember 1947
Áki Jakobsson krafðist þess á þingfundum í gær, að ríkisstjórinn gerði ráðstafanir til þess, að öll. síldin, sem biði hér í höfninni, yrði þegar tekin á land, og fór hann allhröðum orðum um það, að slælega væri unnið að því að koma veiðinni undan.
Jóhann Þ. Jósefsson svaraði Áka og benti á, að í þessu máli eins og öðrum væri um að ræða órökstuddan áróður af hálfu kommúnista, en hins vegar hefðu þeir engan áhuga fyrir heilbrigðri lausn málsins. Skýrði ráðherrann frá því, að í stjórn SR hefði fulltrúi kommúnista, Þóroddur Guðmundsson, þvælzt fyrir öllum aðgerðum, hvað sem til hefði verið lagt, og reynt eftir megni að torvelda alla síldarflutninga til Siglufjarðar.
Þegar Þóroddi var á það bent, að hér væri um alþjóðarheill að ræða, gaf hann svo hljóðandi svar: ,,Hvað varðar okkur um alþjóðarhag?“
Ráðherrann kvað þetta raunar ekki meira en annað hjá kommúnistum. Í áróðurs skyni og til að sýnast þættust þeir í orði hafa áhuga fyrir lausn þessa máls og annarra, en á borði reyndust þeir hinir örgustu dragbítir. Fór ráðherrann hörðum orðum um þær upplognu sakir, sem kommúnistar bæru á ríkisstjórnina og hann sér í lagi um slælega framgöngu í þessu máli. Sýndi ráðherrann fram á, að allt hefði verið gert, sem unnt væri, til þess að sjá fyrir flutningaskipum og greiða úr málinu á annan hátt.
Þá skýrði ráðherrann frá því, að til mála hefði komið að selja síldina ísaða til útflutnings, og kvaðst hann vona að þær tilraunir gæfu ekki lakari raun en sá eini farmur, er Áki Jakobsson hefði séð um útflutning og sölu á í fyrrahaust, en hann kostaði ríkissjóð 60 000 kr. meðgjöf.
Taldi ráðherrann illa komið málum, ef hafa þyrfti þann hátt á sölu útflutningsvaranna
********************************************
Alþýðublaðið - 06. desember 1947 (sk Innskot)
Sænsk blöð birta lofgreinar um Íslandssíldina!
Einkaskeyti til Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær.
ÍSLANDSSÍLDIN heldur þessa viku haustinnreið sína í Svíþjóð, og er eftirspurnin eftir henni mjög mikil. Hafa Svíar beðið með eftirvæntingu eftir þessum eftirlætisfiski sínum, og þegar hann loksins kom um sama leyti og jólaappelsínurnar, skrifuðu blöðin lofgreinar um hann!
HJULER.
********************************************
Alþýðublaðið - 06. desember 1947
Síldarverksmiðjur ríkisins taka síld til geymslu hér
--------------- «----------------
En verðið verður þó ekki nema 22 krónur, vegna kostnaðar og rýrnunar
SÐKUM ófullnægjandi skipastóls til þess að flytja Hvalfjarðarsíldina nægilega ört norður, ákvað stjórn síldarverksmiðja ríkisins á fundi í fyrradag að hefja móttöku á bræðslusíld til geymslu, í Reykjavík og nágrenni hennar. Mun verða byrjað að taka á móti síldinni hér í dag, fyrst um sinn við einum farmi af hverju skipi.
Sökum kostnaðar og rýrnunar á síldinni við geymsluna verður verðið á þessari síld þó lægra eða ekki nema kr. 22,00 fyrir málið, afhent á bíl við skipshlið. Útgerðarmönnum er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja afhenda síldina til geymslu í Reykjavik og nágrenni með þessum skilmálum, eða bíða eftir afgreiðslu í síldarflutningaskip og fá hærra verðið, sem er kr. 32,00, ef landað er beint í skip úr málum, eða kr. 30,50, ef landað er frá bílum í flutningaskip.
********************************************
Alþýðublaðið - 06. desember 1947
62 þúsund mál bíða löndunar í Reykjavík.
í GÆRKVELDI biðu um 70 skip löndunar í Reykjavík með samtals rúm 62 þúsund mál. í gær var lokið við að lesta í Súðina og mun hún hafa lagt af stað norður í gær kvöldi. Klukkan 9 í gærkvöldi átti að byrja að lesta í Banan. Síðast liðna tvo sólarhringa hafa 31 skip komið af veiðum úr Hvalfirði, og fengu flest þeirra fullfermi.
*************************************
Morgunblaðið - 06. desember 1947
Kommúnistar flytja skrípatillögu í máli, sem búið var að ákveða
„Þóroddur „lætur sig engu skipta þjóðarhagsmuni“
FULLTRÚI kommúnista í stjórn síldarverksmiðja ríkisins, Þóroddur Guðmundsson hefur með þverúðarfyllri afstöðu sinni innan verksmiðjustjórnarinnar reynt á allan hátt að torvelda framkvæmdir á flutningi síldarinnar norður.
FRÁ Alþingi
Þessar athyglisverðu yfirlýsingu gaf sjávarútvegsmálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson utan dagskrár á Alþingi í gær að gefnu tilefni vegna ummæla Áka Jakobssonar og skrifa ,,Þjóðviljans“ um þessi mál.
En eins og kunnugt er hefur „Þjóðviljinn“ sí og æ logið því upp að sjávarútvegsmálaráðherra hafi sýnt kæruleysi í þessum málum. Ráðherra upplýsti ennfremur að hafin væri undirbúningur að því að skipa síldinni á land í Reykjavík og Hvítanesi.
„Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmuni"?
Ráðherra hóf ræðu sína með því að skýra frá því er formaður S. R. hóf að leita úrlausnar á flutningavandamálinu með því að reyna að fá skip. En innan verksmiðjustjórnarinnar reyndi Þóroddur Guðmunds son fulltrúi kommúnista að torvelda þessar framkvæmdir með allskonar rexi og pexi um mikinn kostnað við þessa flutninga. Vildi Þóroddur að bátarnir kæmu sjálfir með síldina til Siglufjarðar, ef þeir ættu að fá afgreiðslu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins!
Var þá leitað til mín, sagði ráð herra og var haldinn fundur í Stjórnarráðinu til að leita sátta milli þeirra, sem eitthvað vildu gera í þessu mikla vandamáli og þeirra, sem voru dragbítar á málinu. Er sagt var að þjóðarheill væri í veði ef ekki yrði undin bráður bugur að því að úr rættist um síldarflutningana og S. R. bæri skylda til að sjá um þá, þá svaraði Þóroddur „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmuni?“
Þannig var afstaða kommúnista, sem mest hafa logið upp kæruleysi á aðra menn varðandi þessi mál.
Jeg áleit að setja ætti öll önnur sjónarmið en þjóðarheill til hliðar, en ekki láta standa í karpi um hvort kostnaðurinn lenti á ein um eða öðrum.
Öll tækifæri notuð
Var því formanni S. R. falið á ábyrgð ráðuneytisins að fá skip til síldarflutninga. Hjá Eimskip hafa fengist 2 skip auk True Knot. Auk þess hefur L. í. Ú. aðstoðað við að útvega fjölda leiguskipa til flutninganna að fyrirlagi ríkis stjórnarinnar og þess hluta verksmiðjustjórnarinnar sem eitthvað vildi gera.
Verður síldinni skipað á land hjer? ,
Ráðherra upplýsti að í athugun væri að leggja síld hjer upp á land að einhverju leyti. En það þýðir ekki að gera það nema undir sæmilega öruggum skilyrðum um að síldin skemmist ekki. Væri mikil áhætta að fleyja henni á berangur, því illa gæti farið ef veður breyttist til hins verra. Upplýsti ráðherra, að í undirbúningi væri að skipa síld á land í Hvítárnesi í Hvalfirði og yrði hún þar undir þaki; ennfremur væri þar mikið annað geymslupláss undir beru lofti. Þá hefði og farið fram athugun á geymslu síldarinnar í Reykjavík. Þessi móttaka hefst í dag.
Útflutningur á síld.
Áki fjasaði um að núverandi stjórn hefði víst ekki eins mikinn áhuga á að flytja út síld eins og sú stjórn er hann sat í.
Ráðherra upplýsti að unnið væri að þessu máli, eins og sagt var frá um daginn á Alþingi. En það myndi ekki verða fylgt vinnubrögðum Áka í þeim málum. í fyrra sendi Áki einn síldarfarm út, en afleiðingin af því var 60 þús. kr. halli fyrir ríkissjóð.
Flutningur á bílum.
Ráðherra skýrði frá því að rætt hefði verið um að flytja síldina á bílum frá Akranesi til Skagastrandar-verksmiðjunnar, en vafi væri á því hvort sú verksmiðja væri starfhæf. Auk þess væri vegurinn frá Blönduósi ófær og mikill kostnaður við slíka flutninga.
En jeg er fús til að láta athuga þetta nánar.
Áki ætlar að tala við Þórodd!
Áki vildi endilega fá að ræða tillögu frá sjer, sem ekki var prentuð, um að taka síld viðstöðulaust hjer á land. Ráðherra benti á að í fyrsta lagi væru slíkar framkvæmdir þegar ákveðnar. Í öðru lagi væri kommúnistum nær að tala um fyrir Þóroddi, ef fá ætti hann til að standa með framkvæmdum til að leysa úr þeim vandamálum, er nú steðja að.
Sagði þá Áki: Ef stendur á Þóroddi, skal jeg tala við hann“!
Væri vonandi að hann gerði það.
Í þingfundarlok var svo útbýtt hinni boðuðu tillögu Áka, sem honum hafði ekki hugkvæmst að flytja fyrr en hann frjetti um ráðstafanir stjórnar S.R.
vegna ummæla Áka Jakobssonar og skrifa ,,Þjóðviljans“ um þessi mál. En eins og kunnugt er hefur „Þjóðviljinn“ sí og æ logið því upp að sjávarútvegsmálaráðherra hafi sýnt kæruleysi í þessum málum. Ráðherra upplýsti ennfremur að hafin væri undirbúningur að því að skipa síldinni á land í Reykjavík og Ilvítanesi. „Ilvað varðar okkur um þjóðarhagsmuni"? Ráðherra hóf ræðu sína með því að skýra frá því er formaður S. R. hóf að leita úrlausnar á flutningavandamálinu með því að reyna að fá skip.
En innan verksmiðjustjórnarinnar reyndi Þóroddur Guðmunds son fulltrúi kommúnista að torvelda þessar framkvæmdir með allskonar rexi og pexi um mikinn kostnað við þessa flutninga. Vildi Þóroddur að bátarnir kæmu sjálfir með síldina til Siglufjarðar, ef þeir ættu að fá afgreiðslu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins! Var þá leitað til mín, sagði ráð herra og var haldinn fundur í Stjórnarráðinu til að leita sátta milli þeirra, sem eitthvað vildu gera í þessu mikla vandamáli og þeirra, sem voru dragbítar á málinu. Er sagt var að þjóðarheill væri í veði ef ekki yrði undin bráður bugur að því að úr rættist um síldarflutningana og S. R. bæri skylda til að sjá um þá, þá svaraði Þóroddur „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmuni?“
Þannig var afstaða kommúnista, sem mest hafa logið upp kæruleysi á aðra menn varðandi þessi mál. Jeg áleit að setja ætti öll önnur sjónarmið en þjóðarheill til hliðar, en ekki láta standa í karpi um hvort kostnaðurinn lenti á ein um eða öðrum. Öll tækifæri notuð Var því formanni S. R. falið á ábyrgð ráðuneytisins að fá skip til síldarflutninga. Hjá Eimskip hafa fengist 2 skip auk True Knot. Auk þess hefur L. í. Ú. aðstoðað við að útvega fjölda leiguskipa til flutninganna að fyrirlagi ríkis stjórnarinnar og þess hluta verksmiðjustjórnarinnar sem eitthvað vildi gera. Verður síldinni skipað á land hjer? , Ráðherra upplýsti að í athugun væri að leggja síld hjer upp á land að einhverju leyti. En það þýðir ekki að gera það nema undir sæmilega öruggum skilyrðum um að síldin skemmist ekki. Væri mikil áhætta að fleyja henni á berangur, því illa gæti farið ef veður breyttist til hins verra. Upplýsti ráðherra, að í undirbúningi væri að skipa síld á land í Hvítárnesi í Hvalfirði og yrði hún þar undir þaki; ennfremur væri þar mikið annað geymslupláss undir beru lofti. Þá hefði og farið fram athugun á geymslu síldarinnar í Reykjavík. Þessi móttaka hefst í dag.
Morgunblaðið - 06. desember 1947
Síld verður landað hjer í bænum og í Hvalfirði Rösklega 69 þús. má! síldar bíða löndunar
HJER í REYKJAVÍK liggja nú um 70 síldveiðiskip og bíða löndunar með rúmlega 60 þús. mál síldar. Stjórn Síldarverksmiðja ríkísins ákvað á fundi s.l. fimtudag að taka á móti síld í land til geymslu hjer í Reykjavík og í Hvítanesi í Hvalfirði. — Fyrir þessa síld verða greiddar kr. 22,00 pr. mál. Móttaka síldarinnar hefst í dag.
Síldinni, sem veitt verður mót taka í dag verður ekið í grjótnám bæjarins norður af Sjómannaskólanum, þar sem knattspyrnuvöllur Fram er.
Hafa bæjaryfirvöldin og félagið gefið leyti til þess að geyma síldina þarna.
Í Hvítanesi mun síldin verða geymd í stórum setuliðs skemmum, sem þar eru. Bryggja er þar sæmileg. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins tók ákvörðun um að geyma bræðslusíld í landi hjer i Reykjavík og nágrenni bæjarins í fyrradag.
(Til gamans má geta þess að þegar kommúnistar frjettu um þessa ráðstafanir verksmiðjustjórnarinnar ruku þeir til og báru fram þings ályktunartillögu í sömu átt dag inn eftir að stjórn SR hafði tilkynnt Landssambandi útvegsmanna ákvörðun sína. Eftir að Landssambandið hafði mælt með þessum ráðstöfunum gaf stjórn SR út eftirfarandi frjettatilkynningu ):
100.000 mála skipastóll er of lítill.
Þrátt fyrir það að ráðin hafa verið til síldarflutninga skip, er bera í einni ferð rúmlega 100 þús. mál, hafa veiðarnar gengið svo vel, að þessi flutningaskipastóll hefur reynst ófullnægjandi. Hafa því undanfarna daga verið athugaðir möguleikar á því, að taka síld í land til geymslu í Reykjavík eða nágrenni bæjarins og í Hvítanesi við Hvalfjörð.
Verð síldarinnar
Á fundi sínum í gær, hinn 4. desember ákvað stjórn Síldarverksmiðja ríkisins að hefja mót töku á bræðslusíld til geymslu í Reykjavík og nágrenni bæjarins. Sökum kostnaðar og rýrnunar á síldinni við geymsluna, getur verð á þessari síld ekki orðið nema kr. 22.00 fyrir málið afhent á bíl við skipshlið.
Útvegsmenn sætta sig við Iækkun
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefur kynt sjer vilja útgerðarmanna í þessu efni og virðast þeir geta sætt sig við lækkun á síldarverðinu undir þessum kringumstæðum. Það verður lagt í vald útgerðarmanna skipanna, hvort þeir vilji afhenda síldina með þessum skilmálum, eða kjósi heldur að bíða eftir afgreiðslu í síldarflutningaskip og fá þá hærra verðið kr. 32.00 pr. mál, ef landað er beint í skip úr málum, eða kr. 30.50, ef land að er á bílum í flutningaskip. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins býst við að geta hafið móttöku síldarinnar til geymslu í Reykjavík í dag, og verður fyrst um sinn tekinn einn farmur af skipi.
********************************************
Hafin móttaka síldar til geymslu í Reykjavík
Seinna verður síld sett á land í Hvítanesi, ef þörf gerist
Stjórn síldarverksmiðja ríkisins tók þá ákvörðun á fimmtudagskvöldið var, að framvegis skyldi tekið á móti síld til geymslu hér syðra, að minnsta kosti i Reykjavik og ef til vill einnig að Hvítanesi við Hvalfjörð. Hefst móttaka síðar til geymslu í Reykjavik í dag, og verða greiddar 22 krónur fyrir hvert mál þeirrar síldar.
Flutningaskip þau, sem kostur hefur verið á til ,síldarflutninga norður, hafa. um langt skeið ekki annað þeim flutningum. Jafnvel þegar True Knot lagði héðan úr höfn með 35—36 þúsund mál, samtímis því, sem önnur skip héldu norður með tugþúsundir mála, biðu enn í Reykja víkurhöfn margir tugir skipa með feiknin öll af síld. Ilafa alla daga síðan beðið hér fjöldi skipa með 40—60 þúsund mál síldar. Og þótt nú hafi verið ráðin til síldarflutninganna ,skip, sem taka samtals um 100 þúsund mál, er sýnilegt að mikil bið hlýtur að verða hjá veiðiskipunum hér í höfninni, ef ekki er gripið til nýrra úrræða. Hafa sjómenn og útgerðarmenn að vonum kunnað þessum töfum illa, þegar ,slík síldargengd hefir verið í Hvalfirði og veiði veður hið ákjósanlegasta. Það er af þessum sökum, að stjórn síldarverksmiðjanna hefir ákveðið að taka hér á land það af síldinni, sem ekki er hægt að flytja tafarlaust norður, svo fremi sem útgerðarmenn kjósa það fremur en biðina.
Tilkynning síldarverksmiðjustjórnarinnar.
Í tilkynningu stjórnar síldarverksmiðjanna segir:
,,Þrátt fyrir það, að ráðin hafa verið til síldarflutninga skip, er bera í einni ferð rúmlega 100 þús. mál, hafa veiðarnar gengið svo vel, að þetta flutningaskipastóll hefir reynzt ófullnægjandi. Hafa því undanfarna daga verið athugaðir möguleikar á því, að taka síld á land til geymslu í Reykjavík eða nágrenni bæjarins og í Hvítanesi við Hvalfjörð. Á fundi sínum í gær, hinn 4. desember ákvað stjórn Síldarverksmiðja ríkisins að hefja móttöku á bræðslusíld til geymslu í Reykjavík og nágrenni bæjarins.
Sökum kostnaðar og rýrnunar á síldinni við geymsluna, getur verð á þessari síld ekki orðið nema kr. 22.00 fyrir málið afhent á bíl við skipshlið. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefir kynnt sér vilja útgerðarmanna í þessu efni og virðast þeir geta sætt sig við lækkun á síldarverðinu undir þessum kringumstæðum. Það verður lagt í vald útgerðarmanna skipanna, hvort þeir vilja afhenda síldina með þessum skilmálum, eða kjósi heldur að bíða eftir afgreiðslu i síldarflutningaskip og fá þá hærra verið kr. 32.00 pr. mál, ef landað er…………………………………….
********************************************
True Knot enn á Patreksfirði
Trure Knot er enn á Patreksfirði. Var í gær byrjað á því I að rétta skipið við, með því j að moka til í því í síldinni , I sem aflaga hafði farið. Eru það verkamenn úr landi, sem annast þetta verk, og var ekki hægt að hefja starfið af fullum krafti í gær af ókunn um orsökum.
Í dag verður hins vegar unnið að því að rétta skipið við. Ekki er hægt að segja neitt um það, hve langan tíma það kann að taka. En strax og því er lokið, heldur skipið áfram ferð sinni til Siglufjarðar, ef veður leyfir.
********************************************
Löndun síldar hér og í Hvalfirði og bílflutningar norður hafa verið í athugun lengi…………
Bræðslusíld geymd á Framvellinum. Byrjað er að flytja hana þangað í dag.
Í dag verður byrjað að taka á móti síld til geymslu hér i Reykjavik, en stjórn S.R. tók ákvörðun um það á fundi sinum í fyrradag. Fyrst um sinn verður tekið á móti einum farmi úr hverju skipi. Mun þetta væntanlega flýta verulega afgreiðslu skipanna og auka afköst síldveiðiflotans.
Gaf stjórn S.R. út tilkynningu um þetta og segir þar m. a., að sökum rýrnunar á síldinni og kostnaðar við geymsluna geti verðið á þessari síld ekki orðið nema 22 kr. fyrir málið, afhent á bil við skipshlið.
Hafa útgerðarmenn sætt sig við þessa lækkun á síldarverðinu, en þeir geti einnig beðið eftir afgreiðslu í flutningaskip og fá þá 32 kr. fyrir málið, ef landað er beint í skip úr málum, eða 30,50, ef landað er á bilum í skipin.
Síld á Fram-vellinum.
Í morgun kl. 7 var hafizt handa um ýmislegan undirbúning á æfingavelli knattspyrnufélagsins Fram, norður af Sjómannaskólanum, en félagið hefir veitt leyfi til þess, að síldin verði geymd þar, þangað til farkostur fæst undir hana norður til bræðslu. Var búizt við, að byrjað yrði að losa síld á bíla og flytja hana þangað upp úr hádeginu. Þá er og í ráði að geyma síld í Hvítanesi, á suðurstrðnd Hvalfjarðar. verður síldin geymd í stórum vðrukennunum, er Bandaríkjaflotinn lét reisa.
Gott veiðiveður.
Feykileg síldarganga er í Hvalfirði og veður hagstætt til veiða, en síldin stendur alldjúpt og erfitt að. ná til hennar framan af degi. Seinustu bátar, er hingað komu með síld úr Hvalfirði eru: Freyja RE með 850 mál, Ingólfur Arnarson 1200, Bragi 280, Elsa 800 og Hólmaborg 750. Ekkert skip kom eflir kl. 4 síðd. i gær.
Byrjað að lesta Banan.
Í gærkveldi var byrjað að Iesta síld í norska skipið Banan, sem tekið hefir veið á leigu til síldarflutninga. Mun það bera um 12—14 þúsund mál. Þá er hingað komið annað síldarflutningaskip, pólska skipið Hel. Það mun bera svipað magn og Banan. Er nú unnið að því að slá upp skilrúmum í lestum skipsins, en lestun mun hefjast einhvern næstu daga
********************************************
Morgunblaðið - 07. desember 1947
Síldarflutningarnir:
Greinargerð frá og Landssambandi ísl. Útvegsmanna.
EINS og kunnugt er hefur undanfarna daga veiði norðaustan stormur fyrir Vesturlandi og Norðurlandi, sem leitt hefur til þess að síldarflutningaskipin hafa orðið fyrir miklum töfum, og stærsta flutningaskipið True Knot, sem lestaði 35.000 málum orðið fyrir áfalli og leitað neyðarhafnar. Eru horfur á að þetta skip, sem mest munaði um í síldarflutningunum, hætti ferðum, auk þess sem alt bendir til að taka verði önnur flutningaskip til þess að ferma hluta af farmi True Knot, svo að það skip geti komist leiðar sinnar til Siglufjarðar.
Af framangreindum ástæðum er nú svo komið, að flutningaskipastóll sá, er hlaðið getur bræðslusíld úr veiðiskipum vikuna 7.—14. des., nemur aðeins um 40 þúsund málum.
Hinsvegar liggja nú í kvöld í Reykjavíkurhöfn síldveiðiskip 62 að tölu með um 55 þúsund mála afla, þegar lokið er lestun e.s. Banan. Það er því sýnilegt að skip þau, sem síðust eru í löndunarröðinni geta ekki orðið affermd í flutningaskip í næstu viku.
Í þessu sambandi viljum vjer taka fram eftirfarandi:
Frá því að síldveiðarnar hófust í Hvalfirði hafa fengist til flutninganna öll þau innlend skip, sem nothæf eru til síldarflutninga, og ekki eru bundin við aðrar nauðsynlegar siglingar eða síldveiðar, og lesta skip þessi samtals í einni ferð um 40.000 mál. Ennfremur hafa verið ráðin til síldarflutninganna 7 erlend skip, sem lesta um 52.000 og eru tvö þeirra, sem lesta samtals 24.000 mál, þegar byrjuð flutninga.
Í flutningunum eru því nú skip, sem lesta 64.000 mál, og erlendu skipin, sem ráðin hafa verið, koma ekki til landsins fyr en síðari hluta þessa mánaðar. En í framangreindu yfirliti er hið stóra skip True Knot ekki talið með, þar sem búist er við að það muni ekki fást til að halda áfram síldarflutningum.
Það skal tekið fram, að reynt hefur verið af fremsta vegni að fá leigð hentug erlend skip til síldarflutninganna alt frá því er síldveiðin í Hvalfirði hófst, og mun verða unnið kappsamlega að því áfram að auka flutningaskipastólinn.
Vegna þeirrar uppgripa síldveiði, sem verið hefur undanfarið og tafa flutningaskipanna var fyrirsjáanlegt að miklar löndunartafir mundu verða hjá veiði skipunum, á næstunni, og ákvað því stjórn Síldarverksmiðja ríkisins síðastliðinn fimtudag að kaupa síld af veiðiskipunum til geymslu í Reykjavík á kr. 22.00 málið, og stafar lækkun síldarverðsins af þeim kostnaði og rýrnun á síldinni, sem þessu er óhjákvæmilega samfara. Leitaði stjórn Síldarverksm. ríkisins umsagnar L. í. Ú. um þessa ráðstöfun, og að athuguðu máli taldi stjórn L. í. Ú. Þetta eina úrræðið eins og sakir standa nú, þó að því tilskyldu, að reyndist kostnaður og rýrnun minni en kr. 10.00 pr. mál við að geyma síldina í landi, yrði mismunurinn endurgreiddur til síldveiðiskipanna, og fellst stjórn S. R. á þetta.
Reykjavík 6. des. 1947. F. h. Síldarverksmiðja ríkisins Sveinn Benediktsson. F. h. Landssambands ísl. útvegsmanna Jakob Hafstein
******************************************
Morgunblaðið - 07. desember 1947
Hér er heljarmikil greinagerð um síldarflutninga í Morgunblaðinu í dálknum REYKJAVÍKURBRÉF
Þar er stiklað á stóru og mál og málefni. Einskonar samtíningur um hinn neikvæðan þátt kommúnista á tímabili Hvalfjarðar síldarveiði og flutninga“
Að mati ritara -- Pólitísk orðræða sem ég nenni ekki að endur rita hér.
En Tengill til þessa pistils á timarit.is er her:
https://timarit.is/files/56793467#search=%22s%C3%ADldarflutninga%22
Steingrímur
********************************************
Síldin, sem fer á Framvöllinn, hækkuð upp í 25 kr. máið.
Eru með 80—90 þúsund mál.
Um 100 síldveiðiskip liggja nú á Reykjavikurhöfn og bíða löndunar. Mun láta nærri, að skip þessi séu með um 80—90 þús. mál innanborðs. Sama síldargengd er enn í Hvalfirði og veiðiveður hagstætt. Fá skip munu vera þar að veiðum nú, flest þeirra, eða um 100 bíða löndunar hér á höfninni, annaðhvort í flutningaskip i eða á bifreiðir, sem flytja síldina á Framvöllinn við Sjómannaskólann. Ganga síldarflutningar þangað greiðlega. Er nú verið áð losa síld úr 8 skipum, til geymslu á Framvellinum.
Síldarflutningar norður.
Um hádegi í dag átti að byrja að ferma pólska síldarflutningaskipið Hel, sem mun bera um 12—14 þúsund mál, eða svipað magn og norska skipið Banan, sem nú er á leið norður með fullfermi. Hrímfaxi er væntanlegur að norðan í dag eða á morgun. Afli bátanna. Þessi skip komu af veiðum nú um helgina: Guðmundur Þorlákur með 1100 mál, Víðir 1200, Skógafoss 850, Þorgeir goði 450, Eldey 1050, Ásólfur 1200, Sigurður 1050, Dagur 1000, Dagsbrún 300, Dux 1000, Fagriklettur 1800, Muninn 600, Richard 1100, Hugrún 1100, Dóra 1150, Morgunstjarnan 700, Jón Yalgeir 1000, Íslendingur 1200.
„True Knot“.
True Knot lá enn á Patreksfirði í morgun, að því er Sveinn Benediktsson tjáði Vísi. Var verið að vinna að því, að moka síldinni til í lestum skipsins til þess að rétta það við. Er ekki fullráðið, hvort eitthvað af síldinni verði látið í önnur skip, eða hvort skipið fari með alla síldina ilorður.
Verðið hækkað.
Ákveðið hefir verið að hækka verðið á síld þeirri, er tekin verður til geymslu hér í Reykjavík, upp í kr. 25 fyrir málið og munu SR og ríkissjóður taka á sig hallann vegna þessa. Vísi hefir borizt svohljóðandi tilkynning frá stjórn SR um þetta, dagsett í gær:
Vegna þess að kostnaður og rýrnun á bræðslusíld þeirri, sem tekin verður í land til geymslu hér í Rvik, er áætlaður að minnsta kasti kr. 10.00 á mál, ákvað stjórn Síldarverksmiðja ríkisins verð þeirrar síldar skv. því kr. 22.00 málið.
Ábyrgð SR og ríkissjóðs.
Þar sem hlutur sjómanna og útvegsmanna þykir rýr með framangreindu verði hefir ríkisstjórnin ákveðið, að SR og ríkissjóður tækju á sig hallann við að hækka bræðslusíldarverð upp í kr. 25,00 málið komið á bíl við skipshlið á þeirri síld sem SR veita móttöku til geymslu hér syðra. Er þetta sama verð og greitt var fyrir Kollafjarðarsíld í fyrra afhenta í flutningaskip og kr. 5,50 lægra pr. mál en á síld þeirri sem nú er landað á bilum beint í flutningaskip. Greitt verður áfram kr. 32,00 pr. mál fyrir síld sem landað er á málum i flutningaskip og kr. 30,50 fyrir síld, sem landað er á bílum í flutningaskip.
********************************************
Alþýðublaðið - 09. desember 1947
Byrjað að flytja síld á Framvöllinn
MOKAFLI í Hvalfirði
MOKAFLI var á Hvalfirði um helgina og í gær. Fjölmargir bátar komu til Reykja víkur á sunnudaginn, fullhlaðnir, og frá því á miðnætti á sunnudagskvöld til klukkan 5 í gær komu 22 bátar með samtals yfir 20 þúsund mál. Hér á höfninni eru nú yfir 100 bátar með samtals 70—80 þúsund mál.
Byrjað er nú að losa síld til geymslu í Reykjavík, enda hefur Síldarútvegsnefnd heitið að greiða 25 krónur fyrir málið af síldinni, sem tekin verður hér til geymslu, í stað 22 krónur, eins og upphaflega var ákveðið.
Ígærdag var byrjað að landa úr 10—12 bátum á þennan hátt, en alls munu um 30 bátar hafa beðið um löndun hér. Sumir bátamir losa 'þó aðeins af dekki, en flytja afganginn sjálfir norður. Á sunnudaginn var lokið við að lesta í Banan, og fór skipið norður með um 14 þús. mál. í gær var unnið að því að lesta síld í ,,Hel!t. Það skip tekur álíka mikið og Banan. Enn fremur er verið að lesta í línuveiðarann ,,Huginn“
*******************************************
Alþýðublaðið - 09. desember 1947
Fékk fréttina fyrir hádegi, en flutti tillöguna eftir hádegið.
Jakob Hafstein sagði Áka að síldarlosunin hér í höfninni væri að hefjast.
SJÁVARÚTVEGSMÁLARÁÐHERRA Jóhann Þ„ Jósefsson, upplýsti á þingfundi í gær, að Áki Jakobssom hefði hlaupið til og borið fram þingsályktunartillögu sína um löndun síldar í Reykjavík nokkrum klukkustundum eftir að hann hefði frétt hjá framkvæmdastjóra Landssambands íslenzkra útvegsmanna, Jakobi Hafstein, að til stæði að gera þessa tilraun.
Ráðherrann kvað það einstakan atburð í þingsögunni, að þingmaður kveddi sér hljóðs utan dagskrár til að lesa upp þingsályktunartillögu, sem hann segðist ætla að bera fram, og krefjast þess, að hún yrði tekin til umræðu; en þetta gerði Aki á föstudaginn. Hitt kvað hann þó enn furðulegra, að Áki hafði eftir hádegi á föstudag risið upp á alþingi til þess að heimta ráðstafanir, sem hann hafði frétt fyrir hádegi sama dag, að til stæði að framkvæma.
Ráðherrann vitnaði í bréf stjórnar SR til stjórnar Landssambands íslenzkra útvegsmanna; en það ber með sér að ákvörðun stjórnar SR um síldarlosunina í Reykjavíkurhöfn var tekin 4. desember eða daginn áður en Áki hljóp til að hreyfa þessu máli á alþingi.
Ásökunum Áka um slælega framgöngu ríkisstjórnarinnar varðandi síldarflutningana norður, hrakti ráðherrann með því að minna á, að nú hefðu verið fengin til þeirra 1 flutninga skip, er lestuðu samtals um 100 000 mál. Bar hann þetta saman við ráðstafanir Áka í fyrrahaust, en þær voru það eitt, að hann skrifaði stjórn SR bréf, þar sem hann fól henni að sjá fyrir nægum flutningaskipaflota. Önnur voru hans afskipti ekki. Ráðherrann upplýsti einnig, að greiddar yrðu 25 krónur á mál fyrir síldina, sem hér verður sett á land, en það er 3 krónum hærra en upphaflega var áætlað á grundvelli hins raunverulega kostnaðar.
*******************************************
Alþýðublaðið - 09. desember 1947
Fleiri skip leigð til síldarflutninga
FLEIRI SKIP hafa nú verið leigð til síldarflutninga og er von á tveimur í næstu viku: Columbia og Royksund, sem hvort um sig tekur 10—12 000 mál. Þá er von á þremur skipum frá Óskari Halldórssyni undir eða um áramótin og bera þau samtals 15 000 mál. Alls eru nú komin 107 000 mál til Siglufjarðar, og 50 000 mál eru á leiðinni. Þar með talin Farmur True Knot.
********************************************
Alþýðumaðurinn - 09. desember 1947
Hvalfjörður enn fullur af síld.
Engin þurrð virðist enn á síld í Hvalfirði, og munu nú hátt í 400 þús. mál hafa veiðzt þar. Miklum erfiðleikum er bundið að hagnýta veiði þessa, svo að vel sé, en þó hefir margt og mikið verið til þess gert, m. a. allmikill skipastóll tekinn til síldarflutninga norður til Siglufjarðar og hefir þó ekki við. S. 1. sunnudagskvöld voru um 90 skip sögð bíða affermingar á Reykja víkurhöfn, og höfðu um 70 þús. mál innanborðs. Sögðu sjónarvottar, að fjórfölduð hlaðinna síldarskipa lægju við hafnarbakkann. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefir séð um síldarflutningana norður, og hefir nú beitt sér fyrir því, að hægt yrði að taka síld í geymslu í Reykjavík. Hefir verið gerð mikil gryfja uppi við Sjómanna skólann og var talið, að með slíku móti mætti taka við allt að 150 þús. málum síldar til geymslu í Reykjavík. Var útgerðarmönnum boðið 22 kr. ábyrgðarverð fyrir málið til slíkrar geymslu komið á bíl við skipshlið, en. engir hefðu þegið þau boð á sunnudagskvöld. Kváðust fremur vilja sjálfir flytja síldina norður.
Fer ekki hjá því, að augu manna hljóti að opnast fyrir því, að knýjandi nauðsyn er orðin á, að ríkið eignist fljótandi síldarverksmiðju, eina eða fleiri.
(áhetsla txta hér er mín, sk)
*******************************************
Morgunblaðið - 09. desember 1947
Áróðurstilraun kommúnista vegna örðugleikana við síldarlöndunina mistókst hrapalega.
Þóroddur farinn í frí!
HIN ÓSMEKKLEGA tilraun kommúnista til að gera vandamálin við síldarlosunina að áróðursmáli hefur algjörlega farið út um þúfur. Eins og. kunnugt er bar Áki Jakobsson fram yfirskynstillögu s.l. föstudag um ,,viðstöðulausa“ löndun síldar í Reykjavík, enda þótt öllum væri kunnugt um að stjórn S. R. hafði þegar gert allar þær ráðstafanir, sem tillagan fór fram á.
Frá Alþingi
Jóhann Þ. Jósefs ; ÍÐ A : son upplýsti fjár málaráðherra á Alþingi í gær að Áki Jakobsson .........hefði á föstudagsmorguninn átt viðtal við Jakob Hafstein, framkvæmdastjóra L. í. Ú., þar sem Jakob skýrði honum frá þeirri ákvörðun S. R. að taka hjer síld á land. Eftir hádegið hleypur svo Áki niður í þing, les upp tillögu um sama efni og hann fjekk að vita hjá Jakobi um morguninn, og lætur svo „Þjóðviljann" segja að stjórn S. R. hafi tekið ákvarðanir um síldarlöndun hjer vegna tillögu sinnar.
Þetta kvað ráðherra vera þá furðulegustu og óþinglegustu aðferð, sem hann hefði nokkurn tíma vitað. Máli sínu til sönnunar las ráðherra upp brjef frá stjórn S. R. til L. í. Ú., dagsett 4. des. (Áki kom með sína tillögu 5. des.(!) Þar sem ákveðið er að taka síldina hjer á land og verðið ákveðið
Í umræðunum í gær var Áki á hröðu undanhaldi og mun hann nú vera búinn að gefa upp alla von um að „slá sjer upp“ á vandkvæðunum við síldarlosunina. Byrjaði hann með því að þakka ráðherra fyrir framkvæmdirnar við síldarlosunina, en ráðherra frábað sjer alt þakklæti frá honum. Þá játaði Áki að mikil áhætta væri að geyma síldina hjer og æskilegast að Já hana undir þak. Hefur hann því breytt um skoðun frá því á föstudag, því að þá heimtaði hann að síldinni yrði allri skipað upp á Ægisgarð.
Þóroddur farinn í frí!
Jóhann Þ. Jósefsson flutti síðan ýtarlega ræðu og skýrði frá gangi þessara mála frá byrjun. Upplýsti ráðherra að þau ummæli Þóroddar, „Hvað varðar okkur um þjóðarhag”, sem hann viðhafði er rætt var um að fá skip til síldarflutninganna hefðu verið skrifuð í gerðabók fundarins. Þýðir því ekkert fyrir Þórodd að neita þessu í Þjóðviljanum.
Annars er áhugi þessa fulltrúa kommúnista í stjórn S. R. slíkur að hann hefur nú tekið sjer frí frá störfum og er farinn norður í land. Meðan aðrir meðlimir stjórnarinnar eru að vinna að vandamálunum, þá má hann ekki vera að vasast í slíku, en tekur sjer bara frí!
Ekki legið á liði sínu
Ráðherra sýndi því næst fram á að ríkisstjórnin og stjórn S. R. (nema Þóroddur) hefðu gert alt sem hugsanlegt væri til að leysa vandamálin. Til flutninga hefði verið útvegaður skipastóll, sem ber yfir 100 þús. mál. Nokkuð væri síðan hafinn var undirbúningur að löndun að Hvítanesi og athugun hefði farið fram á Kveldúlfsportinu o. fl. stöðum til síldargeymslu. Væri undravert, hversu miklu magni hefði verið unt að taka á móti við slíkar aðstæður og hjer væru. Þá ræddi ráðherra nokkuð um verðið á síldinni, sem skipað er hjer á land og las upp skýrslu frá stjórn S. R., þar sem færð eru rök fyrir því að sökum flutningskostnaðar og rýrnunar verði að draga kr. 8,50 af verði hvers máls. En er þessi tilraun til að bjarga verðmætum fór út um þúfur var ákveðið að ríkissjóður tæki á sig hallann (3 kr.) og var því verðið ákveðið kr. 25.00 fyrir málið.
Áki varpaði allri ábyrgðinni af sjer.
Til að sýna, hve ósanngjarnar árásir Áka á sig væru, þá rifjaði ráðherra upp framkomu Áka er hann var ráðherra í fyrra, er Kollafjarðarsíldveiðin stóð sem hæst.
Þá skrifaði Áki brjef til stjórnar S. R., þar sem hann ákveður verð síldarinnar. En skilyrði þess að það verð yrði greitt var að nægilega mörg skip fengjust til síldarflutninganna.
Þá heimtaði hann, að ef verðið ætti að haldast, yrði að vera trygging fyrir því að síldin yrði flutt strax norður, en yrði ekki skipað hjer á land. Ennfremur gerði hann þann fyrirvara, að ef flutningskostnaður hækkaði yrði dregið af síldarverðinu. —
Loks fyrirskipar hann stjórn S. R. að útvega allan skipakost til flutninganna, og varpaði allri ábyrgð af sjer. Þannig var afstaða Áka þá, og jeg held, sagði ráðherra, þótt jeg vilji ekki fara í neinn mannjöfnuð við þennan fyrrverandi ráðherra, að jeg hafi gert meira en að afgreiða eitt brjef til S. R. og fela henni allan vandann.
Ráðherra ræddi og nokkuð þá kenningu kommúnista að setja alla áhættu á ríkissjóð. En hvað væri ríkissjóður annað en vasar borgaranna, og sjer fyndist ríkissjóður hafa alveg nóg á sinni könnu sem stendur. Væri og hætt við að ábyrgðartilfinning og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinganna sljóvgaðist ef allri áhættu væri altaf varpað á ríkissjóðinn. Ráðherra skýrði og frá því að mönnum yrði bætt upp síldarverðið ef kostnaðurinn við löndun og flutninga reyndist minni en áætlað er.
********************************************
Morgunblaðið - 09. desember 1947
Heildaraflinn um 400 þúsund mál síldar Hjer hefur verið landað um 18 þúsund málum
HJER Í REYKJAVÍK er nú hafin löndun á síld til geymslu. en sem kunnugt er hefur knattspyrnuvöllur Fram verið tekinn til þessa. Fyrir þessa síld greiða Síldarverksmiðjur ríkisins 25 krónur á málið. — Um helgina bárust hingað um 37200 mál síldar. Er nú talið að heildaraflinn í Hvalfirði nemi um 400 þúsund málum síldar.
Lðndunin hjer
Hjer í Reykjavík hófst löndunin klukkan 2 í fyrrinótt. Er síldinni ekið á bílum frá skipunum og losa þeir hana á hamravegg, sem er ofan við völlinn. Jafnóðum og bílarnir losa er síldin söltuð og eru 5 til 6 kg. af salti í hvert mál. Mikill fjöldi vörubíla hefur atvinnu af þessu. Klukkan 8 í gærkvöldi var talið að komin væru þar 16 til 18 þúsund mál. En í gær mun að jafnaði hafa verið unnið að losun um 10 skipa í senn.
Vegna kostnaðar og rýrnunar á síld hafði stjórn S. R. ákveðið verð hennar kr. 22.00 á hvert mál. En hlutur sjómanna og útgerðarmanna þótti of rýr með þessu verði. Ákvað sjávarútvegs málaráðherra Jóhann Þ. Jósefsson að verðið skyldi hækkað upp í kr. 25.00 á hvert mál og hallinn af hækkuninni skiptist milli S. R. og ríkissjóðs.
Hleðsla skipa
Jafnframt því sem unnið er að löndun síldarinnar hjer til geymslu, er verið að lesta flutningaskip. Nú mun burðarmagn flutningaskipaflotans, sem nú er í síldarflutningum, vera samtals 76 þús. mál og eru þar meðtalin bæði innlend og erlend skip, en True Knot ekki.
Veiðin.
Þegar flutningaörðuleikarnir voru mestir nú um helgina voru einu sinni samankomin hjer í höfninni rúmlega 100 síldveiðiskip. Í gærkveldi voru þau orðin um 70.
Litlar frjettir bárust í gærkvöldi ofan úr Hvalfirði. En eftir því sem næst verður komist, virðist veiðin ekki hafa verið neitt minni en undanfarna daga. Nokkur skip gátu þó ekki kastað vegna þess hversu síldin stóð djúpt, en frjettst hafði af öðrum er höfðu náð góðum köstum. Sennilega mun því nær allur flotinn landa síldinni hjer í Reykjavík, en milli 10 og 15 skip ætluðu til Siglufjarðar með eigin afla. Frá því í miðnætti aðfaranótt sunnudags og þar til um kl. 11 í gærkvöldi höfðu 42 skip komið inn með samtals 37200 mál síldar.
Komið um helgina.
Eins og fyrr segir, komu frá því í gær á miðnætti aðfaranótt s.l. sunnudags þar til seint i gærkveldi 42 skip og eru þau þessi:"" Sleipnir með 950 mál, Hannes Hafstein 650, Huginn III. 750, Andey 1100, Álfur Magnússon 550, Vísir G. K. 700, .Trausti 350, Olivetta 550………………………………
********************************************
Morgunblaðið - 09. desember 1947
Ætlar að vinna af sjer sektins <<< Athyglisverð frétt
ÞÝSKI togarinn Preussen, sem um daginn var tekinn að veiðum í landhelgi og dæmdur hjer í 29,500 króna sekt, ætlar að vinna af sjer sektina með því að flytja síld til Siglufjarðar.
Um þetta tókust samningar í gær og byrjar togarinn að lesta síld í dag.
Hann mun bera un 1200 mál. Talið er að hann muni þurfa að fara 3 til 4 ferðir, til þess að vinna fyrir sektinni.
********************************************
Morgunblaðið - 09. desember 1947
Verið að semja um leigu þriggja Knot-skipa
Burðarmagn flutningaskipana gæti orðið rúmlega 200 þús, mál
FYRIR atbeina ríkisstjórnarinnar vinnur Eimskipafjelag íslands nú að samningum við Bandaríkjastjórn, um leigu á þrem skipum af Knot-gerð til síldarflutninganna.
Skip þau sem hjer um ræðir, eru True Knot, sem aðeins var leigt til einnar ferðar. Hin eru Salmon Knot og Knob Knot. en þau hafa sem kunnugt er siglt hingað á vegum Eimskip að meira eða minna leyti um nokkur ár.
Hvert þessara skipa ber milli 35 og 33 þús. mál síldar í ferð,, svo með þessum þrem skipum, ef samningar takast, á því að vera hægt að flytja rúml. 100 þús, mál í ferð
Auk þessara skipa eru væntanleg seinnipart þessa mánaðar 5 til 6 erlend skip, sem þegar hefur verið samið um leigu á. Þessi skip bera um það bil 40 þúsund mál samtals í ferð. Samanlagt burðarmagn þess skipastóls, sem þegar er byrjaður flutning á síldinni til Siglufjarðar, er um 76 þús. mál. Takist að ná samningum um Knot-skipin, gæti flutningaskipastóllinn orðið um 218 þús. mál í ferð.
********************************************
25-30 þúsund mál síldar flutt á Fram völlinn.
Aflabrögð ágæt þrátt fyrir óhagstætt veður.
Batnandi horfur eru nú á síldarflutningum norður og er von á 5—6 erlendum skipum til flutninganna síðast þessum mánuði. Þá er talið True Knot muni geta farið og norður með síldarfarm sinn án þess að þurfa að losa af um í honum í önnur skip.
Fleiri „Knot-skip“?
Vísir átti tal við Svein Benediktsson framkvæmdarstjóra í morgun og tjáði hann blaðinu, að Eimskip væri nú að leita hófanna um að fá 2—3 skip af svonefndri Knot-gerð til flutninga norður, en þau bera, eins og kunnugt er, 34—36 þúsund mál hvert. Er hér um að ræða skipin Knob Knot, Salmon Knot og ef til vill True Knot. Líklegt þótti, að True Knot gæti farið af stað frá Patreksfirði i kvöld eða fyrramálið áleiðis til Siglufjarðar.
Síldin á Framvellinum.
Eins og er mun verið að losa um 18—20 skip í einu í Reykjavik, þar af um 10 skip, sem landa síld á vörubifreiðar til geymslu á Fram-vellinum, en hin í skip og báta til flutnings norður. Nú munu um 25—30 þúsund mál hafa verið flutt á Framvöllinn
Óhagstætt á Hvalfirði í nótt.
Hvasst var á Hvalfirði í nótt og veiðiskilyrði heldur lakari en verið hefir, en óhemju mikil síld er enn í firðinum. Um 20—30 skip voru þar að veiðum og öfluðu sæmilega. Þessir bátar komu síðast inn með síld frá Hvalfirði: Bjarnarey með 1300 mál, Marz 1000, Svanur 65h, Guðný 850, Stefnir 1000, Siglunes 1500, Þorsteinn EA og…………………….
Þýzki togarinn tekinn á leigu.
Samningar hafa tekizt um að þýzki togarinn Preussen, sem tekinn var að veiðum og sektaður um 29.500 krónur, flytji síld norður til bræðslu, til þess að greiða sektina. Skipið mun bera um 1200 mál í ferð og mun verða að fara nokkrar ferðir til þess að geta greitt sektina að fullu.
********************************************
Stóru flugskýli hér verður breytt í síldarþró
Hvernig Áki aflar sér þingmála.
Líkur eru fyrir því að hægt verði bráðlega að geyma síld í flugskýlinu hér á flugvellinum, þar sem Landbúnaðarsýningin var haldin í sumar.
Upplýsti Jóhann Þ. Jósefsson þetta á þingi í gær, er rætt var um það, hvernig bezt mætti hagnýta þá óhemju síldveiði, sem hér er nú, þótt erfitt sé að flytja síldina norður.
Áki Jakobsson og Lúðvíg Jósefsson hafa borið fram till. til þál. um viðstöðulausa móttöku á síldinni og var málið rætt í gær í Sameinuðu þingi.
Áki tók fyrstur til máls og gat m. a. um þær ráðstafanir, sem siðast hafa verið gerðar til þess að bæta úr löndunörðrðugleikum, sem gert hafa vart við sig hér upp á síðkastið. Spurði hann m. a. hvort ríkissjóður muni greiða meira fyrir síld þá, sem nú verður lögð á land hér, ef kostnaður allur við hana verður minni en nú er áætlað. Þá spurði hann og, hvort ekki mundi reynt að fá flutningskostnaðinn lækkaðan, því að hann væri í hæsta lagi.
Jóhann Þ. Jósefsson, ráðherra sjávarútvegsmála svaraði Áka.
Kvað hann till. þessa komna fram á hinn einkennilegasta og óþinglegasta hátt, þegar þingmaður kemur með skrifaða till. s. l föstudag, les hana upp og heimtar að hún sé tekin fyrir þegar. En er Áki gerði þetta, hafði hann fengið að vita rétt áður hjá forstjóra LÍÚ, að farið væri að undirbúa löndun síldar hér. Benti ráðherra og á, að erfitt hefði verið að hafa alltaf nægan flutninga-skipastól til að flytja aflann norður, þar sem hann varð svo gífurlegur. Geymsla síldarinnar kostar 10 kr. á mál að mati stjórnar SR, en kostnaðurinn sundurliðast þannig: Móttaka, akstur, lagering, útskipun til flutnings norður kr. 5.00, rýrnun 3 20, salt 0.30, lóðarleiga 0.50 og undirbúningur kr. 1.00.
Nefndin á að ráða.
J. Þ. J. kvað það skoðun sina, að ríkisstjórnin ætti ekki að grípa fram fyrir hendur opinberra nefnda, nema sérstaklega stæði á og hafði stjórnin því ekki sinnt þessu máli, fyrr en á sunnudag, er ákveðið var að SR og ríkissjóður bæri hallann af hærra verði (25 kr. pr. mál), þar sem útvegsmenn vildu ekki landa fyrir lægra verðið (22 kr.). Sagði ráðherra einnig, að þegar væri farið að framkvæma það, sem tillagan fjallar um. Las ráðherra í þessu sambandi kafla úr bréfi, sem Áki skrifaði stjórn SR, meðan hann var ráðherra og Kollafjarðarveiðin stóð sem hæst. Þar talar Áki aðeins um skip til flutninga, en ekki er talað um að aka síld í byng hér í Reykjavík. Flutningaskipin eiga að fá 15 kr fyrir flutning á málinu, segir Áki, eða meira ef þarf og þá dregst það frá veiðiskipunum og sjómönnum.
Þak eða ekki þak.
Og þótt Áki talaði um að síldin þyrfti að vera undir þaki, þá færi líklega heldur lítið fyrir því, að þak væri á Ægisgarði, en þar vill Áki m. a. láta geyma síldina nú. Sagði ráðherra að lokum, að tillagan væri flutt að yfirskini, því að hún kemur fram, þegar farið er að leysa þau mál, sem hún fjallar um.
*******************************************
Heljarinnar löng pólitísk ádeila á framgang síldarflutningana og tilheyrandi.
Greinin ekki birt hér en hægt er að skoða greinina í Mjölnir hér > https://timarit.is/files/56438822#search=%22s%C3%ADldarflutningunum%20s%C3%ADldarflutningunum%20s%C3%ADldarflutningana%22e
********************************************
Síldin:
Illviðri hamlar veiðum.
Um 40—50 bátar voru á Hvalfirði í nótt, en ruddaveður hamlaði veiðum. í nótt og í morgun var svo hvasst á Hvalfirði, að ekki var viðlit að veiða og biða bátarnir þessi, að veður lægi. Ekki er vitað, að neitt tjón hafi orðið á hinum mörgu bátum, er hér liggja á höfninni, fullhlaðnir síld, hvorki i nótt né í morgun. Síldarflutningarnir. Pólska skipið Hel lagði af stað norður í gærkveldi með fullfermi síldar, 12—14 þúsund mál. Preussen, þýzki togarinn, sem tekinn var í landhelgi fór einnig norður í gær með síldarfarm, svo og Huginn og Sindri. Selfoss og Fjallfoss komu báðir að norðan í gær og lesta hér síld. Aflabrögðin. Síðustu bátar, sem komið hafa með síld hingað eru þessir: Haukur með 450 mál, Skíði 700, Hafdís 600, Sverrir EA 600, Vonin, 500, Ásbjörn IS 400, Ingólfur Arnarson 1150, Bjarmi‘200, Hugrún 800.
*******************************************
Morgunblaðið - 11. desember 1947
Ummæli Þórodds Guðmundssonar 7. nóv.:
„Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmunina“
Í TILEFNI af umræðum, sem fram hafa farið á Alþingi um afstöðu fulltrúa Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, í stjórn SR, Þórodds Guðmundssonar, til síldarflutninganna norður og fyrirgreiðslu stjórnar SR við aðrar verksmiðjur til þess að þær gætu hafið vinnslu á Hvalfjarðarsíld vil jeg skýra frá eftirfarandi: Þóroddur Guðmundsson var því mjög andvígur, að SR veittu öðrum verksmiðjum nokkra fyrirgreiðslu til þess að þær gætu hafið vinnslu á Hvalfjarðarsíld. Samanber fundargerðabók stjórnar SR 5. nóv. um lán á tækjum til Fiskiðjunnar í Keflavík. Sömu afstöðu hafði hann til láns á skilvindu til verksmiðjunnar á Akranesi og um síldarflutninga til Patreksfjarðar.
Þá var Þóroddur því mjög andvígur, að SR leigðu skip til síldarflutninganna og hjelt því lengi vel ákaft fram, að SR ættu ekki að kaupa síldina í Reykjavík, heldur aðeins á Siglufirði.
Á fundi 8. nóv. greiddi hann atkvæði á móti leigu þriggja flutningaskipa og var síðan á móti leigu á öllum þeim flutningaskipum, sem álits hans var leitað um. Í umræðum sem fram fóru á skrifstofu minni í Reykjavík, sem jafnframt er fundarherbergi stjórnar SR, hinn 7. nóv. s. l. um viðhorf stjórnar SR til síldveiðanna í Hvalfirði, átaldi Þóroddur mig fyrir, að jeg liti á málið frá þjóðhagslegu sjónarmiði en ekki frá sjónarmiði SR. — Ljet hann, í því sambandi þessi orð falla: „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmunina“. Þessi ummæli bókaði Júlíus Havsteen, sem hlustaði á þau eins og jeg, samdægurs í vasabók sína, en fundargerð var ekki bókuð þennan dag.
Reykjavík, 10. des. 1947.
Sveinn Benediktsson formaður stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins.
**************************************
Morgunblaðið - 11. desember 1947
Kommúnistar óttast afglöp sín í síldarmálunum
Rógur þeirra um sjávarútvegsmálaráðherra hrakinn
ÞAÐ VERÐUR nú ljósara með hverjum deginum, sem líður að skeytingarleysi fulltrúa síns í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins um móttöku Hvalfjarðarsíldarinnar og flutninga hennar til Siglufjarðar.
Árásirnar á sjávarútvegsmálaráðherra, Þjóðviljinn ræðst enn í gær á Jóhann Þ. Jósefsson sjávarútvegsmálaráðherra og bregður honum um að hafa ranglega skýrt frá því á Alþingi að hin frægu ummæli Þóroddar Guðmundssonar, „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmuni“ hafi verið skráð þegar er hann hafði látið þau sjer um munn fara. Sú yfirlýsing ráðherrans að þessi ummæli hafi þá þegar verið skráð, að vísu ekki í gerðabók síldarverksmiðjustjórnar, heldur í dagbók eins stjórnarmannsins, hafa nú verið staðfest með vottorði formanns verksmiðjustjórnarinnar, sem birt eru hjer í blaðinu í dag.
Þóroddur á móti öllu.
Með þessari yfirlýsingu er það einnig sannað, að Þóroddur var einn mótfallinn afskiptum verksmiðjustjórnar af síldarflutningunum, að hann greiddi atkvæði gegn leigu 3ja stórra flutningaskipa til flutninganna, að hann barðist gegn fyrirgreiðslum, sem miðuðu að því að hægt yrði að taka á móti síld í Keflavík og á Akranesi og varpaði að lokum fram þessari frægu spurningu, þegar honum var bent á að þessi mál öll snertu alþjóðarhag: „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmunina?“
Eftir að slík framkoma hefir verið sönnuð á fulltrúa kommúnista í verksmiðjustjórninni og Áki Jakobsson hefir gert sig að fífli á Alþingi fyrir að hlaupa þangað með tillögur um ráðstafanir, sem búið var að ákveða. Er það furðuleg dirfska að Þjóðviljinn skuli leyfa sjer að ráðast með brigsl um á þá aðilja, sem alla forystu hafa haft um að gera nauðsynlegar ráðstafanir til hagnýtingar hins óvænta síldarafla í Hvalfirði.
Forysta sjávarútvegsmáláráðherra
Sjómenn og útvegsmenn vita vel að Jóhann Þ. Jósefsson sjávarútvegsmálaráðherra hefir af miklum dugnaði unnið að því að útvega skip til síldarflutninganna og yfirleitt gert alt, sem unnt var að gera til þess að greiðu fyrir, sem greiðastri löndun og flutning um. Þeir vita einnig að fáir íslendingar hafa haft, fjölþættri afskifti af málum útvegsins en einmitt hann.
Fyrir þau afskifti nýtur hann ekki aðeins trausts sjómanna og útgerðarmanna í Vestmannaeyjum heldur og hjá þessum stjettum um land alt. Rógur kommúnista um þennan forystumann útvegsins mun þessvegna falla dauður og ómerkur, en afglöp þeirra sjálfra koma þeim þess verr í koll. Það er vegna óttans við afleiðingar þessarar framkomu sem Þóroddur Guðmundsson flúði frá störfum í síldarverksmiðjustjórninni meðan aðrir stjórnarmeðlimir halda áfram að vinna að nauðsynlegum ráð stöfunum til þess að hagnýta Hvalfjarðarsíldina.
En þannig er manndómur kommúnista.
*********************************
Morgunblaðið - 11. desember 1947
Ritstjórnargrein Morgunblaðsins, sem inniheldur skammir til kommúnista, mest endurtekningar tengt síldarflutningamálinu, þess sem áður hefur komið fram í blaðinu, ekki birt hér, en Lesa má hér:> Morgunblaðið - 11. desember 1947
**************************************
Morgunblaðið - 13. desember 1947
Tvð knot- skip leigð
SEINT í gærkveldi frjetti Morgunblaðið, að samningar hefðu tekist um leigu tveggja Knot-skipa, til síldarflutninga til Siglufjarðar. Eimskipafjelag Islands vann að samningaumleitunum fyrir ríkisstjórnina. Ekki fylgdi það frjettinni hvaða tvö skip hjer væri um að ræða, en sennilega eru það True Knot og Salmon Knot.
Vegna þess hversu frjett þesi barst blaðinu seint, tókst því ekki að fá hana staðfesta, en fullvíst má telja, að hún sje á rökum reist.
**************************************
Morgunblaðið - 14. desember 1947 „Reykjavíkurbréf“
34. árg., 1947, 287. tölublað, Blaðsíða 7
Síldarflutningarnir.
EFTIR að tryggt varð, að hin stóru amerísku flutningaskip fengjust til síldarflutninganna norður, má segja, að áhyggjum manna sje liett af því að aflinn komist ekki nokkurnvegin jafnóðum áleiðis til vinnslu og hann kemur í höfn, þó Iandburður verði áfram.
Með þeim flutningaskipastól, sem þá er fenginn, geta verið á 2. hdr. mál síldar á floti í einu frá veiðistöðvunum hjer og til síldarverksmiðjanna. Allir menn, er vilja líta á það mál með sanngirni, munu geta verið ið sammála um það, að bæði fljótt og vel hafi verið brugðið við, frá hendi þeirra manna, sem haft hafa þann vanda með hönd um, að eiga að koma hinum óvænta en mikla aflafeng til verk smiðjanna. Það hefði orðið lítið úr tekjum sjómanna og útgerðarmanna af þessari nýstárlegu vertíð, ef farið hefði verið eftir „línu“ Þóroddar Guðmundssonar er var því fráhverfur í upphafi, sem kunnugt er, að stjórn síldarverksmiðja ríkisins skiftu sjer nokkuð af þessum málum.
Hann vildi að hafður yrði sá háttur á, eins og á sumarvertíðum við Norðurland, að veiðiskipin yrðu sjálf að sjá fyrir því, að koma aflanum upp að bryggjum verksmiðjanna. Þar fyrst tæki verksmiðjustjórnin við síldinni til vinnslu. Þetta er óneitanlega bæði þægilegra, fyrirhafnar- og áhættuminna, en að taka við síldinni hjer í Reykjavíkurhöfn, ekki síst vegna þess, að engum hafði til hugar komið að svipaður afli gæti borist hjer að landi, eins og raun hefir á orðið.
*************************************
Vísir - 16. desember 1947 xxxx
37. árgangur 1947, 283. tölublað, Blaðsíða 1
Óhemju veiði í Hvalfirði og á Kleppsvík í gær.
Yfir 22000 mál til Reykjavíkur og Akranes frá hádegi í gær.
Uppgripaafli var í Hvalfirði í gær og telja menn, að vart hafi síld verið meiri á einum degi, síðan veiðar hófust á þessum slóðum. Einkum var veiðin mikil á Kleppsvik og voru skipin skamma stund að fylla sig. Tvö skip lögðu upp afla sinn á Akranesi, Aðalbjörg 500 mál og Fram 600 mál.
Á Kleppsvík.
Þessi skip komu til Reykjavíkur með síld, er þau höfðu veitt á Kleppsvík: Björn Jónsson með 1350 mál. Olivette 450 mál Grindvíkingur 1000, Rifsnes 1600, Kristján EA 1300, Akraborg 1500, Dagur 1100, Atli 200.
Skipin frá Hvalfirði.
Frá Hvalfirði komu þessir bátar: Ásbjörn með 500 mál, Mummi GK 200, Narfi 1100. Svanur 800, Græðir 600, Særún, Andey 1200, Keflvíkingur 200, Ásgeir 800, Sjöfn og Þorsteinn 1100, Fylkir 600, Guðbjörg 850, Hafdís IS 800, Vöggur 400, Gylfi EA 400, Víkingur IS. 100, Huginn I 600, Hannes Hafstein 600, Huginn III 650 og' Viktoria 550.
Síldin á Framvellinum.
Greiðlega gengur að flytja síld á Framvöllinn við Sjómannaskólann og munu nú vera komin þangað um 50 þúsund mál. Í gær voru flutt þangað hátt á 5. þúsund mál úr 8 bátum.
Síldarflutningar norður.
Pólska skipið Hel er komið hingað og mun bráðlega verða farið að ferma það síld. Fjallfoss og Hrímfaxi voru væntanleg hingað í dag. Ranan og True Knot eru á Siglufirði og verið er að losa Selfoss á Siglufirði.
*************************************
Alþýðublaðið - 19. desember 1947
27. árgangur 1947, 297. Tölublað, Blaðsíða 8
Byrjað að lesta síld f Þýzkalands.
FYRSTI þýzki togarinn byrjaði að lesta hér síld í fyrradag, og í gær voru fjórir togarar væntanlegir hingað, en alls verða sex eða sjö togarar í síldarflutningum til Þýzkalands
Aths. SK. Þarna er um að ræða ferska síld.
**************************************
Alþýðublaðið - 20. desember 1947
27. árgangur 1947, 298. Tölublað, Blaðsíða 12
45 þúsund mál bárust hingað síðustu tvo sólarhringa
Mikið af síld landað til geymslu hér.
SÍÐUSTU TVO SÓLARHRINGA hafa 66 síldveiðiskip komið til Reykjavíkur með samtals 45 040 mál, þar af komu á síðasta sólarhring 46 skip með 31 910 rnál og mun það vera mesti afli sem veiðst hefur á einum sólarhring í haust. Flestir þessara báta biðu nú löndunar, en í gær og í fyrrakvöld var verið að lesta í Súðina, Hrímfaxa og Hel og var því lokið í gær, og voru þá engin stærri skip hér til þess að taka við síldinni, og verður því töluverður hluti hennar landaður hér til geymslu. Nú um helgina og í næstu viku koma þá all mörg skip til Reykjavíkur og taka hér síld. Búið er nú að losa True Knot á Siglufirði og hefur skipið væntanlega farið þaðan í gær. Þá er og langt komið að losa Banan.
Ákveðið hefur verið að taka Knob Knot til síldarflutninga, sem það er systurskip True Knot.
Er Knob Knot nú kominn til Reykjavíkur og verið er að skipa úr því vörum, en síðan munu verða sett í það skilrúm og það innréttað til síldarflutninganna…………… (upptalningu á afla veiðiskipa sleppt hér)
******************************************************
Morgunblaðið - 20. desember 1947 „Ritstjórnar grein“
34. árg., 1947, 293. tölublað, Blaðsíða 8
Síldin og dýrtíðin
SÍLDARAFLINN, sem borist hefur á land undanfarnar vikur er óvæntur og þýðingarmikill fengur fyrir þjóðina. Fyrir síldarafurðirnar fæst sá gjaldeyrir, sem okkur mest vanhagar um.
Við áframhaldandi síldveiði í vetur eru þess vegna miklar vonir bundnar, ekki aðeins hjá hinu opinbera, heldur og fjölda sjómanna og útvegsmanna, sem illa eru á vegi staddir eftir þrjár síldarleysisvertíðir.
Enn sem komið er hafa fjölda mörg skip naumast aflað fyrir kostnaðinum við útgerð sína.
Þess misskilnings hefur sumstaðar orðið vart að vegna síldaraflans og þeirra auknu gjaldeyristekna, sem af þeim hafa leitt, væri nú minni nauðsyn á því að snúast gegn þeirri hættu, sem verðbólgan og dýrtíðin hefur í för með sjer fyrir atvinnuvegi landsmanna og afkomu fólksins. En sannleikurinn er sá, að síldveiðin hefur engan veginn dregið úr þeirri nauðsyn. Framleiðslukostnaðurinn við þær atvinnugreinar, sem nú berast í bökkum, hefur ekki lækkað þrátt fyrir komu síldarinnar í Hvalfjörð. Hraðfrystihúsin, bátaútvegurinn og jafnvel togaraútgerðin eru ekki samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum þótt við eignumst nokkra tugi milljóna króna í dollurum og pundum.
Á það má einnig benda að leiga hinna erlendu skipa, sem fengin hafa verið til síldarflutninga, kostar mikinn erlendan gjaldeyri. Er áætlað að fram til áramóta muni þessi leiga nema um 3 milljónum íslenskra króna í dollurum og sterlings pundum fyrir hin erlendu skip. En það var engu að síður sjálfsagt að leigja þau. Það mun áreiðanlega borga sig fyrir hið opinbera og ekki síður fyrir sjómenn og útvegsmenn Það varð heldur ekki umflúið að ríkissjóður tæki á sig þá áhættu, sem felst í geymslu síldarinnar hjer í Rvík. Til þess bar brýna nauðsyn að greiða á allan hátt fyrir því að veiðarnar gætu gengið sem greiðast. En sú síld, sem lögð er upp til geymslu hjer um skemmri eða lengri tíma, hlýtur að rýrna verulega eða jafnvel skemmist. Fram hjá þessari áhættu var ekki hægt að komast, eins og allar aðstæður voru er hin óvænta síldveiði hjer syðra hófst. En þess lengur sem hún stendur þess meiri möguleikar skapast til þess að haga móttöku hennar sem skjótast og örugglegast fyrir alla aðilja.
En einmitt þessi síldveiði sýnir, hversu við Islendingar höfum nú mikla möguleika til þess að hagnýta okkur þá miklu möguleika, sem mikil síldargengd að landinu býður upp á. Aukning bátaflotans og bygging hinna nýju síldarverksmiðja hefur stóraukið framleiðslugetu þjóðarinnar á þessum verðmætu útflutningsafurðum.
Þessir möguleikar hljóta síður en svo að draga úr áhuga almennings fyrir því að leggja fram sinn skerf til þess að stöðva verðbólguna og treysta efnahagsgrundvöll framleiðslunnar. Þeir sýna að þjóðin getur átt glæsilega framtíð í vændum, ef hún aðeins vill líta raunsætt á málin. Til þess að hún geri það þarf hún ekki að hefja upp neinn hrunstefnusöng. Á þetta bentu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í umræðunum, sem útvarpað var frá Alþingi í fyrrakvöld.
Þjóð, sem hefur á örfáum síðustu árum stigið slík risaskref í framförum og umbótum, sem raun er á með okkur íslendinga, getur ekki látið 328 vísitölustig, ríða efnahagslífi sínu að fullu. Hún hlýtur þvert á móti að ráðast með sama kjarkinum gegn dýrtíðarhættunni og hún áður sýndi í baráttu sinni fyrir glæsilegum framförum og umbótum. Það er þetta, sem nú er mests um vert. Þjóðin verður að heyja baráttuna við stundarðrðugleika af kjarki og bjartsýni.
Bölsýni er ekkert bjargráð. Þess eru engin dæmi að nokkur þjóð hafi sigrast á örðugleikum, sem að henni steðjuðu með því að láta við það sitja að þylja kveinstafi. Það er ekki að líta raunsætt á hlutina. Slíkt raunsæi er ekki það, sem við þörfnumst í dag. Við þurfum aðeins að gera okkur það ljóst, hvar við stöndum og síðan að taka upp baráttuna við örðugleikana.
Islensk saga er full af baráttu. En það var vegna þess að foringjar hennar og fólkið sjálft var bjartsýnt og trúði á framtíð sína og lands síns, sem að sigur vannst. Þess er hollt að minnast í dag.
*******************************************
31. árgangur 1947, 239. tölublað, Blaðsíða 8
Hvassafell fer í síldarflutninga
Samband íslenzkra samvinnufélaga hefir tekið þá ákvörðun að lána skip sitt Hvassafell til síldarflutninga norður, þegar búið er að losa farm þann, sem skipið kom með frá Ítalíu. En það voru epli.
Kom skipið alls með um 25 þúsund kassa af eplum, sem það tók í Geúnúu.
Síðdegis í dag eða í fyrramálið verður byrjað að lesta Hvassafell síld. Það mun taka um 14 þúsund mál.
*******************************************
Þjóðviljinn - 28. desember 1947
12. árgangur 1947, 296. tölublað, Blaðsíða 8
Engri síld landað
Engri síld var landað í Reykjavík í gær vegna frosthörku og veðurs, en síld var flutt úr byng í Fjallfoss. Banan var væntanlegt til síldarflutninga.
*******************************************
Alþýðumaðurinn - 30. desember 1947
17. Árgangur 1947, 48. Tðlublað, Blaðsíða 1
Vetrarsíldveiðin hafði náð 600 þús. málum, er veiðihlé varð fyrir jólin. Voru innfirðir Faxaflóa, Hvalfjörður og Kollafjörður þá sagðir fullir af síld. Tíðarfar hefir verið stirt yfir jólin, svo að síldarflutningar hafa gengið seint norður.
Tveir þýzkir togarar hafa verið fermdir ísaðri síld til Þýzkalands og héldu heim fyrir jól. Tveir liggja á Reykjavíkurhöfn og bíða hleðslu, en þrír eru sagðir á leið hingað til lands i síldarsókn.
Síðastliðinn laugardag kom upp eldur í mjölgeymslu SRN á Siglufirði. Mjölhlaðar voru rofnir og reyndist eldsglóð í allmörgum mjölpokum, en mikill hiti í öðrum. Þó eru skemmdir taldar vonum minni.
*************************************
37. árgangur 1947, 291. tölublað, Blaðsíða 8
Súðin óseld enn.
Mörg tilboð hafa borizt.
Ekki hefir enn verið gengið frá samningum í sambandi við sölu á strandferðaskipinu „Súðinni“. Vísir náði tali við Pálma Loftsson, framkvæmdastjóra Skipaútgerðar ríkisins í morgun og innti hann eftir þessu. Sagði Pálmi, að á síðasta þingi hefði verið heimilað að selja „Súðna“ og hefði Iiún verið auglýst til sölu. Siðan barst tilboð í skipið frá Sviþjóð og var tilboðið 300—400 þúsund sænskar krónur. Nokkur önnur tilboð bárust einnig hjér innanlands, og var verðið svipað. Er farið var að flytja síld norður var „Súðin“ tekin til síldarflutninga og þótti þá ekki ráðlegt að selja skipið, eins og á stóð. Hins vegar munu tilboðin vera opin enn, en ekkert hefir verið ráðið um sölu skipsins.
*************************************
ÓSVIFNI SVEINS BENEDIKTSSONAR
Löng ádeilugrein sem og tengist síldarflutningum.
Hér ekki birti, en vísa á tengil, fyrir þá sem vilja lesa á timarit.is -
:> Mjölnir - 05. janúar 1948
*************************************
13. árgangur 1948, 3. tölublað, Blaðsíða 8
Nær allur síldveiðiflotinn að veiðum í Hvalfirði
Samtals 21 þús. 540 mál bárust sl. 2 sólarhr.
Frá miðnætti 4. jan. og þar til seint í gærkvöld komu 33 síldarskip til Reykjavíkur með samtals 21 þús. 540 mál. Síld þessi veiddist í Hvalfirði og má svo heita, að allur síldveiðiflotinn hafi verið að veiðum í Hvalfirði undanfarna tvo sólarhringa.
Flest skipin sem komu hingað í gær og fyrradag höfðu feng ið góðan afla enda hefur veður breytzt til batnaðar. Skipin losuðu nokkunrveginn jafnóðum og þau komu að.
Tóku Hvassafellið og þýzkir togarar þá síld er barst að landi síðustu sólarhringana. Verið er að lesta True Knot með síld af Framvellinum. Ekki er búizt við að Knob Knot verði. tilbúinn til síldarflutninga fyrr en seint í þessari viku.
Frá miðnætti 4. jan. og þar til seint í gærkvöld komu þessi skip með afla: Svanur RK 800, Fagriklettur 800, Siglimes 500, Rifsnes 700, Hugrún 300, Helga 1100, Mummi 750, Helgi Helgason 450, Skógafoss 500, Gunnvör 500, Narfi 650, Huginn II 200, Fanney 800, Síldin 600, Eldey 750, Andvari Th. 500, Huginn 900, Böðvar Ak 1100, Sleipnir 900, Hafbjörg 750, Grindvíkingur 750, Fram Ak 650, Aðalbjörg Ak. 300, Sigurfari AK. 800, Farsæll Ak. 900, Sigrún Ak. 700, Hólmaborg 300, Freyja RE. 800, Kári og Erlingur VE. 1800, Guðbjörg GK. 700, Huginn. 40 og Fanney með 550, mál.
*************************************
Mjölnir - 14. janúar 1948 „Bæjarpósturinn“
Ömurlegt ástand. —
Eins og öllum er ljóst, er hér mikil vinna við síldarflutninga frá suðurlandi. Vinna tugir manna við losun á hverju skipi, og er það vinna bæði erfið og óþrifaleg, en að þeim mönnum, sem vinna þarna, er skammarlega búið af hendi bæjarfélagsins, og ver en nokkurstaðar annarstaðar, þar sem tíðar skipaferðir eru.
Á Hafnarbryggjunni er lítil kompa sem á að vera til þess að hafnar verkamenn geti drukkið þar kaffi sitt, en þar kemst ekki inn nema nokkur hluti af þeim mönnum, sem vinna í skipunum sem lesta við bryggjuna, og þannig er hirðingin að fullyrða má að ef ljós væri þar inni — en þar er ljóslaust — þá mundi viðbjóður manna verða það mikill að engum mundi detta í hug að fara þar inn til að neyta matar. Er búið að samþykkja fyrir alllöngu að gjöra þarna boðlega kaffistofu, en það lítur ekki út fyrir að bæjarstjóranum sem á að láta framkv. slíkt verk, finnist ekki þörf á endurbótum, a. m. k. er verkið ekki hafið enn. Þá var snemma í desember s.l. samþykkt tillaga frá Sósíalistum í hafnarnefnd að byggja verkamannaskýli út við Öldubrjót, en á því verki er ekki byrjað enn, þó á fundi hafnarnefndar sem haldin var nú fyrir stuttu væri af sömu fulltrúum ákveðið óskað eftir því, að byrjað yrði sem allra fyrst á byggingunni og verkinu hraðað sem allra mest. Er aðbúnaður þessara manna fyrir neðan allt velsæmi, að koma upp úr lestum skipanna sveittir og verða að drekka kaffið undir beru lofti, hvernig sem veður er og getur hver heilvita maður rent grun í hvað notalegt það er, og beinlínis hættulegt heilsu þeirra. Á þessu sviði er tekið minna tillit til hafnarverka mannanna hér en tekið er til skepnunnar, því í engu tilfelli sézt hér að ökumaður láti dráttarhest sinn standa úti í matareða kaffitímum, meðan hann neytir fæðu sinnar, heldur fær hann að vera undir þaki. En þó er svo, að verkamönnum er ekki alltaf gleymt; það er munað eftir þeim þegar jafnað er niður útsvörunum, þá er höfuðið lagt í bleyti og fundið út hvað hver þeirra geti nú lagt drjúgan skerf í bæjarkassann, án tillits til hvað þeir eigi að fái staðinn. Við þetta ástand er engan veg inn hægt að búa fyrir þá menn, sem þarna vinna.
Á framkvæmd um verður að byrja og það nú strax, en á meðan væri verið að byggja skýlið út við Öldubrjótinn vil ég beina því til bæjarstjóra, hvort ekki væri hægt að fá lánað pláss það, sem var nú fyrir nokkrum árum notað til síldarflökunar í lagerhúsi því, sem Pólstjarnan h. f. hefur á leigu frá Hafnarsjóði. Tel ég nokkrar líkur fyrir því, að Jón Þórðarson, sem er framkvæmdarstj., muni leggja þessu máli lið til lausnar.
**************************************
Siglfirðingur - 15. janúar 1948
21. árgangur 1948, 1. tölublað, Blaðsíða 1
SÍLDVEIÐIN
Stöðug síldveiði hefur nú verið í Hvalfirði, þegar veður hefur leyft. Um áramótin hafði borizt til síldarverksmiðja ríkisins af Hvalfjarðar- og Vestfjarðarsíld, sem hér segir:
S.R.46 ...................................... 144.303,46 mál
S.R.30 ...................................... 118.182,87 —
S.R.P............................................ 52.352,49 —
Samtals 314.838,82 mál.
Eftir áramótin hefur verið landað 30.030,36 mál, sem skiptist þannig á verksmiðjurnar:
S.R.46 ......................................... 18.602,03
S.R.’30 .......................................... 2.706,00
S.R.P. ........................................... 8.722,33
Alls eru því komin hér í land 343.869,18 mál síldar.
Auk framangreinds afla er nú verið að losa Banan, Hvassafell og Sæfell, en varð að hætta sökum veðurs.
Hér bíður einnig Hel með fullfermi.
Alls eru þetta um 30.000 mál. Sökum þess, hve veðrið hefur verið óhagstætt, stöðugir stormar, hafa síldarflutningarnir gengið miklu verr heldur en búast mátti við, og hefur það haft sín áhrif.
Síldveiði þessi, hefur verið mikil lyftistöng fyrir allt atvinnulíf landsmanna, og er óskandi að veiði þessi geti haldist sem lengst.
************************************
Alþýðublaðið - 15. janúar 1948
Mokafli í Hvalfirði
MOKAFLI var á Hvalfirði síðastliðinn sólarhring og voru í gærkvöldi klukkan 9, komnir til Reykjavíkur 35 bátar með samtals 35 030 mál eða sem svarar 1000 mál á bát til jafnaðar. Undanfarin dægur hefur losunin gengið mjög greiðlega og er nú verið að lesta í þrjú skip. Það er í Knob Knot, Ólaf Bjarnason og Pólstjörnuna. Voru 25 þúsund mál losuð í Knob Knot á einum sólarhring og hefur aldrei verið lestað jafnmikið á svo skömmum tíma.
*************************************
Alþýðublaðið - 21. janúar 1948
„Hannes á horninu“
Hvalrekinn. —- Féð og gjaldeyririnn. — Síldarflutningarnir. — Vinnumiðlun nauðsynleg.
SÍLDVEIÐARNAR Í HVALFIRÐI- eru búnar að gefa mikla vinnu, mikla peninga og mikinn gjaldeyri. Og allt má segja að þetta sé fundið fé fyrir verkamenn, sjómenn, útgerðarmenn, bifreiðastjóra og þjóðina í heild.
Í gær var skýrt frá þeirri geipivinnu, sem síldin skapar á Siglufirði. Allir, sem vettlingi geta valdið, stunda vinnuna, jafnvel skrifstofufólk í eftirvinnu og bændur frá búum sínum í Eyjafirði og víðar að. Ég hitti mann, sem er dultrúar. Hann sagði að máttarvöldin hefðu alveg sérstaka velþóknun á Íslandi og Íslendingum. Og þau hefðu nú sent okkur síldina af því að dálítið hefði verið farið að syrta í álinn hjá okkur.
EN HVAÐ SEM ÞVÍ LÍÐUR, og það er næstum því eðlilegt að menn reyni að leita annarlegra skýringa á þessum svo að segja alveg nýja atvinnuvegi — þá getum við verið þakklát fyrir þennan mikla afla og allt, sem honum fylgir. Enda er gleði yfir þessu öllu saman. Bara að hún spenni okkur ekki enn meir upp í taumlausri eyðslu og fyrirhyggjuleysi.
STJÓRNMÁLAMAÐUR sagði við mig rétt áður en dýrtíðarfrumvarpið var lagt fram: ,,Það er alls ekki víst að við þurfum að gera neitt til að sporna við dýrtíðinni svokölluðu. Það hefur allt breytzt með þessari miklu síldveiði. Við þurfum ekki að spara.“
Ég svaraði: „Aldrei mun ég kjósa þig í nokkra trúnaðarstöðu fyrir þjóðfélagið. Ég vona að þú leitir ekki til mín.“ Mér fannst nefnilega að við ættum ekki að reikna með þessum hvalreka, en hafa hann sem varasjóð í framtíðinni.
EN ÞAD VAR EKKI aðallega þetta, sem ég ætlaði að skrifa um í sambandi við síldveiðarnar. Sjómenn hefðu sæmilega atvinnu, eða gátu haft áður en síldveiðin kom. Verkamenn hefðu líka nóga atvinnu. En vörubifreiðastjórar hefðu sáralitla atvinnu. Þess vegna mun engum þykja eins vænt um síldveiðarnar og þeim. Þær hafa breytt öllum viðhorfum þeirra, — en þó aðeins þeirra, sem fá vinnuna.
OG NÚ ER KVARTAÐ mjög undan því að ekki sé miðlað vinnunni meðal vörubifreiðastjóra. Þegar vinna er lítil hjá einhverri stétt, verður að miðla henni. Það var þetta, sem við sáum í gamla daga Alþýðuflokksmenn og fengum lögin um vinnumiðlun sett. Mér er sagt að þeir sömu séu nær alltaf við síldarflutningana og vinni svo að segja nótt og dag. Þetta er ekki gott, og æskilegt að því væri breitt, því að um þessar mundir hafa vörubifreiðastjórar sáralitla aðra vinnu en við síldarflutningana. Um þetta fékk ég bréf í gær frá G. J. Hún segir:
„MIG LANGAR TIL að fá upplýsingar hjá þér um mál, sem varðar mig og fjölskyldu mína miklu, og áreiðanlega fleiri. Svo er mál með vexti, að ég er gift vörubílstjóra, sem hefur stundað keyrslu í fjölda ára. Við eigum ung börn. Maðurinn minn hefur verið atvinnulaus í nokkrar vikur og farið víða í atvinnuleit, en án árangurs. Hann hefur hímt hjá vörubílastöðinni Þrótti, en litla úrlausn fengið. Svo þegar vinna hófst við síldarflutningana hýrnaði yfir bónda mínum, því þá bjóst hann fastlega við að fá atvinnu, en það var nú öðru nær, aldrei hefur atvinnuleysið hjá honum verið tilfinnanlegra en nú.“
,,EN MIG LANGAR til þess að spyrja þig að einu: Því er ekki vinnu við síldarflutningana jafnað niður svo allir bílstjórar beri eitthvað úr býtum? Ég hef nefnilega heyrt að sumir þeirra hefðu rífandi atvinnu, og það venjulega þeir sömu. Getur það verið, að um kunningsskap einan sé að ræða í sambandi við þessa vinnu? Ef svo er, þarf að kippa þessu í lag strax, en ekki láta nokkra kunningja þeirra, sem sjá um flutningana, dansa í kringum gullkálfinn, en aðra horfa á löngunarfullum augum og Já hvergi að koma þar nærri.“
„ÉG OG BÓNDI MINN höfum áhyggjur. Hann átti gamlan ,,skrjóð“, en seldi hann og keypti sér nýjan traustan bíl. Skuldar hann mikla upphæð í sambandi við þessi kaup. Aumt væri ef hann yrði að láta af hendi framfærslutæki fjölskyldu sinnar vegna ónógrar atvinnu.“
*************************************
Morgunblaðið - 25. janúar 1948
35. árg., 1948, 20. tölublað, Blaðsíða 12
45 þúsund mál biðu löndunar
GÍFURLEG veiði var í Hvalfirði í fyrrinótt og fram undir hádegi í gær, en þá tók að hvessa. Hingað til Reykjavíkur bárust í fyrrinótt og -í gær 26.300 mál með 31 síldveiðiskipi. í gærkveldi var talið að nær 40 skip biðu löndunar hjer Logn var á Hvalfirði í fyrrinótt og fram undir hádegi. Stóð síldin þá á 7 til 13 faðma dýpi. þar voru þá milli 30 og 4Q. skip að veiðum, en það voru 31 skip sem komu með 26300 mál, sem fyrr getur um.
50 þús. mál á Framvöllinn.
Ífyrrinótt og í allan gærdag og í nótt var unið að affermingu skipa sem settu' síld til geymslu á Framvöllinn. Var tal ið í gærkveldi að þangað væru nú komin nær 50 þús. mál í gærkveldi var byrjað á að lesta Banan, en þá biðu um 40 skip löndunar með um 45.300 mál síldar. Skipin sem komu. Þessi skip komu s.l. sólarhring:
Heimir GK með 600 mál, Óðinn og Ægir 1050, Víðir 710, Keflvíkingur 350, Ingólfur og Geir goði 600, Bjarnarey 1400, Haukur I. 1200, Bragi og Fróði 1000, Sigurður SI 950, Farsæll 800, Gunnvör 1300, Mummi 780, Helgi TE 750, Edda 1900, Andey 700, Ingólfur Arnarson 500. Freyja RE 850, Skíði 900, Svafar NK 1050, Kristján EA 1100, Huginn I. 400, Skógarfoss 300, Þorgeir goði 800, Huginn II. 700 Aðalbjörg 350, Vilborg 200, Victoria 1200, Björn GK 500, Helgi Helgason 1700, Freydís 800 og Vonin 850 mál.
**************************************
Morgunblaðið - 25. janúar 1948
(síldin sem yfir 20 þýskir togarar hafa flutt ísaða til Þýskalands)
Þjóðverjum finnst íslenska síldin sælgæti
ÞJÓÐVERJUM líkar íslenska síldin, sem verið er að flytja til Þýskalands þessar vikur, afbragðs vel. Hún hefur líka komið sjer vel því um þessar mundir er mikill fiskiskortur í landinu.
Þannig fórust Carl Witt frá Haraborg, sem kom hingað með einum þýsku togaranna, sem eru í síldarflutningunum. orð er blaðið hafði tal af honum. Hann var sendur hingað á vegum þýska innflutningsfirmans Arthurs Kösers & Co., en það hefur umsjón með síldarinnflutningnum til hernámssvæðis Breta, fyrir hönd hernámsstjórnarinnar. Fyrirtæki þetta flutti fyrir stríð íslenska síld til Þýskalands. Hvernig er þessi síld verkuð áður en hún kemur á markaðinn?
Hún er öll seld reykt. Einum degi eftir að henni hefur verið landað í Þýskalandi, er búið að reykja hana og þá er hún tilbúin til neyslu.
Fer til Ruhr-hjeraðanna
Hvar er hún aðallega seld? Mest af henni hefur undanfarið verið sent til Ruhr-hjeraðanna. Er hún eins og aðrar matvörur, skömmtuð og á hver maður rjett á einum skömmtunarmiða einu sinni í mánuði. Fólkinu finnst þessi síld mesta sælgæti og það veit að hún kemur frá íslandi. Hefur verið skrifað um þennan innflutning í þýsk blöð.
23 skipsfarmar af henni hafa þegar verið sendir til Þýskalands. Carl Witt fór með togara til Þýskalands í gær.
*************************************
Morgunblaðið - 27. janúar 1948
35. árg., 1948, 21. tölublað, Blaðsíða 11
Veður hamlar veiðum
UM HELGINA geisaði óveður hjer um slóðir og gat síldveiðiflotinn ekkert aðhafst. Hjer í höfninni eru nú um 40 skip er bíða löndunar, með um 33.600 mál síldar. Einnig eru allmörg skip er liggja inni vegna veðurs. Komin eru hingað til Reykjavíkur fimm síldarflutningaskip: Hvassafell, Hrímfaxi, Ólafur Bjarnason, Pólstjarnan og True Knot. Banan fór í gær áleiðis til Siglufjarðar. Frá því á laugardagskvöld og þar til í gærkvöldi hafa komið 14 skip með samtals 10 þúsund mál. Skipin eru þessi: Sidon VE með 200 mál, Sigurfari 800. Reynir 400, Hafborg 750, Blakknes 900, Kári & Erlingur 1300, Víðir SU 1200, Richard 800, Nanna 300, Grindvíkingur 800, Helga RE 500, Gunnbjörn 500, Hrímnir 150 og Bjarki 1400 mál.
**************************************
Morgunblaðið - 28. janúar 1948
35. árg., 1948, 22. tölublað, Blaðsíða 12
Kommúnistar stöðvuðu hleðslu síldarflutningaskips í gærkvöldi í GÆR birti hin nýkjörna kommúnistastjórn Verkamannafjelagsins Dagsbrún fyrstu tilskipun sína til verkamanna bæjarins. — Stjórnin stöðvaði vinnu við hleðslu síldarflutningaskipsins Uvassa fell er hefjast átti um klukkan 9 í gærkvöldi.
Síðan síldveiðarnar hófust í Hvalfirði, hefur mikill fjöldi verkamanna og bílstjórar hjer i bænum haft vinnu við hleðslu síldarflutningaskipanna. Hefur þá jafnan verið unnið um nætur sem daga. í gærdag var verið að lesta nokkur flutningaskip og var verkamönnum tilkynnt að flutningaskipið Hvassafell, sem ekki hafði getað fengið bryggjupláss í gærdag, myndi koma að bryggju um kl. 9 í gærkvöldi og yrði þá strax byrjað á að lesta skipið. Bryggjupláss það er Hvassafell fjekk, hafði erlent vöruflutningaskip sem hjer var að taka. Um kl. 6 tilkynnti Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrúnar, Landssambandi ísl. útvegs manna, sem hefur á hendi yfirstjórn móttöku síldarinnar hjer í Reykjavík, að Dagsbrún hefði ákveðið að banna verkamönnum að hefja vinnu við Hvassafell. Er Sigurður Guðnason var að því spurður á hvað forsendum stjórn Dagsbrúnar hefði ákveðið þetta verkbann á Hvassafell, þá sagði hann að skipið hefði verið látið liggja aðgerðarlaust allan daginn!! Að sjálfsögðu ver honum bent á að bryggjupláss var ekki hægt að fá fyrir skipið. fyrr en kl 9 síðd. Það breytti engu í augum stjórnar Dagsbrúnar. — Vinna við lestun Hvassafells var því ekki hafin í gærkveldi. Ekki er kunn afstaða verkámanna til þessarar árásar kommúnista á hagsmuni þeirra. Sama er að segja um sjómenn. Þeir munu ekki hafa tek ið afstöðu til þess, enda skammt síðan kommar hófu þessar aðgerðir. En víst er að þeim mun þykja stjórn Dagsbrúnar gera lítið úr þeirri miklu vinnu sem þeir leggja í það að sækja gullið í greipar Ægis.
**************************************
Alþýðublaðið - 29. janúar 1948
28. árgangur 1948, 23. Tölublað, Blaðsíða 7
Nýtt tilræði Dagbrúnarstjórnar við síldarútveginn
Stöðvaði vinnu við Hvassafell í fyrrakvöld, er byrja átti að hlaða skipið.
HIN ENDURKOSNA kommúnistastjórn í Dagsbrún lét það verða eitt sitt fyrsta stjórnarverk að gera nýja aðför að síldarútgerðinni. Bannaði hún hleðslu á síldarflutningaskipinu Hvassafelli í fyrrakvöld, þegar byrja átti að lesta það. Tilkynnti Sigurður Guðnason þessa ákvörðun Dagsbrúnarstjómarinnar Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, sem hefur á hendi yfirstjórn á móttöku síldarinnar hér við höfnina.
Hvassafellið komst ekki að bryggju sökum þrengsla fyrr en klukkan 9 um kvöldið, og var þá ætlazt til, að strax yrði hafizt handa um hleðsluna, en þá stöðvaði Dagsbrúnarstjórnin vinnuna. Er uppi orðrómur um, að hér sé aðeins um að ræða byrjun á nýrri tilraun kommúnista til að tefja fyrir síldarflutningunum, og að fyrir þeim valdið að stöðva alla vinnu við fermingu á síldarflutningaskipunum frá klukkan 10 á kvöldin til klukkan 8 á morgnana. Kommúnistar hafa hvað eftir annað reynt að hindra og jafnvel stöðva síldarflutningana og þar með síldarútgerðina. Er landskunn afstaða Þórodds Guðmundssonar, fulltrúa kommúnista í stjórn síldarverksmiðjanna, þegar hann -þæfðist fyrir öllum framkvæmdum varðandi ísíldarflutningana og mælti setninguna frægu: „Hvað varðar okkur um þjóðarhag?" Þá reyndu kommúnistar og að efna til verkfalls til að stöðva síldarflutningana, en sú tilraun þeirra mistókst sem kunnugt er.
Nú virðast. þeir vera að undirbúa nýja aðför að síldarútgerðinni, og mun bannið á hleðslu Hvassafellsins vera upphaf hennar.
Dagsbrúnarstjórnin gaf í gær þá skýringu á þessu atferli, að hún vildi ekki láta byrja á lestun síldarflutninga skipa eftir klukkan 8 á kvöldin, en sú ákvörðun mundi hafa stóralvarlegar afleiðingar fyrir síldarflutningana og er vafalaust hugsuð af kommúnistum sem skipulögð skemdartilraun.
Dagsbrúnarstjórn hefur til þessa trassað að koma nokkru skipulagi á vinnuna við lestun síldarflutningaskipanna og uppskipun síldarinnar. Og í stað þess að koma á vaktaskiptum, sem er sjálfsögð ráðstöfun eins og málum er háttað vegna hinnar miklu síldveiði, virðist hún hafa, hugsað sér að stöðva alla vinnu við síldarflutningaskipin og síldveiðiskipin mikinn hluta sólarhringsins. Þetta nýjasta frumhlaup Dagsbrúnarstjórnarinnar mælist að vonum mjög illa fyrir meðal verkamamanna við höfnina og síldveiðimannanna. Hagsmunum þessara aðila er stefnt í augljósa hættu, ef Dagsbrúnarstjórnin ætlar að halda afstöðu sinni til streitu. En jafnframt er stefnt í hættu afkomu þjóðarinnar allrar, þareð kommúnistar myndu með þessu móti hindra að meira eða minna leyti hagnýtingu þeirra geysilegu verðmæta, sem nú berast hér dag hvern á land.
*************************************
Morgunblaðið - 29. janúar 1948
35. árg., 1948, 23. tölublað, Blaðsíða 6
Morgunblaðið fjallar svipað um „Löndunarbannið“ í Ritstjórnargrein, eins og Alþýðublaðið hér fyrir ofan, nema þar er bætt við að formaður Dagsbrúnar hafi aðeins minnihluta félagsins á bak við sig.
**************************************
13. árgangur 1948, 23. tölublað, Blaðsíða 1
Dagsbrún villkoma á betri vinnutihögun við lestun síldarflutningaskipa og flýta fyrir afgreiðslu þeirra.
En verkamenn mótmæla því að vinna við þessi skip hefjist á öllum tímum sólarhringsins og telja hinn takmarkalausa vinnutíma til bölvunar
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa Dagsbrúnarmenn ekki fengið skynsamlegt fyrirkomulag á vinnu við lestun síldarflutningaskipanna.
Hefur verið byrjuð vinna í þessum skipum á öllum tímum sólarhringsins með þeim afleiðingum að fjöldi verkamanna hefur orðið að hanga niður viðhöfn í vinnuvon allan sólarhringinn.
Vinnutíminn hefur farið í slíkar öfgar að engin líkindi eru til að menn hafi sæmilega vinnuorku nema hluta af þeim tíma. Skipulagsleysið kemur einnig fram í því að flutningaskipin eru oft látin bíða hér áður en lestun hefst og einnig eftir að þau eru fullfermd, að því er virðist að þarflausu.
Dagsbrún hefur boðið látlausa vinnu allan sólarhringinn í 12 tíma vöktum við þessi skip og hafi náð um það samkomulagi, en þegar það samkomulag var rofið taldi hún sig tilneydda að ákveða að fyrst um sinn verði i ekki unnið að lestun síldarflutningaskipanna nema til kl. 10 að kvöldi. Jafnframt lýsir Dagsbrún sig reiðubúna til frekan samninga er tryggi hvorttveggja í senn skynsamlega vinnutilhögun og fljóta afgreiðslu flutningaskipanna.
Ákvörðunin um vinnubann eftir kl. 10 nær eingöngu til lestunar flutningaskipanna, ekki til löndunar í bing hér í Reykjavik.
Vinnan við síldarflutningana setti úr skorðum allt vinnufyrirkomulag við höfnina, þar á meðal hið gamla baráttumál verkamanna, bann gegn næturvinnu.
Strax þegar síldarvinnan byrjaði var bannið upphafið, og hafa verkamenn og félag þeirra Dags brún gert allt sem í þeirra valdi stendur til að síldarfengurinn nýtist eins og frekast er unnt, og lagt nótt við dag i síldarvinnu.
Jafnframt þessu hefur Dagsbrún reynt að koma skipulagi á vinnuna. Var fyrst reynt að koma á vaktaskipum þannig að hver maður ynni ekki lengur en sólarhring í einu og hvíldi sig svo næsta sólarhring. Á því hefur orðið mikill misbrestur og reyndin orðið sú að margir hafa unnið meira og notið lítillar hvíldar. Er auðskilið að með því ofbjóða mönnum þannig er engin von til þess að góð vinnuafköst náist.
Í framhaldi þessara tilrauna um skipulagningu vinnunnar , áttu fulltrúar úr stjórn Dagsbrúnar fund á aðfangadag með fulltrúum frá Eimskipafélagi íslands, sem er stærsti aðilinn í síldarflutningunum, Jakob Hafstein framkvæmdastjóra L. í. tí. og Sveini Benediktssyni forstjóra S.R. Á þeim fundi var sérstaklega rætt um vinnuna við lestun stóru amerísku flutningaskipanná. Var tillaga Dagsbrúnar sú að við þau yrði unnið látlaust með 12 klukkutíma vaktaskiptum, en viðsemjendur töldu mikil vandkvæði á framkvæmd þess, en vildu hinsvegar að unnið væri með sömu mönnum 16 tíma á sólarhring. Það vildi Dagsbrún ekki fallast á, taldi verkamönnum ofþjakað með slíkri vinnu, enda nógur mannafli til að hafa vaktaskipti og með þeim væru tryggð fljótari afgreiðsla.
Endir þess fundar varð sá, að Dagsbrún setti tvo kosti: Þann fyrri ,að unnið væri látlaust að fermingu þessara skipa í 12 tíma vöktum og var þá ætlazt til að vaktaskipti færu fram kl. 12 á hádegi og kl. 12 á miðnætti — og hinn síðari, að sæju verktakar sér ekki fært að láta vinna á þann hátt, væri ekki unnið lengur en frá kl. 8 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Kváðust fulltrúarnir ganga að fyrri kostinum.
Þegar til framkvæmda kom við lestun amerísku flutningaskipanna var samkomulagið um þetta fyrirkomulag, sem Dagsbrún vildi að reynt yrði, ekki haldið, en í stað þess voru verkamenn látnir vinna í sólarhring samfleytt og kom í ljós að sumir verkamenn unnu ekki aðeins þennan eina sólarhring heldur héldu áfram síldarvinnu, bara hjá öðrum aðila. Vinnan er í höndum margra aðila og því hægt að fara frá einum til annars og er næstum ókleift að fylgjast með því og koma í veg fyrir það. Óánægja verkamanna með þetta skipulagsleysi á vinnunni og kröfur um breytingu á því hafa verið háværar og hafa þeir haldið því fram að afköstin í næturvinnunni eins og hún er nú séu svo lítil ýmissa orsaka vegna að hægt mundi að ná sömu afköstum með því að vinna frá kl. 8 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Verkamenn eru einnig orðnir svo langþreyttir á næturvinnunni að Dagsbrún sá sig tilneydda að ákveða að fyrst um sinn skuli ekki unnið lengur en til kl. 10 á kvöldin, en senda jafnframt þeim er með þessi mál hafa að gera greinargerð og tilhögun um betra fyrirkomulag á þessari vinnu og fljótari afgreiðslu skipanna,
Tilraunir einstakra pólitískra spekulanta að nota þetta að æsingamáli gegn samtökum verkamanna eru fyrirfram dæmdar til að misheppnast. Engum, og sízt sjómönnum, er gagn að því algera skpulagsIeysi er verið hefur á þessari vinnu. Dagsbrún hefur verið og er fús til samkomulags um hverja þá tilhögun er jafnframt því að tryggja fljóta afgreiðslu manna og tryggir þeim víðunandi vinnuskilyrði.
**************************************
Alþýðublaðið - 31. janúar 1948
28. árgangur 1948, 25. Tölublað, Blaðsíða 4
Aðfarir kommúnista að síldarútveginum.
Grein um hindranir við vinnu vegna síldarflutninga til Siglufjarðar: https://timarit.is/files/46444989#search=%22s%C3%ADldarflutninga%22
**************************************
Morgunblaðið - 31. janúar 1948
35. árg., 1948, 25. tölublað, Blaðsíða 2
Hindrunin á síldarflutningum liður heilaráformum kommúnista.
******************************
Setningin: „Fyrirmælin að austan“ kemur meðal annars fyrir í langri grein, sem má lesa hér:> https://timarit.is/files/56794072#search=%22s%C3%ADldarflutningana%22
**************************************
Kommúnistar gangna feti framar í fjandskapnum við síldarútveginn
Löndunarstöðvunin vekur almenna óánægju sjómanna
MINNIHLUTASTJÓRN kommúnista í Dagsbrún hefur nú gengið feti framar í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart síldarútveginum og sjómönnum. -- Til viðbótar löndunarbanninu frá kl. 10 að kvöldi til kl. 8 að morgni tilkynnti stjórn Dagsbrúnar Landssambandi íslenskra útvegsmanna í gær, brjeflega, að hún hefði bannað að hefja fermingu síldarflutningaskipa eftir kl. 8 að kvöldi. Hefur hún þannig framlengt löndunarbannið um tvær. klukkustundir í þessum tilfellum.
Almenn óánægja ríkir meðal sjómanna út úr hinni einstæðu frekju kommúnista í þessu máli. Fjöldi verkamanna er einnig mjög óánægður vegna löndunarbannsins.
10 þúsund mála tap
Venjulega hefur verið landað um 8 þús. málum síldar á nóttu, en stundum allt að 10 þúsund málum. Næturvinnubannið veldur því stórfelldum töfum við löndun síldarinnar og hlýtur að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir útgerðarmenn og sjómenn, auk þess, sem það veldur þjóðinni í heild gjaldeyristapi. Þjóðviljinn segir í gær að stjórn Dagsbrúnar hafi ekki bannað löndun í bing að næturlagi. En hvaða munur er á þeirri vinnu og losun í skip, er það ekki næturvinna líka og er það ekki einmitt yfirlýstur tilgangur stjórnarinnar, að koma í veg fyrir slíka vinnu? Þess er auk þess að geta í þessu sambandi, að það var til ætlun Dagsbrúnarstjórnarinnar, að banna alla losun síldar frá kl. 10 að kvöldi til kl. 8 að morgni. í fyrrinótt og s.l. nótt var heldur alls ekki unnið að löndun í bing.
„Þeir hefðu ekki þorað þetta fyrir kosningar“ „
Þeir hefðu ekki þorað þetta fyrir kosningarnar í Dagsbrún", varð einum verkamanni við höfnina að orði í gær um einræðisbrölt Sigurðar Guðnasonar og kommúnistanna í minnihlutastjórninni. Svo almenna óánægju hefur þessi ráðstöfun vakið meðal verkamanna og sjómanna. Hvorki verkamenn nje sjómenn skilja það nefnilega, að ekki hefði verið hægt að skipuleggja næturvinnu við síldarlöndun hjer í Reykjavík, eins og á Siglufirði og öðrum stöðum, þar sem síld er landað, án þess að ofþjaka þeim.
Hvað segja bifreiðastjórarnir?
Og hvað segja vörubifreiðastjórarnir um löndunarbannið? Þeir höfðu margir hverjir sannarlega ekki haft of mikla atvinnu áður en að síldarkeyrslan byrjaði. Margir þeirra höfðu lagt mikið fje í að eignast vörubifreiðar, sem þeir síðan höfðu litla atvinnu fyrir. Finnst þeim ekki kommúnistarnir í minnihlutastjórninni í Dagsbrún hafa sjerstaklega glöggan skilning á hagsmunum þeirra?
„Næturvinnubannið við síldar löndunina bakar okkur vörubifreiðastjórum stjórtjón“, sagði bifreiðastjóri, sem átti tal við blaðið í gær.
En hverjum er þá þessi fyrirvaralausa löndunarstöðvun í hag? Engum nema þeim, sem vilja vinna hreina skemmdarstarfsemi gagnvart atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar, kommúnistunum, sem nú hafa sýnt sitt rjetta andlit.
Bréf Dagsbrúnarstjórnar.
Stjórn Dagsbrúnar sendi blaðinu í gær afrit af brjefi því, sem hún ritaði Landssambandi íslenskra útvegsmanna og staðfestir þá yfirlýsingu sína að öll vinna við síldarlosun sje bönnuð á fyrrgreindum tíma sólarhringsins. Er brjef þetta nálægt því að vera endurprentun á grein Þjóðviljans um þessi mál í gær. Kemur ekkert nýtt fram í því annað en að losunarbannið er Iengt upp í 12 klst. í því tilfelli að hefja eigi fermingu flutningaskipa eftir kl. 8 e. h. eins og greint var frá í upphafi þessarar greinar.
**************************************
Morgunblaðið: 30. janúar 1948
38 þúsund mál síldar biðu losunar í gærkvöldi
Gífurleg veiði í Hvalfirði!
GÍFURLEG síldveiði var á Hvalfirði í fyrrinótt og fram á kvöld í gær. Hingað til Reykjavíkur hafa komið síðan í fyrrakvöld 28 síldveiðiskip með um 24000 mál síldar. í gærkvöldi voru eftir því sem næst verður komist, um 45 skip, sem biðu löndunar og voru þau með um 38 þúsund mál síldar innanborðs.
Á Hvalfirði.
Gott veiðiveður var á Hvalfirði í fyrrinótt og í gær, og var síldin þá uppi á um 10 faðma dýpi. Var síldin svo þjett í torfunum, að enn sem fyrr urðu sjómenn og gæta varúðar við að sprengja ekki nætur sínar. Þrátt fyrir þetta urðu skip fyrir því óhappi að sprengja næturnar og sum þeirra eyðilögðu þær með öllu. Um klukkan 7 í gærkvöldi tók veður að spillast, en þá voru menn enn almennt í bátum og var talið að veiði hefði þá enn verið sæmilegt þrátt fyrir veðrið. Meðan bjart var í gær var síldin á svo miklu dýpi, að ekki var kastað en um ljósaskiftin kom hún upp og kastaði þá flotinn. Allmörg skip voru þar er síðast frjettist.
Í höfninni.
Nú liggja hjer í höfninni þrjú stór síldarflutningaskip, og Hvassafell og Súðin, sem taka síld eingöngu úr skipum.
True Knot er einnig við skipalöndun en í eina lest skipsins er sett síld úr söltunarstöð S.Í.F við Elliðavog og af Reykjavíkurflugvelli. Þá er verið að lesta Sindra.
28 skip.
Ingólfur GK með 1400 mál, Keilir Ak 850, Jón Valgeir 1150, Bjarni 700, Hilmir og Reykjaröst 1100, Fagriklettur 1700, Ásmundur AK 900, Fróði GK 500, Garðar GK 550, Björgvin 800, Ágúst Þórarinsson 1200, Bjarnarey 200, Sævar 250, Auður EA 900, Illugi 1200, Íslendingur 1050, Sævar og Hafdís 1700, Gylfi EA 570, Fanney 1100, Dagur 900, Björn GK 600, Jón Þorláksson 700, Sædís EA 1200, Hannes Hafstein 500, Huginn III 800 mál, Vonin VE 400, Óðinn GK 500, og Mummi með 600 mál
**************************************
Ég rakst á þessa mynd og texta fyrir tilviljunFiskifréttir föstudagur 15. ágúst 1997
Í mokfiskiríi hér áður fyrr var oft gripið til þess ráðs að sturta hráefninu í hauga úti á víðavangi þegar þróar- og geymslurými þraut. Þessi gríðarlegi síldarhaugur á Framvellinum norðan við Sjómannaskólann í Reykjavík blasti við augum skólapilta 1947-48. Þá var mikil síldveiði í Hvalfirði. (Heimild: Stýrimannaskólinn í Reykjavík í 100 ára, eftir Einar S. Arnalds).
Ljósmyndari ókunnur, en vegna vanþekkingar á staðháttum, þá er ég ekki viss um hvort þessi síldarhaugur er tengdur Hvalfjarðarsíldinni, en þyki það "líklegt" (?). En myndin tengist grein í baðinu, ásamt textanum hér fyrir ofan
Morgunblaðið - 31. janúar 1948
35. árg., 1948, 25. tölublað, Blaðsíða 12
Næturvinna við síldarflutningana tekin upp aftur
Kommúnistar bíða algeran ósígur fyrir sjómönnum
EFTIR að sjómenn á síldveiðiskipaflotanum höfðu í gær myndað samtök um að engin vinna færi fram við losun skipa þeirra meðan næturvinnubann kommúnista í stjórn Dagsbrúnar væri í gildi
Tókust samningar milli Landssambands íslenskra útvegsmanna, Síldarverksmiðja ríkisins, skipstjóra síldveiðiskipanna annarsvegar, og Dagsbrúnar hinsvegar um að næturvinna við síldarlosun og fermingu flutningaskipa skyldi leyfð framvegis sem hingað til. Hafa kommúnistar beðið algeran ósigur í þessu máli fyrir sameiginlegri afstöðu sjómanna og útgerðarmanna.
Vinnan lá niðri i 10% klst.
Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær höfðu sjómenn á síldveiðiflotanum ákveðið að láta ekki afferma þau skip er liggja hjer og bíða losunar, fvr en Dagsbrún ljeti bann sitt gegn næturvinnunni niður falla.
ÞANNIG var umhorfs í Reykjavíkurhöfn í gær meðan sjómenn stöðvuðu alla síldarlosun og ákváðu að fara ekki á mið meðan næturvinnubann Dagsbrúnarstjórnar væri í gildi.
Ljósmynd. Mbl. Ól. K. Magnússon.
Þetta mótmæla verkfall sjómanna kom til framkvæmda þegar er vinna átti að hefjast í gærmorgun kl. 8 og var því ekkert unnið við affermingu síldveiðiskipanna í allan gærdag, en vinna við losun skipanna hófst alment kl. 6,30 í gærkvöldi.
Voru þá sett „undir" 11 skip. Þegar vinna hófst voru 62 skip sem biðu löndunar með samtals 52 þúsund mál síldar.
En flutningaskipin voru tvö, True Knot og Súðin. Meðan á vinnustöðvuninni stóð var unnið að flutningi þeirrar síldar, sem geymd hefur verið í þró, í True Knot.
Samningar hefjast
Skömmu eftir hádegi í gær hófust samningafundir í skrifstofum Landssambands ísl. útvegsmanna í Hafnarhvoli. Voru þá mættir fulltrúar L. í. Ú., fulltrúi Síldarverksmiðja ríkisins og tveir fulltrúar frá skipstjórum á síldveiðiflotanum og stjórn verkamannafjelagins. Dagsbrúnar. Stóð fundurinn þar til kl að ganga sjö að stjón Dagsbrúnar ljet undan kröfum sjómanna og Voru þá samningarnir undirritaðir.
Frá kl. 11/2 til kl. 4 voru 40 skipstjórar á síldveiðiskipunum mættir á fundi hjá fulltrúum frá L. í. Ú. Voru þar einnig mættir fulltrúar frá stjórn Dagsbrúnar. — Samkvæmt tillögu Landssambandsins voru þar kosnir fulltrúar til þess að ganga frá samkomulagi eins og fyrr segir.
Samningarnir
Landssamband íslenskra útvegsmanna og Síldarverksmiðjur ríkisins annarsvegar og verkamannafjelagið Dagsbrún hinsvegar, hafa komið sjer saman um eftirfarandi atriði, varðandi síldarflutninga þá, sem nú fara fram um Reykjavík:
1. Verkamenn skulu aldrei látn ir vinna lengur samfleytt en einn sólarhring í sambandi við umrædda síldarflutninga. Hafi verkamaður unnið í einn sólarhring samfleytt, skal hann ekki tekinn aftur í vinnu fyr en eftir sólarhrings hvíld. Til þess að tryggja eftirlit með vinnutíma þeim, sem um ræðir hjer að framan lætur Landssamband ísl. útvegsmanna útbúa sjerstök vinnuskírteini, er sýni vinnustundir verkamanns hverju sinni.
2. Þegar hefja á lestun síldarflutningaskips eftir kl. 8 að kvöldi, skal ætíð vera búið að ráða menn til vinnu við skipið eigi síðar en kl. 8 síðdegis. 3. Á framanrituðum grundvelli hafa báðir aðilar komið sjer saman um að unnið verði við síldarflutningana allan sólarhringinn. Reykjavík, 30. janúar 1948.
F. h. Verkamannafjelagsins Dagsbrún Sigurður Guðnason Hannes M. Stephensen Gunnar Daníelsson Edvard Sigurðsson Erlendur Ólafsson
F. h„ skipstjóra síldveiðiskipanna Valgarður Þorkelsson Haraldur Guðmundsson
F. h. Landssambands ísl. útvegsmanna Hafsteinn Bergþórsson Ingvar Vilhjálmsson J. V. Hafstein
F. h. Síldarverksmiðja ríkisins Sveinn Benediktsson
***************************************
13. árgangur 1948, 25. tölublað, Blaðsíða 1
Síldardeilan:
Samningar tókust í gær um stanslausa löndun með bættri vinnutilhögun.
Samningsvilji verkamanna og sjómanna hindraði að afturhaldinu tækist að stöðva síldveiðarnar.
Eftir fundarhöld er hófust kl. 1,30 í gær milli fulltrúa frá Verkamannafólaginu Dagsbrún, skipstjóra síldveiðiskipanna, Landssambands ísl. útvegsmanna og Síldarverksmiðja ríkisins ráðist samkomulag um tilhögun síldarvinnunnar.
Samkomulagið er þannig:
1. Verkamenn skulu aldrei Iátnir vinna lengur samfleytt en einn sólarhring í sambandi við umrædda síldarflutninga. Hafi verkamaður unnið í einn sólarhring samfleytt, skal hann ekki tekinn í vinnu fyrr en eftir sólarhrings hvíld. Til þess að tryggja eftirlit með vinnutíma þeim, sem um ræðir hér að framan, lætur Landssamband ísl. útvegsmanna útbúa sérstök vinnuskírteini, er sýni vinnustundir verkamanna hverju sinni.
2. Þegar hefja á lestun síldarflutningaskipa eftir kl. 8 að kvöldi, skal ætíð vera búið að ráða menn til vinnu við skipið eigi síðar en kl. 8 síðdegis.
3. Á framanrituðum grundvelli hafa báðir aðilar komið sér saman um að unnið verði við síldarflutningana allan sólarhringinn.“
Auk þess var umtalað að stjórn Landssambandsins sæi um að ráðning verkamanna til þessarar vinnu yrði í höndum færri aðila en áður. Sömuleiðis að séð yrði um að afgreiðsla skipanna að öðru leyti gengi án þeirra óþolandi tafa sem verið hafa á henni og gerðar verði ekki minni kröfur til annarra aðila sem hlut eiga að máli en verkamanna.
Með samkomulagi þessu hafa verkamenn og sjómenn slegið úr höndum stjóramálaskúma afturhaldsins möguleikana á því að efna til hættulegs ófriðar milli hinna vinnandi stétta til sjós og lands. Það er fullvíst, að afturhaldið ætlaði og reyndi að efna til slíkrar misklíðar þessara stétta, að af hlytist fullkomin stöðunn síldveiðanna, en sökinni síðan skellt á verkamenn og samtök þeirra, Dagsbrún. Samkomulag þetta náðist þrátt fyrir ákveðnar tilraunir að æsa síldveiðasjómenn gegn verkamönnum og hindra samkomulag.
Eins og áður hefur verið frá skýrt setti Dagsbrún takmörkin á næturvinnu við lestun síldarflutningaskipanna sem kom til framkvæmda á miðvikudags kvöld. Gerði Dagsbrún þetta samkvæmt almennum óskum verkamanna vegna hins frámunalega skipulagsleysis er ver ið hafði á þessari vinnu, og hafði m. a. þau áhrif að verkamenn urðu að hanga niður við höfn leitar og hálfar nætur í vinnusnöpum.
Strax seinnipart miðvikudags lýsti Dagsbrún sig reiðubúna að ræða við Landssamband ísl. útvegsmanna um tilhögun vinnunnar, en því var eindregið neitað af Jakobi Hafstein fyrir hönd sambandsstjórar.
Daginn eftir, fimmtudag, sendi Dagsbrún stjórn L. I. U. greinargerð um málið og óskaði enn á ný eftir viðræðum, en því var heldur ekki sinnt né svarað. Samtímis því að L. í. Ú. neitaði að ræða við Dagsbrún, var hafin hatrömm áróðursherferð gegn Dagsbrún i blöðum ríkisstjórnarinnar, og allt gert til að æsa sjómenn og útgerðarmenn gegn verkamönnum og samtökum þeirra. Þrátt fyrir andúð og mótmæli margra sjómanna og skipstjóra tókst með þessum afturhaldsáróðri að stöðva löndun í gærmorgun án þess að reynt væri að ná samkomulagi. Kl. 1 1/2 í gær var kvaddur saman samkomulagsfundur að tilhlutun sjómanna er vildu að samið yrði um málið, og var samkomulagið sem hér hefur verið sagt frá árangur þess fundar. Með því samkomulagi er tryggt að verkamenn vinna ekki lengur en einn sólarhring samfleytt og hafi sólarhrings hvíld á eftir. Fullkomnum vaktaskipt um reyndust ekki. mögulegt að koma á að þessu sinni. Þá er tryggt með samkomulaginu að verkamenn þurfi ekki að híma niður við höfn jafnt nótt sem dag í atvinnuvon, þar sem ákveðið er að verkamenn skuli ráðnir ekki síðar en kl, 8 ,að kvöldi. og fá kaup frá þeim tíma þó að vinna geti þá ekki hafizt.
Verkamenn, sjómenn og útgerðarmenn verða að hafa strangt og vakandi eftirlit með því að þeir sem stjórna þessari vinnu og taka ærið fé, af sjómönnum fyrir láti ekki lengur viðgangast það sleifarlag á stjóra þessarar vinnu sem frægt er orðið.
*******************************************
38. árgangur 1948, 28. tölublað, Blaðsíða 4
Höfnin.
Í gær lágu þessi skip hér á höfninni, auk allmargra síldarbáta: Knob Knot, Faro, Vatnajökull, Hermóður, Fjallfoss, Banan, Selfoss, Lagarfoss, ÓIafur Bjarnason, Huginn, Belgaum, Bjarni Ólafsson, Straumey, Pólstjarnan og þýzkur síldarflutningatogari. (ísuð síld)
***************************************
32. árgangur 1948, 28. tölublað, Blaðsíða 2
38 síldarskip biða löndunar
Mikil síldveiði var i Hvalfirði í gær og nótt. Síldin heldur sér á sömu slóðum og að undanförnu, á svonefndu Galtarvíkurdjúpi. En það er skammt sunnan við miðbik fjarðarins, utan við kafbátagirðinguna. Síldin heldur sig djúpt og er örðugleikum bundið að ná henni, þar sem fæstir bátanna hafa eins heppilegar nætur og skyldi. En það er segin saga, að þegar dimma tekur grynnir síldin á sér svo hægt er að ná henni með hinum grunnu nótum. Fer því aðalsíldveiðin fram á kvöldin, eftir að dimma tekur og á næturnar.
Í gærdag komu 10 skip til Reykjavíkur með síld. í nótt bættust 16 við. Bíða nú losunar í Reykjavíkurhöfn 38 síldveiðiskip, með samtals rúmlega 30 þúsund mál. Unnið er að losun skipanna dag og nótt. Um hádegið í dag var verið ljúka við að ferma flutningaskipið Banan með síld til norðurflutnings, verður þá strax byrjað á losa síld í Hvassafell, sem kom að norðan í morgun, og einnig verður byrjað á að ferma togarann Sindra í dag, en hann hefir stundað síldarflutninga síðan í haust.
*******************************************
Alþýðublaðið - 06. febrúar 1948
28. árgangur 1948, 30. Tölublað, Blaðsíða 8
„Súðin" laskast í síldarflutningi. „SÚÐIN“ varð fyrir áfalli út af Vestfjörðum síðastliðinn mánudag er hún var á Ieið til Siglufjarðar með síldarfarm. Reið mikill sjór á skipið og laskaðist það mikið en gat þó haldið ferðinni áfram og komizt til Siglufjarðar í gær.
------------
Byrjað að landa í þró í dag vegna skipaskorts TAFIR voru við síldarlosunina í gær vegna þess, að aðeins eitt flutningaskip var hér í höfninni. Var það Hvassafell og var unnið að lestun þess í gær, en í dag mun verða byrjað á að landa í þró. Um sexleitið í gærkvöldi biðu 37 bátar hér, sem ekkert var byrjað á að losa. Mikil síldveiði var í Hvalfirði síðastliðinn sólarhring, og komu 20 bátar til Reykjavíkur með samtals um 19 000 mál. Þessir bátar komu síðastliðinn sólarhring: Síldin með 300 mál, Ingólfur Arnarson með 400, I Jökull 1650, Njörður 900, Auðun 850, Rifsnes 1500, i Sigurður 1000, Víðir AK | 1150, Sævar MK 1050, Edda 1800, Erlingur og Kári 800, Jón Valgeir 1250, Ingólfur ÍK 1100, Ingólfur MB 400, Ármann 900, Hilmir og Reykjaröst 1200, Gunnvör 1200 og Sædís EA 150.
*******************************************
32. árgangur 1948, 29. tölublað, Blaðsíða 1
Súðin laskast í sjávarróti við Horn
Öldustokkar brotnuðu, rúður á stjórnpalli moluðust og klefi skipstjóra laskaðist.
Súðin, sem nú er í síldarflutningum til Siglufjarðar, lenti í aftakaveðri á leiðinni norður og hlaut áfall. Var skipið um tíma í yfirvofandi háska, en fyrir dugnað og harðfengi skipshafnarinnar komst það af, og er nú komið heilu og höldnu til Siglufjarðar. Engan mann á skipinu sakaði, og má það teljast hin mesta mildi. Tíðindamaður Tímans átti í morgun símtal við Guðmund skipstjóra á Súðinni og fórust honum þannig orð um þessa sjóferð:
Við lögðum af stað frá Reykjavík á laugardag með fullfermi síldar til Siglufjarðar.
Gekk ferðin ágætlega, þar til kom út af Vestfjörðum, en þá tók veður að spillast. Skipið var hlaði síld og var vel frá henni gengið. Súðin er búin að fara níu flutningaferðir með síld, og hefur aldrei orðið að í þessum ferðum né síldin haggast í lestum.
Þegar við vorum komnir undir Horn, var veðrið orðið það illt að við sáum þann kost vænstan að leggjast við akkeri á Hornvík. Þar var þó ekki friður, því að veðrið herti stöðugt og sjór fór vaxandi. Lá nærri að bryti á grunni í kringum skipið, þar sem það lá. Var því afráðið að færa skipið og freista þess að komast til Aðalvíkur.
Ekki hægt að slá undan.
Bráðlega urðum við að hætta við þá fyrirætlan að komast til Aðalvíkur, þar sem skórinn var orðinn svo mikill samfara veðurhaminum að ég taldi stórhættulegt að halda undan, og var því ekki um annað að ræða en halda til hafs og beita skipinu upp í sjó og vind, og bíða þess hvað verða vildi.
44 klukkustunda barningur í stórsjó, byl og frosti.
Nú hófst 44 stunda erfiður barningur. Blyndbylur hélzt allan tímann samfara frosti. Veðurhæðin var einnig mikil allt upp i 11 vindstig. Við hugsuðum okkur nú að halda frá landi, þar ,sem sjólag er betra er fjær dregur landi. Þegar við vorum staddir um sex sjómílur út af Horni, fékk skipið á sig mikinn brotsjó. Á sjókortinu er merktur straumur á þesum slóðum, og hugsa ég því, að brotsjór þessi hafi verið straumhnútur. í þessum sjó rifnaði yfirbreiðslan yfir lestaropinu, svo að sjórinn átti greiðari aðgang að lestinni. Við það skapaðist alvarlegt viðhorf fyrir okkur. Bersýnilegt var, að gætum við ekki lokað lestaropinu, þannig að sjór kæmist ekki niður, værum við búnir að vera. Aðstaða til viðgerðar var hins vegar erfið, og urðum við að vinna þetta verk í smááföngum og var þó ekki hættulaust, ekki sízt vegna þess, að öldustokkurinn var farinn. Hann hafði tekið af í sjó, sem kom á okkur nokkru áður. Segja má, að allan tímann, sem við héldum upp í, höfum við legið undir sjóum, þó að þetta væri versta brotið. Tókst okkur þó að bæta seglið á lestaropinu, svo að það hélt sjónum, og varnaði því að hann kæmist niður í lestina frekar en orðið var. Um leið og seglið á lestaropinu rifnaði tók sjórinn rána, sem fest var yfir lestaropið og áttum við því á hættu að missa allt ofan af lestinni, en til allrar hamingju , tókst okkur að strengja vír yfir lestina og hélt hann.
Klakabarningur og stórsjóir.
En sagan er hér með ekki hálfsögð. Nú tók frostið að herða, en sami veðurofsinn hélzt og fór vaxandi. Nú komu nýjar áhyggjur til sögunnar, en þeim olli ísingin. Sjórinn fraus á skipinu og þyngdi það og urðum við um tíma að standa í stöðugu klakahöggi. En það bjargaði okkur, að frostið herti ekki með veðrinu. því ef mikið frost- hefði gert, svo að ísingin hefði vaxið verulega, hefðum við ekki getað við neitt ráðið, og enginn orðið til frásagnar um ferð okkar. Alltaf öðru hverju fengum við á okkur slæma sjói.
Þegar veðrinu slotaði og við gátum farið að hugsa til að komast leiðar okkar var svo komið, að allir stigar voru brotnir ofan þilja á skipinu. Allt lauslegt ofanþilja var farið og skemmdir höfðu orðið talsverðar víða um skipið. Rúður voru brotnar í yfirbyggingunni og fossaði sjórinn um tíma niður í skipið þar og ofan í farþegarýmið.
Þegar við vorum lengst frá landi, vorum við komnir 40—50 mílur út. Þar var sjórinn heldur betri og sjóirnir jafnari. — Þetta er versta veður, sem ég hefi lent í á sjó í fjölda mörg ár, segir Guðmundur að lokum. — Sem betur fer eru ekki allar ferðir svo erfiðar, sem farnar eru við strendur landsins, en oft eru Illviðrin slæm við ströndina að vetrarlagi.
*******************************************
32. árgangur 1948, 29. tölublað, Blaðsíða 8
True Knot hætt síldarflutningum
Einkaskeyti frá AKUREYRI. FLUTNINGASKIPIÐ True Knot er hætt síldarflutningum og liggur nú á Akureyrarhöfn til hreinsunar, og vinna að henni um 40 manns. Þegar lokið er við að hreinsa skipið á það að lesta síldarmjöl á Siglufirði.
HAFR
*******************************************
Alþýðublaðið - 12. febrúar 1948
28. árgangur 1948, 35. Tölublað, Blaðsíða 8
Hlutafélagið „Hæringur'' stofnað um fljótandi síldarverksmiðju
Áformað að kaupa. skip í Ameríku, sem geti brætt 8-10 þúsund mái á sólarhring
EINS OG ÁÐUR hefur verið skýrt frá í útvarpi og blöðum, hafði bæjarstjórn Reykjavíkur s.l. haust gengizt fyrir því, að kosin var nefnd til að athuga möguleika til að byggja og starfrækja síldarbræðslu í Reykjavík. Hafði bæjarstjórnin forustu í málinu. Árangur þessara umræðna var sá, að fjórir aðilar íkomu sér saman um a:ð stofna hlutafélag til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd og 10. febrúar var stofnað hlutafélagið „Hæringur“ með 5 milljón króna hlutafé. Áform þessa félags er að kaupa skip í Ameríku, láta umbyggja það þar og koma fyrir í því síldarbræðsluvélum, er geti brætt 8—10 þúsund mál af Faxaflóasíld á sólarhring.
Í stjórn þess félags hafa verið kosnir frá Reykjavíkurbæ Jóhann Hafstein alþingismaður og er hann formáður sjónarinnar. Varamaður hans í stjórninni er Valgeir Björnssón hafnarstjóri. Frá Útgerðamannafélaginu H.f. Hafsíld var kosinn Sveinbjörn Einarsson útgerðarm., Reykjavík, og er hann varaformaður stjórnarinnar. Varamaður hans er Hreinn Pálsson útgerðarm., Akureyri. Frá Sameignatfélaginu Jarlinn var kosinn Gunnar Halldórsson forstj., Siglufirði, og er hann ritari sjónarinnar. Varamaður hans er Ólafur Þórðarson forstjóri, Reykjavík. Frá síldarverksmiðjum ríkisins var Sveinn Benediktsson forstjóri kosinn, og varamaður hans Erlendur Þorsteinsson, fyrrv. alþingism. Samkvæmt lögum hlutafélagsins á stjórnin að kjósa fimmta manninn sem oddamann, sem sker úr, ef atkvæði skera ekki úr innan sjónarinnar. Á fyrsta stjórnarfundi var Hafsteinn Bergþórsson útgerðarm. í Reykjavík kosinn oddamaður með samhljóða atkvæðum. Endurskoðendur voru kosnir Stefán Wathne framkvæmda stjóri, Reykjavík, og Karl Torfason, aðalbókari Reykjavíkurbæjar. Heimili félagsins verður í Reykjavík. Stiómm er þegar tekin til starfa og hefur tekið upp viðræður við fjárhagsráð um nauðsynleg fjárfestingarleyfi til framkvæmdanna.
*******************************************
Alþýðublaðið - 13. febrúar 1948
28. árgangur 1948, 36. Tölublað, Blaðsíða 8
Síldarflutningum þýsku togaranna er nú að verða lokið.
3100 smálestir af ísaðri síld hafa verið fluttar til þýzkra hafna
SÍLDARFLUTNINGUM þýzku togaranna er nú að verða lokið,
Eru 29 farmar af ísaðri síld farnir héðan til Þýzkalands, en þrítugasti og séðasti farmurinn fer héðan innan skamms. Hafa þá verið sendar 3100 smálestir af síldinni til Þjóðverja, en þeir hafa rómað fiskinn mjög og segjast aldrei hafa fengið betri síld.
Hinir þýzku togarar hafa verið algeng sjón í Reykjavík, síðan þessir flutningar hófust. Hefur mönnum þótt hryggilegur munur bæði á að búnaði hinna þýzku sjómanna og okkar, svo og milli hinna gömlu ryðkláfa þeirra og hinna nýju togara okkar Hafa margir orðið til þess að færa Þjóðverjunum samúðargjafir, stundum björgunargjafir. Nú síðast hefur 14 ára piltur, sem laumaðist með togara hingað, notið gjafmildi Reykvíkinga, en hann lagði í ferð þessa til að afla fanga í fjölmennt bú móður sinnar.
Síðasti þýzki togarinn er nú í slippnum í Reykjavík, og mun hann, er viðgerð lýkur, taka þrítugasta og síðasta síldarfarminn til Þýzkalands.
Þjóðverjar hafa mjög lof áð íslenzku síldina, og hefur Landssambandið fengið hin ágætustu ummæli neytendanna um fiskinn.
**************************************
Alþýðublaðið - 13. febrúar 1948
28. árgangur 1948, 36. Tölublað, Blaðsíða 8
Eingöngu landað í þró í gær
AÐEINS þrír síldarbátar voru komnir að um klukkan 6 í gærkvöldi, og eru það fyrstu bátarnir, sem koma inn eftir óveðrið, og var afli þeirra allra mjög góður. Bátarnir voru þessir: Súlan með 1550 mál, Fagriklettur með 1300 og Akraborg með 1700 mál.
Í gærkvöldi biðu 32 bátar löndunar- Ekkert var landað í flultningaskip í gærdag, þar eð þau voru ekki tilbúin. Hins vegar voru Fjallfoss, Selfoss og Ólafur Bjarnason komnir að norðan og verða þeir væntanlega tilbúnir til lestunar í dag.
Í gær var landað í þró úr all mörgum bátum.
***************************************
Þjóðviljinn - 13. febrúar 1948
13. árgangur 1948, 36. tölublað, Blaðsíða 4
(sennilega ritstjórnargrein)
Ísland í hers höndum
Stjórnarfarið er nú líkast því sem óvinaher hefði hertekið stjórnarráðið, Landsbankann og helztu valdastofnanir þjóðarinnar og stjórnaði þaðan með það takmark eitt fyrir augum að brjóta mótstöðukraft þjóðarinnar á bak aftur, eyðileggja trú hennar og traust á sjálfa sig og leiða yfir hana atvinnuleysi og síversnandi kjör, unz þrek hennar bili og hún komi krjúpandi að valdakötlum óvinahersins, til þess að biðja um náðarbrauð klakahöggsáranna.
Ríkisstjórnin hefur sett upp dýrustu nefnd, sem nokkru sinni hefur íþyngt íslenzku þjóðinni, — fjárhagsráð, auð sjáanlega í því skyni einu að koma hér á atvinnuleysi og fá þannig grundvöll að launalækkunum. Samkvæmt áætlun átti atvinnuleysið að hefjast um nýjárið og launaráninu var skellt. á í trausti þess. Faxaflóasíldin kom með herhlaupi sínu í Hvalfjörð í veg fyrir að þessi hernaðaráætlun tækist. Því er nú meirihluti stjórnar Síldarverksmiðju ríkisins genginn út af örkinm til þess að draga úr síldarflutningunum, unz sjómenn gefisti upp á að bíða eftir löndun og hætti. Þannig á að eyðileggja tilraun Faxaflóasíldarinnar til að bjarga verkamönnum frá atvinnuleysi. Samtímis þessu markvísa starfi æðstu stjórnarvaldanna að því að koma atvinnuleysinu á, dregur svo Landsbankastjórnin svo úr seðlaveltunni að hún lækkar niður úr 181 milljón í 107 milljónir króna. Þannig á að tryggja að ríki, bæjarfélög og framtakssamir einstaklingar geti ekki lagt í að fyrirtæki og helzt ekki haldið þeim gömlu áfram…………………… (ég sleppti restinni..sk,)
******************************************
Þjóðviljinn - 13. febrúar 1948
13. árgangur 1948, 36. tölublað, Blaðsíða 4
Ráð við gjaldeyrisskortinum !
FISKIÐJUVER RÍKISINS FÆR AÐEINS AÐ AFKASTA BROTI AF GETU SINNI
Ríkisstjórinn og bankastjórarnir reyna á allan hátt að hindra starfsemi iðjuversins — Bann við sölu afurðanna í haust! — Ætlar ríkisstjórnin að selja Fiskiðjuverið?
Reykvíkingar hafa undanfarið kynnst nýrri niður suðuvöru, Faxaflóasíld frá Fiskiðjuveri ríkisins við Grandagarð. Þessi nýja vara hefur vakið mikla athygli, hún þykir mjög góð og verðið er aðeins tæpur helmingur af verði samsvarandi vöru sem áður hefur komið á markaðinn hér. Almenningur telur að vonum að hér sé um afar mikla framför að ræða, hér bætist við veigamikill liður í útflutningsframleiðslu Íslendinga. En ríkisstjórnin og banka stjórar eru á annarrar skoðunar. Frá þeirra hálfu eru lagðar sífelldar hindranir fyrir starfsemi Fiskiðjuversins á þessu sviði sem öðrum. Árangurinn er sá að nú verður aðeins soðið niður örlítið brot af því magni sem hægt hefði verið að framleiða, og ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að selja þessa vörur erlendis; þvert á móti hefur hún til þessa komið í veg fyrir að mjög verulegt magn seldist til Tékkóslóvakíu. Og á sama tíma er þessi sama ríkisstjórn að barma sér af gjaldeyrisskorti!
Búizt er við að Fiskiðjuverið muni alls framleiða 300.000 dósir af síld að þessu sinni, en ef framleiðslan væri rekin af fullum krafti gæti iðjuverið framleitt um 600.000 dósir á mánuði, eða um 2 1/2 milljón á fjórum mánuðum, með 8 stunda vinnu á sólarhring.
Ef unnið væri allan sólarhringinn í vöktum, yrði magnið þrefalt meira, svo að afköstin nú eru aðeins brot af því sem vera ætti.
En jafnvel þessi afköst hafa aðeins fengizt eftir þrotlaust stríði við ríkisstjórn og bankastjóra. Fyrst stóð miklu stímabraki að fá dósir, og lágu þær jafnvel lengi á hafnarbakkanum vegna þess að gjaldeyrir var ekki afhentur. Þá neituðu bankarnir um rekstrarlán eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, og fékkst það ekki nema gegn utanaðkomandi ábyrgð. Bankamir neituðu að lána út á framleiðslu Fiskiðjuversins eins og aðrar sjávarafurðir!
Komið í veg fyrir sölu til Tékkóslóvakíu
Um sölu þessarar nýju niðursuðuvöru gegnir sama máli. Enn hefur ekkert verið selt til útlanda, fremur en aðrar sjávar afurðir þessa árs, og ríkisstjórnin hefur sýnt þann einn áhuga á sölunni að koma í veg fyrir hana.
Í haust voru Tékkar fúsir til að kaupa mjög verulegt magn af þessari vöru, fyrir á aðra milljón króna, með því skilyrði að gerðir væru við þá heildarsamningar. Um þær mundir var íslenzk nefnd í Tékkóslóvakíu að ræða um slíka samninga og var málið svo langt komið að Tékkar voru reiðubúnir að skrifa undir samning um kaup á ísl. afurðum fyrir um 30—40 milljón króna. Þá var íslenzka sendinefndin snögglega kölluð heim af Bjarna Benediktssyni og lagt bann við undirskrift samninganna! Þar með var einnig eyðilögð fyrirfram sala síldarinnar. Nú er búizt við að teknir verði upp samningar á ný en hitt á eftir að sýna sig hvort Tékkar verða þá eins fúsir og þeir voru í haust.
(greinin er nokkuð lengri og staðbundin þess máli)
****************************************
Morgunblaðið - 15. febrúar 1948
35. árg., 1948, 40. tölublað, Blaðsíða 12
True Knot tekur síldarmjöl til USA
UM þessar mundir er verið að hreinsa lestar leiguskipsins True Knot, sem verið hefir í síldarflutningum til Siglufjarðar nú í vetur og farið hefur þrjár ferðir. Skipið liggur í Akureyrarhöfn, en þar fer hreinsun lestanna fram. Er þetta mikið verk, því þvo verður allt upp úr vítissóta. Þegar þessu er lokið fer skipið til Siglufjarðar og tekur þar 3500 smálestir af síldarmjöli, sem selt hefur verið til Bandaríkjanna. Hafði því verið lofað, að skipið tæki þetta mjöl í febrúar. Gat skipið því ekki farið fleiri síldarflutninga.
Knob Knot.
Leiguskipið Knob Knot, sem einnig hefur verið í síldarflutningum, mun fara að minsta kosti eina ferð ennþá með síld til Siglufjarðar. Um áframhaldandi leigu skipsins til þessara flutninga er ekki vitað. Hinsvegar hefur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins óskað eindregið eftir því, að fá skipið í fleiri ferðir.
***************************************
Morgunblaðið - 15. febrúar 1948
35. árg., 1948, 40. tölublað, Blaðsíða 12
Ágæt síldveiði í fyrrinótt
MÖRG skip fengu fullíermi síldar í Hvalfirði í fyrrinótt, en þá var veður sæmilega hagstætt, logn en nokkur undiralda.
Hingað til Reykjavíkur komu fyrripart dags í gær 20 skip, en engin komu síðari hluta dags. Talið var að bræla myndi hafa verið fram eftir degi, en í gærkvöldi var komin kalsa veður og rigning.
Þessi 20 skip, sem fyrr getur um, komu með 17.500 mál síldar. I gærkvöldi var talið að um 22.200 mál biðu löndunar.
Í gær var lokið við lestun Fjallfoss, Selfoss, Ólaf Bjarnason og Pólstjörnuna.
Hvassafell kom í gærkvöldi, en það mun væntanlega byrja að taka síld seinnipart dags í dag.
Þessi skip hafa komið síðasta sólarhring: Skógarfoss með 700 mál, Edda 1050, Þorgeir Goði 850, Ágúst Þórarinsson 850, Ingólfur MB. 450, Guðmundur Þorlákur 250, Kári VE 700, Ármann RE 500, Geir goði 550, Ingólfur Arnarson 800, Stjarnan 1400, Björn Jónsson 1100, Fram GK 600, Jón Valgeir 900, Steinunn gamla 1000, Vonin II VE 1000, Vilborg 800, Víðir AK 1300, Freyja RE 900, Helgi Helgason 1650 og Síldin 150 mál.
*******************************************
Morgunblaðið - 20. febrúar 1948
35. árg., 1948, 44. tölublað, Blaðsíða 12
Flutningur síldarinnar kostar 20—25 miljónir
JÓHANN Hafstein skýrði frá því á fundi bæjarstjórnar í gær, að í gærkvöldi hefðu 2 fulltrúar hf. Hærings farið til Bandaríkjanna, til þess að athuga um kaup á skipi fyrir hina væntanlegu síldarverksmiðju. Menn þessir eru þeir Jón Gunnarsson framkvstj. og Ólafur Sigurðsson, skipaverkfræðingur. Svo sem kunnugt er, hefir verið áætlað að síldarbræðsluskipið kosti 7 til 8 miljónir. Bráðlega ættu að liggja fyrir ákveðin tilboð í skip og breytingu á því og er þá stærsti liðurinn í kostnaðinum fyrirfram ákveðinn.
Annars má minna á það, að svo gífurlegur kostnaður er nú við síldarflutningana norður, að kost mun um 20— 25 milj. kr. að flytja 1 miljón mála, en síldarverksmiðjuskipið ætti vel að geta skilað slíkum afköstum á vertíðinni.
**************************************
Þjóðviljinn - 24. febrúar 1948
13. árgangur 1948, 45. tölublað, Blaðsíða 8
Löndunarstöðvun i gær
Jökull og Ingólfur aflahæstir í gær með 11600 og 1250 mál
Losun síldarbátanna stöðvaðist alveg í gær vegna þess að skip vantaði til að taka við síldinni. Fjallfoss var fullfermdur á vaktaskiptunum í gærmorgun, en önnur síldarflutningsskip eru ekki hér sem stendur. Í gærkvöld biðu skip losunar og var afli þeirra talinn ca. 28 þús. mál.
„Eldborg" og „Grótta" voru | búin að fá fullfermi af síld í fyrradag. Von var á „Hvassafellinu" að norðan í nótt. Skipin fá ennþá allgóðan afla í Hvalfirði þegar gefur. Nú virðist dýpra á síldartorfunum og hafa sumir bátar skipt um nætur þess vegna.
í gærkvöld var kaldi þar efra og straumar gerðu bátunum óhægra um vik.
***************************************
Tíminn - 03. mars 1948
32. árgangur 1948, 51. tölublað, Blaðsíða 2
Engin síld síðustu dægur
Síldveiðiskipin í Hvalfirði hafa verið aðgerðalaus síðastliðna fjóra sólarhringa vegna óveðurs. Sjómenn af þremur bátum, sem komu með síld i fyrradag, segja hins vegar, að næg síld sé enn í firðinum, og sé það veðrinu eingöngu að kenna, að ekki er hægt að veiða. Um þrjátíu síldveiðiskip bíða nú inni í Hvalfirði, eftir því að veðrið batni og hægt sé að hefja veiðarnar að nýju. Unnið hefir verið að því undanfarna sólarhringa að aka síld, sem geymd hefir verið á Framvellinum, í flutningaskipin. Var Knob Knot fyllt á þann hátt, og fór það af stað norður í nótt. Byrjað er í dag að lesta flutningaskipið Hel síld, sem geymd hefir verið á landi
************************************
Tíminn - 03. mars 1948
32. árgangur 1948, 51. tölublað, Blaðsíða 2
Við lok síldarvertíðarinnar
Hinni óvæntu síldarvertíð í Hvalfirði er að verða lokið. Síldarverksmiðjurnar hafa gefið til kynna, að þegar þessari viku lýkur, verði hætt að taka á móti síld i Reykjavík. Það verða því síðustu skipsfarmarnir, sem koma til hafnar hina næstu daga, ef ekki verður þá sífelldur rosi og ógerningur að athafna sig á miðunum. Það er ekki hægt að segja með vissu, að svo stöddu, hversu mikil síld er komin á land í haust og vetur, en vera mun það nálægt tólf hundruð þúsund málum.
En í síldarmáli er sem kunnugt 135 kílógrömm eða sem næst hálfum öðrum hektólítra. Það er því ekkert smáræði af síld, sem veiðzt hefir í haust, og furðulegast er, að nær öll þessi kynstur hafa veiðzt í einum og sama firðinum. Enn eru þar ógrynni síldar, þótt veiðunum hætti nú, og mikið hefir farið forgörðum við veiðiskapinn — drepist í nótum, sem hafa rifnað, eða verið sleppt dauðu, þegar skipin gátu ekki borið meira. Annars eru það ekki íslendingar einir, sem veitt hafa síld í vetur. Á öllum norðlægum síldarmiðum hefir síldargengd verið með eindæmum í vetur. Norðmenn veiddu á örskömmum tíma meiri síld á sínum miðum en þeir fengu á allri vetrarvertíðinni í fyrra.
Danir hafa verið óvenjulega fengsælir á miðunum við vesturströnd Jótlands og sænskir fiskimenn hafa fengið mokafla á miðunum við strönd Búhúsléns. Þessi vetur hefir sem sagt verið síldarinnar vetur og víðar þótt bera vel í veiði en hér.
Síldin í Hvalfirði hefur verið mikið innlegg í þjóðarbúið -— hún ætti vart að gefa af sér minna en sem svarar hátt upp í hundrað milljónir íslenzkra kr. í erlendum gjaldeyri. En á það er auðvitað að líta, að veiðarnar hafa verið frekar á ýmislegt, er kaupa verður erlendis frá, auk þess sem margir bátar, sem ella hefðu farið á þorskveiðar. eftir áramótin hafa verið bundnir við síldveiðar og síldarflutninga, svo að af þeim sökum höfum við mun minna að selja af öðrum sjávarafurðum.
En að öllu samanlögðu hefir síldin verið mikill og góður fengur, sem komið hefir sér vel fyrir margan mann og þjóðin mun njóta af. En dýrmætust er vonin um það, að síldin komi aftur næsta haust og þá verðum við betur undir það búnir að hagnýta hana, án óeðlilegrar fyrirhafnar og tilkostnaðar. J. H.
**************************************
Vísir - 03. mars 1948 (miðvikudag)
38. árgangur 1948, 52. tölublað, Blaðsíða 3
Grein eftir Óskar Halldórsson, Hvalfjörður, síld og fleira
Hvar eru skipin?
Brúarfoss er á Ieið til Gautaborgar. Fjallfoss kom til Reykjavíkur í gær frá Siglufirði.
Lagarfoss kom til Kaupmannahafnar 1. marz frá Leith.
Reykjafoss er á leiðinni til Baltimore.
Selfoss er í Reykjavík.
Tröllafoss kom til Guaymas í Mexico 24. febr. frá San Francisco.
Knob Knot fór frá í gærkvöldi til Siglufjarðar. (Síldarflutningaskip – SR leiguskip)
Salmon Knot kom í morgun frá Halifax. (Síldarflutningaskip – SR leiguskip)
True Knot fór 19. febr, frá Siglufirði til Baltimore. (Síldarflutningaskip – SR leiguskip)
Horsa er á Flat-I eyri og lestar frosinn fisk.
Lyngaa er á Akureyri.
Varg fór frá Reykjavík 28. febr. til Stavanger.
Betty lestar í NewYork næstu daga.
Vatnajökull lestar í New York í byrjun marz
************************************
Lesbók Morgunblaðsins - 07. mars 1948
23. árgangur 1948, 9. tölublað, Blaðsíða 135 -Meðfylgjandi myndir hér fylgdu greininni hér
SYSTURSKIP „TRÖLLAFOSS"
Runólfur Stefánsson, skipstjóri, hefur farið þrjár ferðir með skipinu „Knob Knot“ til Siglufjarðar, sem umsjónarmaður síldarflutninganna. 1 eftirfarandi grein lýsir hann skipinu, og vegna þess að sú lýsing á eins við „Tröllafoss“, hið nýa skip Eimskipafélagsins, sem nú er á leið hingað, má búast við að mörgum þyki fróðlegt að lesa hana.
JEG (Runólfur) HEFI nú farið þrjár ferðir til Siglufjarðar á skipinu „Knob Knot“, sem hefur verið í síldarflutningum. Í hverri ferð flutti skipið um 36,000 mál af Hvalfjarðarsíld, og lætur nærri að verðmæti þeirrar síldar sje 81/2 milljón króna, þegar úr henni hefur verið unnið mjöl og lýsi.
Og þó er þetta ekki nema lítill hluti af þeim gjaldeyri, sem ausið hefur verið upp úr Hvalfirði.
Allar þessar ferðir hafa gengið svo giftusamlega að við höfum allt af haft logn og veðurblíðu, og sjór svo sljettur að allt af hefur mátt ganga á sokkaleistum á lágdekkinu, án þess að vökna í fætur.
Gísli Runólfsson skipstjóri.
Ljósmynd Smári Geirsson
https://svn.is/skipstjori-i-40-ar/
Slíkt er einsdæmi á þessum tíma árs. Við höfum ýmist verið á undan eða eftir vondu veðrunum, sem önnur skip hafa lent í. Jeg ætla hjer að reyna að lýsa þessu skipi, svo að fólk geti gert sjer dálitla hugmynd um hvernig umhorfs er um borð í hinum nýu, stóru flutningaskipum. Allar íbúðir yfirmanna eru eins manns klefar, rúmgóðir, bjartir, með sjerstöku snyrtiherbergi og heitu og köldu vatni. Allur annar útbúnaður, svo sem rúmstæði, skrifborð, skápar og sængurfatnaður, er af bestu gerð. En skipstjóri hefur 2—3 herbergi fyrir sig og eru þau með öllum hugsanlegum þægindum.
Þjónar eru til þess að sjá um þrifnað í öllum herbergjum yfirmanna, þeir sópa þar, þvo og fága og skipta um í rúmunum einu sinni í viku. Í íbúðum háseta og annara skipverja eru einnig öll þægindi, en sá er að eins munurinn að þar eru 2—3 í sama klefa.
Þarna er Knob Knot full lestaður í Hvalfirði
Ókunnur ljósmyndari, en myndin fylgdi greininni
Sjerstakir þvottadagar eru á skipinu.
Kemur brytinn þá með vjelritaða auglýsingu um það og festir upp á áberandi stað, og þá koma allir með sinn þvott til þvottahússins, sem er með öllum nýtísku áhöldum. Eldhúsið er stórt og rúmgott, allt fágað í hólf og gólf. Þar er gríðarmikil olíukynt eldavjel, en stórir ísskápar eru í öllum búrum og matargeymslum. Ef einhvern langar í kalt vatn, þá er ekki annað en styðja á hnapp, og þá bunar fram kælt vatn, sem er alveg eins og úr uppsprettulind. Upphitun er um allt skipið með þeim hætti að heitu lofti er dælt um það allt. Gerir loftstraumurinn hvort tveggja í senn að hreinsa loftið og veita hlýju og svo gusast hann aftur út á þilfar. Hægt er að tempra hita í hverju herbergi með því að loka fyrir loftstrauminn með spjaldi, og þarf til þess að eins eitt handtak.
Sigurður Pétursson skipstjóri
Síldarverksmiðjur ríkisins á siglufirði, sennilega um 1932 +/-
Myndirnar fylgdu greininni en en ljósmyndara ekki getið.
Tvennar rafmagnsleiðslur eru um allt skipið. Ef önnur bilar, þá er hin tekin í notkun. Ótölulegur grúi ljósa er á skipinu í öllum hornum og skonsum, í hverri lest, uppi í siglum, fram að stafni og aftur í skut. Ekki gat jeg fengið upplýsingar um hvað þau eru mörg, en þau munu líklega skipta þúsundum. Um allt skipið eru innstungur, svo að hvarvetna er hægt að nota handljós. Allar vindur á þilfari, en þær eru 12—14, eru knúðar með rafmagni og eins vjelar. Svo er og um bátauglurnar, sem veifa bátunum ljettilega til og frá. Eru það ærið sterkir handleggir, því að bátarnir eru úr stáli og með stórum hreyflum. Eru þeir því geisilega þungir. Auk þess er allt af mikið í þeim af matvælabirgðum og vatni. Eldflaugar eru og í hverjum bát til þess að skjóta í sjóhrakningi og mörg önnur öryggistæki. Brunasími er í hverju einasta herbergi í skipinu, svo hægt sje að tilkynna tafarlaust ef eldur kemur upp. Talsímar eru einnig um allt skipið, en þeir hafa ekki verið notaðir síðan stríðinu lauk.
Vjelarúminu get jeg ekki lýst, því að þar er flest fyrir ofan minn skilning. Þó skal jeg geta þess, að þar er ein aðalvjel, sem knýr skipið áfram. Hún hefur að sögn 1700 hestöfl og knýr hið 5000 lesta stóra skip áfram með 10—11 sjómílna hraða á klukkustund. Þarna er líka olíukyntur ketill, og úr honum fæst heitt vatn til allra þarfa á skipinu. Sagt var mjer að alls sje 175 vjelar, stærri og minni í skipinu. Þar er ein vjel, sem stjórnar ferð skipsins, þannig, að þegar stefna hefur verið tekin, þá er stýrið sett i ,,gear" og síðan sjer þessi vjel um það að ekki haggi stefnunni, hvorki fyrir strauma, vind nje sjógang. Þarf því mannshöndin hvergi að koma nærri til að stýra því, nema þegar breyta þarf um stefnu. Þessi vjel stjórnar einnig áttavitunum, þannig, að nálin hvikar ekki þótt skipið taki dýfur. En með hvaða hætti þetta verður, er mjer óskiljanlegt og læt því útrætt um það. Vjelamenn og rafmagnsmenn gera sjálfir við flest sem aflaga fer á skipinu og hafa til þess hin fullkomnustu áhöld. Allt er úr stáli um borð, svo sem öll rúmstæði, skápar, skrifborð, hurðir og hvað eina. Þar sá jeg ekkert úr timbri, nema völtur þær sem handklæði eru hengd á, og 2 eða 4 hurðir á efsta þilfari. Það er býsna löng leið af efsta þilfari niður í botn á skipinu, og mun verða að fara sjö stiga hvorn upp af öðrum. Ekki taldi jeg rimarnar í þeim nákvæmlega, en þær munu vera eitthvað um sjötíu.
Vistin um borð
Við erum nokkrir íslendingar á skipinu. Fyrst skal frægan telja leiðsögumanninn, Snæbjörn Stefánsson skipstjóra, sem er hinn ákveðnasti í sínu starfi og leysir það af hendi með prýði og karlmennsku, eins og góðum sjómanni sæmir. Svo eru bar farþegar, Friðrik Guðjónsson, útgerðarmaður á Siglufirði og frú hans, og ennfremur Guðmundur Sigurðsson frá Höfn í Siglufirði, alkunnur sjósóknari og fiskimaður. Skipverjar eru 34 og er það nokkuð sundurleitur hópur, því að þeir munu vera af 8—9 þjóðflokkum. Ekki kemur það þó að sök, því að umgengnismenning þeirra er á mjög háu stigi. Allir hlýða fyrirskipunum yfirmanna hiklaust og orðalaust. Hjá yfirmönnunum er heldur enginn reigingur. Allir koma fram sem bræður hver við annan. Skipstjóri er ákveðinn í sínu starfi og ber umhyggju fyrir öllum mönnum sínum, og eins fyrir okkur íslendingunum. Í frístundum skemmta menn sjer við spil, lestur bóka og þrætulaus samtöl. Drykkjuskapur þekkist þar ekki. Mataræði og framleiðsla er með afbrigðum og hvergi á neinu veitingahúsi hjer á landi væri hægt að fá jafn góðan mat.
En hjer vantar líka allt, sem til þess þarf, svo sem grænmeti, epli, appelsínur og ófáanlega ávaxtadrykki, ískalda og hressandi. Í Siglufirði Þetta er skrifað um borð, í Siglufjarðarhöfn. Við komum hingað 20. febrúar eftir 27 klukkustunda siglingu frá Reykjavík. Það er komið kvöld. Við verðum að liggja fyrir festum úti á höfn, komumst ekki að bryggju, því að Reykjafoss er þar fyrir. Við horfum á Siglufjarðarbæ, klæddan í mjúkt vétrarlín, uppljómaðan af rafljósadýrð. Við heyrum í kvöldkyrðinni átök vinnuvjelanna í síldarverksmiðjunum. Þeim er ekki unt neinnar hvíldar, hvorki nótt nje dag, viku eftir viku. Náttsvalinn ber til okkar þefinn frá verksmiðjunum. Hann berst út yfir allan fjörðinn. Jeg býst við því að Reykvíkingar mundu nöldra, ef þeir ættu við hann að búa, en hjer er hann talinn sjálfsagður, og enginn maður minnist á hann. Nóttin er fögur, tungl og stjörnur blika á heiðskírum himni og speglast í lognsljettum firðinum. Snækrýndir fjallatindar eru allt umhverfis og teygja sig hátt upp í dökt næturloftið og endurkasta tunglskininu eins og þeir sjeu sjálflýsandi.
Skipið okkar er uppljómað stafna í milli, og það er glaumur og kátína hjá piltunum okkar. Þeir hafa náð sjer i öngla og færi og beita síld úr lestinni. Og svo renna þeir og — draga fisk, þótt þeir sjeu því með öllu óvanir. En það gerir máske skemmtunina enn meiri. 20—30 fiska hafa þeir dregið. Það eru laglegir fiskar. 12—18 þumlungar á lengd. Og við hvern fisk, sem dreginn er, vex áhuginn og kátínan. Þeir eru svo heillaðir af þessu, að þeir gleyma því að ganga til náða, en standa og „skaka“ þótt komin sje rauðanótt.
Jeg get ekki slegið botninn í þetta án þess að minnast að eins á Sigurð Pjetursson, skipstjóra. Það var holl og góð ráðstöfun hjá Eimskipafjelagi íslands þegar það fól honum að hafa með höndum alla umsjá eða eftirlit með leiguskipum sínum, sem það hafði á stríðsárunum og hefur enn. Jeg hefi ferðast með mörgum enskum og amerískum skipum á ferðum þeirra hjer við land, bæði við fisktöku og annað. Auk þess hefi jeg við höfnina kynnst mörgum yfirmönnum á skipum frá báðum þjóðum. Þeir hafa allir talað af vinsemd og viðurkenningu um Sigurð Pjetursson. — Töldu þeir alla framkomu hans með slíkum ágætum, að annað eins væri vandfundið í framandi landi. Sjómannastjettin íslenska má því vera upp með sjer af því að eiga slíkan fulltrúa í sínum hópi.
Runólfur Stefánsson frá Litlaholti.
Síldveiðum í Hvalfirði, síld sem flutt var til Siglufjarðar með flutningaskipum, mun hafa lokið endanlega um mánaðarmótin febrúar mars 1948.
Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar, SKRIF OG FLEIRA sem beint og óbeint tengist þessu einstaka SÍLDARÆVINTÝRI.
Hér er nokkrar greinar þar sem hann efur safnað sama um síldina, tengs sænskara skipa , persóna og viðskap þar sem Siglufjörður kemur við sögu, þar með síðariflutninga, eftir Jón Björgvinsson + Önnur eftir Steingrím Kristinsson hjá trolli.is
Upplýsingar frá Wikipedia:
Bandaríkin smíðuðu 2.710 Liberty-skip á árunum 1941 til 1945, að meðaltali 1,5 skip á dag . Þau voru smíðuð með gamaldags en auð framleiddri tækni og á mettíma. Það tók að meðaltali aðeins 42 daga að smíða hvert skip. Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Liberty_ship
Liberty-skipin voru tegund flutningaskipa sem smíðuð voru í Bandaríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni samkvæmt neyðarskipasmíðaáætluninni . Þótt hugmyndin væri bresk, [ 3 ] tóku Bandaríkin upp hönnunina vegna einfaldrar og ódýrar smíði. Liberty-skipið var fjöldaframleitt í fordæmalausum mæli og varð tákn um iðnaðarframleiðslu Bandaríkjanna á stríðstímum. [ 4 ]
Flokkur skipanna var þróaður til að mæta breskum pöntunum á flutningaskipum til að koma í stað skipa sem höfðu farið á hausinn.
Átján bandarískar skipasmíðastöðvar smíðuðu 2.710 Liberty-skip á árunum 1941 til 1945 (að meðaltali þrjú skip á tveggja daga fresti), [ 5 ] sem er langflestir skip sem nokkru sinni hafa verið framleidd eftir einni hönnun.
************************************
Síldveiðum í Hvalfirði, síld sem flutt var til Siglufjarðar með flutningaskipum, mun hafa lokið endanlega um mánaðarmótin febrúar mars 1948.
Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar, SKRIF OG FLEIRA sem beint og óbeint tengist þessu einstaka SÍLDARÆVINTÝRI.
Hér er nokkrar greinar þar sem hann efur safnað sama um síldina, tengs sænskara skipa , persóna og viðskap þar sem Siglufjörður kemur við sögu, þar með síðariflutninga SMELLTU Á TEGLA
Upplýsingar frá Wikipedia: Um skip sem samsvara þrem af leigu skipum SR vegna síldarflutninganna, skipin:
Knob Knot, Salmon Knot og True Knot
Bandaríkin smíðuðu 2.710 Liberty-skip á árunum 1941 til 1945, að meðaltali 1,5 skip á dag . Þau voru smíðuð með gamaldags en auðframleiddri tækni og á met tíma. Það tók að meðaltali aðeins 42 daga að smíða hvert skip. Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Liberty_ship
Liberty-skipin voru tegund flutningaskipa sem smíðuð voru í Bandaríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni samkvæmt neyðarskipasmíðaáætluninni . Þótt hugmyndin væri bresk, [ 3 ] tóku Bandaríkin upp hönnunina vegna einfaldrar og ódýrrar smíði. Liberty-skipið var fjöldaframleitt í fordæmalausum mæli og varð tákn um iðnaðarframleiðslu Bandaríkjanna á stríðstímum. [ 4 ]
Flokkur skipanna var þróaður til að mæta breskum pöntunum á flutningaskipum til að koma í stað skipa sem höfðu farið á hausinn. Átján bandarískar skipasmíðastöðvar smíðuðu 2.710 Liberty-skip á árunum 1941 til 1945 (að meðaltali þrjú skip á tveggja daga fresti), [ 5 ] sem er langflestir skip sem nokkru sinni hafa verið framleidd eftir einni hönnun.