Þriðjudagur 1. mars 2005 --
Ein gömul:
Netamenn að störfum á Netabryggju SR árið 1966
Þriðjudagur 1. mars 2005 -- Loðnan er komin aftur.
Í morgun var Áskell að landa og Súlan EA beið eftir löndun. Tvö loðnuskip eru á leiðinni til Síldarvinnslunnar á Siglufirði, öll eru skipin með fullfermi og má búast við að aflinn alls kominn á land á Siglufirði á þessari vertíð að lokinni þeirri löndun; nemi um 22 þúsund tonnum.
Miðvikudagur 2. mars 2005
Valtýr Sigurðsson er 60 ára í dag.
Sendandi, vildi láta þess getið að núverandi staða Valtýs, sem bjó sem unglingur í "Villimannahverfinu" sem getið var um hér á vefnum, þann 28. febrúar síðastliðin væri greinilegt merki um það, að einhverjir hefðu ekki verið eins slæmir sem látið var í veðri vaka, þar sem hann er nú Fangelsisstjóri Ríkisins.
Raunar fullyrði ég að allir "pörupiltarnir" í "Villimannahverfinu" hafi aldrei komist í kast við lögin og séu vel virtir borgarar í dag.
Miðvikudagur 2. mars 2005 -- Ein gömul: 1962 +/-
Dagmar Jensdóttir og Gísli Elíasson fyrrverandi verksmiðjustjóri SR
Miðvikudagur 2. mars 2005 -- Loðna.
Bjarni Ólafsson AK kom klukkan 14:15 í dag með um 1300 tonn af loðnu til löndunar hjá Síldarvinnslunni.
Miðvikudagur 2. mars 2005
Auglýsingin í sjoppunni hjá Matta.
Það var þegar flugfélagið Vængir hélt uppi flugsamgöngum við Siglufjörð að Mogginn kom gjarnan með síðdegisfluginu og var til afgreiðslu um kvöldmatarleytið í sjoppunni hjá Matta.
Sjoppan hjá Matta var þannig til komin að Aðalbúðin sem var eins og L í laginu var minnkuð og léttur veggur settur upp þannig að L-ið varð að I-i.
Nýjar útidyr voru settar á austur hliðina gegnt pósthúsinu, klósett var......................Þetta er á Bloggsíðu Leós í dag ásamt mörgu forvitnilegu. Smellið HÉR og heimsækið hann. --- Hann Leó er enn samur við sig.
Meira eftir Leó HÉR þá finnurðu y30-40 skrif hans.
Miðvikudagur 2. mars 2005 -- Kort sem SR lét gera af síldarmiðunum umhverfis Ísland, Kortið er unnið af Sjómælingum Íslands
Fimmtudagur 3. mars 2005
Ein gömul:
Úr Frystihúsi Síldarverksmiðja Ríkisins árið 1966
Fimmtudagur 3. mars 2005 ---- Æðarkóngur.
Þessi glæsilegi æðarkóngur hélt sig skammt undan bensínstöðinni í gær í hópi hundruða æðarfugla og hávella.
Æðarkóngur er hánorrænn fugl, náfrændi æðarfuglsins og verpir ma. á Grænlandi. Hann sést alltaf af og til hérlendis og “verpir” einstaka sinnum með nokkuð sérkennilegum hætti.
Oftast er það þannig að hann parast frænku sinni æðarkolluungi og blika hennar og á kollan þá tvo maka en af sitthvorri tegundinni. Afkvæmi, sem eru þá kynblendingar, eru þekkt en ófrjó og tímgast ekki. -- Fyrir einum tólf árum gerðist þetta hér í firðinum. Í þéttu varpi á Granda, gat að líta eina alsæla kollu á fjórum eggjum með tvo maka sér við hlið, æðarbliki og æðarkóng – í hálfan mánuð viku þeir ekki frá henni og virtist koma vel saman. - Texti ÖK - mynd SK
Fimmtudagur 3. mars 2005
Ég hafði spurnir af því að Eva Karlotta hefði lent í lukkupottinum hjá TV2 í Danmörku.
Ég náði sambandi við hana til að fá frekari fréttir: Hún sagði mér að það væri búið að ganga ótrúlega vel. Það er þáttur á Danska sjónvarpinu TV2 (einskonar afbrigði af Idol) - Þátturinn heitir "Scenen er din" (Sviðið er þitt) Hún sendi inn vídeó upptöku þar sem hún syngur, hún var síðan valin í 1500 manna úrtak, síðan var hópurinn þrengdur niður í 200 manna hóp sem hún var í, sem síðan var sendur til Kaupmannahafnar og söng þar í stúdíói, þar af komust áfram 12 manns... Og var Karlotta ein af þeim. Verið er að vinna að undirbúningi útsendingar.
Myndin sem hér er, er af forsíðu á 6 laga CD diski sem hún hefur látið gera, og eru öll lögin á diskinum samin og sungin af henni. Áhugasamir geta haft samband á evakarlotta@hotmail.com en diskurinn kostar 1000 kr með sendingu til Íslands (Takmarkað upplag :)
Föstudagur 4. mars 2005 -- Ein gömul:
Það hefur breyst mikið útlitið á smábátunum sem þarna liggja við í Smábátahöfninni á Siglufirði árið 1966, -miðað við útlit þeirra í ár.
Þeir fara einnig talsvert hraðar á og frá fiskislóðum nú en áður fyrr.
Föstudagur 4. mars 2005 -- Spurningakeppnin Gettu betur heldur áfram á Kaffi Torgi í kvöld klukkan 22:00 - Það hefur færst aukin spenna í leikinn og vænta má fjörugrar uppákomu eins og venjulega.
Myndin sýnir sigurvegarana í fyrstu lotu frá föstudeginum 18. febrúar síðastliðnum; Demantana.
Föstudagur 4. mars 2005 --
Roðinn í austri, þessa mynd fékk ég í morgun frá vinkonu minni Hrönn Einarsdóttir, en hún tók myndina þegar hún var á leið til vinnu sinnar klukkan 07:45 í morgun.
Föstudagur 4. mars 2005 -- Umsvif Eimskipafélagsins virðast ekki hafa minnkað, hvað varðar gámaflutninga til og frá Siglufirði, ef marka má það magn gáma. 15-20 sem daglega fara, koma og eru á Hafnarbryggjusvæðinu.
Við skulum vona að Hafnarsjóður fái meira nú að meðaltali fyrir aðstöðuna á Hafnarbryggjunni, en síðustu áratugi frá Eimskip á meðan Eimskip flutti vörur til Siglufjarðar með skipum. Þessi mynd var tekin í morgun er krani var að losa og lesta gámabíla.
Föstudagur 4. mars 2005
Loðna austur af Siglunesi.
Þrjú skip eru nú, þegar þessi mynd er tekin klukkan 11:25 í dag að huga að loðnu sem þarna sást til í morgun, eitt af þessum þrem skipum (amk) eru búin að kasta og er með nótina á síðunni, skipið í miðju.
Fjórða skipið er skammt undan vestur af á leið á staðinn.
Ekki hefi ég frekari upplýsingar um magn eða afla, en það sem ég sá frá sjónarhorni vestan við Strákagöng.
Viðbót um loðnuna, austur af Siglunesi, sagt frá hér fyrir ofan.
Börkur fékk þarna strax í fyrsta kasti 400 tonn og í öðru 200 tonn og búinn að kasta aftur klukka 12:30.
Föstudagur 4. mars 2005 Árgangur 1965 - 40 ára -- Við ætlum að hittast á Sigló 8. - 10 júlí (sama helgi og Þjóðlagahátíðin). Bréf hafa verið send út til allra. Endilega hafið samband við Rikku, rikka65@msn.com -- 467-2207 eða Helgu, helgas@kbbanki.is ,467-1343/460-1900 ef bréfið hefur ekki borist ykkur. Hlökkum til að heyra frá ykkur. Undirbúningsnefnd Heimavarnarliðsins
Laugardagur 5. mars 2005 --- Ein gömul:
Um þetta svæði fara Siglfirðingar, meðal annarra oft á ári, sumir á hverjum degi, en hvar er "þetta" svæði?
Þetta er svæðiði þar sem Strákagöng að vestan opnuðust eftir „síðustu“ sprenginguna við gerð Strákaganga og þar með hleypti dagsbirtunni inn um göngin. Þarna er Karl Samúelsson sprengisérfræðingur nýskriðinn út um glufuna.Laugardagur 5. mars 2005 - STÚLLI og Kaupmannafélagið buðu upp á lifandi tónlist á Torginu seinnipartinn í gær.
Þarna er Sturlaugur Kristjánsson í anddyri Ráðhússins á fullu við flutninginn, en hljómum hans var dreift um hátalarakerfi yfir á svæði Torgsins.
Laugardagur 5. mars 2005 --- Loðnuskipin héldu áfram að kasta á loðnuna í gær. Þessar myndir voru teknar rétt fyrir klukkan 16:00 í gær og sýnir fjögur loðnuskip að veiðum á þröngu svæði rétt austur af Siglunesi. Um klukkustundu síðar voru loðnuskipin orðin fimm, en komin súld og ekki myndatöku hæft úr viðkomandi fjarlægð, það er frá munna Strákagangna að vestanverðu eins og þessar myndir voru teknar frá.
Laugardagur 5.mars 2005 --- Aðsent: Mig langar að lýsa hneyksli minni á mætingu hjá foreldrum fermingarbarna og annarra unglinga á mjög góðan fyrirlestur hjá tollstjóra í gærkveldi sem var "Varnir gegn fíkniefnum". --- Því ekki veitir af að fara á svona fyrirlestra þar sem slatti af fíkniefnum hér í bæ og foreldrum unglinga veitir ekki af að kynna sér þessi mál svo ekki sé minnst á kennarana sem létu ekki sjá sig þarna því ég hélt að skólastjórnendur væru að reyna að berjast gegn fíkniefnum og einelti. það eru milli 1000 og 1500 manns hér í bæ og það mættu ekki nema 11 mans, og tveir af þessum 11 voru tvö fermingarbörn þvílík hneyksli.
Þó foreldra hafi farið áður á fyrirlestur hjá Þorsteini og hundinum bassa þá er hann ekki með sama fyrirlesturinn aftur heldur er hann með nýtt efni í hvert sinn. Ég vona bara að foreldrar líti sér nær og mæti á alla þessa fyrirlestra sem tengjast fíkniefnum og einelti því þetta kemur okkur öllum við og okkur ber skylda að fræðast um svona mál og önnur til að verja börnin okkar frá öllu svona sem tengjast hættum. XX
Ég var beðinn um að birta ekki nafn viðkomandi greinarhöfundar og verð við því af gildum ástæðum og ég sjálfur ber örlítinn kinnroða yfir að hafa gleymt þessum fundi / erindi, en ég hafði ákveðið að mæta þarna en það datt úr kolli mínum. SK.
Athugasemd: Varðandi greinina hér fyrir ofan: Þá hefi ég fengið ábendingu um það sem varðar "lélega mætingu" fermingarbarna.
Það er fermingabörnin sem nú á ferma á næstunni voru fjarverandi úr bænum. Og einnig má um kenna lélegri mætingu almennt, um að skort hafi samband á milli skipuleggjanda þessa fyrirlestrar og tildæmis þeirra er vissu af löngu ákveðnu ferðalagi fermingarbarna á þessum degi og að einnig muni þetta ekki hafa verið nægjanlega auglýst
Laugardagur 5. mars 2005 -- Áskell EA 48 kemur um 04:00 og Guðmundur Ólafur ÓF 91 er væntanlegur klukkan 09:00, báðir með fullfermi af loðnu til löndunar hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði.
Skipin koma af Vestfjarðarmiðum -- EKKI af miðunum vestan Siglunes (35 mínútna sigling til Siglufjarðar) en skipin sem þar voru að veiða í gær halda til staða þar sem fyrir hendi er hrognataka og frysting, en loðnan sem veiddist vestan Sigluness er hrognafull og er á leið inn á Héðinsfjörð til hrygningar, ef til vill einnig inn á Eyjafjörðinn og víðar.
Börkur NK hélt af stað í gærkvöld til Síldarvinnslunnar fyrir austan með fullfermi af hrognafullri loðnu til vinnslu til manneldis. -----
Og þá er það stóra spurningin;
Er göngumynstur loðnunnar að breytast?
Ekki virðist ástæða til að spyrja hina launuðu fiskifræðinga á vegum hins opinbera, því þeir virðast ekki vita meira um loðnuna en fyrirrennarar þeirra forðum um síldina (vegna fjárskorts að talið er(?)).
En ef göngumynstrið er að breytast.
Er þá ástæða til að koma upp loðnu og hrognavinnslu nær norður og vestursvæðinu en nú er, til dæmis á Siglufirði?
Því geta víst engvir svarað nema peninga mennirnir, þeir sem eiga fyrirtækin í þessum bransa. (myndin hér til vinstri var tekin í janúar sl.)
Laugardagur 5. mars 2005 --Áskell EA 48, var búinn að landa upp úr 11:30 í dag.
Hann fór á hægri ferð úr fjörðinn og þegar komið var á móts við gangnamunna Strákaganga að austanverðu innan við Helluna, þá fór skipið að breyta um stefnu sitt á hvað, austur, suður og aftur til norðurs, greinilega í leit af loðnu inni á firðinum.
Fyrir utan fjörðinn og einnig austan við Siglunes voru þrjú skip, sum hlaðin, einnig greinilega að leita......
Laugardagur 5. mars 2005 Slökkvilið Siglufjarðar.
Slökkviliðsmenn voru við æfingar upp á Lindargötu í morgun, en þar stendur hús sem á rífa. Þeir voru með ýmsa tilburði, ímyndaða reykköfun og leit af fólki inni í húsinu, dæluprófun og þetta hefðbundna sem þarf að vera laust og liðugt í höndum drengjanna, sem hafa haft langt frí frá eldsvoðum á Siglufirði- Sem betur fer segjum við öll. Myndir HÉR