Fréttir 16. til 21. Febrúar

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2004

16. febrúar 2004  -- Lítið var um "eitthvað markvert" á ferð minni í morgun á vinnustaðina, það er séð með mínum augum.  Ég tók þó þessa þrjár myndir af þeim sem ég hitti hjá Norðurfrakt/Flytjanda 




16. febrúar 2004 

Ein gömul -  Skólaball


16. febrúar 2004 

Aðsend mynd og texti úr Skarðdal 15 febrúar 2004

Mjög gott veður og gott skíðafæri í öllum þremur lyftunum. 

Krakkarnir hafa verið við æfingar frá áramótum hjá Skíðafélagi Siglufjarðar, það eru um 50-60 krakkar aldrinum 6-16 ára. 

Æfingar hafa farið fram á þremur stöðum. 

Kennarar eru Andrés Stefánsson, Kristín Einarsdóttir, Kjartan Sigurjónsson og Úlfur Guðmundsson. --- Ljósmynd: Egill Rögnvaldsson. 



17. febrúar 2004 

Ein gömul: - 

Þessar tvær kempur héldu í mörg ár uppi heiðri Siglfirðinga sem margverðlaunaðir skíðakappar, það ætti ekki að þurfa að kynna þá, en þetta eru þeir Sveinn Sveinsson og Gunnar Guðmundsson - 

Þarna höfðu þeir ný lokið harðri keppni uppi á Súlum 196? 



17. febrúar 2004 

Ég leit inn á verkstæði Símans við Túngötu 40, þar hitti ég ma. hina ávalt brosmildu- og kátu málara Þorgeir Bjarnason og Mark Duffield. 

Þar voru auðvitað einnig þeir Jón og Egill. 

Smelltu Hér til skoða þá



17. febrúar 2004 

Nú um helgina varð það óhapp, þegar Mánafoss var að leggja að Hafnarbryggjunni, að skutur skipsins, lenti harkalega á einn "pollann" á bryggjunni með þeim afleiðingum að "pollinn" brotnaði og gat kom á skipið

Frekar hásjávað var, þannig að inn hallandi afturendi skipsins náði yfir bryggjuna. 

Ekki varð þetta óhapp til að tefja för skipsins, því vaskir menn komu og rafsuðu plötu, yfir gatið sem kom á skipið. 

18. febrúar 2004 

Ein gömul: 

Síldarsöltun hjá Ísafold. 

Helgi Sigurðsson (Helgi Söru) skammtar stúlkunum síldina frá færibandi. 

Þráin Sigurðsson Ísafold, var brautryðjandi á því sviði að nota færiband við síldarsöltun. 

Þekkt á myndinni eru: 

Hrafnhildur Guðnadóttir, óþekkt, Þórleif Friðriksdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir og Helgi Sigurðsson 



18. febrúar 2004 

Aðsent; frá K.S / Alla - Mynd frá ferð 3 flokks K.S. í úrslitakeppni í innanhúss knattspyrnu sem haldin var í íþróttahúsinu í Digranesi um síðustu helgi. 

KS-ingar höfðu unnið sér rétt til að leika í úrslitum með því að vinna norðurlandsriðil á Blönduósi í haust. K.S. lenti í öðru sæti í sínum riðli og komst því í undanúrslit. K.S. var yfir þegar þrjár sek voru eftir en þá jafnaði Þróttur Nes - vítaspyrnukeppni og K.S. tapaði þar og spilaði því við Selfoss um þriðja sætið og vann þann leik örugglega.  -- Alla. 






18. febrúar 2004 

Aðsent. - 

Þessa mynd sendu Reynir Þorgrímsson og Tryggvi Björnsson, mér- og báðu um að birta, en þetta er málverk eftir Arnar Herbertsson listmálara, myndin er máluð 1975 

(ég vona að Arnari sé sama um birtinguna) 

18. febrúar 2004  -- Aðsent: Nú stendur yfir sýning á leirmyndum eftir Hildi Karsdóttur í Kaffitár í Bankastræti Rvk. Sýningin er tileinkuð gömlum húsum við Laugaveg. Myndefnið á sýningunni eru lágmyndir af svæði 101 Reykjavík flest horfin hús. -- Hildur Karlsdóttir hóf fyrst nám í myndlist 14 ára gömul, hún fór fyrst í tréskurð hjá Hannesi Flosasyni. Því næst fór hún í Myndlista og handíðaskóla Íslands á kvöldnámskeið í model og hluta teikningu og málun, sótti hún slík námskeið í þrjá vetur.  --  Síðan hefur hún sótt námskeið í ýmsum listgreinum meðfram námi í fjölmiðlun og leiklist og síðar í bókasafnsfræði. Þá fór hún á fyrir alvöru inn á svið leiklistarinnar 1998 er hún byrjaði á að fara á námskeið í Leirkrúsinni. Hún hefur lokið öllum námskeiðum sem eru í boði þar. Auk þess fór hún síðastliðinn vetur til Englands í nám í skúlptúr hjá West Dean college. Ömmusystir hennar sem ól hana upp mikið til og bjó lengi á Siglufirði var Sigríður Stefánsdóttir kona Friðbjarnar, afi Hildar var Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður. Myndirnar hér til hliðar eru verk eru eftir Hildi. Viðkomandi tvær myndir eru hér fyrir neðan


18. febrúar 2004 

Aðsend frétt: 

Árni Heiðar Bjarnason er flestum Siglfirðingum kunnur, hann hefur stundað nám síðastliðin fjögur ár við Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki. 

Árni stefnir á útskrift nú í vor en á myndinni má sjá Árna að störfum hjá Steypustöð Skagafjarðar en þar hefur hann unnið með námi við að steypa stuðlaberg. --

Það er aldrei að vita nema Árni flytji þekkinguna heim til Sigló ! 

Ljósmyndari ókunnur





19. febrúar 2004 

Ein gömul 

Söltun hjá Ísafold

Guðbjörg Friðriksdóttir fyrir miðri mynd

19. febrúar 2004 --  TUNNAN prentþjónustan ehf. er til sölu, en þar starfa þær saman Brynja Svavarsdóttir og Kolbrún Friðriksdóttir. Fyrirtækið annast útgáfu á mánaðarritinu Hellan og vikuritinu Tunnan sem er auglýsingarit með dagskrá sjónvarpsstöðvanna ofl. 

Brynja Svavarsdóttir

Kolbrún Friðriksdóttir



20. febrúar 2004 

Ein gömul: 1975-76 

Guðmundur Skarphéðinsson, Hallgrímur Sverrisson, Guðjón Jóhannsson, Kristján Sigtryggsson og Sveinn Björnsson.

Stapavíkin SI 4 í klössun, í bakgrunni. 




20. febrúar 2004 

Kveðja frá Chris Bogan: 

Kym og Chris á skautum í Bresku-Columbiu. E

ins og sjá má, það er skemmtileg 'úti braut' við hliðina á skíðasvæðinu í Penticton, BC, Kanada. 

Bestu kveðjur til allra Siglfirðinga. 





21. febrúar 2004 

Styrkveitingar samkvæmt fundargerð Bæjarráðs Siglufjarðar. 




21. febrúar 2004 

Ein gömul: - 

Júlíus Jónsson við ljósmyndun, Jóhann Matthíasson og Óli Björnsson. 

Þeir eru þarna um borð í pramma, sem flytur uppgröft úr höfninni, frá dýpkunarskipinu Gretti, vorið 1966 

Ég tek mér 3-5 daga frí, frá deginum í dag að telja, 21. febrúar 2004 - en ég verð að heiman þá daga. - Ef eitthvað markvert skeður á meðan ég verð fjarverandi, þá mun Sveinn þorsteinsson taka af því myndir fyrir mig, sími hans: 848-4143 - og ég mun síðan bita það- sem og annað sem mér kann að berst í tölvupósti, - þegar ég kem til baka.