Lífið 7.-13. Júlí 2005       

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

7. Til 13. Ágúst 2005 

Sunnudagur 7. ágúst 2005  -- Það ber ekki mikið á snjónum í landi besta skíðasvæðis á Íslandi nú um þessar mundir, skíðasvæðinu í Skarðdal. 

Sunnudagur 7. ágúst 2005  -- 

Þessi slöppuðu af í sólinni sem skein á þau á Rauða Torginu við Allan Sportbar í gær 

Sunnudagur 7. ágúst 2005 --   Pæjumót fyrir hádegi í morgun Slatti af myndum eru hér eins og venjulega, en þetta eru jafnframt síðustu myndirnar sem ég tek á þessu móti. - enda lítið eftir annað en verðlaunaafhendingin, sem ég hefi ekki tækifæri til að vera viðstaddur vegna annarra verkefna.

  

Sunnudagur 7. ágúst 2005 --- Pæjumót - eftir hádegi --    

Þetta eru KS pæjur sem stilltu sér upp "spes" fyrir Þórleif Haraldsson Sigló-Myndir - og auðvitað notaði ég tækifærið úr fjarlægð og smellti  einnig á pæjurnar. 

Sunnudagur 7. ágúst 2005  Dagsferð eldri borgara í boði Kiwanis í gær.  

Ljósmyndir:  Guðný Ósk Friðriksdóttir.    

Mánudagur 8. ágúst 2005   --  Dagsferð eldri borgara í boði Kiwanis síðastliðinn laugardag  + Fleira  Ljósmyndir: Sveinn Þorsteinsson >  tengill í bið

Mánudagur 8. ágúst 2005  

Tveir vinir, kallar ljósmyndarinn, Sveinn Þorsteinsson þessa mynd sem hann sendi mér í gær. 

Mánudagur 8. ágúst 2005 Þessi fallega skúta, Vamos, frá Alaska kom inn á fjörðinn  klukkan 18:10 í gærkveldi fyrir vélarafli, þar sem algjört logn var, eins og raunar má heita að hafi verið í allan dag svo segl komu ekki að gagni.  

Ljósmynd: Sveinn Þorsteins 

Mánudagur 8. ágúst 2005  

Björgunarsveitin Strákar fylgdust með umferðinni um Strákagöng, nú u daga Pæjumótsins -- 

Ómar Geirs sendi mér þessa mynd, en svona straumur bifreiða í báðar áttir var algeng um helgina, til Siglufjarðar fyrripartinn og í lok mótsins.  Og annað: Gleraugu fundust á gönguleiðinni um Hestskarð helgina 15 til 17 júlí. upplýsingar: Ómar 848 4142 

Þriðjudagur 9. ágúst 2005  Ein gömul:  

Bræðurnir Ólafur Guðmundsson og Pétur Guðmundsson í kaffihléi uppi á þaki á Frystihúsi SR árið 1959 -- Þar sem nú er geymsla Þormóðs ramma við Vetrarbraut. 

Mánudagur 8. ágúst 2005  Það má heita undantekning ef ekki er einhver að veiða í Fjarðaránni þegar ég fer á morgun og eða seinnipart rúntinn minn fram á fjörð á daginn. Þarna voru þrír veiðimenn að norðan við brúna og einnig tveir nokkru neðar í ánni seinni partinn í gær. 

Þriðjudagur 9. ágúst 2005 

 Einmanna kría -- að hugsa til brottfarar ? 

Ath: 2019- Tilvitnunin; "á horninu við Siglósport og framan við Rafbæ"  Þar var kvartað yfir mikilli klóaklykt, sem þarna gaus upp frá niðurföllum.   >>>>>>

Þriðjudagur 9. ágúst 2005 

Síldarævintýrið og Pæjumótið -- Óvenjumikill fjöldi tölvupósta hafa borist mér nú frá lokum Síldarævintýrsins og pæjumótsins, alveg til þessa dags, atriði sem tengjast ofannefndum hátíðum meðal annars. 

Það er einróma hrós fyrir frammistöðu mótshaldara beggja móta, hrós varðandi lúxus tjaldstæði, til tjaldsvæðavarða fyrir lipurð og kurteisi starfsmanna sem, og þeir sáu um að ruslatunnurnar væru ætið tiltækilegar og ekki yfirfullar, val á skemmtiatriðum sem vöktu ánægju allra aldurshópa, starfsfólks Síldarminjasafnsins og ekki hvað síst þær dásemdir sem safnið hefur upp á að bjóða. 

Aðeins eitt hafa sendendur áður nefndra tölvupósta til mín, minnst á sem þeim fannst neivætt, aðallega þeirra sem sóttu fyrri hátíðina, það var það sem er (var) viðvarandi á Gránugötuhorni vestan Ráðhússins, á horninu við Siglósport og framan við Rafbæ, og þetta var svona í fyrra einnig bættu tveir sendanda við. 
Meðfylgjandi ljósmynd er af tjaldsvæðinu sunnan Stórabola. 

Þriðjudagur 9. ágúst 2005  Annar flokkur karla ---  KS - Geisli klukkan 19:00 á Hólsvelli 

Allir hvattir til að mæta og hvetja strákana 

Síðasti leikur hjá þessum liðum fór 10-3 fyrir KS-ingum þannig þið getið búist við mörkum í kvöld 

Kveðja Annar flokkur 

Miðvikudagur 10. ágúst 2005  Frá svipuðu sjónarhorni með 35 ára millibili; 1970-2005 --   Svo má spá í það hvað þarna er ekki lengur til, á myndinni til hægri




Miðvikudagur 10. ágúst 2005 

Ein gömul:  

Skaftaplanið árið 1970

Miðvikudagur 10. ágúst 2005  -- Þetta er hópur Veraldarvina staddir inni í Skógrækt í gær, þar sem verið var að grilla handa hópnum --  Þetta er anna hópur veraldarvina í sumar, sem kom rétt fyrir helgina til að vinna hin ýmsu störf í bæjarlandinu.  -- Tveir hópstjórar eru með hópnum og heita þau Andy frá Bretlandi og Johanna frá þýskalandi. Eftirtaldir aðilar eru í sjálfboðaliða hópnum :  Lucie Bastien, France - Romain Freyria, France - Evelyn Sollner, Germany - Joseph Poignant, France -  Jordi Grima, Spain - Maria Del Carmen Andres, Spain - Johannes Fendrich, Germany - Rachel Taylor, UK - Chelsea Titi, US - Gerald Schuster, Austria - Andrea Marelli, Italy - Charlotte Lahmann, Germany -  Meðal verkefna hópsins hefur verið og verður umferðargæsla og þrif á salernum á pæjumótinu.  Vinna í skógræktinni í Skarðdal, fjarlægja plöntur í hlíðinni ofan við bæinn vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarða og flytja plönturnar í skógræktina, stika gönguleiðir,  tiltekt í miðbæna, raka eftir slátt í bænum, lagfæringar á golfvellinum og fleira. -
Fyrri myndin er af grillaranum; Sigrúnu Ingólfsdóttur ásamt Arnar Heimi Jónssyni, sem eru starfsmenn bæjarins. 

Miðvikudagur 10. ágúst 2005   

Kammersveitin Ísafold hefur verið hér síðan á sunnudag og stundað stífar morgun- og síðdegis æfingar í kirkjunni til undirbúnings tónleikaferð um landið. Þetta eru 20 ungir tónlistarmenn sem munu flytja 6 verk frá liðinni öld. Í tveimur verkanna syngur einsöngvari við undirleik hljómsveitarinnar. Ísafold kom hingað fyrst á þjóðlagahátíðina í fyrra og flutti þá frumsamið verk eftir stjórnandann, Daníel Bjarnason, sem hann tileinkaði bræðslusafninu Gránu og var flutt þar fyrir troðfullu húsi. 

Að þessu sinni verður fyrsti konsertinn þeirra í Siglufjarðarkirkju í kvöld kl 20 (?) síðan liggur leið hinna ungu tónlistarsnillinga til Akureyrar, þá verða tónleikar á Ísafirði, Grundarfirði, Keflavík og loks í Reykjavík. Okkur ætti að vera það bæði heiður og ánægja að Ísafold dvelji á Siglufirði og hefji tónleikaför sína hér og eru bæjarbúar því hvattir til að mæta á tónleikana í kvöld. – 
Texti: Örlygur, ljósmynd Sveinn Þorsteinsson

Fimmtudagur 11. ágúst 2005 --  Aðsent:  -- Guðmundur Albertsson var hér um síðustu helgi, hann sendi mér þessar skemmtilegu ljósmyndir af tveimur af starfsmönnum Siglufjarðarkaupstaðar við að hreinsa gosbrunninn á torginu. -- Þetta eru Sigrún Ingólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson (þau eru ekki systkin) 

Fimmtudagur 11. ágúst 2005  Ein gömul:  --  

Pólstjörnuplan - Öldubrjótur -  í októbermánuði 1970

Ómar Möller sendi mér þessa fallegu mynd sem hann tók á ferðalagi um Frakkland í júní í sumar. Myndin er tekin í litlum strandbæ sem heitir Hossegor og er á Atlashafsströndinni, ekki langt frá landamærum Spánar.  Þarna stóðu gömlu karlarnir í sólsetrinu með veiðistangirnar og veiddu og spjölluðu saman. 


Fimmtudagur 11. ágúst 2005 

Það hefur ekki skeð í áraraðir að tekin hafi verið fyrsta skóflustunga vegna byggingu íbúðarhúss á Siglufirði. 

En Sveinn Ástvaldsson hefur ákveðið að byggja sér og konu sinni íbúðarhús og fyrsta skóflustungan var tekin í dag klukkan 13:45 við Suðurgötu 88 þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 

Jafnframt mun þessi skóflustunga vera ein frumlegasta sem um getur, en hana framkvæmdi ungur drengur Guðbrandur Elí Skarphéðinsson með sínu uppáhalds verkfæri, gröfunni sinni. En þegar hann hafði lokið sínu verki, þá tók öllu stærra verkfæri við og hóf að moka uppgreftinum upp á bíla sem þarna biðu.

Föstudagur 12.ágúst Ein gömul:    Togarinn Dagný að leggja að bryggju í fyrsta sinn á Siglufirði, nýkeyptur frá Frakklandi. Fyrsti skuttogari Íslendinga sem keyptur var til landsins í ágúst 1970 -- Ljósmynd: Júlíus Jónsson

Laugardagur 13.ágúst  Heimsókn Forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar til Siglufjarðar hófst klukkan 10:00 í morgun með því að móttökunefnd mætti honum og fylgdarliði við gatnamót Skarðsvegar að vestanverðu, en það var haldið akandi yfir Skarðið og komið við í Skógræktinni. Þar var ég mættur og tók nokkrar myndir af för hópsins um skóglendið.  Smelltu HÉR

Laugardagur 13.ágúst  Kvöldið í gær var ekki hátíðarstund fyrir KS sem keppti við KA - og tapaði með 5-0 -- Slæmt slys átti sér stað á leikvelli er tveir samherjar (KA) skullu saman með þeim afleiðingum að annar var fluttur strax með sjúkrabíl til Akureyrar, en ekki var lendingarfært á flugvöllinn hér vegna þoku. - En leikurinn hélt áfram. Ég var mættur aldrei þessu vant og tók nokkrar myndir þátt fyrir dögg á linsu, aðstæður sem ekki eru góðar til myndatöku, en þokuúði var og slæm birta.  

Laugardagur 13.ágúst  Ein gömul:    

Aldan SI 85 að landa við Hafnarbryggjuna - Haförninn í bak - 23. september 1970