1. júlí: Unglingavinna á vegum bæjarins er á fullu, eins og venja er á sumrin. Þarna er einn flokkurinn við garðyrkjustörf við vegakantinn við innkeyrsluna í bæinn.
1. júlí: Enn eitt jarðraskið á sér stað í bænum okkar, en það hlakkar sennilega fleirum meira til þess, að því verki ljúki, það er ungu kynslóðinni. En verktakinn Stefán Einarsson er að vinna við að jarðvegs fylla og slétta svæði vestan "Stóra Mjölhúsins" En þarna á að gera lítinn grasvöll, (fótbolta) -- Þarna er verktakann Stefán, að staðsetja hæðarpunkta, með laser tækni.
1. júlí: Suðurverk hf. við undirbúning byggingu Snjóflóðavarnargarða, virðast ganga vel.
Sumum finnst þetta alvarlegt skemmdarverk, en aðrir líta á þetta sem vísir af líftryggingu fyrir fólk sem býr undir hlíðum fjallanna og velja heldur hagsmuni viðkomandi fólks en hina svokölluðu "sjónmengun".
Vonandi verður þetta frekar augnayndi, eins og garðarnir í suðurbænum vissulega eru.
1. júlí: Jón Sigurðsson afgreiðslumaður Olís & Olíudreifing hafði mikið að gera við olíuafgreiðslu til báta og skipa því mikið var um að vera við höfnina, rækjubátar að losa afla ofl. var um að vera.
1. júlí
Framkvæmdir við Gránugötu ganga vel og eru samkvæmt áætlun. Þar eru margar hendur að verki, ungir sem gamlir.Steinplata götunnar er fjarlægð, svo og er skipt um jarðveg og unnið þar á eftir samkvæmt venju við slíkar framkvæmdir.
1. júlí: 18:15
Íbúar Hólavegar fjölmenntu á "vettvangi", framkvæmda við snjóflóðagarða Það var að frumkvæði bæjarins, en tilefnið var að skýra fyrir íbúunum á vettvangi, fyrirhugaða framkvæmd verksins og vinnutíma við það.
Sigurður Hlöðversson bæjartæknifræðingur bæjarins lýsti málavöxtum fyrir fólkinu. --- Mynd til hægri >>>>
2. júlí hófst í dag Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í fjórða sinn sumarið 2003 frá 2.-6. júlí. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á söngdansa eða vikivaka sem nutu mikilla vinsælda á Íslandi. Hátíðin ber þess einnig merki að öld er liðin frá því Norðmenn lönduðu fyrstu síldinni á Siglufirði.
Harðangursfiðluhljómsveit frá Bærum í Noregi mun setja sterkan svip á hátíðina auk fjölda annarra listamanna, innlendra og erlendra.
Þrjár ljósmyndir: Þórleifur Haraldsson. Frá Þjóðlagahátíð, 4. júlí 2002.
2. júlí:
Grænlenska loðnuskipið Siku GR18-1 kom með 1250 tonn í morgun til löndunar hjá S.V. á Siglufirði. Annað skip,
Beitir kom um 2 leitið í dag með fullfermi og vonandi Björg Jónsdóttir einnig, koma í kvöld eða næstu nótt.
Samgönguráðherra að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, hefur ákveðið að öllum tilboðum í gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð verði hafnað.
Ástæður þessa eru þær að ekki þykir ráðlegt að fara í þessar framkvæmdir í því þensluástandi sem nú er í uppsiglingu í þjóðfélaginu, miðað við þær miklu framkvæmdir sem nú eru hafnar og framundan eru á Austurlandi, að því er fram kemur í frétt frá samgöngumálaráðuneytinu.
Þegar ákveðið var að fara í útboð Héðinsfjarðarganga, í kjölfar jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, voru bundnar vonir við að samlegðaráhrif vegna þessara miklu framkvæmda yrðu til þess að hagstæðari tilboð bærust í verkið en raun ber vitni.
Gert er ráð fyrir að útboð vegna jarðganganna fari fram að nýju fyrri hluta árs 2006 og að hægt verði að hefja framkvæmdir síðar sama ár.
------------------------
E.S. Því miður fór þetta eins og ég var búinn að segja vinnufélögum mínum: "Aldrei að treysta orðum þessara 60 gl.m. þarna á alþingi og ríkisstjórn, þeir munu alltaf finna einhverja afsökun fyrir því þegar þeir þurfa að svíkja loforðin, hvort heldur um er að ræða jarðgöng -- eða bætt kjör aldraðra sem ríkisstjórnin lofaði fyrir rúmum 8 árum, og ekki efnt enn". S.K
3. júlí: Umræðan um svikin kosningaloforð.
Ég fór á meðal fólksins í morgun, og heyrði skoðanir þeirra á þriðju (?) "frestun" Héðinsfjarðarganga. Sú umræða er í flestum tilfellum ekki hægt að birta opinberlega orðrétt, vegna ýmissa ram íslenskra og vel skiljanlegra orðatiltækja, sem talið er að ekki eigi heima á prenti.
En almennt var hljóðið á sama veg, þessir herrar jafnt ráðherrar og aðrir "herrar" og dömur, sem uppi höfðu fögur loforð og fyrirheit, fengju þau atkvæði viðstaddra, þá væru jarðgöngin tryggð og bla, bla. Nokkur orð vegfaranda hér neðar um "Svikin loforð"
Ásmundur Einarsson, Norðurfrakt/Flytjandi, Hann var óhress í máli, raunar niðurbrotinn. Hann hafði gert sér miklar vonir um aukin umsvif vegna fyrirtækis síns Norðurfrakt. Hann var eldheitur Sjálfstæðismaður og starfaði mikið fyrir flokkinn í kosningabaráttunni og ráðherrar núverandi og fyrrverandi klöppuðu á öxlina á honum og sögðu að nú væri framtíð fyrirtækis hans björt þegar göngin kæmu, því það væri sko tryggt, ef þeir ynnu kosningarnar. Einn (fyrrverandi ráðherra) var svo orðhvatur að hann hafði orð á því að fyrr yrði hann grafinn, en að loforðin stæðust ekki.
"Mummi" hringdi í þennan baráttumann og spurði, hvort hann væri búinn að panta kistuna, hann sagði ekki frekar frá samtali sínu, en ef að líkum lætur, þá hafa það ekki verið nein guðspjöll.
Ásmundur hefur nú þegar sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Og ekki treystir hann yfirlýsingum um að þetta sé aðeins frestun
Andrés Stefánsson rafverktaki Hann var einnig óhress með þessi mál, þó svo að hann hafi ekki treyst þessum mönnum sem töluðu svo glaðhlakkanlega og lofuðu á báða bóga, Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn.
Hann sagðist, ekki vera flokksbundinn, og tryði kosningaloforðum yfirleitt varlega.
Honum þótti sárast, að það kapp sem lagt hefur verið á, að gera Siglufjörð að þekktari vetraríþrótta stað með bættri aðstöðu í "Siglufjarðarskarði", mikilli vinnu bæði sjálfboðavinnu og annarri, að með frestun (?) jarðgangnanna, væri þessar fyrirhöfn að miklu leit spillt, miðað við að auka ferðamannastraum til Siglufjarðar.
Og ekki má gleyma þeirri baráttu og vonum sem Síldarminjasafnið hefur gert sér, með tilkomu Héðinsfjarðargangnanna.
Hjörtur Þorsteinsson vélsmiður sagði ekki mikið endaa frekar hæglátur og orðvar maður, en það fór ekki á milli mála að hann var verulega vonsvikin með þessi málalok
Sverrir Júlíusson vélsmiður Hann var ómyrkur í máli að venju. Hann sagði ma. að þó hann hafi ekki verið neitt yfir sig hrifinn að ákvörðun um gerð Héðinsfjarðargangna, verið nánast hlutlaus, þá færi ekki á milli mála, að þessir menn og konur sem blöðruðu um jarðgöngin og loforðin sem þau gáfu, ef þau kæmust til valda, væru sínum huga ekkert annað en ósviknir loddarar. Og sín tillaga til þessara jólasveina, væri einföld. "Hættið við að byggja snjóvarnargarðana, þeirra verður ekki þörf í framtíðinni, því hér verður eingöngu sumarbústaða svæði í framtóiðinni, fólk mun flytja héðan"
Ekki koma hér fleiri tilvitnanir að sinni, þó svo af mörgu sé að taka, því mikill hiti er í mönnum, og heyrst hafa margar raddir, þar sem fólk hefur sagst ætla að yfirgefa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.
Ekki hefi ég náð tali af Guðmundi Skarphéðinssyni vini mínum, sem hefur verið ötull talsmaður jarðgangnagerðarinnar sálugu og milliliður upplýsingamiðlunar milli stjórnvalda og almennings á Siglufirði. Ekki kæmi mér á óvart að þessar aðgerðir ættu eftir að breyta hans afstöðu til Sjálfstæðisflokksins.
Og Sverrir Sveinsson, aðal hvatamaður þessara framkvæmda, hann hlýtur að vera aðeins meira en vonsvikinn, ef ég þekki hann rétt. Og svo mun vera um fleiri.
Og ég persónulega, hrósa happi yfir að hafa kosið Kristján Möller við síðustu alþingiskosningar, en ekki látið glepjast af orðum Sigríðar er hún heimsótti kaffistofu SR-Vélaverkstæðis fyrir kosningar og lét þar "gamminn geisa" með loforðaflóði, ef við kysum hana og Sjálfstæðisflokkinn. Önnur loforð heyrði ég ekki né las fyrir kosningarnar.
"En ég þekki Kristján Möller, og veit að hann er enginn köttur í sekknum" Steingrímur
3. júlí
Björg Jónsdóttir ÞH 321, kom í morgun með fullfermi af loðnu til Síldarvinnslunnar Siglufirði.
Myndin sýnir skipið, að landa klukkan rúmlega 9 í morgun.
3. júlí
Unglingarnir
Þeir vinna ötullega að garðyrkjustörfum og annarri upplyftingu bæjarfélagsins.
Ekki veitir af að hafa eitthvað til að gleðjast yfir á þessum síðustu "viku dögum"
Þarna eru þau á horni gatnamóta Hvanneyrarbrautar og aðkeyrslu til sjúkrahússins.
3. júlí 14:11 Norska olíuskipið Ophelia, frá Bergen kom í dag .Farmurinn er svartolía, sem aðallega verður notuð hjá S.V. - Síldarvinnslunni á Siglufirði
4. júlí 09:54 Þetta eru "löndunarkarlarnir" hjá S.V. á Siglufirði.
Þetta eru Ægir Bergsson og Ómar Geirsson.
Þeir er vanalega 2 á vakt. En Þeir félagar voru langt komnir með að losa Sunnutind SU 59 sem kom með slatta um 350 tonn. Loðnuveiði var treg síðasta sólarhring vegna brælu.
Í gærkveldi kom Danska skipið Geisir með 1.228.086 kg
5. júlí
Sigurvin, bátur Björgunarsveitarinnar Strákar, fór í morgun til Héðinsfjarðar með tvo hópa ferðalanga, starfsmenn A.T.V.R og fleiri, ásamt fjölskyldum og vinum, þar á meðal, nokkra brott fluttra Siglfirðinga ma. Hlyn Arndal, og Valtýr Sigurðsson.
Tilgangur ferðarinnar var að njóta útsýnis og ganga síðan til baka, yfir "fjallið", til Siglufjarðar.
Þessi mynd til vinstri, sýnir "kallinn" í brúnni: Hafþór Rósmundsson.
5. júlí 16:20
Súlan kom til löndunar hjá S.V. uppúr 3 í dag með um 800 tonn af loðnu.
Danska skipið Ruth H.G-264 kom um klukkan 4:30 með um 1000 tonn af loðnu.
Björg Jónsdóttir er væntanleg með morgninum með um 1000 tonn.
5. júlí
Lítil afmælisveisla var haldin við Síldarminjasafnið í dag, en þann 8. júlí n.k. eru liðin 100 ár síðan Norðmenn lönduðu sinni fyrstu síld á Siglufirði, og síldarævintýrið okkar hófst.
Slegið var upp Norsku bryggjuballi, en þar mættu norðmenn með hljóðfærin sín og dansskó. Fleiri uppákomur voru, m.a. hin hefðbundna síldarsöltun ofl.
Þá var þarna einnig fulltrúi "European MuseumForum" Dr.Wim Van Der Weiden, sem er hingað kominn til að meta safnið með hliðsjón af tilnefningu sem safnið fékk til Evrópsku safnaverðlaunanna.
Mikið fjölmenni var þarna samankomið, heimamenn og margir að komnir og skemmti fólk sér vel, auk þess sem það naut þess að skoða Síldarminjasafnið, og sérstaklega vakti athygli, nú opnaður formlega í fyrsta sinn, "GRÁNA" sem er í raun gömul síldarverksmiðja, snilldarlega fyrir komið, og eiga þeir Örlygur Kristfinnsson og aðstoðarmaður hans Chris Bogan, sérstakan heiður skilið fyrir útsjónarsemi og verkið í heild.
Smelltu á tengilinn hér "Lítil afmælisveisla" en þar eru ljósmyndir.
5. júlí 20:00 --
Eftir viðtal Stöðvar 2 við Boga Sigurbjörnsson í kvöld, vaknar spurning dagsins (með frest á svörum til næsta laugardags):
Er Bogi eini "fulltrúi" ríkisstjórnarflokkanna, sem er heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og sinni sannfæringu og þorir að kveða sér hljóðs á opinberum vettvangi og lýsa stríði á hendur þeim sem sviku loforðin?
6. júlí 10:00 Síldarvinnslan á Siglufirði hefur nú tekið á móti um 14 þúsund tonnum af loðnu, verið er að landa úr Björgu Jónsdóttur ÞH 321 sem er hér nú í 4. sinn og hefur landað alls yfir 4 þúsund tonnum á Sigló. Fleiri myndir á tenglinum "Verksmiðjukarlar"
<<<<<<< 2003-07-07-15
Þrír menn eru á vakt í mjölhúsinu (aðeins "dagvakt") sem stendur yfir 12 tíma, frá kl. 7:30 til 19:30 dag hvern sem bræðsla stendur yfir. (mjölinu er safnað í tanka yfir nóttina) Þrátt fyrir mikið annríki, gáfu þeir sér tíma til að gefa mér kaffi, rabba og lofa mér að taka þessa ljósmynd.
Sveinn Þorsteinsson, Kristinn Konráðsson og Reynir Gunnarsson
6. júlí 11:00 -- Safnarafélagið ÞÓR
Nú hafa Safnarar, á Siglufirði komið upp enn einni safngripa sýningunni. Þarna kennir "mikilla grasa" margra áhugaverðra muna. Hvet ég þá sem þess eiga kost að skoða frekar.Þarna eru þau Hafdís K Ólafsson og Þór Jóhannsson.
Þá voru þarna staddir safnarar að sunnan, með "skiptisölu" á safngripum, svo og ljósmyndari Myntsafnarafélags Íslands.