Níels Friðbjarnarson

Níels Friðbjarnarson

Níels Friðbjarnarson fæddist á Siglufirði 7. september 1918.

Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 7. september 2012. 

Foreldrar hans voru hjónin 

Friðbjörn Níelsson, fæddur á Halllandi á Svalbarðsströnd 17. janúar 1887, kaupmaður og síðar bæjargjaldkeri á Siglufirði, d. 13. október 1952, og 

Sigríður Stefánsdóttir, fædd 21. júní 1895 á Krakavöllum í Fljótum, húsmóðir á Siglufirði, d. 2. júní 1987. 

Níels var elstur sex systkina. 

Hin eru 

2) Kjartan Friðbjarnarson, fæddur 23. nóvember 1919, látinn 29. apríl 2003, 

3) Anna Margrét Friðbjarnadóttir, fædd 15. ágúst 1921, 

4) Stefán Friðbjarnarson, fæddur 16. júlí 1928, 

5) Kolbeinn Friðbjarnarson, fæddur 3. október 1931, látinn 11. júní 2000 

6) Jóhann Bragi Friðbjarnarson, fæddur 30. nóvember 1935, látinn 12. júní 1990.

Níels kvæntist 3. ágúst 1953 

Anna Margrét Guðleifsdóttir frá Móskógum í Fljótum, f. 14. október 1916, d. 24. mars 2003. 

Hún var dóttir Guðleifur Jónssona frá Fjalli í Sléttuhlíð og 

Guðrún Halldórsdóttir frá Bjarnargili í Fljótum. 

Börn Níelsar og Margrétar eru: 

1) Guðrún Þóranna Friðbjarnadóttir, f. á Siglufirði 18.12. 1953,

maki Sigurður Kjartan Harðarson, f. á Dalvík 16.5. 1952, börn þeirra:

2) Friðbjörn Níelsson, f. á Siglufirði 23.12. 1954, börn hans eru:    

Fyrir átti Margrét dótturina

Níels ólst upp á Siglufirði. Stundaði nám við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Þaðan lá leiðin til náms í Reykjavík og útskrifaðist hann með verslunarpróf frá Verslunarskólanum í Reykjavík. Á skólaárunum í Reykjavík stundaði hann fimleika og var í sýningarflokki með ÍR og einnig með norðlenskum sýningarhópi eftir að heim kom.

Næstu árin eftir að hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum vann hann við verslunarstörf á Siglufirði en lengstan starfsaldur átti hann í Útvegsbankanum á Siglufirði. Auk þess kenndi hann um árabil bókfærslu við Gagnfræðaskólann og Iðnskólann á Siglufirði. Níels var mikill útivistarmaður og náttúruunnandi. Hann var einnig mikill bridsspilari og keppnismaður í þeirri íþrótt og heiðursfélagi Bridsfélags Siglufjarðar.

Níels Friðbjarnarson