Sunnudagur 26. mars 2006
Ein gömul:
Hvaða húsgrunn er þarna verið að fylla ?
Sá sem þarna stendur við "krabbann" er Kristinn Þorkelsson í grunni hússins sem hann var að byggja og í krananum situr Guðmundur Skarphéðinsson sem á húsgrunninn fyrir neðan, það er Hafnartún 18-19 -- árið 1977
Sunnudagur 26. mars 2006
Magnús Ólafsson, fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum í Húnavatnshreppi hinum nýja er slyngur í vísanagerð.
Hann á vísur vikunnar að þessu sinni, sem vel að merkja eru fyrstu vísur ársins. ---
Fyrir skömmu var haldin árshátíð hjá Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Þar voru nokkrum einstaklingum veittar starfsaldursviðurkenningar.
Einkum áttu konur í hlut, en þó var einn karlmaður í hópnum, að nafni Albert.
Framkvæmdastjórinn og yfirlæknirinn veittu viðurkenningar, og kysstu allar konurnar.
Þá sagði Albert "Ætlar enginn að kyssa mig?" Framkvæmdastjórinn Valbjörn, var fljótur til og kyssti Albert við fögnuð viðstaddra.
Magnús brást snarlega við og skrifaði á blað eftirfarandi vísu, hér neðar til vinstri, sem einhver borðfélagi hans tók og flutti.
Á næstu samkomu, þar sem nefndur Valbjörn og Magnús voru báðir, gerði Magnús bragarbót. Þá varð vísan vísan til hægri til ---
Ofanritað og vísurnar eru á síðunni www.kristinn.is en jtj sendi mér efnið.
(nefndur Valbjörn er sonur minn SK)Sunnudagur 26. mars 2006 Listakonan Guðrún Kristjánsdóttir sem dvalið hefur í Herhúsinu og unnið þar að list sinni, hélt í gær kynningu á verkum sínum í Herhúsinu.
Hún útfærir meðal annars list sína á "videó" form og varpar lýsingum sínum og verkum á vegg með myndvarpa. Guðrún er olíulistmálari. ---- Hún ver að lýsa verkum sínum fyrir gestum er mig bar að garði seinni partinn í gær. Tvær myndir hér fyrir neðan
Mánudagur 27. mars 2006 Ein gömul: Svona var þetta í "gamla daga" (1950-1970)
Kajakar gerðir úr gömlum bárujárnsplötum, og stórt "vandamál" í huga lögreglu þeirra tíma. -- En aldrei varð neitt slys í merkingu þess orðs, þó oft hafi fleytunum hvolft og skipverjar blotnað, þeir syntu annað hvort beint í land eða að næsta kajaka, sem dró þá til lands, því fleyta þeirra sökk eins og steinn. Sumir höfðu þó flotholt á línu og voru fljótir að sækja þá þegar skipt hafði verið um föt, oft án vitundar mæðranna, fyrr en seinna sama dag.
Mánudagur 27. mars 2006
Aðsent:
Ég var að heyra frá Janne Laine Finnska listamanninum sem var fyrsti gestalistamaðurinn sem dvaldi í Herhúsinu í fyrra sumar.
Hann er þegar búin að vinna fullt af myndverkum úr þeim myndum sem hann tók á Siglufirði. Hann ætlar að halda áfram að vinna úr þeim efnivið sem hann varð sér út um hér.
Fjögur af þessum "Siglufjarðarverkum" eru þegar komin á sýningar í Finnlandi. Það er gaman fyrir Siglfirðinga að heyra af þessu. Þetta á sjálfsögðu ekki að koma neinum á óvart enda Siglufjörður heillandi staður. BB
Listamannsins var getið á Lífinu á Sigló á síðasta ári.
Mánudagur 27. mars 2006
Fundur í félagi eldri borgara var haldinn í gær -
þar mætti Sveinn Þorsteinsson meðal annarra, og tók nokkrar myndir.
<<< Kvenfélagskonur
Kvenfélagið Von sá um frábærar veitingar á þessum fundi. Ungir nemendur tónskólans fluttu tónlist við góðar undirtektir.
Starfsfólk Sparisjóðsins söng nokkur lög, en þau nefna sig Sparikórinn.
Valþór og Anna sýndu dans og svo lék Sigurjón Steinsson fyrir dansi. Myndir HÉR
Þriðjudagur 28. mars 2006 -- Ein gömul: Þessa höfðingja þekkja allir eldri Siglfirðingar, en þetta eru bílstjórarnir: Haraldur Albertsson - Jón Þorsteinsson og Sigurður Jóhannesson.-- Það var algengt á fyrri hluta síðustu aldar, og vel fram að 1960 að vinnufélagar skryppu til ljósmyndarans til myndatöku á Siglufirði.
Þriðjudagur 28. mars 2006
Endur á flugi í morgun yfir lóð Síldarminjasafnsins
Þriðjudagur 28. mars 2006 -- Klárir krakkar -- Það var heldur kuldalegt að litast um í hesthúsahverfinu á Siglufirði í dag, norðan garri og hríðar bylur. En krakkarnir í hestamannafélaginu Glæsi létu það ekki á sig fá og héldu sínu striki ótrauð þar sem þau voru í óða önn að æfa prógrammið fyrir sýninguna Æskan og hesturinn, sem fram fer í Svaðastaðahöll á Sauðárkróki laugardaginn 1. apríl. Þarna eru á ferð 12 krakkar á aldrinum 7-15 ára en 10 þeirra auk 4 annarra hafa verið á námskeiði í vetur þar sem Hinrik Már Jónsson hefur leiðbeint þeim. Við þetta tækifæri verða frumsýndar nýjar Glæsis-peysur fyrir börn og fullorðna. --- Það verða tvær sýningar á atriðum æfðum af börnum í hestamannafélögum á Norðurlandi þennan laugardag, sú fyrri klukkan 14.00 og sú seinni kl 20.00 Við Glæsismenn viljum hvetja alla til að renna við á Króknum og sjá hvernig hestakrakkar af öllu norðurlandi bera sig til við gæðinga sína. -- Sjá nánar á www.siglo.is/glaesir Myndir frá GlæsiHÉR
Þriðjudagur 28. mars 2006
Þokkalegasta veður er á Siglufirði, og hefur minna snjóað en margir höfðu búist við samkvæmt veðurspám og ástandi vestan við okkur.
En Fjöllin okkar hlífa okkur Siglfirðingum stundum þegar blæs úr vissum áttum.
Meðfylgjandi mynd var tekin klukkan 11:15 í morgun er verið var að moka Hólaveginn
Miðvikudagur 29. mars 2006 --- Tvær gamlar: Glæsilegt hús, stóriðja síns tíma; Síldarverksmiðjan Grána - Ókunnur ljósmyndari
Miðvikudagur 29. mars 2006
Frétt byggð á upplýsingum af fréttavef Ríkisútvarpsins, en þar er sagt frá þeim slæmu tíðindum að sjö af tíu starfsmönnum fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Siglufirði hafi í gær verið sagt upp störfum.
Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin og eru flestir starfsmenn með þriggja mánaða uppsagnarfrest.
<<<< Verksmiðjan á Siglufirði er ein sú afkastamesta á landinu. Mjög hefur verið dregið úr starfsemi verksmiðjunnar á undanförnum árum og flotanum beint til annarra verksmiðja af eðlilegum ástæðum, en sú litla loðnuveiði undanfarin ár hefur aðallega verið fjarri verksmiðjunni á Siglufirði. Síldarvinnslan á fimm fiskimjölsverksmiðjur:
Á Neskaupsstað, Seyðisfirði, Raufarhöfn, í Helguvík og á Siglufirði. Verið er að stækka verksmiðjuna á Neskaupsstað.
Stúlkurnar sem viðurkenninguna fengu eru: Stefanía R Jakobsdóttir - Álfhildur Haraldsdóttir - - María P Björnsdóttir - Sirrý B Lúðvíksdóttir - Guðný Þ Guðmundsdóttir- og Sandra Guðmundsdóttir og Þjálfari: Mark Duffield. -- Þær Hafey Pétursdóttir, Andrea ? - Bára D Þórisdóttir og Díana Arnarsdóttir voru fjarverandi v. veikinda.
Miðvikudagur 29. mars 2006
Stelpunum í 3. flokki kvenna og þjálfara þeirra veitt viðurkenning.
3. flokkur kvenna hefur haldið hópinn frá því að þær byrjuðu að æfa fótbolta og hafa þær lengstum verið með besta liðið á Norðurlandi.
Síðasta haust kepptu þær til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og höfnuðu þær í 2. sæti. Þær léku einnig til úrslita á Íslandsmóti innanhúss og höfnuðu þær í 4. sæti.
Af þessu tilefni hafa eftirtalin fyrirtæki tekið sig saman og fjárfest í útivistarpeysum handa þeim. Fyrirtækin eru Aðalbakarí, Siglósport, Videoval, Bíó Kaffi og Ó.H.K.
Miðvikudagur 29. mars 2006
"Flensan í algleymingi" á Siglufirði vikuna 13-18. mars
Fréttir úr neðra skólahúsi;
40 börn af 135 voru mætt í neðra skólahúsi einn daginn.
Allir voru með flensuna.
Í 5. bekk voru mættir 2 nemendur þau Hrafn og Margrét Ýr, en í bekknum þeirra eru alls 23 krakkar. GR
Miðvikudagur 29. mars 2006 Hér eru nokkrirtenglar varðandi efni með live webcam þegar sólmyrkvi verður yfir Tyrklandi um eða eftir hádegi í dag ;) http://tug.ulak.net.tr/tug_canli4_en.html http://eclipse.span.ch/eclipsewebcam.htm http://www.exploratorium.edu/eclipse/2006/index.html
Miðvikudagur 29. mars 2006 - Þann 12 mars síðast liðinn komu á vefinn tvær myndir frá Ó.G af stórþorskum sem komu á land - Nú sendi hann mér aftur myndir af þessum "sömu" þorskum eftir búið var að flaka þá og frysta. Hérna koma svo myndir af flökunum af öðrum af þessum fiskum þau eru rúm 7 kg hvort. - Sá sem heldur á þessum flökum er Kristín Pálsdóttir.
Miðvikudagur 29. mars 2006
Sturla Böðvarsson með opinn almennan fund í kvöld klukkan 20:00 á Bíó Café
Þar kynnir Sturla áherslur í fjarskiptamálum Íslendinga -
Þá koma væntanlega einhverjar upplýsingar um væntanleg Héðinsfjarðargöng, auk fyrirspurna. -
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á fundinn.
Miðvikudagur 29. mars 2006 - Ofríki trúarinnar, á sér stað á fleiri stöðum en í Israrael, Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Hér á Íslandi eru enn í gildi reglur og krafa hins kristna valds þar sem þegnarnir verða að hlýða, hvort heldur þeir trúa eður ei. http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=65&module_id=220&element_id=7237
Túlki svo hver sem vill SK
Tengillinn er óvirkur í dag, en þar var verið að fjalla um brot á kirkjulögum sem bönnuðu veitinstöðum að bjóða ferðafólki og öðrum í Rvk. upp á mat og aðra þjónustu á hinum "heilögu" dögum. Þar átti að vera LOKAÐ
Fimmtudagur 30. mars 2006
Ein gömul:
Til vinstri er Már Jóhannsson - Hallgrímur Jón Hafliðason og til hægri er Guðmundur Albertsson en þeir eru allir af árgangi 1951
Fimmtudagur 30. mars 2006 -- ADSL, ADSL+, ljósleiðari og hvað allt þetta nú heitir sem tæknin býður upp á en vantar á Siglufjörð og fleiri staði á landinu, og allt sem þessu fylgir var til umræðu hjá samgönguráðherra Sturlu Böðvarssyni á Bíó Café í gærkveldi. Nokkrar myndir HÉR og þeim sem til máls tóku
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Vöku verður haldinn í fundarsal félagsins að Suðurgötu 10 sunnudaginn 9. apríl
kl. 15:00 Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í mótun framtíðar félagsins og þiggja kaffi og meðlæti á grundvelli fortíðar.
Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf - 2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs - 3. Breytingar á lögum félagsins - 4. Skipulagsmál – Hvert liggur leið? - 5. Þess minnst að 40 ár eru liðin frá stofnun Vöku 3. apríl 1966 - 6. Önnur mál --
Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku
Fimmtudagur 30. mars 2006 -- Hellan er komin út, sá ég í rekka hjá Samkaup í fyrradag og í gær í Tunnunni. Í Tunnunni var sagt frá góðri nýung af hálfu þeirra "Tunnu manna" Nú getum við,- og þó sérstaklega utanbæjarfólk, einnig notið auglýsingablaðsins Tunnan á netinu: www.tunnan.is
Fimmtudagur 30. mars 2006 -- "Vantar bílstjóra" Listakonan Guðrún Kristjánsdóttir sem dvalið hefur í Herhúsinu og unnið þar að list sinni, áætlar nú að fara suður í fyrramálið ásamt dóttur sinni sem hingað kom til að verða henni samferða heim. En málin standa þannig að þau eru óvön að keyra í snjó og hálku sem nú mun vera á þjóðveginum langleiðina suður. Þess vegna vantar þeim einhvern sem á leið suður, til að keyra Honda bifreið þeirra. Þeir sem telja sig geta hjálpað mæðgunum hafi samband í síma 822-2469
Fimmtudagur 30. mars 2006 -- Kaupmannafélag Siglufjarðar tinefndi mann marsmánaðar eftir hádegið í dag. Fyrir valinu varð hinn margfaldi afreksmaður og skíðakóngurinn Magnús Eiríksson. En þrátt fyrir að hann sé kominn af léttasta skeiðinu, eins og þeir sem eru honum jafnaldra og yngri telja sjálfum sér trú um, þá er Maggi Eiríks enn á fullu á skíðunum, nú fyrir stuttu í Vasagöngunni og á dögunum á Íslandsmótinu í skíðagöngu, í báðum tilfellum gekk honum frábærlega vel. Fulltrúar Kaupmannafélagsins með honum á myndinni eru Albert Guðmundsson og Freyr Sigurðsson, báðir í stjórn Kaupmannafélagsins.
föstudagur 31. mars 2006 -- Ein gömul:
Sigurður Ægisson, Matthías Ægisson, Óli Agnarsson, Hjalti Sveinsson og Stefán Friðriksson.
Föstudagur 31. mars 2006 Snjóflóð á fornum slóðum. Frekar lítið snjóflóð innan við 100 metra breitt féll (sennilega í gær) á slóðum mannskæðs snjóflóðs sem féll árið 1919 og sópaði burtu húsum og mannvirkjum Evangerbræðra, þar sem stóð síldarverksmiðja með fleiru og rústir undirstaða einar eftir. Sjást þess merki enn í dag, neðan við rauða X á myndinni til hægri.
Á myndinni til vinstri má sjá hvaðan núverandi snjóflóð kom og hvar það endaði. Fyrri myndin er tekin frá Hafnarbryggju, en þar sem sólar naut ekki vel, vantar alla skugga í myndina og sést því ekki eins vel á mynd og við skoðun með sjónauka, en seinni myndin er tekin aðeins síðar og þá heiman frá mér, en þá naut sólar stutta stund og sést slóð flóðsins því betur
Föstudagur 31. mars 2006
Þann 29. mars síðastliðinn var Aðalfundur Systrafélags Siglufjarðarkirkju haldinn. Þar var meðal annars samþykkt að gefa kirkjunni eina miljón krónur sem fara á til viðhalds og viðgerða á kirkjunni. Þrátt fyrir óhagstætt veður á fundartíma var vel mætt og sex nýir félagar gengu í félagið.
Núverandi formaður er Brynja Stefánsdóttir.
Á myndinni hér til hliðar er Stjórn Systrafélags Siglufjarðarkirkju 2006 :
Brynja Stefánsdóttir og Erla Eymundsdóttir,
þar fyrir aftan eru; Magna Sigurbjörnsdóttir - Sigurleif B Þorsteinsdóttir - Elín Gestsdóttir Guðrún Björnsdóttir
Myndirnar fjórar hér fyrir neðan eru einnig frá fundinum. (aðsendar myndir, ókunnur ljósmynfari)