Siglfirðingur 1931

- 1923-1924 + Siglfirðingur 1928 + Siglfirðingur 1929 + Siglfirðingur 1930 + Siglfirðingur 1931 + Siglfirðingur 1932 + Sigfirðingur 1933 + Siglfirðingur 1934

Glefsur úr blaðinu Siglfirðingur 1931 - 

 Siglfirðingur 3. janúar 1931

Íkviknanair

Sunnudagsmorguninn næstan fyrir jól kom upp eldur í húsinu nr. 12 í Miðstræti og brann húsið nokkuð innan.

Morguninn eftir kviknaði útfrá gaslampa í Íshúsinu í Bakka, en skemdir urðu litlar.

Á nýársdagsmorgun korri upp eldur í Lækjargötu 10. Brann nokkur hluti íbúðar Guðmundar Sigurðssonar og mikið af heimilismunum, Þá eyðilagð ist og mikið hjá Fjelagsbakaríinu í kjallara hússins, aðallega af reyk og vatni en einnig nokkuð af eldi. Alt var þetta vátrygt en þó ekki svo að skaðlaust verði.

Í minni hluta urðu Kommúnistar á fundi Verkamannafjelasins milli Jóla og Nýárs. Átti þar að kjósa fjóra fulltrúa á þing Fjórðungssambands Norðurlands, sem halda á á Akureyri 18. þ. m Þessir hlutu kosningu: Guðm. Skarphjeðinsson, Gunnl. Sigurðsson, Kristján Dýrfjörð og Kristján Sigurðsson — allir hægfara jafnaðarmenn eða Sócialdemókratar. Kommúnistar urðu í algjörðum minnihluta við kosninguna og komu engum að. 

Í augum ókunnugra má vera að þetta þyki undarlegt fyrirbrigði, þar sem fulltrúar frá þessu sama fjelagi er sendir voru. á -Sambandsþingið í haust, voru allir Kommúnistar. En hjer sannast sem oftar- það, sem Siglfirðingur hefir, oft sagt, að verkamenn bæjarins eru yfirleitt engir Kommúnistar og hafa í öllum höndum við þá óaldaseggi. Mjölnir sem út kom 31 desember minnist ekki á þessar ófarir Kommúnista. Ekki vantar kjarkinn.

Sóknargjöld ~ eiga að greiðast eins og kunnugt er um hver áramót. Nokkur mistök hafa viljað verða á skilvísi manna um þetta gjald að undanförnu. Nú hefir sóknarnefndin ákveðið að ganga betur en áður fram í því, að fá gjöldin greidd. Eru gjaldendur því varaðir við að draga greiðslu gjaldsins, ef þeir vilja komast hjá lögtaki.

Jafnaðarmannafjelagið hjelt fund á Nýársdag. Bárust þar fjelaginu inntökubejðnir frá 50 bæjarbúum. En svo hlálegir voru þessir ca. 20 meðlimir fjelagsins að þeir neituðu með 17 eða 18 atkv öllum innsækjendunum inngöngu í fjelagið. Gerast nú „jafnaðarmenn" vandlátir mjög um meðlimi sína. Á þeim fundi voru Gunnar Jóhannsson og Hermann Einarsson kosnir fulltrúar á fjórðungsþingið.

Kommúnistafjélag  var stofnað nýlega hjer í bænum og munu stofnendur hafa verið um 60 — fiest unglingar og börn úr F. U. J

Fjelagsbakaríið biður þess getið, að á morgun (sunnudag) verður aftur byrjað að selja brauð en að fyrst um sinn verði brauðin afgreidd i veitingastofunni.

Fjölmennur fundur meðal verkamanna og ýmsra hægfara jafnaðarmanna var haldinn í gærkveldi. Var þar rætt um hvaða afstöðu bæri að taka gegn Kommúnistum og þeirra yfirgangi. Að öðru leiti er blaðinu ekki kunnugt um hvað þar gerðist.

-------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 7. febrúar 1931

Hvað vantar bæinn okkar?  (Greinaflokkur)

Hann vantar lögboðna ræstingardaga.

Ekki als fvrir löngu heyrði jeg á tal nokkurra af hinum yngri foreldrum þessa bæjar. Gekk samtalið út á það, hvað hægt væri að gera til þess að bærinn yrði dálitið þrifalegri, hreinni og meira aðlaðandi fyrir ókunnuga. heldur en raun hefir á orðið, sjerstaklega að sumrinu þegar útlendir og innlendir menn eru hjer daglegir gestir í tuga tali. Það mun ekki ofsagt, þó því sje haldið fram, að hingað til hafi lítið verið gert í því efni, að gera bæinn nokkurn veginn þolanlega útlítandi bæði að einu og öðru leyti; gera hann þannig, að við þyrftum ekki að skammast okkar fyrir að vera fæddir hjer og uppaldir. 

Til þess að bæta að nokkru úr þessu, dettur mjer í hug að benda á þá leið, að hjer yrði lögboðinn einn dagur að vorinu, þar sem allir húsa- og lóðaeigendur væri stranglega skyldaðir til að hreinsa lóðir sínar vel og rækilega undan vetrinum. — Þessa fastákveðnu hreinsunardaga væri gott að hafa fleiri, t. d. 3—4 á ári, en einn væri betri en enginn. — Á eftir hverjum hreinsunardegi ætti svo þar til kjörin nefnd að ganga um bæinn og athuga hvert nokkur hafi vanrækt skyldur sínar í þessu efni. Og þeir sem kynnu að finnast sekir ættu fyrst og fremst að fá einhverja dálitla sekt, og svo ætti bærinn að láta hreinsa viðkomandi lóðir á kostnað eigendanna. 

Það skal fúslega viðurkent, að hjer eru margir húseigendur, sem hafa fullkominn þrifnað á lóðum sínum og kringum hús sín, en því verður samt ekki neitað, að alt of víða er þessu mjög svo ábótavant. Og eitt er víst. Ef allir væru einhuga um það að hafa bæinn okkar svo þrifalegan sem kostur er á og vildu eitthvað leggja á sig í því efni, þá yrði kostnaðurinn við það mjög hverfandi. En ávinningurinn yrði mikill. Við stæðum einu spori framar á menningarbrautinni og bærinn fengi brosmildari svip í augum gesta vorra. Vilja ekki rjettir aðiljar taka þetta mál til athugunar?

Borgari.

------------------------------

Skipsbrjef

Sent Siglfirðing.

Jeg lá út á hafi, langt frá öllum löndum, og þar heyrði jeg í útvarpsfrjettum frá Siglufirði, að símastjórinn og póstmeistarinn þar, Otto Jörgensen, hefði stofnað nýtt Kommúnistafjelag.

Stefnuskrá Kommúnista mun að vísu vera flestum kunn, en þó ætti ekki að vera úr vegi, við þetta tækifæri, að rifja upp fyrir sjer helstu áhugamál þeirra. 

Þar má fyrst nefna stjórnarbyltingu, afnám eignarrjettarins og als persónulegs frelsis, kristindóm allan á að uppræta og biblíur og aðrar guðsorðabækur skal brenna, kirkjur skulu lagðar í eyði eða notaðar til kommúnistískrar starfsemi prestar skulu skotnir eða teknir af lífi á annan hátt, merki fósturjarðarinnar (fáninn) skorinn niður og hinn rússneski fáni með morðvopninu hengdur upp í staðinn, og þá sennilega fyrst á öll síma- og pósthús. Skambyssan á að koma í stað atkvæðisrjettarins og fósturjörðin, hið gamla Ísland, skal gert að rússnesku útbúi — með öðrum orðum: Hjer á að innleiða nýja þrælaöld. 

Alþingi á að afnema og stjórnin skal rekin úr landi eða drepin og s. frv. Leyfist mjer nú að spyrja: Er það heppilegt og horfir það til heilla fyrir eitt land, að þeir menn, sem vinna að framgangi ofangreindra atriða, sjeu látnir hafa á hendi ábyrgðarmikil störf í þágu þess opinbera, menn, sem vinna af öllum sínum kröftum að því að eyðileggja landið sitt — eyðileggja sinn eiginn atvinnuveitanda? Væri ekki rjettara, og miklum mun hyggilegra, að slíkir föðurlandsfjendur væru látnir sigla sinn eiginn sjó, því enn eru — guði sje lof — margir þeir menn til, sem allt vilja gera fyrir land sitt og þjóð og sem mundu verða þakklátir fyrir að fá tækifæri til að vinna fyrir 10—15 þús. kr. á ári. 

Væri ekki ástæða fyrir stjórnina og Alþingi það, sem bráðum á að koma saman til fundarhalda, að taka þetta mál til athugunar? Við munum hvað Finnland gerði nýlega undir svipuðum kringumstæðum.

Sjómaður.

---------------------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 21. febrúar 1931

TILKYNNING . Hjermeð tilkynnist, að jeg hefi selt hr. Pjetri Björnssyni, verslunarmanni Siglufirði, verslun mína, sem jeg undanfarin ár hefi rekið í Aðalgötu 6, Siglufirði. Um leið og jeg þakka viðskiftin á liðnurn tíma leyfi jeg mjer að mælast til þess, að heiðraðir viðskiftavinir mínir láti verslunina njóta sama traust og velvilja hjer eftir sem hingað til.

Siglufirði 21. febr. 1931 Jóh. F. Guðmundsson.

Sem að ofan segir hefi jeg keypt Verslun Jóh. F. Guðmundssonar í Aðalgötu 6, Siglufirði, og mun jeg reka hana framvegis á sama stað, og með samskonar vörur sem hingað til, í því trausti, að mjer takist að gera heiðruðum viðskiftamönnum verslunarinnar til hæfis.

Siglufirði 21. febr. 1931 Pjetur Björnsson.

------------------------

Ú T B O D

Tilboð óskast í að innrjetta lofthæð á húsinu Aðalgötu 5, Siglufirði. Tilboðum sje skilað fyrir þ. 24. febr. Nánari upplýsingar gefur.- Aage Schiöth.

------------------------

Útvarpsnotendafjelag er nauðsynlegt að stofnað verði hjer á Siglufirði.

Er þannig fjelagsskap ætlað að gæta allra hagsmuna útvarpsnotenda, gera ýmsar tillögur um dagskrá og vera á verði gegn útvarpstruflunum o. m. fl.

Er augljóst að betra er að útvarpsnotendur komi kröfum sínum og óskum á framfæri með þannig fjelagsskap, heldur en einn og einn hver í sínu lagi.

Svo jeg nefni eitt dæmi, væri ólíkt betra að útvarpsnotendafjelag Siglufjarðar færi þess á leit við Víðtækjaverslun Ríkisins, að hún hefði eitthvað til sölu hjer, heldur en einn og einn maður sje að skamma Andrjes. Ýmsir hafa mælst til þess við mig, að jeg stofnaði til þessa fjelagsskapar. Aðgæta ber að allar umkvartanir og tillögur er snerta útvarpið og einkasöluna, yrði að bera undir þá fjelaga Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra og Svein Ingvarsson sölustjóra Víðtækjaverslunarinnar. 

Nú hefi jeg persónulega dálitla reynslu í viðskiftum við þessa tvo menn, og get því fullvissað, að útvarpsnotendafjelagið væri algjörlega gagnslaust, svo framarlega sem einhverjir aðrir en framsóknarmenn stofnuðu til þess og veittu því forstöðu. Jeg vil útvarpsnotendum hjer ekki svo ilt, að jeg vilji standa eins og rauð dula milli þeirra og útvarpsstj. Vil jeg því skora á útvarpsnotendur, sem hæst standa í metum hjá forkólfum Framsóknar, að gangast fyrir þessari fjelagsstofnun og veita henni forstöðu.

Ásgeir Bjarnason.

--------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 1. mars 1931

Bæjarfrjettir

Kjörskrá til alþingiskosninga liggur frammi í Kaupfjelagi Siglfirðinga frá fyrsta maz. Kjósendum er bent á að athuga skrána vel meðan hún liggur frammi, þar eð kosningar eiga að fara fram á þessu ári.

Skírteini hefir Sjúkrasamlagið látið gera fyrir meðlimi sína. Eru meðlímir beðnir að vitja þeirra til gjaldkerans kl, 1—3 á mánudaginn. Á sama tíma eru nýir meðlimir beðnir að koma til skrásetningar.

Skíðafjelagið efnir til skíðaferðar á morgun kl. 9 f. m. og kl. 2 síðdegis ef veður leyfir. Öllum heimil þátttaka. Lagt verður á stað frá Búðarhólum.

Hjálpræðisherinn

Samkoma sunnudagskvöld kl. 8½ — Einnig opinber helgunarsamkoma hvert föstudagskvöld kl. 8½

Samvinnufjelag var stofnað meðal sjómanna bæjarins nú í vikunni. Hefir það þegar sótt um ábyrgð bæjarstjórnar fyrir 300 þús. kr. láni til skipakaupa og annarar starfsemi. Var ábyrgð fyrir 200 þús. samþ. á bæjarstjórnarfundi í gær með ýmsum skílyrðum.

Morgunblaðið.

Útsölumaður Morgunblaðsins biður þess getið, að hjer eftir verði blaðið innheimt ársfjórðungslega, og að blaðið verði ekki sent öðrum en þeim, sem standa í skilum.

Nýja-Bíó sýnir í kvöld afbragðs góða mynd sem heitir „Hamingjudísin" um ástaræfintýri bláfátækra listamanna.

Bæjarstjórnin samþykti á fundi i gær að ábyrgjast 3000 kr. Ián fyrir Karl Dúason til hænsnaræktar í stærri stíl, gegn 1. veðrjetti í húsbyggingum hans, lóðarrjettindum og fjenaði.

-----------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 7. mars 1931

Kirkjubygging bæjarins hefir nú um alimörg ár verið eitt mesta deiluefni bæjarmanna. Var fyrst lengi deilt um hvar hin nýja kirkja skyldi standa og tafði sá ágreiningur bygginguna um nokkur ár. En nú, þegar kirkjunni hefir verið ákveðinn staður og samningar gerðir um byggingu hennar, þá kemur nýtt ágreiningsefni til sögunnar, eins og grein um það mál á öðrum stað hjer í hlaðinu ber með sjer. 

Að svo stöddu skal hjer enginn dómur lagður á þennan nýja ágreining, en að sjálfsögðu er sóknarnefnd heimilt rúm i blaðinu til andsvara. Geta menn þá betur áttað sig á hvort rjettar muni vera þær ásakanir, sem á sóknarhefnd eru bornar, þegar málið hefir verið rætt opinberlega frá báðum hliðum.

Helge Torvö heitir norski skíðakennarinn sem hingað kom með Nova.

Þykir mikið koma til kunnáttu hans. enda mikil aðsókn að kenslunni.

Spegillinn kemur út í Rvík í dag og er væntanlegur hingað með Novu. Í blaðinu er „Síldarkantata frá Siglufirði" með myndum og svo löng, að hafa varð blaðið tvöfalt.

Ath, sk: Eintakið af Speglinum, sem þarna er nefnt var 6. árgangur 1931 – 4.-5. tölublað 7. mars 1931. -  Mjög skemmtileg lesning; „Síldarkantata frá Siglufirði" sem snillingarnir Sigurður Björgólfsson kennari, Kristján Þorgeir Jakobsson lögfræðingur og Stefán Stefánsson frá Móskógum (allir búsettir á Siglufirði til fjölda ára) En þessa löngu og efnismiklu drápu hnoðuðu þeir félagar saman á parti úr degi.

Heimild; bók sem   Björn Dúason gaf út og bar heitið „Síldarævintýrið á Siglufirði“ sem er einnig mjög fróðleg og skemmtileg lesning. (Þar má einnig finna nefnda „drápu“)

---------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 6. júní 1931

Þ E I R, sem ekki hafa ennþá hreinsað frá eða lagað grafir sínar í kirkjugarðinum eru ámintir um að gjöra það nú þegar. — Sömuleiðis eru allir sem eiga leiði óauðkend vinsamlega beðnir að gefa undirrituðum upplýsingar um hvar þau eru í. garðinum, þar sem verið er að kortleggja hann og tölusetja leiðin.

Mig verður að hitta í garðinum 8. 9. og 10. þ. m.

GUÐM. BÍLDAL.  

Ath. sk; auðkennd orð eru mín, og svo er það spurningin: Tókst Guðmundi að ná sambandi við þá sem grafirnar „áttu“, það er hina dauðu sem í þeim voru ?

----------------------------------------------------------

Siglfirðingur 17. október 1931

Kúabúið á Hóli.

„Siglf." hefir frjett að bóndi nokkur innan úr Eyjafirði hafi boðið mjólkurbúsnefnd bæjarstjórnar að taka kúabúið á Hóli á leigu með 5000 kr. árlegu eftirgjaldi og með skuldbindingu um að lækka mjólkurverðið niður í 40 aura líterinn. Þessu boði á nefndin að hafa hafnað. — Blaðið hefir þegar gert ráðstafanir til þess að fá bóndans eigin umsögn um þetta mál, því ef sagan er sönn, þá er fullkomin ástæða til þess að bæjarbúar fái að vita hversvegna nefndin hafnar jafn hagstæðu tilboði.

--------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 21. nóvember 1931

Kúabúið á HÓLI

Þess var getið hjer í blaðinu fyrir nokkru, að sú saga hefði gengið hjer um bæinn, að mjólkurbúsnefnd hefði borist tilboð um leigu kúahúsins fyrir 5000 kr. ársleigu og skuldbindingu um lækkun mjólkurverðsins niður í 40 aura líterinn. Þetta hefir ekki reynst rjett. Bóndi sá úr Eyjafirði, sem átti að hafa gert þetta tilboð, hefir tjáð blaðinu, að þegar hann var hjer í haust, í þeim tilgangi að athuga sklyrðin fyrir kúabúsrekstri hjer, hafi hann farið á fund formanns mjólkurbúsnefndar, G. Sk., og spurt hann hvort ekki gæti komið til mála að búið fengist á leigu. Því svaraði Guðm. neitandi. 

Spurði bóndinn Guðm. þá,- hvort hann gæti ekki orðið fylgjandi leigu, eft.d. boðnar yrði 5000 kr. í ársl.og mjólkin lækkuð niður í 40 aura líterinn. Þessu neitaði hann líka. — Verður þetta svar ekki skoðað öðruvísi en svo, að formaðurinn vilji ekki leigja búið undir neinum kringumstæðum. Enda mun það vera stefna hans. Svo fór bóndinn aftur án þess að gera nokkurt tilboð í búið. En nú fyrir nokkrum dögum kom bóndi þessi aftur hingað, og tveir aðrir bændur með honum. Virðist þeim nú vera full alvara með að setja hjer á stofn kúabú, hvort sem þeir fá bú bæjarins á leigu eða ekki. 

Er í sjálfu sjer ekki nema alt gott um það að segja, því seint mun verða ofmikið á boðstólum hjer af þessari hollu og góðu fæðu, og því meira sem framboðið verður, því meiri eru líkur fyrir lækkun verðsins. En verðið hefir dregið mikið úr mjólkurnotkun almennings að þessu. Þessir þrír bændur, sem allir eru vel stæðir sjálfseignarbændur og þaulvanir kúabúsrekstri og mjólkurframleiðslu, hafa nú sent bæjarstjórn tilboð um leigu kúabúsins næstu 10 ár. Vilja þeir taka á leigu kýr bæjarins, sem munu vera um 20, jarðirnar Hól og Saurbæ eins og þær eru nú, og svo vilja þeir láta bæinn byggja fjós það, sem gert hefir verið ráð fyrir að byggja þar yfir 50 til 60 kýr, og taka það á leigu með jörðunum. 

Í ársleigu fyrir þessar jarðir, með nýju fjósi og 20 kúm, bjóðast þeir til að greiða 3080 krónur. Ennfremur bjóðast þeir til að lækka verð mjólkurinnar, til fastra kaupenda í bænum, niður í 45 aura líterinn. Þó áskilja þeir sjer rjett til verðbreytinga á miólkinni ef verðsveiflur verði á framleiðslukostnaði hennar. Þá gera þeir ráð fyrir að bæta við 40 kúm, svo þær verði 60 talsins, og vilja skuldbinda sig til að framleiða ákveðið mjólkurmagn, eftir nánari samningi við bæjarstjórn. Þetta eru aðaldrættirnir í tilboði bændanna. Bæjarstjórnin hjelt lokaðan fund um málið í fyrrakvöld, en mun ekki hafa gengið frá því til fulls ennþá, og verður því ekki farið útí undirtektir hennar um málið í þetta sinn. 

En Siglfirðingur vill nota tækifærið, og fara nokkrum orðum um þetta kúabúsmál, eins og það horfir við frá hans bæjardyrum sjeð. Það er þá fyrst að geta þess, að árlega síðan að kúabúið var stofnað, hafa því verið lagðar úr bæjarsjóði, 5—15 þúsundir króna, og hafa búinu ekki verið reiknaðir vextir af því fje. Þá hefir bærinn lagt því til 2 jarðir, sem búið ekki heldur greiðir neitt gjald eftir. Að vísu má ekki gleyma því, að nokkrum hluta ofangreindra peningaframlaga, hefir verið varið til jarðabóta, og þótt deila megi og deilt sje um það, að hve miklu leyti þetta fje muni síðar koma aftur í afrakstri jarðanna, þá er þó ekki rjett að færa það alt til skuldar núverandi mjólkurframleiðslu. 

En það er líka öllum ljóst, að það vantar mikið á, að jarðabæturnar sjeu komnar á það stig, að nokkurs verulegs arðs af þeim sje enn að vænta. Það er alveg víst, að enn um mörg ár þarf bærinu að Ieggja fram stórar fjárhæðir til ræktunarinnar, ef vænta á nokkurs verulegs árangurs af því, sem þegar er gert. Og þau framlög verða ekki tekin annarstaðar, en af útsvörum bæjarbúa, eins og gert hefir verið að þessu. Hjer má geta þess, að talsvert verulegur hluti bæjarbúa er þeirrar sannfæringar, að ræktunarskýaborgir mjólkurbúsnefndarinnar muni aldrei rætast, og að fje því, sem i þetta hefir farið og fer, sje að mestu kastað á glæ.

Frá sjónarmiði þessara manna væri það eitt því nægilegt, til þess að þeir vildu leigja búið, að með því yrði tekið fyrir fjárframlög af bæjarins hálfu, til, að þeirra dómi, óarðvænna jarðabóta. Frá sjónarmiði hinna, sem hafa tröllatrú á miklum hagnaði jarðabótanna, er leiga að vísu ekki eins æskileg — fljótt á litið. — En við nánari athugun virðist þó svo, að eins og nú stendur á, sje leiga búsins æskileg, einnig frá þeirra sjónarmiði. Nú er alment viðurkent, að erfiðleikar miklir standi yfir og gjaldgeta manna sje lítil, ekki síður í þessum bæ en annarsstaðar. Hinsvegar er það víst, að mikið fje þarf til þess næstu ár, að halda áfram þeim jarðarbótum, sem þegar eru byrjaðar. Og alt er þetta og verður tekið af útsvörum bæjarbúa, sem mörgum virðast þó langt of há nú orðið.

Með því að leigja búið, losnar bærinn við hið árlega framlag til ræktunar, en leigendur halda ræktuninni áfram með ákveðinni dagsverkatölu á ári. Kúabúið eykst úr 20 kúm uppí 60 og mjólkurframleiðslan í sama hlutfalli. Bærinn fær árlega um eða yfir 3000 kr. í beinar tekjur eftir jarðirnar, sem engan beinan arð hafa gefið að undanförnu. Og með því að verð mjólkurinnar er fært niður í 45 aura, lækkar mjólkin úr þessum 60 kúm um 7500 krónur á ári, en það er sama og að fá 16,667 lítra af mjólk gefins árl. Með leigu búsins, á svipuðum grundvelli og hjer hefir verið rætt um, vinnst þetta:

a: Stórri fjárhæð á ári hverju til ræktunar á Hóli er ljett af gjaldendum bæjarins.

b: Tekjur bæjarsjóðs aukast um ca. 3000 kr. árlega umfram það sem annars mundi verða.

c: Ræktun jarðanna heldur áfram eins eða svipað eins og verið hefði, en án framlags úr bæjarsjóði.

d: Kúabúið eykst fyrirhafnarlaust um tvo þriðju hluta, og mjólkurframleiðslan að minnsta kosti í sama hlutfalli.

e: Margar þúsundir króná sparast árlega af fje bæjarbúa í lækkuðu mjólkurverði, eða mjólkurnotkun eykst, til ómetanlegs hagræðis og heilsubótar hinni uppvaxandi kynslóð.

f: Mjólkin og mjólkurmeðferð öll batnar og rekstur búsins færist á margan hátt í nýtýsku horf, til fyrirmyndar fyrir bæjarstjórn síðar meir.

g: Eftir 10 ár hefir búið að minnsta kosti tekið jafnmiklum framförum, eins og í höndum bæjarins, en án tilkostaðar frá bænum og með ýmiskonar fríðindum.

Þetta allt telur blaðið að sjeu svo veigamikil atriði, að bæjarstjórnin geti ekki forsvarað að hafna leigutilboðinu með öllu. En að sjálfsögðu ber henni ekki að taka því tilboði, sem þessir menn hafa sent og um er rætt hjer að framan, ef tök eru á að fá annað hagstæðara. En að hafna leigu búsins alveg, mun árreiðanlega verða talið eitt með óviturlegri og óhagfræðislegri ráðstöfnum bæjarstjórnar. Í næsta blaði verður svo nánar skýrt frá úrslitum málsins.

-------------------------

Merktur fugl.

Í fyrradag varskotinn Svartbakur fram af Strákum, merktur: P. Skovgaar Viborg Danmark E. 1214.

---------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 28. nóvember 1931

AUGLÝSING um notkunartíma ,,Tesla"-tækja. Samkvæmt ákvæðum  2. greinar reglugerðar frá 28. okt. 1931 um viðauka við reglugerð um varnir gegn útvarpstruflunum 13. nóv. er stranglega bannað að nota „Tesla"-tæki á öðrum tímum dags en hjer segir:

Virka daga: Kl. 12 á miðnætti til 9 árdegis.

— 10 | árdegis til kl. 12 á hádegi.

— 2 til kl. 4 síðdegis.

Helga daga:

Kl. 12 á miðnætti til kl. 10 árdegis.

Er hjermeð brýnt fyrir þeim, sem hlut eiga að máli, að fylgja nákvæmlega þessum reglum að viðlögðum lögmæltum refsingum, ef útaf er brugöið. Reykjavík 10. nóv. 1931 Jónas Porbergsson, útvarpsstjóri.

Reykjavík 10. nóv. 1931 Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri.

Ath, sk: Þetta er nokkuð torskilin auglýsing í mínum huga nú árið 2018. Ef til vill er þarna með „Tesla tæki“ átt við útvarpstæki ?. Ef svo er sætir það furðu mína, þar sem útvarpstæki senda ekki frá sér merki, hvorki truflandi, né annað á neinni tíðni. Hinsvegar framleiddi Nikola Tesla einnig senditæki í harðri samkeppni við Marconi, ekki minnist ég þess, (sem áhugamaður um sögu útvarps og senda) að hafa lesið um slíkt, að Tesla tæki verið til á þessum tíma á Siglufirði.) Ef til vill í Reykjavík ???

------------------------------------

Hólsbúið.

Ekki hefir ennþá gengið saman um leiguna á búinu. Var málinu fyrst vísað til Hólsbúsnefndar, en hún náði engu samkomulagi við bændurna. Síðan var málinu víisað til Fjárhagsnefndar, og mun þar hafa orðið samkomulag um leigrundvöll. Er því væntanlegt nýtt tilboð frá bændunum, sem búast má við að verði samþykt.

Karlakórinn „ Vísir" ætla.- að minnast fullveldisdagsins, 1. desember, með samkomu í Bíó kl. 8 e. h. Hefst samkoman með því að 50 manna blandað kór, undir stjórn Þormóðs Eyólfssonar, syngur „Ó, guð vors lands", — Þá minnist bæjarfógeti G. Hannesson dagsins með ræðu. Þar næst syngur „Vísir" nokkur lög, Aage Schiöth einsöng, Chr. Möller og Stefán Baldvinsson gamanvísur, og svo blandaða kórið nokkur lög. Á eftir þessu verður kvikmynd og síðast dansað fram eftir nóttu.

Aðalfund hjelt Fjelag Sjálfstæðismanna siðastl. sunnudag. Stjórnin var endurkosin: Jón Jóhannesson formaður, Einar Kristjánsson ritari og Ásg. Jónasson gjaldkeri. Sama kvöldið var skemtun í Kvenfjelagshúsinu fyrir fjelagsmenn og gesti þeirra.

--------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 23. desember 1931

Bæjarfrjettir.

Hjónaband.

Ungfrú Björg Benediktsdóttir og Frímann Guðnason, Suðurgötu 7, voru gefin saman í hjónaband 19. þessa mánaðar.

lngibregt Larsen,

Vetrarbraut 7, ljest úr innvortismeinsemd á sunnudaginn var. Hann var 54 ára gamall, og hafði um mörg ár verið hjá Olav Evanger, og fluttist á vegum hans hingað. — Hann verður jarðsettur miðv.d. 30. þ. m.

Skemtanir.

Almennir dansleikir verða haldnir í Bíó eftir Bíósýningar, annan jóladag, gamlárskvöld og á þrettánda. Ágóðinn rennur til kirkjunnar. — Í sama augnamiði er Ásgeir Bjarnason að stofna dansklúbb, og verður fyrsti dansleikurinn sunnudagskvöldið 27. des. á Bíó-Café.

Skipstjórafjelagið heldur skemtun næstkomandi mánudag. Verður þar meðal annars sungnar alveg nýjar gamanvísur um hina frægu Rússlandsför Gísla og fl.

Símaskákirnar við Akureyri fór þannig, að þegar hætta varð kl. 10 á snnnudagsmorgunin, höfðu Siglfirðingar unnið 4 skákir og gert 3 jafntefli, en 7 skákum var ólokið. Þeir sem unnu eru: O. Jörgensen, Sv. Hjartarsson, Páll Jónsson og Sig. Lárusson. Jafntefli gerðu: Jónas Jónsson, Arnþór Jóhannsson og Kristján Stefánsson. Óloknu skákirnar áttu: Aage Schiöth, S. A. Blöndal, Stefán Kristjánsson, Friðb. Níelsson, Páll Einarsson, Bjarni Kjartansson og Skarhj. Pálsson.

-------------------------------------------------------------------