5. apríl 2004
Ein gömul: Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Þórðardóttir mig vantar nafn á ungu stúlkunni bak við.
Myndin er tekin 1964 +/- á Hafliðaplaninu.
5. apríl 2004 -- Tvö af rækjuskipum Þormóðs Ramma, - Sólberg og Mánaberg komu í morgun með rúmlega 60 tonn samanlagt. Stálvíkin er í slipp á Akureyri
5. apríl 2004
Ég fékk mér kaffisopa hjá fyrrverandi vinnufélögum SR-Vélaverkstæði í morgun og fór síðan eftir kaffi á vinnuvettvang sumra þeirra.
Þeir hafa nóg að gera, bæði við nýsmíði og viðhaldsvinnu.
Á myndin hér er Hans Ragnarsson, Sveinn Filippusson og Jónas Halldórsson. Smelltu HÉR til að sjá fleiri.
6. apríl 2004
Ein gömul:
Á efri pallinum eru Herbert Sigfússon málari, Marteinn Jóhannesson, Gísli Antonsson og Jónas Jónsson málar
Neðri pallur. Bjarni Þorgeirsson og Halldór Kristinsson málarar
Unnið er við að mála Siglufjarðarkirkju.
7. apríl 2004
Ein gömul: Guðmundur Konráðsson og Jónas Tryggvason
8. apríl 2004.
Ein gömul:
Löndunarliðið á bekknum:
Finnur Hauksson, Björgvin Árnason, ? og Ólafur Kárason.
9. apríl 2004
Ein gömul:
Guðmundur Lárusson, Ingvar Björnsson og Snorri Jónsson rafvirkjar SR
9. apríl 2004
Þau voru í sólskinsskapi þrátt fyrir að sólina vantaði,- þau Hanna Guðrún Pétursdóttir miðasali og Hákon Antonsson umsjónamaður mestu skíðaperlu landsins; Skíðasvæðið í Skarðdal og nágrenni. Aldrei hafa verið seldir eins margir miðar og enn fleira fólk (ársmiðarnir) 500-600 miðar seldir síðast þegar ég taldi sagði Hákon þegar ég spurði, þá var
klukkan rúmlega 13:30 og enn var fólk að koma, mest aðkomufólk. Ég staldraði við í dalnum rétt við "miðstöðina" frá kl. 13:30 - 14:00 og tók nokkrar myndir. Á leiðinni niður dalinn (á veginum) á eftir, mætti ég á 4. tug bíla sem voru á leið upp, flestir fullskipaðir fólki- og skíðabúnaði á toppnum.
9. apríl 2004 Silla Páls er með ljósmynda og málverkasýningu sem hún kallar "Mitt útsýni" Silla, er fædd 9. maí á Sauðárkrók, uppalin í Skagafirði. Hún hefur haldið þrjár málverkasýningar og eina ljósmyndasýningu, einnig hefur hún tekið mikið af myndum og eins af börnum. Nú í Ráðhúsinu sýnir hún 11 ljósmyndir sem allar eru stækkaðar upp í 1x1,7m og prentaðar á "striga". Myndirnar eru flestar frá sumri og hausti 2003. Ég sem tel mig bera skynbragð á ljósmyndir gef henni 10. af 10 mögulegum. Og ekki eru málverk hennar síðri hvað minn smekk snertir, þar sem auðvelt er að átta sig á hvað snýr upp á viðkomandi myndum það er að segja; engin klessuverk sem sumum virðist þykja vænt um. Þeir sem staddir eru á Sigló ættu að bregða sér á sýninguna nú um páskana. Myndir hér fyrir neðan
<<<<< Silla Páls
10. apríl 2004
Ein gömul:
Sprenging undirbúin í Strákagöngum árið 1966.
Hákon Antonsson og Karl Samúelsson, -
Jóhann Matthíasson á milli þeirra. (í skugga frá flasinu)
11. apríl 2004
Ein gömul:
Ómar Möller og Sverrir Guðmundsson