1. febrúar 2004
Ein gömul: 1965 +/-
Geirharður Valtýsson, Einar Albertsson, Hafliði Guðmundsson og Kristján Sigtryggsson
1. febrúar 2004
Þorramót- og blót SNERPU fór fram í gærkveldi. Þar var ég ekki staddur, en vinir mínir og aðstoðarmenn, áhuga ljósmyndararnir Árni Bjarnason og Sveinn Þorsteinsson voru þar og tóku slatta af myndum og sendu mér.
Þar sem ég verð að játa að ég þekki ekki alla með fullum nöfnum, þá sleppi ég nafngreiningum, - en þið megið gjarnan senda mér þau.
2. febrúar 2004 Einu fréttirnar í dag virðast ætla að vera: Það er óhætt að segja að kominn sé vetur, að mælikvarða Siglfirðinga a.m.k. Varla sást út úr augunum í morgin er ég skrapp í bæinn og ég þurfti að moka tröppurnar mínar og nokkur þæfingur á þeim götum þeim sem ekki höfðu verið mokaðar síðustu klukkutíma. En Siglfirðingar eru ekki búnir að gleyma hvernig á að aka og búa bíla sína til vetraraksturs, svo engar fréttir hafa borist af árekstrum eða því hvort bílar hafi þurft aðstoðar við
2. febrúar 2004
Þetta eru ekki Hinir sönnu Gautar, en þeir nota trommusettið þeirra.
(1965 sennilega ?)Frá vinstri : Gestur Þorsteinsson, þá er það frændi hans Gestur Guðnason, Ingvar Björnsson Karlssonar og loks Elías Þorvaldsson -
2. febrúar 2004 Einu fréttirnar í morgun virðast ætla að vera: Það er óhætt að segja að kominn sé vetur, að mælikvarða Siglfirðinga a.m.k. Varla sást út úr augunum í morgin er ég skrapp í bæinn og ég þurfti að moka tröppurnar mínar og nokkur þæfingur á þeim götum sem ekki höfðu verið mokaðar síðustu klukkutímana. En Siglfirðingar eru ekki búnir að gleyma hvernig á að aka og búa bíla sína til vetraraksturs, svo engar fréttir hafa borist af árekstrum eða því hvort bílar hafi þurft aðstoðar við
Flutningabílarnir fóru héðan í morgun eins og venjulega, nú mun Siglufjarðarvegur vera ófær vegna snjóflóðs, sem féll í Mánárskriðum. Vegagerðin segir að stórhríð sé á svæðinu og beðið sé með mokstur þar til veðrið gangi niður
Klukkan 14:00 - Veður að versna. Mikil blinda er nú í bænum af völdum snjókomu og vindur fer vaxandi. Bílar hafa verið að festa sig - aðallega vegna blindunnar, td. þar sem viðkomandi ætlar að fara út af stæði, eða snúa við (bakka) þá kemur fyrir að farið er og langt út í vegarkantinn (snjóruðning) og bílinn fastur, þetta kom fyrir mig á mínum Lanser, en vegfarendur hér eru hjálpsamir svo að ég losnaði strax og aftur var lagt í´ann, án vandræða nema það, að stundum þurfti að stoppa vegna blindunnar af völdum snjókomunnar.
3. febrúar 2004 Ein gömul -
Hallvarður Óskarsson, Leifur Halldórsson, Jóhann Ólafsson og Sigurður Fanndal.
3. febrúar 2004 Hann Kári var í vondu skapi í nótt og er raunar enn ansi fúll (11:30). En hann náði að blása úr norðrinu allt upp í og yfir 30 m/s - í verstu byljunum. Lítil úrkoma fylgdi þessu og hitinn sitt hvoru megin við núllið frá miðnætti til morguns. Lítill snjór er til fjalla, virðist allur hafa safnast niður í byggð, snjór sem í gær var hálfgert fiður, en í dag orðinn blautur og harður. -Engum öðrum frásögu færandi fréttum náði ég í morgun.
4. febrúar 2004
Ein gömul. -
Myndin er tekin í gamla æskulýðsheimilinu við Vetrarbraut.ca 1966-1967. Talið frá vinstri:
Sævar Jónsson, Þórhallur Benediktsson, Guðni Sveinsson, Jón Ægisson og Ævar Jónasson.
Þarna í námi í framköllun ljósmynda, hjá sk
5. febrúar 2004
Ein Gömul.
Starfshópur Páls G Jónssonar SR, á Seyðisfirði febrúar-mars 1964.-F.r.r.-Jónas Guðmundsson, Jón Rögnvaldsson, "Binna", Páll G Jónsson, Viðar Magnússon. m.r. Marteinn Jóhannsson, Þorkell Benonýsson, Ásgeir Björnsson, Geir Sigurjónsson, Haukur Kristjánsson, Sigurður Þór Haraldsson, Björn Þór Haraldsson, Júlíus Gunnlaugsson er aftan við hann í felum, Óskar Garðarsson, Steingrímur Kristinsson. a.r. Björgvin Jónsson, Helgi Hallsson, Einar Björnsson, Baldvin Jóhannsson, Stefnir Guðlaugsson og Geir Guðbrandsson
5. febrúar 2004 Þormóður Rammi Sæberg hf. Þeir reka lítið vélaverkstæði vegna smáreddinga vegna útgerðarinnar og annars reksturs og þar halda þeir einnig úti lager vegna ýmis varnings til daglegra nota til lands og sjávar. Þar ráða ríkjum Gestur Hansson vélsmiður, Arngrímur Jónsson f.v. skipstjóri og Sveinn Sveinsson f.v. skíðakappi og sjómaður. Ég leit þarna inn í morgun og tók myndir.
Verkstæði og lagerhús ÞRS
Gestur Hansson
Sveinn Sveinsson og Arngrímur Jónsson
5. febrúar 2004
Þessa kappa hitti ég á förnum vegi í morgun, en þetta eru Steinar Baldursson bókhaldari, Guðmundur Ragnarsson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar og Sigurður Hlöðversson tæknifræðingur Siglufjarðarkaupstaðar.
6 febrúar 2004
Nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn hjá Siglufjarðarkaupstað.
Það er Siglfirðingurinn Runólfur Birgisson, sem ekki þarf að kynna nánar fyrir Siglfirðingum.
Fréttatilkynningin:
Meirihluta bæjarstjórnar Siglufjarðar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Runólfur Birgisson framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Siglfirðings ehf., verði ráðinn bæjarstjóri á Siglufirði.
Gert er ráð fyrir að Runólfur taki við starfinu 4. mars
7. febrúar 2004
Talsvert hefur snjóað á Siglufirði eins og víðar á landinu. Tækjamenn bæjarins hafa haft nóg að ger við að hreinsa götur bæjarins, þeir byrjuðu snemma og um klukkan 10 í morgun mátti heita að flestar götur væru vel færar öllum bílum. Þeir kunna sitt fag þessir drengir.
Ekki er enn farið að keyra snjónum út í sjó, svo víða eru komnir stórir haugar allstaðar þar sem "laust pláss" er fyrir ruðninginn.
8. febrúar 2004
Ein gömul:
Hljómsveitin Gautar:
Baldvin Júlíusson, Jónmundur Hilmarsson, Guðmundur Þorláksson, og Ragnar Páll Einarsson
8. febrúar 2004
Íþróttamaður ársins 2003 á Siglufirði var kjörinn í kvöld, ásamt stórum hópi íþróttamanna úr hinum ýmsu greinum íþrótta. Titilinn Íþróttamaður ársins á Siglufirði í ár hlaut Salóme Rut Kjartansdóttir.
Það var Kiwanisklúbburinn Skjöldur Siglufirði sem sá um útnefninguna eins og mörg undanfarin ár - og naut til þess stuðning Íþróttabandalags Siglufjarðar.
Athöfnin sem hófst klukkan 17:00 í kvöld, fór fram á Kaffi Torg. Hellingur af myndum mun birtast á síðum mínum á morgun mánudag, samfara nánari upplýsingum um íþróttaferil Salóme - og nöfn og myndir annarra verðlaunahafa. En ég á von á þessum upplýsingum með tölvupósti í fyrramálið.