Lífið 27.-31. Mars 2005

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

 27. til 31. mars 2005

Sunnudagur 27. mars 2005  --   Tóti fór á milli Videoval og Sigló Sport til að kynna Nýja diskinn sinn, eins og sagt er frá hér fyrir neðan.    Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson 

 Sunnudagur 27. mars 2005

  Ein gömul:  Gæti verið tekin um 1940, 

Ókunnur ljósmyndari. Grótta SI næst bryggjunni.

  

Sunnudagur 27. mars 2005 

 Allinn Sportbar: 

Frá Óperu til Idol. 

Sveinn mætti þar í gærkvöld með myndavél sína og sendi mér þaðan nokkrar myndir í hádeginu frá því er virðist af myndunum, hafa verið mjög fjörug skemmtun. 

Margir komu þar fram og skemmtu. 

Leitt að hafa ekki komist þangað. 

Kristrún Gunnlaugdóttir

 

Mánudagur 28. mars 2005

Kristrún Gunnlaugsdóttir  er 60 ára í dag - Hæ, hæ og gleðilega páska. 

Ég sendi þér mynd af Kittý í tilefni af 60 ára afmælinu. 

Hinar 2 eru teknar í veislunni sem var 26 mars.

Þú kannast líklega við allar "stelpurnar" og líka strákana nema kannski Magnús sem er giftur Gittu og Einar sem er giftur Sólveigu. 

Kveðja Hulda. --- 

Einar, Jónmundur, Magnús, Hallvarður, Ásgrímur, Gísli og Jens.....Og "stelpurnar:" Sólveig, Unnur, Kittý, Stína, Gústa, Bylgja, Hulda, Gitta og Guðný.

 

Mánudagur 28. mars 2005 

 

Ein gömul:  

 

Landlega hjá SR, sumarið 1961 

 Mánudagur 28. mars 2005 --- Aðsent:  Síðustu daga þá hef ég tekið nokkrar myndir hér í Siglufirði og þær sem vakið hafa meiri eftirtekt en aðrar, eru þessar sem ég sendi þér nú. -- Annars vegar er mynd, sem ég tók, á leið út í göng þann 25.3. kl: 20:30.  

Myndin er af bíl sem brenndur hefur verið og skilinn síðan eftir, á veginum sem liggur niður að fyrrum brennslustað Siglfirðinga á rusli.  ---  Mér dettur í hug að þetta sé frá því að Baltasar var hér að taka upp atriði fyrir mynd sína, á síðasta ári. Mynd sem sögð var heita "Litle trip to heaven

Seinni myndin er frá því að ég gekk upp í Hvanneyrarskál í gær, og sýnir greinilega asbest-rör, (gömul hitaveiturör) liggja á víð og dreif, rétt fyrir neðan veginn. Ótrúlegur sóðaskapur, og síðast þegar ég vissi, þá ber að umgangast asbest af mikill varúð.    -- Kveðja J.Ó.R.

Brunninn bifreið

Aspestrusl - Hitaveiturör

 Mánudagur 28. mars 2005 

Veðurblíðan á Siglufirði nú um páskana var notuð til hins ýtrasta. 

Ýmsar aðferðir voru notaðar til þess, allt frá því að liggja í sólbaði og slappa af, farið á skíði uppi í Skarðsdal þar sem var nægur snjór, farið í göngutúra, rúntinn á mótorhjólinu sínu, farið á hestbak inni í Hólsdal, leikið golf, svo eitthvað sé nefnt.

Þessar  þrjár  myndir voru teknar seinnipartinn í gær.

Þriðjudagur 29. mars 2005    ---  Ein gömul:   Gamla Sjúkrahúsið rifið, brotið niður í maímánuði árið 1967--  Í kaffihléi notuðu strákar og stelpur tækifærið til að klifra og leika sér í rústunum. 

 

Miðvikudagur 30. mars 2005 

Fyrsta "stóra" flugvélin sem lenti á Siglufjarðarflugvelli, DC 3 vél frá Flugfélaginu Flugsýn 2. júní 1967 

 Miðvikudagur 30. mars 2005  -- Loksins, loksins.   Nú er Valur búinn að fá hjólið sitt. Það kom í morgun og hraðar hendur gengu frá tollgögnum og fleira stússi því meðfylgjandi.

 Fimmtudagur 31. mars 2005 

Ein gömul:  

Fermingarbörn 1967, um borð í Hring SI 34 að leggja af stað til Ólafsfjarðar.

 Fimmtudagur 31. mars 2005 

Aðsent:  

Sendi þér hér nokkrar myndir sem við tókum, bæði upp í Skarði svo og þegar við gengum á Illviðrishnjúk (890 m h.y.s. ) á föstudaginn langa.-- Veðrið var alveg stórkostlegt og útsýni mikið og gott. Ég vil svo að lokum senda starfsmönnum skíðasvæðis mínar bestu kveðjur fyrir frábært starf þeirra við að halda svæðinu opnu, bæði með mikill opnun, mokstri í lyfturásir og vel troðið svæði á hverjum morgni þó svo að færi hafi spillst þegar leið á daginn vegna sólbráðar. Ég veit ég mæli þetta fyrir munn margra, og hef fengið ánægjuleg samtöl frá skíðagestum sem komu í bæinn, ég er viss um að bæjarbúar sem notfærðu sér þessa paradís eru sama sinnis. Takk kærlega fyrir, við eigum besta skíðasvæði landsins að mati fjölmargra gesta sem víða hafa skíðað. Við heimamenn vissum þetta auðvitað alltaf.  -- 

Kær kveðja Kristján L. Möller 

            

 

Fimmtudagur 31. mars 2005 


Vel miðar við endurgerð grjónvarnargarðsins austan til í Hvanneyrarkrók. 


Myndin er tekin í morgun