Sunnudagur 24. apríl 2005
Ein gömul:
Horfin hús við Snorragötu -- Snorragata sem einnig er" horfin", það er þessi staðsetning hennar.
Séð til norðurs, gatan var vestan við húsin þarna til hægri á myndinni, og söltunarbryggjur austan við.
Myndin er tekin í september 1968
Sunnudagur 24. apríl 2005
Þessar myndir voru teknar í gærmorgun inn í firði, Sigurður prestur segir að þetta sé jaðrakan. En ef vel er gáð, þá eru fimm merki á fótum fuglsins sem fuglafræðingar hafa merkt og geta lesið upplýsingar varðandi þennan tiltekna einstakling.
Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson
Aðrar upplýsingar um þennan jaðrakan: Biggi sem var með hótelið hann hérna í Siglufirði, sagði þennan fugl hafa verið hér síðast árið 2000 og þá sá þennan merkta jaðrakan. sv, svennith@simnet.is
Sunnudagur 24. apríl 2005 -- Aðsent: -- Í marsmánuði fögnuðu Kittý Gull og Óttar Gull 100 ára sameiginlegu afmæli með mikilli gleði ásamt sínum nánustu í Víkingsheimilinu í Reykjavík. -- Kittý varð 60 ára 28. mars. en Óttar varð 40 ára þann 20. mars. Sjá mynd af afmælisbörnunum (vinstri myndin) Kittý Gull í kvikmyndabransanum: Þessa mynd fékk ég senda af Kittý ásamt leikaranum Ron Pearlman, en myndin var tekin á veitingastað í Reykjavík þar sem Kittý var úti að borða ásamt sonum sínum á sjálfan afmælisdaginn. Leikarinn kom yfir til þeirra þar sem hann þekkti strákana hennar Kittýjar en þeir hafa veriðað vinna við kvikmyndina sem leikarinn var að leika í, en myndin heitir Cold Water og er hrollvekja. -- Leikarinn ásamt fríðu föruneyti, leikstjóra og öðrum leikurum söng afmælissönginn fyrir Kittý á veitingastaðnum. kv; Erla Gull.
Kittý Gull og Óttar
Kittý og Ron Pearlman
Sunnudagur 24. apríl 2005 - - Keppendur og gestir á Íslandsmóti Garpa í sundi, heimsóttu Síldarminjasafnið í gærkveldi í boði Bæjarstjórnar Siglufjarðar, þar var einnig fréttaritari "Lífið á Sigló" og tók hann nokkrar myndir við það tækifæri, sem þú sérð ef þú smellir HÉR. --- Ljósmyndir Sveinn Þorsteinsson
Sunnudagur 24. apríl 2005 -- "Vegir liggja til allra átta" gæti þessi mynd heitið !
Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson -- svennith@simnet.is
Mánudagur 25. apríl 2005 -- Jón Óðinn Reynisson var á ferð um Blönduós síðastliðið föstudagskvöld og tók þessa fallegu sólarlagsmynd. Honum fannst myndin góð (sem er) og vildi lofa fleirum að njóta hennar.
Mánudagur 25. apríl 2005
Ein gömul: ---
Síldarsöltun um borð í Haferninum á Jan Mayen miðum, sumarið 1968 ---
Salmann Kristjánsson háseti - Guðmundur Arason 1. stýrimaður - aðeins sést í Sigurjón Kjartansson háseta - og baksvipurinn á Ægi Björnssyni bátsmanni.
Alls voru saltaðar þarna um borð rúmlega 400 tunnur af úrvals síld, en hráefnið gat ekki verið ferskara. Enda besta síldin sem Sigló-Síld hafði fengið til gaffalbita framleiðslu frá upphafi; sagði Þóroddur Guðmundsson síldarsaltandi, með fleiru. -- Meira um þetta HÉR
Mánudagur 25. apríl 2005 --
Þessar þrjár myndir voru teknar í kirkjunni í gærkveldi þar sem æðruleysismessa var.
Þar var slatti af fólki en ég er ekki með tölu yfir fjöldann, en mikið var sungið undir stjórn Stúlla og Steina og svo söng kvennakórinn þar sem hann var að æfa sig fyrir kóramót næstu helgi en nú verður það Hafnarfirði.
kveðja Hrönn Einarsdóttir
Hér til hliðar og fyrir neðan
Þriðjudagur 26. apríl 2005
Ein gömul:
Suma krakkana þarna þekki ég, en þarna er á meðal tvö af mínum börnum.
Ég hefi grun um hvað sumir krakkarnir heita en vil ekki setja inn ágiskanir.
Einhver vonandi, sendir mér nöfnin.
Þriðjudagur 26. apríl 2005 --- Aðsent frá Evu: Söngvaþáttur á Danska TV2
VOKSENSANG (16 ÅR OG OP)... "Scenen er din"
Vi leverer live musik - du leverer stemmen! -- Hvis du kan synge, og har lyst til at fortolke et hit på scenen, så er det her din chance for at vise publikum, dommerne og hele landet hvad du kan.
Eva Karlotta Einarsdottir 25-årige Eva Karlotta Einarsdottir er - som navnet antyder - oprindelig fra Island, men bor nu i Jelling med sin kæreste. Eva optrådte første gang som 6-årige ved et bryllup i Norge - hvilket var en overraskelse for alle, inklusiv hende selv! Siden har hun blandt andet gået på skuespillerskole og spiller musik så ofte hun kan komme til det. Inspirationen henter hun hos kvinder, der ved, hvad de vil - fx Tina Turner, Joni Mithcell, Tori Amos og Bjørk - og at Eva også ved det, kommer hele Danmark nu til at mærke, når hun går på scenen og synger 'Bitch'! Foto: Jakob Mydtskov / TV 2Danmörk -- (Eva er frá Sigló - ég vona að sem flestir lesi Dönsku)
Þriðjudagur 26. apríl 2005
Ég heimsótti meinatæknana á Heilsugæslustöðinni í morgun, þar voru að venju María Jóhannsdóttir og Björg Friðriksdóttir. Erindið var að láta þær taka úr mér blóðsýni og taka hjartalínurit og fleira í pakka sem kallað er "alsherjatjakk" (?)
Ég er í eðli mínu mjög hræddur við nálar og forðast að horfa á slíkt, meir að segja þegar það ber við í sjónvarpi, en þetta verður að gerast annað slagið svo maður lætur sig hafa það og reynir að bera sig "karlmannlega"
Ég hafði farið til Andrésar Magnússonar yfirlæknis í gær, sem mældi blóðþrýsting og fleira, þar fékk ég að vita að blóðþrýstingurinn hjá mér og fleira væri í samræmi við það sem teldist eðlilegt hjá rúmlega fertugum karlmanni, svo ég fór til þeirra vinkvenna með dálítilli reisn.
Ég tók myndir hjá stelpunum, auk þess sem María tók myndavélina mína og tók á hana myndir
Miðvikudagur 27. apríl 2005 -- Ein gömul: Sigurður Jóhannesson og ?
Miðvikudagur 27. apríl 2005
Áskorun til allra fyrirtækja og stofnana á Siglufirði að taka þátt í átakinu á vegum ÍSÍ
Heilbrigðisstofnunin Siglufirði er komin á skrá nú þegar með 2 lið –
Er enn von á einu…?
Fimmtudagur 28. apríl 2005
Ein gömul: Svona litu húsin út við Túngötuna árið 1968 - áður en malbikað var.
Nýmáluð húsin eins og þetta sem málað hafði verið einn góðviðrisdag, varð eins og sést á myndinni næsta rigningardag.
Fimmtudagur 28. apríl 2005 -- Glæpamenn ?
Stórt er spurt, en að gefnu tilefni; þegar alþingismenn skammta sjálfum sér og starfsfélögum með góðum aukalaunum í formi "ellilauna" svo milljónum skiptir, úr vasa almennings.
Halda þessir menn að þeir eigi skilið einhver sérréttindi, eins og að geta bæði verið á góðum launum í fullri vinnu og einnig ÓSKERTUM lífeyri á sama tíma?
Ef hinn almenni borgari, ég á meðal annarra sem kominn er á ellilaunaaldur, fæ "sæmilegan" lífeyrir frá almennum lífeyrissjóði, þá skerðist greiðsla frá lífeyristryggingu verulega, tryggingastofnun sem ég hefi greitt til frá 16 ára aldri. Og ef ég, eins aðrir sem fá þessa hungurlús í formi lífeyristekna hafa þrek, vilja og getu til að næla sér í nokkrar krónur með launaðri vinnu, ÞÁ SKERÐAST ÞESSAR TRYGGINGABÆTUR EN MEIRA, og til viðbótar, skattinum sem greiða þarf af þessari hungurlús.
Ef þetta er ekki glæpur, þá eru þingmennirnir væntanlega ekki heldur glæpamenn, því þeir setja jú lögin sem heimila alla þessa vitleysu. Eða eru þeir þar með "saklausir" ? SK
Fimmtudagur 28. apríl 2005
Vorsýning / afrakstur vetrarins hefur staðið yfir síðustu tvo daga og líkur í dag á (15:00-16:00)
En á þessa uppákomu er foreldrum og aðstandendum barna sem verið hafa á Leikskálum í vetur boðið. --
Ýmsar uppákomur og leikir af hálfu krakkanna koma gestum fyrir sjónir, og hefur verið boðið er upp á kaffi og meðlæti að auki. --
Ég leit þar við í gær og tók slatta af myndum, sem ég ætlaði að velja úr, en gafst upp við það, svo ég skellti bara ÖLLUM myndunum sem ég tók.
Fimmtudagur 28. apríl 2005 -- Þátttakan hjá Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði í átakinu "Hjólað í vinnuna" er komin upp í 57%
Fimmtudagur 28. apríl 2005 -- Karlakórinn Jökull frá Hornafirði heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju á laugardaginn 30. apríl klukkan 17:00 --- Stjórnandi: Jóhann Moráveg -- undirleikari: Guðlaug Hesrnes og Einsöngvari: Erlingur Arason.
Föstudagur 29. apríl 2005 Tvær gamlar: -- Handan við fjörðinn Árið 1968
Ráeyri
Örlygsstaðir
Föstudagur 29. apríl 2005 "Pokaönd", Það er blómlegt fuglalíf í firðinum okkar nú á vordögum, og nægt augnayndi fyrir fuglaskoðara. En fuglinn á myndinni er Æðarkolla eins og eflaust allir vita, en sagan um "pokaöndina" er eftirfarandi : Ónefnt yfirvald hér á Siglufirði á fyrri hluta 20.aldar, þótti æðarfugl góður matur.
En æðarfuglinn var friðaður eins og er í dag, þannig að þeir sem útveguðu yfirvaldinu hnossgætið urðu að koma með fuglinn í strigapoka og þaðan kemur nafnið: "Pokaönd". Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson svennith@simnet.is
Föstudagur 29. apríl 2005
Aðsent:
Hólminn í Langeyrartjörn og endinn á Stóra Bola virkar eins og eldfjall í bakgrunni.
Ljósmynd: Óskar Berg Elefsen
Föstudagur 29. apríl 2005
Aðsent: Þessi æðarkóngur er búinn að vera í Siglufjarðarhöfn í okkar daga.
Myndin tekin fyrr í dag af Hafnarbryggju.
Æðarbliki fjær til samanburðar.
Kveðja. Sigurður Ægisson
Laugardagur 30. apríl 2005
Tvær gamlar:
Systurnar Rannveig Sveinsdóttir og Sigurlaug Sveinsdóttir (Silla) Núverandi hús Kára Jóns í bakgrunni.
Myndin af manni, í fjörunni við Sörbukten á Jan Mayen árið 1968 með 100kg. drumb í fanginu, Sigurður Jónsson tók við af tveim félögum sínum sem höfðu borið drumbinn á milli sín, en gáfust upp eftir 50 metra puð, en hann tók við og bar hann restina; 50 metra til viðbótar.
Þannig fékk hann nafnbótina Siggi drumbur (um borð í Haferninum). Sjálft ævintýrið og tilefni þessa verknaðar, er svo önnur og löng saga sem ekki verður sögð hér.
<<<<< Siggi með drumbinn
Laugardagur 30. apríl 2005 -- Aðsent: Þarna er stoltur drengur með nýjan farskjóta. Skyldi hann ætla að hjóla í vinnuna? (2-13 maí) Þórhallur Daníelsson alltaf klár í slaginn. Ljósmyndir hér fyrir neðan: Óskar Berg Elefsen
Laugardagur 30. apríl 2005 -- Karlakórinn Jökull frá Hornafirði ásamt fylgdarliði heimsótti Síldarminjasafnið og þáði léttar veitingar í boði Karlakórs Siglufjarðar í hádeginu í dag.
Laugardagur 30. apríl 2005 -- Vorsýning Grunnskólakrakka opnaði klukkan 13:00 í skólahúsinu, ég mætti þar og tók nokkrar myndir sem erfitt var að velja, þar sem hugmyndaflug krakkanna er mikið. Myndaalbúm með sýnishorni á því sem þar var að sjá í dag kemur á morgun