Leikfélagið 2003
Fréttavefurinn Lífið á Sigló
2003
Fundur Leikfélagsins
um "Silfur Hafsins" - 2003
12. október -- Fréttir af fundi leikfélagsins. Áður auglýstur fundur vegna kynningar á leikritinu "Silfur hafsins" sem Leikfélag Siglufjarðar fékk Ragnar Arnalds til að semja, var haldinn í félagsheimili Leikfélagsins, sem er á neðstu hæð Suðurgötu 10. Tónlistina við leikritið samdi Elías Þorvaldsson tónlitakennari.
Ragnar lýsti lauslega efni og persónum leikritsins, en það mun fjalla um atburði þá er fyrsta síldin kom á land á Siglufirði fyrir 100 árum til söltunar og fólkið sem kom við sögu þess tíma, fólkið (nöfnin) sem í raun eru þekkt frá á þessum tímum, séra Bjarni, ofl.
Ekki er að efa, að margur mun bíða spenntur eftir að sjá þetta verk á fjölunum, ekki síst miðað við höfundinn Ragnar, sem alls ekki er neinn nýgræðingur á þessu sviði, auk þess sem hann þekkir af eigin raun flest sem síldinni var viðkomandi, þar sem hann tók þátt í ævintýrinu, á námsárum sínum.
Elías Þorvaldsson tónlistakennari
Ragnar Arnalds, Svava Bakdvinsdóttir og ?
Jónína Kri tín Jónsdóttir og Sigurður Friðriksson
?, ? og Katrín Sif Andersen
Suðurgata 10 á Siglufirði