8. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Þórarinn Vilbergsson byggingameistari, fæddur 11. júlí 1919
Ljósmynd: Kristfinnur
8. desember 2003
Jólafundur Félags eldri borgara var haldinn í Skálahlíð í gærkveldi. Þar var á boðstólnum, kaffi með tertum og fleiru góðgæti. -
Ef þessu heldur áfram hvað mig varðar, að mæta á hverja átveisluna á fætur annarri, verð ég að svelta um jólin sjálf, því vart er ég búinn að jafna mig eftir átið á árshátíð Heilsugæslu-starfsfólks á Kaffi torg, í fyrrakvöld.
Þessi fundur fór fram með hefðbundnum hætti.
Myndin af veggteppinu hér til hliðar gerði og gaf, "Skálahlíð" í tilefni af komandi jólum, Aðalheiður Rögnvaldsdóttir. -- Smelltu HÉR og skoðaðu fleiri myndir.
Árið 1975 var slæmt ár, hjá rakara bæjarins, eða var hann búinn að loka þá, og hárgreiðslu dömurnar teknar við þessari þjónustu. Þessir hárprúðu menn og félagar þeirra sem létu klippa sig reglulega, voru Stúaraliðið "alræmda" sem starfaði hjá Þormóði Ramma hf. - Myndin hér fyrir neðan
Allir eru þeir (held ég) búnir að láta klippa lubbann, sumir ef til vill komnir með skalla. En svona var tískan í þá daga. Nöfn þessara drengja eru, talin frá vinstri: Björgvin Árnason,- Leonardo Passaro, - Einar Þór Sigurjónsson ,- Þórhallur Gestsson, - Sveinn Björnsson verkstjóri, - vantar nafn, - Eyþór Þorsteinsson, - Sigurður Friðriksson sundlaugar forstjóri, - Stefán Benediktsson, - Guðni Sveinsson lögregluvarðstjóri, - og Ómar Geirsson.
8. desember 2003 Siglfirðingar, ávalt Siglfirðingar. Systkinin Lilja Pálsdóttir, Magnús Pálsson og Sigríður Pálsdóttir. Þau hafi í sumar unnið því að gera upp, húseignina Mjóstræti 2 "Pálshús," þar sem þau ólust upp í faðmi foreldra sinna Páls Ásgrímssonar og Ingibjargar Sveinsdóttur. Magnús sendi mér nokkrar myndir er teknar voru um helgina, er þau systkin komu saman heima hjá Sigríði í Rvk., til árlegrar athafna, sem er bakstur laufabrauðs.
Faðir að kenna fyrstu handtökin í þessari listgrein, útskurðinum á laufabrauði
Lilja Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur Magnús Pálsson örygisstjóri og Sigríður Pálsson launatæknir (?)
Sigga og Lilja
(man ekki nafnið, eiginkona Magnúsar) - Sigga og Lilja
9. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Halldór Kristinsson héraðslæknir, fæddur 20. ágúst 1889
Ljósmynd: Kristfinnur
9. desember 2003 - Kveðja frá Noregi, til vina og vandamanna: Góða kvöldið góðir Siglfirðingar í kvöld, þann 8.des var haldin messa fyrir Íslendinga i Álasundi. Og voru nokkuð margir Siglfirðingar þar. Prestur var Hannes Björnsson. Eins og sjá má á annarri myndinni voru mörg börn þar á hinni eru þeir bræður Jens og Ragnar Mikaelssynir með prestinn á milli sín. Hér er 10 stiga hiti og sunnan vindur og engin snjór. Kveðjur frá MIKKONUM i Álasundi. Myndirnar hér fyrir neðan
Íslendingar í Álasundi, Noregi 2003
Jens Mikaelsen, sr. Hannes Björnsson og Ragnar Mikaelsson
9. desember 2003
Mjölútskipun 1978
Björn Jónsson, Jón Aðalsteinn Hinriksson, Þórhallur J Benediktsson, Guðmundur Þorgeirsson, Ómar Geirsson og ....fjær?
9. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Ingimar Þorláksson bakarameistar, fæddur 23. júní 1924
Ljósmynd: Kristfinnur
10. desember 2003
Mjölútskipun 1978.
Björn Frímannsson, Björn Ólsen og Ragnar Helgason
10. desember 2003
SR-Byggingavörur opnar í dag kl. 16:00. -SR-Vélaverkstæði mun reka verslunina alfarið á sína ábyrgð.
Húsnæðið er mjög rúmgott, og mikið vöruúrval, jafnvel fjölbreyttara en almennt í byggingavöruverslunum.
Þeir hafa og gert víðtæka og hagkvæma samninga við nokkra birgja, til að tryggja sem lægst vöruverð. --
Ég mætti þar að sjálfsögðu, og tek þar nokkrar myndir sem koma hér síðar, sennilega í kvöld.
10. desember 2003
Víkingur AK 100 og Siku GR 15-1 Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggann, hélt ég að komin væri loðna, er ég sá þessi tvö glæsilegu og velkomin skip við löndunarbryggju Síldarvinnslunnar.
Því miður, þá voru skipin ekki komin með loðnu, heldur komu hingað vegna brælu, til að taka olíu og kost, ásamt því að lofa mannskapnum að slappa af.
Skipin hafa að undanförnu verið að leita af loðnu fyrir norðurlandi. Lítið hefur fundist til þessa, aðeins smá hrafl norðan við Kolbeinsey.
10. desember 2003
Verslunin SR-Byggingavörur var með "promp og prakt" klukka 16:00, - eins og getið var um hér í morgun. (ofar á síðunni)
Mikill fjöldi fólks úr öllum stéttum bæjarins mættu á staðinn, og á tímabili var nálægt örtröð.
Allt fór þó vel fram, eins og vænta mátti. Ríkulegar veitingar var gestum boðið, - og talsverð verslun einnig , fólk kom bæði til að skoða, njóta veitinga og versla.
11. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Theodór Árnason keyrari, fæddur 23 maí 1896
Ljósmynd: Kristfinnur
11. desember 2003
Ein frá sumrinu 1961.
Kristinn Þorkelsson, Eiríkur Þóroddsson, Björn Ólsen og Júlíus Bjarni Ólafsson, starfsmenn S.R.V. 1961
11. desember 2003 --
Frétta tilkynning: Söfnun á mjólkurfernum, dagblöðum og öðrum úrgangi til endurvinnslu.
Á síðustu árum hefur orðið mikil þróun í að endurvinna það sem til fellur frá heimilum og fyrirtækjum.
Eftir að lög um úrvinnslugjald og þegar úrvinnslusjóður var settur á laggirnar, var farið að leggja gjald á ákveðna vöruflokka með það í huga að nota þá fjármuni til að kosta flutning og endurvinnslu á þeim.
Myndin er af gám staðsettum á Bensínstöðvarsvæði. Lestu hér fyrir neðab
Á síðustu árum hefur orðið mikil þróun í að endurvinna það sem til fellur frá heimilum og fyrirtækjum. Eftir að lög um úrvinnslugjald og þegar úrvinnslusjóður var settur á laggirnar, var farið að leggja gjald á ákveðna vöruflokka með það í huga að nota þá fjármuni til að kosta flutning og endurvinnslu á þeim. Á næstu árum munu æ fleiri hagrænir hvatar verða teknir upp til að koma upp skilvirku fyrirkomulagi á söfnun og endurvinnslu. Settar hafa verið reglur um minnkun á úrgangi á næstu árum, í samræmi við það verður æ dýrara fyrir sveitarfélögin að flytja og urða óflokkaðan úrgang.
Sumir flokkar einsog samsettar pappa fernur bera skilagjald sem sveitarfélagið fær fyrir söfnun. Sú leið hefur verið farin að láta knattspyrnufélagið safna fernunum fyrsta fimmtudag í mánuði og einnig er hægt að fara með þau í gám á bensínstöðvarplaninu. Úrvinnslusjóður sér um að greiða flutning á endurvinnslustað fyrir þann úrgang sem heyrir undir lögin.
Samsettar pappaumbúðir þ.e. fernur undan ávaxtasöfum og mjólk
Flytjandi flytur til Akureyrar til endurvinnslu erlendis.
Spilliefni svo sem leysiefni, framköllunarvökvar, skordýraeitur, málning ofl. á að fara með niður í áhaldahús er flutt til Endurvinnslunnar á Akureyri.
Hjólbörðum er safnað á gámasvæðinu og ÓK Gámaþjónusta sér um að flytja til endurvinnslu.
Ökutæki sem eru skráð eftir 1988 bera skilagjald sem hefur verið innheimt áður með bifreiðagjöldum. Skila þarf ökutækinu á gámasvæðið og er fyllt út sérstakt eyðublað sem skila þarf á skoðunarstöð. 10.000 kr eru greiddar fyrir ökutækið til skráðs eiganda. Starfsmenn áhaldahússins sjá um að tæma olíu og rafgeima af ökutækinu sem er flutt með brotajárni suður til Furu í Hafnarfirði.
Skilagjaldsskylda umbúðir af drykkjarfernum eru gler og plastflöskur sem lagt er skilagjald á við innflutning eða framleiðslu. það er svo greitt til baka þegar þeim er skilað. Áldósirnar verða að nýjum dósum. Glerflöskurnar eru malaðar niður og notað í fyllingarefni. Plastflöskurnar eru einnig malaðar og notaðar í ýmisefni einsog flís fatnað.
Öllum garðaúrgangi er safnað í bæjarlandinu og hann jarðgerður í Hólsdalnum. Einnota vörubretti og trjágreinar er kurlað og blandað saman við garðaúrganginn og honum snúið reglulega. Við þetta jarðgerist hann og úr verður gróf molta sem gott er að nýta í trjábeð og til uppgræðslu.
Dagblöðum og tímaritum er hægt að skila í gám á bensínstöðvarplaninu og er hann fluttur með til Akureyrar til endurvinnslu erlendis.
Rauði krossinn á Siglufirði tekur á móti notuðum fatnaði, heilum og hreinum. Setja þarf fötin í svartan plastpoka og binda fyrir.
Apótekið á Siglufirði tekur á móti ónotuðum og útrunnum lyfjum.
Kerti og kerta afganga er hægt að skila til Iðju fatlaðra Suðurgötu 4 og eru þau brædd niður og notuð í ný kerti.
Brotajárni er safnað á gámasvæðinu og það flutt suður til Hafnarfjarðar sjóleiðina til endurvinnslu.
Þessi gámur er á Bensínstöðvarsvæðinu á Sigló, fyrir fernur og tímarit. Svona í pokum eru fernunum komið fyrir til flutnings.
Nánari upplýsingar gefur umhverfisstjóri bæjarins Arnar Heimir Jónsson í síma: 695 3113
Siglufjarðarkaupstaður Tæknideild
00000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000
11. desember 2003
SAMKAUP HF - Sem samanstendur af verslunarkeðjunni, Samkaup - Nettó - Úrval - Sparkaup - Strax og Kasko, efndu í dag seinnipartinn til kynningar upp á "Bíó Café" á einum þætti starfsemi sinnar, sem alls er óháð verslun.
Fulltrúar fyrirtækisins eru nú á ferðinni um landsbyggðina, til að deila úr 2,4 milljónum króna sjóði til menningarmála ofl.
Hér var kominn Skúli Skúlason frá Samkaup og verslunarstjórinn hér hjá Úrval, til að veita úr þessum sjóði, 3 x kr. 200 þúsund til þriggja aðila á Siglufirði; Kvenfélagsins Von, Kvenfélags Sjúkrahússins og Herhússins á Siglufirði.
Ekki þarf að kynna frekar starfsemi þessara aðila, kvenfélaganna og Herhússins, menningarseturs listamanna, og ekki er að efa, að þessum peningum verður vel varið. Myndir HÉR
12. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Ragnar Jóhannesson skattstjóri, fæddur 2 júní 1911
Ljósmynd: Kristfinnur
12. desember 2003 Hvað er að ske í þessu þjóðfélagi okkar? -- Vegna síðustu frétta af eigingirni alþingismanna, sem ætla sér óhóflega hækkun á launum “sérréttinda hópana” innan alþingis. Þá datt mér í hug þau orð sem ég lét falla í eyru eins alþingismanns fyrir nokkrum árum eftir fund í félagi Sjálfstæðismanna á Sigló, eftir orðarimmu okkar á milli, vegna yfirlýsingar sem hann lét falla í fjölmiðli og mér mislíkaði, þar sem ég vissi að hún var röng. Steingrímur. Grein sk, af þessu tilefni má lesa HÉR
12. desember 2003
Olíuskipið Keilir kom hér um miðjan dag í gær með olíu, og fór aftur seinni partinn, sama dag.
12. desember 2003
Síldarminjasafnið.
Þarna eru Sveinn Þorsteinsson og Örlygur Kristfinsson, að hefja niðursögun gamals nótabáts.
En meiningin er að saga af honum sitt hvorn endann, til nota sem einhverskonar "skúlptúr", minnisvarða framan við Bátahúsið, en restin er ætluð til brennu um áramótin.
12. desember 2003
Ég vil benda á þann möguleika, að hægt er að senda frá www.siglo.is jólakort frá síðunni, til vina og vandamanna um jólin.
(á þessum tíma, 2003 var Siglufjarðarkaupstaður með ofanritað veffang)
13. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri, fæddur 11. desember 1913
Ljósmynd: Kristfinnur
13. desember 2003 --
Vinnustofa Arnfinnu Björnsdóttur.
Þar inni kennir ýmissa grasa, tilbúningur allskonar listmuna, stórra og smárra, úr allskonar efnum, náttúrlegum, svo sem steinum, afgöngum ýmiskonar, svo sem tuskuafgöngum of. Líttu inn með því að
Arnfinna Björnsdóttir; vinnustofa hennar við Aðalgötu 15 >>
13. desember 2003 --
Honum var stolið í nótt. Framið var innbrot í nótt, skemmdir unnar og uppstoppaður refur með rjúpu í kjaftinum var stolið.
Þessi refur ásamt fleiru álíka, hafði verið fengið að láni hjá Grunnskólanum, til nota í Upplýsingamiðstöð bæjarins, - sem að vísu er aðeins opin að sumri til. Ég tók nokkrar myndir á vettvangi: Smelltu.
Inni í húsinu
Brotin rúða
Yrta húsið við Aðalgötu 23
13. desember 2003 -- Refurinn fundinn heill á húfi, og þjófurinn einnig, en hann reyndist vera skipverji á einu af 6-8 skipum sem hér liggja við bryggjur. -- Þeir voru snöggir lögregluþjónarnir á Siglufirði, að upplýsa þetta mál. (enda 3-4 samhentir lögreglumenn á Siglugirði árið 2003, en aðeins "1" í dag 2018)
14. desember 2003 - Jónas Guðmundsson
Hann setti svip á bæinn
Jónas Bergmann Guðmundsson málari, fæddur 9. mars 1922
Ljósmynd: Kristfinnur
14. desember 2003
Síldarverksmiðjan Rauðka, Löndunarbryggja, árið 1961