Lífið 17.-23. nóv. 2003

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2003



17. nóvember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Þórir Konráðsson bakari, fæddur 10. júlí 1916 

Ljósmynd: Kristfinnur





17. nóvember 2003 


Saltað á Sigló (1964-1965(?)) 


17. nóvember 2003 - 

FÉLAG ELDRI BORGARA á Siglufirði og í Fljótum. 

Félagar héldu upp á 20 ára afmæli félagsins, að Skálarhlíð í gær 16. nóvember. 

Hefðbundin veisla, með kaffi og tertum, ræðum og söng. 

Fram komu, meðal annarra, nýstofnaður kvartett, sem ekki á sér nafn ennþá, og kór aldraðra á Siglufirði; Vorboðinn ?. 

Þar var ég einnig mættur (unglingurinn) og tók slatta af myndum, eins og fyrri daginn. 

Myndir HÉR

17. nóvember 2003 

SÖGUFÉLAG SIGLUFJARÐAR. 

Ákveðið var á fundi í gær, sem haldinn var á kirkjuloftinu af frumkvæði Sigurðar Ægissonar sóknarprests, að endurvekja Sögufélag Siglufjarðar, sem legið hefur í dvala un nokkuð langt skeið. Ákveðinn hefur verið formlegur fundur um málið, næstkomandi sunnudag. 





17. nóvember 2003 

Hálfmáni, yfir Siglunesi klukkan 22:22 í gærkveldi. 

Hver á afmæli, í dag, morgun eða næsta dag? - Þeir sem vilja, vonandi sem flestir Siglfirðingar, geta sent mér upplýsingar um afmælisdaga, og ljósmynd af afmælisbarninu, ásamt smá kynningu á viðkomandi persónu. Persónurnar mega vera á öllum aldri allt frá fæðingu barna, og til afmælisdaga frá 1. ári - til yfir 100 ára +

Frá fæðingu á ég við; nýkominn í heiminn. Þessar upplýsingar munu verða birtar á sérstökum síðum: "Nýfæddir Siglfirðingar" og "Á afmæli í dag" --
þegar upplýsingar berast.   

Ath: 2018, nokkuð góðar "heimtur" urðu á slíkum sendingum og voru birtar samdægurs á sínum tíma, jafnhliða sem þeim var safnað á sérstakri síðu. Ef til vill verður þessum upplýsingum komið fyrir síðar, hér á þessum uppfærslum, en vegna tímafrekara tækni aðgerða, þá verða þessar upplýsingar ekki birta að sinni.




18. nóvember 2003 

Hún setti svip á bæinn

Ásta Einarsdóttir, fædd 14. maí 1928 

Ljósmynd: Kristfinnur




18. nóvember 2003

"Taka tunnu" hrópuðu stúlkurnar í síldinni. 

Þessi maður, Jóhannes Hjálmarsson, sá um það verk á Hafliðaplaninu um 1965 



18. nóvember 2003 

Fanneyjar Hafliðadóttur er 50 ára í dag. Fanney starfar hjá Leikskálum og fékk heimsókn Leikskála krakka. 

Börnin sungu afmælissönginn fyrir hana og fengu svo súkkulaðimola frá Fanneyju í kveðjugjöf. 

<<< Fanney ásamt móður sinni Jóhönnu Vernharðsdóttir og krakkahópnum 


Fanney Hafliðadóttir

Fanney deilir súkkulaðimolum meðal krakkanna 




18. nóvember 2003 

Sérkennilegur regnbogi yfir Siglunesi. 

Ekki sást til sólar klukkan 11:52 í hádeginu, þegar þessi mynd var tekin. 

En þoku eða rigningarsuddi hékk "yfir" nesinu. 

18. nóvember 2003 - GSM sambandið á Siglufirði bætt. 

Landssíminn er að láta koma fyrir nýju GSM loftneti, nú staðsettu á stóra strompinum hjá gömlu ketilstöðinni SR/Síldarvinnslunnar. Eftir það ætti samband að batna og ég ofl. losnað við að hlaupa út á svalir til að geta ansað í GSM-símann þegar hringir. En samband hefur sumstaðar, sérstaklega inni í ýmsum húsum verið afleitt. 





19. nóvember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Hannes Sölvason, fæddur 6.janúar 1903 

Ljósmynd: Kristfinnur


19. nóvember 2003  

Sunnudaginn 9. nóvember var Fatahönnunar keppni Grunnskólanna haldin í Kringlunni í Reykjavík.

Frá Grunnskóla Siglufjarðar fóru 13 keppendur. 

Sjö úr 8.bekk, tvær úr 9.bekk og fjórar úr 10.bekk.

Bara það að þær voru valdar til að sýna flíkurnar sínar gerði þær allar af sigurvegurum.  

Engin verðlaun voru í keppninni í formi hlutar, þ.e.a.s. bikar og svoleiðis. Heldur unnum við: Kjóll í fjöldaframleiðslu: Pálína Dagný Guðnadóttir úr 9.bekk.

Þátttaka í Iceland Fashion Week í febrúar, þær fara sem hönnuðir:

Sigurbjörg Hildur Steinsdóttir, 10.b. Sunna Lind Jónsdóttir, 10.b. Pálína Dagný Guðnadóttir, 9.b. Stefanía Regína Jakobsdóttir, 8.b.

Þriðju verðlaun fyrir hár og förðun: Pálína Dagný Guðnadóttir, 9b.

 Ljósmynd: Guðný Erla







19. nóvember 2003  

Gallerí Sigló 

Ég leit þangað inn í dag og skoðaði hvað þær væru að gera. 

Þær voru á fullu við tilbúning, allskonar skrautmuna, og tækifærisgjafa, hvort heldur til gjafa á jólum eða á öðrum tímum ársins. 

Allt er þetta handunnir gripir. Smelltu þú á myndina og skoðaðu. 

Myndir á undir tengli

 


19. nóvember 2003  

Steinkanturinn fyrir framan SR í smíðum, í ágúst 1962. 

Þarna við garðinn í smíðum, niðri við uppsláttinn eru Ásgeir Björnsson Siglunesi, Óskar Garðarsson og Geir Guðbrandsson, og uppi á kantinum er Bjarni Bjarnason (Boddi) 



19. nóvember 2003  

Aron og Sædís. 

Hvað eiga þessi nöfn sameiginlegt?

Aron og Sædís eru nöfn á tveim bátum sem stunda línuveiðar frá Siglufirði, Þeir deila með sér aðstöðu til beitningar inni í þessu húsi. 

Hús sem sinnt hefur mörgum hlutverkum um ævina.

En útgerðum bátanna, og aðaleigendur þeirra eru:  

Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan. 

Örnólfur Ásmundsson, sem þarna er að beita fyrir Sædísi 

Kjartan Jóhannsson, að beita fyrir Aron 

19. nóvember 2003  

Hafliði Guðmundsson. 

Hver var þessi maður, sem á sér eina minnisvarðann, um einstakling sem reistur hefur verið á Siglufirði. það er til annar minnisvarði um merk hjón sem allir þekkja, séra Bjarna Þorsteinsson og frú, staðsettur í garði að Hvanneyri, við Siglufjörð. 

En mér finnst alltof lítið hafa verið gert til að halda nafni þessa sómamanns, Hafliða á lofti, manns sem á stóran sess í sögu Siglufjarðar, mikið stærri en látið hefur verið í ljós með þeirri þögn og aðgerðarleysi, sem raun ber vitni. 

En í tilefni af þeirri "100 ára" afmælishátíð sem í vændum er á næsta ári, og ekki síst ef kóngafólkið norska sem sagt er að komi hingað í tilefni þessa atburðar. Þáttur hans sem hreppstjóri, er fyrsta herpinótasíldin barst til söltunar á Siglufirði, þau embættisverk sem hann vann til að koma því í kring að leyfi fengjust fyrir þessum aðgerðum, erlendra aðila. 

Hann átti ekki hvað minnstan þátt í því að allt þetta gerðist á sínum tíma. Það er mjög fróðlegur kafli um persónuna Hafliða Guðmundsson hreppstjóra í bók Björns Dúasonar; Síldarævintýrið á Siglufirði - Og í lokin mætti minnast, að hér í dag, er einn af afkomendum þessa mikilmennis, í fullu fjöri á meðal vor, sennilega eini afkomandi, þessara stórmenna sem gerðu bæinn okkar frægan á árunum fyrir og eftir aldamótin 1900, sem enn býr hér á Siglufirði - og hann á sér afkomendur.- 

Björn Dúason kemst ma. svo að orði, í bók sinni: 

"Brátt gerðist Siglufjörður frægur. Og hann varð meira. Hann varð illræmdur. Hann eignaðist fjölda öfundarmanna, óvina og andstæðinga"  Minnumst Hafliða veglega á afmælishátíðinni, á næsta ári.  Ragnar Arnalds mun minnast hans í leikriti er hann samdi, og sagt hefur verið frá á síðu minni, en það er ekki nóg. -  Steingrímur.




20. nóvember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Ragnar Jóhannesson skattstjóri. fæddur 2. júní 1911 

Ljósmynd: Kristfinnur





20. nóvember 2003   

Hverjar eru hnáturnar? 

Þær voru að salta á Hafliðaplaninu um 1965 




21. nóvember 2003  

Hún setti svip á bæinn

Rósa Magnúsdóttir, fædd 20. desember 1924 

Ljósmynd: Kristfinnur



21. nóvember 2003  


Þessi mynd er tekin í gærkveldi, inni áVideoval, þetta er eigandinn, Þórarinn Hannesson. 

En hann verslar með m.a. sælgæti, fatnað ofl og ennfremur leigir hann út Video og DVD myndir. 




21. nóvember 2003  

Og enn er verið að salta !  

Þessi mynd er tekin um 1964 



21. nóvember  

Opið hús , föstudaginn 21. nóvember frá 14-16 OG 22. nóvember frá 11-15  í tilefni árs fatlaðra.  

Sýning á stórskemmtilegum munum er fatlaðir hafa unnið í Iðju dagvist. Margt góðra muna til jólahaldsins, ofl.   

Sjón er sögu ríkari:  Myndir á undir tengli





22. nóvember 2003  

Hverjar eru stúlkurnar?  

Hafliðaplanið 1965 





22. nóvember 2003  

Hún setti svip á bæinn

 Steinunn Friðriksdóttir, fædd 17. júní 1907 

Ljósmynd: Kristfinnur



22. nóvember 2003  


 Langt komið.  Þeir hafa verið röskir drengirnir hans Bigga, hjá Berg hf., við að þekja Bátahús, Síldarminjasafnsins. 

Þarna hömuðust þeir í gær og létu ekki í rigningarsuddann hafa áhrif á sig, enda vel gallaðir. 






23. nóvember 2003  

Hún setti svip á bæinn

 Ásta Einarsdóttir, fædd 14. maí 1928 

Ljósmynd: Kristfinnur


23 .nóvember 2003  

Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar 50 ára. 

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í gærkveldi, sem einskonar hirðljósmyndari, að vera eini karlmaðurinn í 40-50 kvenna hópi. 

En þessar ötulu konur, héldu upp á 50 ára afmæli félags síns sem í gegn um árin hefur safnað fé til gjafa vegna tækjabúnaðar og ýmsa annarra muna til Sjúkrahúss Siglufjarðar og einnig Skálarhlíðar. 

Halldóra Jónsdóttir flutti ávarp, sem lesa má á myndasíðunni þar sem góður slatti er af ljósmyndum frá hátíðinni.

Myndir á undir tengli




23. nóvember 2003  


"Landlega"  196?


Ljósmynd: Knútur Jónsson 

23. nóvember 2003  

Sögufélag Siglufjarðar endurvakið eftir um 30 ára svefn. Fundurinn var haldinn á Safnaðarheimilinu, síðdegis í dag. Félagið var endurvakið formlega og kosin ný stjórn. 

Stjórnina skipa: séra Sigurður Ægisson formaður, Jóna Kr. Ámundadóttir og Sigurður H Sigurðsson.  

Stjórn og varastjórn hins nýja félags: Hannes Baldvinsson varamaður, Sigurður Ægisson formaður, Jóna Kr. Ámundadóttir meðstjórnandi, Sigurður H Sigurðsson meðstjórnandi og Páll Helgason varamaður. ** 

Endurskoðendur voru kjörnir: Sigurður Fanndal og Ámundi Gunnarsson. 

Hannes Baldvinsson, Sigurður Ægisson, Jóna Kr. Ámundadóttir, Sigurður H Sigurðsson og Páll Helgason

Páll Helgason les upp fungdagerð frá stofndegi félagsins. (upphaflega) 

Sigurður Ægisson, formaður, Hannes Baldvinsson fundarstjóri og Páll Helgason fundarritari. 

Séra Sigurður Ægisson, var frumkvöðull þess, að félagið var endurvakið. 

Jóhannes Þórðarson og Halldóra Jónsdóttir 



23. nóvember 2003  

Hingað til Siglufjarðar, komu í kvöld um kl. 19:00, Sænsku sendiherrahjónin í Reykjavík, þau Bertil Jobeus og kona hans Marie Luise. 

Þau munu dvelja hér á Siglufirði í 2 daga.

Sænski konsúllinn Björn Jónasson tók á móti þeim. - 

Ég hitti þau upp úr klukkan 21:00 á Síldarminjasafninu, þar sem þeim var boðið upp á Íslenska síldarrétti ofl. ásamt því að skoða safnið. 

Þar voru og mættir forseti bæjarráðs, Ólafur Kárason, safnvörðurinn Örlygur Kristfinnsson og makar.


Á myndinni eru, talið frá vinstri: 

Örlygur Kristfinnsson safnvörður, Guðný Róbertsdóttir, Ásdís Kjartansdóttir, Bertil Jobeus sendiherra,og kona hans Marie Luise, Björn Jónasson sænskur konsúll á Siglufirði, Ólafur Kárason og Þórey Guðjónsdóttir.