Síldarflutningar 3. kafli
Frumkvöðullinn Einar Guðfinnsson, Bolungarvík
Þeir sem lesið haf kafla 2 og 3 í þessum skrifum mínum og tilvitnunum,hér á Heimildasíðu minni, hafa án vafa tekið eftir og vita að Einar Guðfinnsson, ásamt syni sínum og tengdasyni voru algjörir frumkvöðlar hvað tæknivæðingu við síldarflutninga, það er dælingu síldar beint úr síldveiðiskipunum á miðunum.
Í Kafla 1 og 2 kemur nafn Einars og Dagstjörnunnar, frá í blaðafréttum, greinum og fleiru hjá miðlinum www.timarit .is og hér í umfjöllunum mínum um síldarflutningana.
Ekki þekkti ég neinn þessara skörunga persónulega, en til að upplýsa lesendur mína frekar um þennan KONUNG síldarævintýrisins.
Þá hefi ég fengið leyfi ættingja Einars til að birta nokkrar síður úr bók Ásgeirs Jakobssonar;
„EinarsSaga" Einars Guðfinnssonar. Bók gefin út af „Skuggsjá“
Ath. Á milli blaðsíðu 304 og 305 voru ýmsar fjöldkyldumyndir og fleira sem ekki er birt hér.
Fleiri upplýsinga á næstu blaðsíðum bókarinnar, en hér á Heimildasíðu minni ekki birtar.
þar er er ótal margt tiltekið, um það sem Einar Guðfinnsson hefur framkvæmt, og tekið þátt í með öðrum í Bolungarvík. Bolvíkingum til góða, raunar öllu landinu.
sk.