Þorsteinn Hannesson óperusöngvari

Þorsteinn Hannesson söngvari fæddist á Siglufirði 19. mars 1917. d. 3. febrúar 1999

Foreldrar hans voru Kristín Björg Þorsteinsdóttir, húsmóðir, f. 1881, d. 1932, og Hannes Jónasson bóksali, f. 1877, d. 1957.

Systkini Þorsteins voru:

Hallfríður Hannesson, f. 1902;

Jónída María Hannesdóttir, f. 1905;

Kristín Nanna Hannesdóttir bóksali, f. 1910;

Steindór Hannesson bakari, f. 1914; og

Jóhann Hannesson, f. 1919. Þau eru öll látin.

Fyrri maki Þorsteins var

Hulda Samúelsdóttir, þau slitu samvistir.

Eftirlifandi kona Þorsteins er

Kristín Pálsdóttir, fv. stjórnarráðsfulltrúi, fædd 26. júlí 1926.

Foreldrar hennar voru

Jensína Jensdóttir, húsmóðir, f. 1890, og

Páll Þórarinsson sjómaður, f. 1890.

Börn Kristínar og Þorsteins eru:

1) Páll Þorsteinsson, auglýsingastjóri, f. 1955.

maki Ragna Pálsdóttir, skrifstofumaður, f. 1958 og eru

börn þeirra

    Unnur Ragna, f. 1984, og

    Sverrir Örn, f. 1992. 

2) Kristín Björg Þorsteinsdóttir, dagskrárgerðarmaður og húsmóðir, f. 1958.

maki Gunnlaugur Þór Pálsson, dagskrárgerðarmaður, f. 1957, og eru

dætur þeirra

    Anna Kristín, f. 1993, og     

    Bryndís Sæunn Sigríður, f. 1995. 

 3) Hannes Kjartan Þorsteinsson, launafulltrúi, f. 1961.

Dætur hans eru

    Gunnhildur Vala, f. 1987,

    Valgerður Anna, f. 1992, og

    Agnes Nína, f. 1995.

Fyrir hjónaband eignaðist Þorsteinn soninn

    Gunnar Jens Þorsteinsson, f. 1938, sem alinn var upp á Siglufirði hjá Kristínu systur Þorsteins.

    Gunnar býr nú á sambýlinu á Siglufirði.

Þorsteinn tók lokapróf frá Samvinnuskólanum 1935. Hann var í söngnámi hjá Sigurði Birkis 1939­1943 og við Royal College of Music í London frá 1943­ 1947.

Einnig var hann í einkatímum hjá Josep Hislop og Irving Dennis.

Þorsteinn var starfsmaður Verðlagsnefndar frá 1941­ 1943. Hann var aðaltenór hjá The Covent Garden Opera Company frá 1947­1954 og söng jafnframt sem gestur hjá The Royal Carl Rosa Opera Company, The Sadler's Wells Opera Company og óperunum í Cork á Írlandi og í Amsterdam í Hollandi.

Hann söng einnig á tónleikum og í útvarpi í París og á tónleikum víða á Bretlandseyjum. Eftir heimkomuna frá London 1954 söng hann og lék mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Hann var yfirkennari við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík frá 1955­ 1966.

Hann var aðstoðarmaður forstjóra ÁTVR og síðar innkaupafulltrúi frá 1961­1969. Aðstoðartónlistarstjóri RÚV frá 1969 og síðan tónlistarstjóri þess frá 1975­1981. Hann vann við skráningu og flokkun sögulegs hljóðritasafns RÚV og hafði yfirumsjón með útgáfu valins efnis úr því safni.

Einnig kenndi hann við Söngskólann í Reykjavík um skeið. Hann var í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1956­ 1960 og 1975­1981. Í útvarpsráði sat hann frá 1963­1971. Þorsteinn sat í nefnd sem undirbjó stofnun sjónvarps á Íslandi. Hann var formaður barnaverndarnefndar Kópavogs 1962­1966, varaformaður 1966­1970. Hann var í undirbúningsnefnd að stofnun Tónlistarskóla Kópavogs og síðar í stjórn hans í fjögur ár.

Í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs 1974­1978. Einnig sat hann í stjórn Bandalags íslenskra listamanna um árabil og var varaforseti þess í tvö ár. Hann annaðist tónlistarþætti í RÚV í áratugi, las margar útvarpssögur og á seinni árum lék hann hlutverk í nokkrum kvikmyndum, m.a. í Hvíta víkingnum, Atómstöðinni, Skyttunum og Kristnihaldi undir Jökli

Ljósmynd: Wikipedia