Bókabúð brennur
Aðalgata 7 brennur + Bókaverslun Hannesar Jónassonar
Alþýðublaðið 20 janúar 1948
Fólk bjargaðist úr eldsvoða á Siglufirði í gær
Húsið Aðalgata 7 brann,-og bjargaðist ekkert af innbúi þess.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins á SIGLUFIRÐI. FÓLK BJARGAÐIST með naumindum, er eldur kom upp í húsinu Aðalgötu 7 á Siglufirði í gær. Tvær konur og eitt barn voru í húsinu; og gat önnur konan ekki einu sinni gripið kápu sína með sér, svo ört breiddist eldurinn út. Slökkviliðið kom þegar á vettvang, og tókst því að verja næsta hús og grindin af byggingunni, sem brann stendur enn þá.
Það var um klukkan þrjú, að eldur kom upp í miðstöðvarherbergi, sem er rétt við forstofu hjá aðalinngangi hússins nr. 7 við Aðalgötu á Siglufirði. Þetta er tveggja hæða timburhús, og var íbúð á eftir hæðinni, en aðal bókaverzlun bæjarins, eign Hannesar Jónassonar, var á neðri hæðinni. Í íbúðinni bjó, frú Anna Vilhjálmsdóttir, sonur hennar Vilhjálmur Sigursson og tvö. barnarbörn hennar.
Frú Anna, annað barnið og vinnustúlka voru í íbúðinni, er eldurinn komst upp. Tókst frúnni naumlega að komast út með barnið, sem er 3-4 ára, en vinnustúlkan gat ekki einu sinni þrifið kápu sína á hlaup unum út. Þegar slökkvistarfi var um það bil lokið á söunda tímanum í gær, var efri hæð hússins gersamlega brunnin og stóð grindin ein, en ekkert hafði bjargazt úr íbúðinni. Innbú. mun. hafa verið vátryggt.
Tjón af eldi varð ekki mikið í bókalbúðinni, en þar skemmdist allt af vatni og reyk, og var ekki gerð tilraun til að bjarga neinu þaðan, þar sem óttazt var að súgur mundi aðeins magna eldinn ef dyr væru hafðar opnar. Vindur var allhvass á norðan. Mun þarna hafa skemmzt og eyðilagzt mjög mikið af bókum. Næsta hús við nr. 7 er verzlun Sveins Hjartarsonar, og tókst alveg að bjarga því húsi.
Gunnar.
-----------------------------------------------
Morgunblaðið 20 janúar 1948
Húsbruni á Siglufirði í gær. Rok, - Engu bjargað.
SÍÐDEGIS í gær kom upp eldur í húsi frú Önnu Vilhjálmsdóttur á Siglufirði. Hásið er við aðalgötuna gengt hótel Hvanneyri. Breiddist eldurinn svo ört um húsið að sáralitlu varð bjargað þaðan. Rok var af norðaustri. Slökkviliði tókst að verja næstu hús. Og stóð húsið uppi í gærkvöldi. En alt eyðilagðist sem þar var.
Rjett sluppu. - Í stofuhæð hússins var Bókaverslun Hannesar Jónssonar.
Dóttir hans var í búðinni í gær. Þar var og aðkomukona, er þær fundu reykjarlykt í húsinu. — Svipuðust þær strax eftir því, hvaðan reykjarlyktin myndi stafa, og opnuðu miðstöðvarherbergi sem var á sömu hæð.
Gaus þá eldur á móti þeim, er hurðin að herbergi þessu var opnuð, En við aukinn loftstraum að bálinu, sem þegar var komið, espaðist eldurinn svo ört, og barst skjótt upp í efri hæð hússins, þar sem frú Anna hafði íbúð sína, að þeir sem þar voru, komust aðeins óskaddaðir út úr húsinu en fengu engu bjargað af húsmunum.
Logaði enn Þegar blaðið átti tal við frjettaritara sinn á Siglufirði kl, 8 í gærkvöldi, logaði enn i húsinu, en ekki meira en svo, að eldurinn var orðinn viðráðanlegur, og víst að ekki myndi brenna meira. En þá var talið að allar bækurnar og aðrar vörur í verslun Hannesar Jónssonar, og varningur, sem var í stofuhæðinni, myndi gereyðilagður, svo og alt í íbúðinni á efri hæð. Um orsakirnar til eldskviknunar þessarar var algerlega ókunnugt.
-----------------------------------------------
Siglfirðingur 27.janúar 1948 - ÚR BÆNUM (umræðudálkur / fréttir, í blaðinu Siglfirðingur)
Húsbruni.
Mánudaginn þann 19. janúar sl. varð eldur laus í húsinu Aðalgötu 7 hér í bæ. Húsið er eign frú Önnu Vilhjálmsdóttur, sem bjó þar ásamt syni sínum og tveimur dótturbörnum. - Húsið brann algjörlega.
Engu var bjargað af innbúi. Á neðri hæð hússins var bókaverslun Hannesar Jónassonar, og geymsla fyrir verslunin Sveinn Hjartarson. Þar brann ekki mjög mikið, en skemmdist allt af vatni og reyk. Tjónið var mjög tilfinnanlegt.
Í sambandi við bruna þennan finnst oss rétt, að minna á hversu bíræfin bæjarstjórnin okkar er, að leyfa sér að hafa öll hin verðmætu og óbætanlegu skjöl bæjarins með öllu óvarin fyrir eldi í hinu gamla timburhúsi, "Hvíta húsinu." Þarna sást, hvað eldurinn er fljótur að eyðileggja og engu var bjargað.
Hvernig færi, ef kviknaði í "Hvíta húsinu", ætli. yrði miklu bjargað af hinum verðmætu skjölum, sem myndi þýða mikið tjón fyrir Siglfirðinga í heild. Bæjarbúar munu, ábyggilega fylgjast vel með því, hvort bæjarstjórnin ætlar sér enn lengur að gera ekki skyldu sína í þessu máli, en það er að koma skrifstofum bæjarins og skjölum hans á óhultan stað.
------------------------------------------------
Mjölnir 21 janúar 1948, frétt
Húsbruni.
Aðalgata 7 brennur. Hús Önnu Vilhjálmsdóttur, Aðalgata 7 hér í bæ, brann svo að segja til kaldra kola í fyrradag.
Innanstokksmunum og vörulager varð ekki bjargað, enda húsið alelda á örskammri stund.
Eldsupptök ókunn.
------Ath. Aðalgata 7 er í dag, árið 2017, lóðin þar sem "Iðja" er til húsa á, móti "Hótel Hvanneyri"