Tímaspegill
Ljósmynd: Ólafur Jón Björgvinsson
Sumarið eftir að Héðinsfjarðargöngin opnuðu, ákvað húsbílaeigandinn Hallvarður Þormóðsson skyndilega að breytan annars fyrir löngu þræl skipulögðu sumarleyfis ferðalagi sínu og skreppa í dagstúr frá Akureyri til Siglufjarðar.
Hallvarður eða Varði eins og sem hann var kallaður af ættingjum og örfáum vinum var einfari að eðlisfari, svo hafði það verið alla hans ævi. Hann var vel menntaður endurskoðandi og maður í góðri stöðu hjá Fjármálaráðuneytinu og nú átti hann bara tvö ár eftir í eftirlaunaaldurinn.
Allur hans frítími fór í sögugrúsk og ferðalög í húsbílnum á þá staði sem hann vildi sjá og skoða betur. Varði var líka ákafur skíðaáhugamaður og elskaði fallega snjóþunga fjallahringi og blátt vetrarstilluljós með dansandi norðurljósum sem erfitt er að ná góðum ljósmyndum af.
Hann hafði æft einstakt ljósmynda auga sitt í hljóði lengi og þeir örfáu sem höfðu séð myndirnar hans göptu af undrun yfir þeirri fegurð sem þeir sáu í ljósmyndunum Hallvarðar.
Engin átti von á því að þessi annars til sýnis svo þurri, hljóðláti, hálffeimni skrifstofublókakarl hefði þetta fegurðarauga í sér.
Norðurljós.
Ljósmynd: Kristín Sigurjónsdóttir.
Varða hafði alla ævi fundist það léttara að tjá sínar tilfinningar meira í myndum en máli og hann hafði þegar sem barn, tekið eftir því að í hans hugarheimi sá hann að bæði bók- og tölustafi í mismunandi litum.
Hann vissi líka af fenginni slæmri reynslu að þetta fyrirbæri… sem kallast á ensku “Grapheme–color synesthesia” að þessi einstaki hæfileiki var ekkert sem maður talaði hátt um við aðra.
En þessi „fötlun“ kom að góðum notum í tölustafa endurskoðunar vinnunni hans.
Á leið sinni norður á Sigló þetta sumar dáðist hann af Tröllaskagafjöllunum og hann sá áhugaverðar skíðabrekkur út um allt og honum fannst það vera galdri líkast að komast fyrst lifandi út úr hrikalegum Múlagöngunum og í Ólafsfjörð og síðan strax þar á eftir að sjá Héðinsfjörð með spegilsléttu vatni. Dularfullur einangraður leynifjörður var nú aðgengilegur öllum.
Héðinsfjarðarvatn.
Ljósmynd: Jón Ólafur Björgvinsson
Þegar hann kom til Siglufjarðar blasti við honum þvílík fjalla fegurð í einhverskonar þykku dularfullu galdarlogni sem hann hafði aldrei upplifað áður á öllum sínum ferðalögum um Ísland.
Hann hafði vissulega heyrt nokkra Siglfirsk ættaða vinnufélaga gorta sig oft og mikið af þessu einkennilega logni.
Varði féll kylliflatur fyrir firðinum fagra og hér fannst honum að allt það sem í hans huga er áhugavert í lífinu vera til á einum og sama stað.
Fjöll, snjór og merkilega síldarsaga… og nóg af norðurljósum.
Getur ekki orðið betra, hugsaði Varði og hann var ekki bundin einum eða einum í Reykjavík…
… ég ætti kannski bara að slá til og kaupa mér sumarhús hérna.
Norðurljós yfir Siglufirði 7. desember 2013.
Ljósmyndari: Kristín Sigurjónsdóttir
Tveimur sumrum seinna er Varði á fullu við að lagfæra gömlu svalirnar á sumarhúsinu sínu á Sigló, sem reyndar er ekki lengur bara sumarbústaður. Því nú var hann alkominn hingað í þennan fræga síldarfjallafjörð. Hann hafði selt húsbílinn og keypt sér góðan jeppa sem passar betur veðurfarinu hér fyrir norðan.
Eftirlaunaþeginn Hallvarður hafði ekki haft svo mikinn tíma í að kynna sér bæjarlífið, hafði hingað til verið upptekinn í húsaviðgerðum. Honum fannst samt Siglfirðingar taka honum vel og margir dáðust af hugrekki hans að taka að sér þetta gamla slita bárujárnshús þarna „uppá Brekku“ eins og þeir sögðu.
Leiðin “uppá Brekku”
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson.
Húsið Steinaflatir fyrir miðri mynd.
Sjálfum fannst Varða það mjög svo passandi að einmitt hann byggi uppí fjalli á Háveginum í efstu götu bæjarins með ótrúlega fallegt útsýni yfir allan fjörð og bæ. Hann horfði títt á sólargeislana leika um austurfjöllin og oft hafði honum verið starsýnt á svæðið fyrir norðan rústir Evanger verksmiðjuna sem hvarf ofan í sjó í sögufrægu risastóru snjóflóði.
Varði hafði tekið eftir því tvö sumur í röð að það glitraði eitthvað eins og spegill á akkúrat þessum árstíma þarna fyrir handan fjörð eins og bæjarbúar segja. Ég ætti kannski að skreppa þarna YFRUM, sagði Varði upphátt við sjálfan sig eins og innfæddur Siglfirðingur.
Mynd lánuð frá örnefnasíðunni Snókur.is.
Ljósmynd: Hannes P Baldvinsson
Honum var oft síldarsaga bæjarins hugleikinn og hann hafði þetta sumar ákveðið að taka sér reglulegar húsa uppgerðarpásu og fara í gönguferðir og kíkja líka á alla þá merkilegu safna, listsköpunar og sögu flóru sem til var í þessum afskekkta firði.
Vikudagana fyrir Jónsmessuhelgina fer Varði í skoðunarferð um eyrina og hann dáist mikið af vel uppgerðum gömlum húsum í sterkum litum. Honum virðist það vera hefð hér að fólk máli hús og tök sín í sterkum litum og svona litir gera sig svo vel í þessu einstaka norðurhvela ljósi, hugsar ljósmynda nördinn fyrir sjálfan sig.
Litasaga Siglufjarðar er sögð hér á framhlið Gránu við Síldarminjasafnið.
Stór og mikill gamall strompur og gulmálaðar síldarbræðsluverksmiðjur draga hann til sín og allt í einu er hann staddur fyrir framan Saga Fotografíka, Ljósmyndasögusafnið og það er opið í dag og ókeypis aðgangur.
Skrítið að ég, áhugaljósmyndarinn af öllum skuli ekki hafa tekið eftir þessu merkilega safni fyrr?
Þarna inni sér hann ekki bara gamlar myndavélar í öllum mögulegu stærðum og gerðum, heldur líka hinn 87 ára gamla Steingrím, sem er ótrúlega passandi hluti af þessu safni.
Karlinn veit allt um ljósmyndun og sögu staðarins líka.
Þeir voru fljótir að finna hvern annan og Varði kemur við þarna alla daga vikunnar fram að Jónsmessu. Það er Varða mikill sælustund að hlusta á þennan gamla reynda og fróða sjálfmenntaða ljósmynda og sögufræðing.
Í einu samtalinu nefnir Varði þessa merkilegu spegilglitrun í mýrinni norðan við Evanger rústirnar.
Ríkisstrompurinn.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Regnbogi 16. sept. 2016.
Ljósmynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Á svæðinu þarna á Staðarhólsbakkanum eru miklir mýraflákar og er þetta ekki bara svona mýrarpolla speglun í miðnætur-sólarljósinu? Mýravatn getur oft verið olíubrákar- eða næstum silfurlitað og gefur þá frá sér merkilega ljósaspeglun… annars verðurðu bara að fara yfrum og skoða þetta betur Varði minn. Segir Steingrímur og bætir síðan við.
En áður en þú ferð getur þú lesið þig til um allt mögulegt á skemmtilegri heimasíðu um örnefni fjarðarins sem heitir Snókur.is. Annars minnir mig líka að ég sjálfur eigi sögu eða viðtalbrot við Rúdólf gamla Sæby þar sem hann nefnir ýmislegt dularfullt um þetta svæði.
Varði tekur eftir því að Steingrímur virðist vera mjög svo nútímalegur og tæknisinnaður eldriborgari , hann grípur í spjaldtölvuna sína og flettir fram sögunni á núll einni.
„…Netin voru einkum lögð hjá svonefndum Peningabás, vestur undir Staðarhólslandi. Það var sagt, að á Staðarhólsbökkunum, norðan bæjarins, væru álagablettir huldufólksins.
Út og niður frá Staðarhólsbænum var laut fremst í bökkunum, er nefndist Álagabolli.
Hún er nú sigin mjög. Á nokkru svæði þar, í og umhverfis þessa laut, var ekki slegið gras.
Þarna út frá er víkin Peningabás, einnig álagastaður.
Ekki mátti taka möl í fjörunni við Peningabás né við klettastapan Álfakirkju.
Í Selvíkinni, nyrst í landi Staðarhóls, mátti taka möl….“ (1)
Klettastapinn Álfakirkja.
Mynd lánuð frá örnefnasíðunni Snókur.is.
Ljósmynd: Hannes P Baldvinsson.
Ég sendi þér þessar slóðir á Messenger vinur, segir tæknitrítillinn Steingrímur í kveðjuskyni.
Varði les sér til ánægju ýmisleg um það sem hann sér fyrir handan fjörð af hálfkláruðu svölunum sínum. Honum hafði ætíð fundist það áhugavert að fólk til forna setti nöfn á staði sem það tengdi við dularfulla atburði og sögur. Þarna fyrir handa voru mörg einkennileg og skemmtileg álaganöfn og Rjómalækur, Illafjara, Peningaþúfa og fleiri staðarnöfn gripu í hans söguáhugahaus
Snókur.is.
Mynd lánuð frá örnefnasíðunni
Hann á erfitt með að sofna í þessu sterka miðsumar ljósi í blankalogni aðfaranótt Jónsmessu. Varði hafði gleymt að leggja tíma og pening í kaupa gluggatjöld, eða svo vildi hann ekki innst inni draga fyrir sitt ómótstæðilega útsýni sem fylgdi með húsinu hans uppá Brekku.
Varði sest andvaka út á svalir með rauðvínsglas og horfir á þá ljósadýrð sem fylgir ferli sólarinnar þegar hún læðist inn fjörðinn.
Í fyrstu ósýnileg og falin á bak við Strákafjallið hrikalega en geislar hennar lýsa fyrst upp Siglunesið og skriðurnar þar innar en síðan skríða sólargeislarnir hægt og rólega inn fjörðinn og lýsa upp fögur austanfjöllin.
Varði hefur aldrei á ævinni upplifað annað eins logn og þetta var í alla staði galdrakennd nótt, og mikið rétt….
Nú birtist honum aftur þessi einkennilegi spegill í laut norðan við sjálfa Staðarhóls hólinn.
“Séð yfrum fjörð”.
Austurfjöllin á Siglufirði baða sig í miðnætursólargeislum.
Ljósmyndari: Kristín Sigurjónsdóttir.
Varði sótti kíkirinn sinn en gat ómögulega séð hvað þetta var en hann gat getið mið af klettinum Álfakirkju og því sem í sögunni frá Steingrími var kallað Álagabolli. Hann sótti myndavélina sína og góða fuglaskoðunar “súmlinsu” sem hann átti, en þessi spegill virtist ekki vilja festast á ljósmynd. Sást bara með berum augum.
Dularfullt… hugsar Valdi og ákveður að hreinlega drífa sig yfrum um miðja nótt og skoða þetta nánar.
Skiltið bendir á sögusvæðið norðan við Evanger rústirnar. Ljósmynd: Jón Ólafur Björgvinsson.
Ég hefði átt að fara í stígvél hugsar Varði þegar að hann gengur blautur um fæturna í mýrinni á fjörubakkanum norðan við rústir Evanger verksmiðjunnar. Hann áttar sig á því að hann hefði betur fylgt kindaslóðinni ofar í fjallinu en þá hefði hann kannski misst af speglinum ósýnilega. Hann gengur upp á sjálfan Staðarhóls hólinn og skimar í kringum sig og reynir að ná áttum út frá því sem hann sá heiman af svölunum sínum.
Með mið af Álfakirkjuklettinum og Álagabolla sér hann allt í einu glitrandi spegilmynd og flýtir sér á staðinn, en þegar Varði telur sig vera á réttum stað sér hann ekkert.
Skrítið hugsar hann og stendur grafkyrr og hreyfir hausinn ofurhægt frá vinstri til hægri og allt í einu birtist honum þessi spegill, svífandi í lausu lofti, varla meira en einn metra sunnan við nefið á honum sjálfum. Í speglinum sér hann sína eigin spegilmynd en ekkert í bakgrunninum virðist speglast með honum.
Varði tekur eitt skref til viðbótar og þá sér hann skyndilega bókstafi í ólíkum skærum litum sem í bogadregnu formi mynda orðin:
„Klífðu inn og þú munt sjá að fortíðin speglast í tímanum“.
Varði hikar en klífur í gegnum spegillinn og í fyrstu virtist ekkert gerast en um leið og hann byrjar að ganga í suðurátt frá speglinum þá er eins og hann sé inni í myndbandi sem hraðspólast afturábak. Dagar, nætur, mánuðir, ár, vetur, vor, sumar og haust fljúga fram hjá honum og hann verður næstum sjóveikur af þessari tilfinningu að allt hreyfist í einhverskonar þrívíddar kvikmynd í kringum hann
Varða verður brugðið og hann stoppar snögglega eftir bara tvö skref og akkúrat þá verður honum litið til vesturs og hann sér að tíminn fer um 10 ár afturábak í hverju skrefi sem hann tekur. Hann sér þetta á ártalinu í Hvanneyrarskál sem breytist hratt við hvert skref og eftir nokkur skref til viðbótar er ártalið horfið.
Varði reiknar út að best sé að taka stutt og hæg skref og að horfa mest á þær breytingar sem verða á eyrinni. Allar þær bryggjur, sem og litríku síldarbraggarnir og horfin verksmiðjuhús sem hann hafði séð myndir af á Síldarminjasafninu birtast nú aftur í síbreytilegu formi. Fjörðurinn fyllist og tæmist árlega af bátum og skipum af öllum mögulegum stærðum og gerðu. Bærinn hverfur stundum algjörlega inn í hvítan síldarbræðslu reyk og þoku og birtist síðan aftur í breyttu formi í næsta suður áttar skrefi.
Sunna og nágrenni.
Ljósmyndari ókunnur, (filman fanst á haugunum, © Ljósmyndasafn Siglufjarðar) Evangerfjaran í bakgrunninum fyrir handan fjörð.
Þarna er einnig happa skipið Dagný SI 7 þarna þriggja mastra skúta nýkeypt erlendis frá, ágiskað árið 1945 +/-
Skyndilega heyrir Varði gríðarlegar drunur og hann stendur grafkyrr og honum verður litið í austurátt upp í fjallshlíðina við Skollaskál. Hann stendur nú allt í einu rétt norðan við risa snjóflóð og sér að Evanger verksmiðjan hverfur niður í sjó og að snjóflóðið myndar stóra ofuröldu sem kastar bátum upp á bryggjur á eyrinni.
Vatnslitamynd af Evanger verksmiðjunni eftir Örlyg Kristfinnsson
Varði skyldi strax að þar sem hann stóð núna á fjörubökkum Staðarhólslands, sló klukkan 12 apríl 1919.
Hann getur vart hreyft sig úr sporunum og minnist þess að hafa lesið á netinu í gamalli blaðagrein úr Siglufjarðar bæjarblaðinu Fram:
„…Ógurlegt snjóflóð féll hér austan fjarðar í nótt. Tók yfir um 1000 faðma svæði. Sópaði sjö húsum út í sjó, og gekk yfir bæinn í Neðri-Skútu. 16 manns lentu í flóðinu. 7 náðust lifandi eftir 10 tíma. 9 manns ófundið enn þá og talið af. Flóðbylgjan æddi hér yfir á eyri og gerði stórskaða…“
Hallvarður Þormóðsson er stjarfur af hræðslu eftir þessa upplifun og ákveður að snúa við, en á leiðinni til baka hefur hann samt sinnisró til að taka fram snjallsímann sinn og taka eina mynd af eyrinni í hverju tímaskrefi.
Hann klífur síðan aftur í gegnum spegillinn inn í nútímann og finnur sér þurran þúfuhól í mýrinni og leggst niður dasaður eftir þessa ótrúlegu upplifun.
Varða verður hugsað til þessara snöggu breytinga sem áttu sér stað hér á síldarárunum og hversu fljótt manneskjan getur byggt og breytt öllu í kringum sig.
Næstum nauðgað náttúrunni og ryksugað upp allt lifandi úr hafinu samtímis með góðri hjálp frá heilum her af útlendingum líka.
Hann var við það að sofna þarna á þúfunum og hann horfir liggjandi yfir fallegan lygnan fjörðinn í gegnum fífil biðukollu, en hann hristir af sér þreytuna með áköfum hugsunum um ýmislegt sem hann vissi um kenningar um tímann og afstæðiskenningar Albert Einsteins.
Siglufjörður og fífil biðukolla.
Ljósmynd: Jón Ólafur Björgvinsson.
Tíminn er náttúruafl í okkar alheimi og fer bara í tvær áttir… afturábak og áfram.
Hmm… ef suður er aftur í tíman í þessum tímaspegli er þá norður framtíðin?
Hann finnur spegillinn aftur og kíkir nú á hann sunnan frá og þá sér hann orðin:
„Klífðu inn og þú munt sjá að framtíðin speglast í tímanum.“
Af fenginni reynslu gengur Varði löturhægt og hann horfir mest í vesturátt yfir bæinn og nú eru breytingarnar hægfara.
Það bætast vissulega við fleiri snjóflóðavarnargarðar í suðurátt og skömmu seinna birtist honum vegur og gangnamuni inni í Hólsdal.
Síðan í fimmta skrefi er Varða litið til norðurs og þá sér hann að Siglunesið hefur brotnað í tvennt. Sjór flæðir yfir nesið í miðjunni og hann sér nú að miklar breytingar gerast í síhækkandi sjávarvarnagörðum sem eiga að verja eyrina fyrir hækkun sjávarmáls og stormum og flóðum.
En þrátt fyrir þetta sér hann að veturinn sem Hvanneyrarskálar ártalið sló yfir í 2071, kom gríðarlegur norðanstormur samfara fullu tungli og gjörsamlega drekkti og eyðilagði alla eyrina…
Varði vildi ekki sjá meira og snéri við og tók aftur myndir með símanum sínum og honum hlakkaði til að komast heim í rúmið sitt og síðan hitta Steingrím aftur á safninu, og segja honum frá ævintýrum næturinnar og sýna honum myndirnar máli sínu til sönnunar.
Varði sofnaði úrvinda á maganum með andlitið grafið ofan í koddann, honum dreymdi aftur og aftur að hann væri að drukkna í keðjuverkandi biblíusögulegum syndaflóðum en hann lifði þetta alltaf af því hann sjálfur bjó hátt uppi í fjalli en margir aðrir drukknuðu í kringum hann í draumunum. Varði vaknar blautur í svitakófi rétt fyrir hádegi á Jónsmessudaginn og hann er lengi að átta sig á því að hann sé vakandi.
Fór hann virkilega „yfrum“ og fór hann í þessi tímaferðalög fram og til baka í nótt eða dreymdi honum þetta allt?
Til þess að ná áttum og finna sjálfan sig fer Hallvarður niður í fjöruna í Hvanneyrarkróknum, honum finnst hann hugsa betur horfandi yfir haf sem mætir enda- og tímalausum himni.
Hugsað við hafið…
Ljósmynd: Jón Ólafur Björgvinsson.
Varði tekur fram símann sinn og sér að hann hafði vissulega tekið myndir af bænum austan megin í firðinum í nótt en þær sýndu allar það sama aftur og aftur. Ekkert breyttist á myndunum þrátt fyrir að þær voru teknar á ólíkum tíma þessa Jónsmessunótt, en allar voru greinilega teknar við Staðarhólsfjörunna.
Furðulegt hugsar Varði, en samt ekki, því auðvitað getur ekki stafræn myndavél séð neitt annað en sinn eigin tíma. En það sem mín augu sáu í nótt, upplifði ég sem sannleika um bæði fortíðar og framtíðar sögu Siglufjarðar.
Það er eins og að einhver dularfull náttúruöfl vilji sýna og segja mér og öðrum eitthvað mikilvægt.
En hvað?
Svo sló það Varða eins og elding í hausinn að í flestum þjóðsögum um álagabletti er oftast einhverskonar aðvörun til manneskjunnar í sögunni. Við erum þá ekki að bara eyðileggja náttúruna fyrir okkur sjálfum heldur líka samtímis fyrir huldufólki og álfum sem virðast deila sínum ósýnilega heimi með okkur.
Það er sem sagt bara til einn heimur og líklega inniheldur hann margar fyrir okkur ósýnilegar tímavíddir.
Varði varð eftir þessa nótt ákafur náttúruverndarsinni og í gegnum hans sannfærandi viðvörunar orð um hversu langt við höfum gengið í misnotkun okkar á náttúrunni kynntist ég, sem skrifa þessa merkilegu sögu, Hallvarði Þormóðssyni.
Á dánarbeði sínu gaf hann mér húsið sitt uppá Brekku með þeim skilmálum að ég haldi ótrauður áfram köllun hans við að upplýsa Siglfirðinga um náttúruvernd og halda um það daglegar ræður niðrá Ráðhústorgi.
Og af hverju ættum við sem lesum þessi orð svo sem að trúa þér eða þessari skrítnu þjóðsögu þinni um Varða verndarsinna eins og gárungarnir í bænum kölluðu hann?
Tja… ég segi bara:
Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson.
Forsíðu ljósmynd:
Siglufjörður.
Ljósmyndari: Jón Ólafur Björgvinsson.
Aðrar myndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar og forráðamönnum örnafna síðunnar Snókur.is.
Aðrar myndir eru lánaðar úr opnu myndasafni Microsoft Word.
Þakklætiskveðjur til Sólveigar Jónsdóttur fyrir góð ráð og yfirlestur.
Vísað er i heimildir í slóðum í sögunni.
(1) Heimildir: Þjóðskrá., Kb.Hvanneyri,Eyj.,Mbl.23.09.1965., Mbl.25.05.1991., Siglufjörður 1818-1819-1988.. og http://faerseth.is/efni/rúdólf_sæby <óvirkur tengill
Greinar, Pistlar og fl. eftir sama höfund:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON
Aðrar smásögur eftir sama höfund:
GUÐSGJAFAR DRENGURINN OKKAR ALLRA
SKYNDIKYNNABARN? SANNLEIKURINN SEM ALDREI VAR SAGÐUR
STORMURINN KASTAR DULARFULLRI SÖGU Í LAND
TÍMARNIR BREYTAST OG TRÖLLIN MEÐ….
ÓÞEKKTUR DRENGUR! F. ? – D. APRÍL 1944
PÉTUR “ÓDÁNI” ER HEIMSINS ELSTI MAÐUR!
DAGBÓKIN HENNAR HELGU. FYRRI HLUTI.
DAGBÓKIN HENNAR HELGU. SEINNI HLUTI.
SIGLFIRSKUR SKÆRULIÐAGLÆPUR ÚR BARNÆSKU VIÐURKENNDUR
KÓRÓNU-SMÁSAGA FYRIR FULLORÐIN BÖRN: SJÁLFUR DAUÐINN SENDUR Í FRÍ!
ÞJÓÐSÖGU-SMÁSAGA. HAFIÐ GEFUR HAFIÐ TEKUR 1. HLUTI